Morgunblaðið - 04.12.1998, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 04.12.1998, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTITDAGUR 4. DESEMBER 1998 25 ERLENT Kosningar boðaðar í Indónesíu um mitt næsta ár Beðið ákvörðunar um réttarhöld yfir Suharto Landeignir Suharto-fjölskyldunnar sagðar svara til að hún ætti alla Jövu Jakarta. Reuters, The Daily Telegraph. STJÓRNVÖLD í Indónesíu til- kynntu í gær, að almennar þingkosn- ingar yrðu í landinu um mitt næsta ár. Þá hétu þau einnig að hraða rannsókn á málum Suhartos, fyrr- verandi forseta, en hann hefur verið sakaður um spillingu og mannrétt- indabrot í 32 ára stjórnartíð sinni, sem lauk í maí sl. Skýrt hefur verið frá því, að landeignir Suharto-fjöl- skyldunnar og samstarfsmanna hennar séu jafn miklar og öll Java, stærsta eyjan í Indónesíu. Harmoko, forseti þingsins, sagði að loknum fundi með þingleiðtogum og ráðherrum í ríkisstjóm Habibies, að ákveðið hefði verið að efna til kosn- inga 7. júní á næsta ári og myndi nýtt þing, sem velur forsetann, koma sam- an 29. ágúst. Ætlunin var, að það kysi ekki nýjan forseta fyrr en í desember að ári en margir óttuðust, að Habibie myndi nota tímann til að treysta sig í sessi. Er hann ákaflega óvinsæll með- al landsmanna og nýleg skoðana- könnun sýnir, að hann nýtur aðeins stuðnings 7% kjósenda. Enginn veit hvemig næsta þing verður skipað en búast má við, að fjöldi nýrra flokka bjóði fram í þessu fjórða fjölmennasta ríki í heimi. Fjölskylduauðurinn 2.800 milljarðar kr. Indónesísk dagblöð hafa það eftir embættismönnum, að vænta megi tilkynningar á næstu dögum um hugsanleg réttarhöld yfír Suharto, fyrrverandi forseta. Sumir áætla, að Suharto og fjölskylda hans hafi sankað að sér eignum, sem meta megi til 2.800 milljarða ísl. kr. og Muslimin Nasution, sem fer með málefni skóga og búgarða í ríkis- stjórninni, sagði sl. þriðjudag, að Su- harto-fjölskyldan og samverkamenn hennar ættu 22.5 milljón ekrur lands en það svai-ar til allrar Jövu. Dagblaðið Jakarta Post hafði eftir ráðherranum, að komið hefðu fram vísbendingar um gífurlega spillingu varðandi þessa auðsöfnun. Flestar eru landeignirnar á Austur-Kalim- antan og í Irian Jaya en þar eru miklir skógar og timburframleiðsla. Þúsundir námsmanna efndu til mótmæla í Jakarta í gær og kröfðust þess, að Suharto yrði dreginn fyrir dóm. Aðskilnaðarsinnar í Quebec slíðra sverðin Aðskilnaður ekki á dagskrá Toronto. Morgunblaðið. LUCIEN Bouchard, leiðtogi flokks aðskilnaðarsinna í Quebec í Kanada, Parti Quebecois (PQ), segir að at- kvæðagreiðsla um aðskilnað fylkis- ins frá Kanada verði ekki haldin næstu tvö árin, að minnsta kosti, að því er kanadíska blaðið Globe and Mail greindi frá. Flokkur aðskilnaðarsinna hlaut flest þingsæti í fylkiskosningum er fram fóru á mánudag, en hlutfalls- lega færri atkvæði en helsti keppi- nauturinn, Frjálslyndi flokkurinn, sem er andvígur aðskilnaði. Sagði Bouchard það greinileg skilaboð frá kjósendum að þeim væri iyrst og fremst umhugað um að stjórnvöld sýndu ábyrgð og aðhald í efnahags- og félagsmálum, en væru ekki fylgj- andi því að efnt yrði til atkvæða- greiðslu um aðskilnað á næstunni. I kosningabaráttunni sagði Bouchard að þegar „aðstæður til sig- urs“ í aðskilnaðaratkvæðagreiðslu sköpuðust myndi stjórn PQ efna til hennar. — . Há kommóða: 62.130,-. Spegill: 18.850,-. Breið kommóða: 48.910,-. Náttborð: 28.690,-. Höfðagafl Queen Size: 30.140,- King Size: 40.970, Teg. POTOMAC Há kommóða: 63.390,-. Spegill: 17.490,-. Breið kommóða: 50.550,-. Náttborð: 28.680,-. Höfðagafl Queen Size: 27.140,- King Size: 35.510,- Há kommóða: 61.740,-. Spegill: 15.300,-. Breið kommóða: 47.540,-. Náttborð: 27.150,-. Höfðagafl Queen Size: 26.230,- King Size: 34.430,- Sofðu í fallegu umhverfi Há kommóða: 69.980,-. Spegill: 27.330,-. Breið kommóða: 59.980,-. Náttborð: 31.430,-. Höfðagafl Queen Size: 32.790,- King Size: 40.980,- Há kommóða: 66.940,-. Spegill: 19.130,-. Breið kommóða: 52.740,-. Náttborð: 28.140,-. Höföagafl Queen Size: 24.580,- King Size: 30.140,- Glæsileg Amerísk svefnherbergishúsgögn. Sérlega vönduð og mikil prýði fyrir heimilið. Fallegar kommóður, höfðagaflar og rúm,_______ sem henta mjög vel fyrir hinar frábæru dýnur. Láttu það eftir þér að gera svefnherbergið að sannkölluðu draumalandi. Við bjóðum fjölbreytt úrval og tökum vel á móti þér. Há kommóða: 65.580,-. Spegill: 16.390,-. Breið kommóða: 46.450,-. Náttborö: 26.780,-. Höfðagafl Queen Size: 21.850,- King Size: 27.310,- Há kommóða: 59.290,-. Spegill: 19.130,-. Breiö kommóöa: 51.370,-. Náttborð: 27.150,-. Höfðagafl Queen Size: 28.680,- King Size: 39.610,- Há kommóöa: 56.560,-. Spegill: 18.850,-. Breið kommóða: 50.280,-. Náttborð: 27.320,-. Höfðagafl Queen Size: 27.310,- King Size: 38.240,- Há kommóða: 67.770,-. Spegill: 21.860,-. Breið kommóða: 55.190,-. Náttborð: 27.980,-. Höföagafl Queen Size: 35.510,- King Size: 40.980,- v HÚSGAGNAHÖLUN Bíldshöfðl 20 -112 Rvík - S:510 8000 Þegar þú vilt sofa vel- UesUlwetur hesUHneíur Iiakkíi5ar_ HesUlmetnr atifornui rusinur Uókos mjöl J tnöndlnr mcð hýöi möndlur afhýddar möndlur hakkaoar cXbnetukjamar ! Bráðumkoma l blessuðjólin... > VELJUM ÍSLENSKT! I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.