Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 35 STRENGJABRÚÐUR BÆKUR Skáldsaga STJÓRNLAUSLUKKA Eftir Auði Jónsdóttur. Prentun: AiT Scandbook, Svíþjóð. Mál og menning, Reykjavík 1998. 160 bls. Lífíð er allsstaðar, allsstaðar er fólk sem á sér sögu, ævintýri, meira að segja á litlum sveitabæ, undir hlíð, vestur á fjörðum, hér uppi á ís- landi. Stúlkan sem er aðalpersóna og sögumaður í skáldsögunni Stjórnlaus lukka eftir Auði Jóns- dóttur er að segja eina af þessum sögum, sögu sem hún hélt að væri ekki til, stæði að minnsta kosti ekki skrifuð stóru letri í sögubókum heimsins. Hún er átján ára stúlka að nafni Didda sem hefur alist upp hjá ein- stæðri móður í sjávarþorpi vestur á fjörðum frá því hún var sex ára. Móðir hennar, Asta, er vinnukona á bæ rétt utan þorpsins. Asta er af hinni alræmdu hippakynslóð; lærði í Frakklandi, skildi í Reykjavík og fiýði vestur á fírði með minninga- koffort undir hendinni og einhvern helling af hugsjónum í lamasessi; það er lítið eftir af hippanum í henni, að minnsta kosti er hún hætt að spila Janis Joplin og hlustar þess í stað á skallapoppið hans Claptons. Didda er hætt í skóla og vinnur í frystihúsinu við að hreinsa bandorm úr þorski. Hún er flogaveik og segir það ástæðuna fyrir því að hún hang- ir enn í pilsfaldi mömmu sinnar. Hana langar þó til að komast burt en fínnur ekki kjarkinn til að láta verða af því. Tékkneski strákurinn Radek glæðir vonir hennar en að- eins um stund því að misheppnuð nánari kynni þeirra fæla Diddu frá þeirri hugmynd að víkka út mörk þess litla heims sem hún lifir í. En ör- lögin grípa í taumana með óþyrmilegum hætti og breyta gangi lífsins hjá öllum þorps- búunum. Bókin er kannski iyrst og fremst tilraun stúlku til að skrifa sína sögu, hún er uppgötvun á sögu sem var ekki til. Það er sagan um Evu Lunu sem vekur með sögumanni vitund um sögu sína. „Eftir lestur- inn hugsaði ég með mér að lífið væri að vissu leyti saga. Ein stór saga sem geymdi óteljandi litlar sögur inni í sér. Fyrst svo væri gæti ég horft á það öðrum augum hér eftir. Ég mætti horfa á það með mínum eigin augum og ákveða haða sögur vektu áhuga minn. Eins og lesandi sem velur sumar bækur og hafnar öðrum því hann veit að hann nær aldrei að lesa þær allar.“ Þannig gæti sagan vissulega ver- ið vel fallin til feminísks lesturs þar sem áherslan væri á sjálfsleit Diddu. I því samhengi er til dæmis samband þeirra mæðgna forvitni- legt en írónían í sögunni felst í því að Didda („Barn hippa“ eins og nafn fyrsta kafla bókarinnar hljómar) virðist alveg jafnómeðvituð um sjálfa sig, sinn stað, sitt hlutverk og uppreisnarhippinn móðir hennar sem hafði stundað „róttæku" partíin og boðað kvenfrelsi af miklum móð. Ekkert hefur breyst, uppreisnin virðist hafa verið til einskis. Strengjabrúða sem Radek gefur Diddu verður henni tákn um hlut- skipti þeirra mæðgna, hvorug getur staðið á eigin fótum, þær hafa strengi sem binda þær öðrum: „Ég er strengjabrúða. Það er nóg fyrir mig að horfa á mömmu til að vita að líkingin er rétt.“ í lok sögu stefna þær mæðgur þó inn á „önn- ur mið“ þar sem allt er nýtt, þær standa báðar á byrjunarreit og þurfa hvor um sig að glíma við nýja mögu- leika, nýjar sögur. Frásagnarháttur Auðar er raunsær. Hún dregur upp tragíkómíska mynd af þorpslífinu, viðkvæmum smáheimi þar sem öll frávik hafa margfalt gildi, margfóld áhrif. Flestar persónur eiga eða áttu sér draum um að komast burt en eru fastar, útgönguleiðir eru allar meira eða minna tepptar. Og auðvitað eru þarna kynlegir kvistir sem eru þó harmsögur út af fyrir sig, eins og Júlla jú jú og Sveinn spariskór. Söguna mætti þannig telja í hópi fjölmargra bókmenntaverka sem hafa á undanförnum árum fjallað um fall dreifbýlisins, þorpssagn- anna svokölluðu. I þessari fyrstu skáldsögu sinni sýnir Auður Jónsdóttir góð tök á bæði formi og stíl. Efnistök eru ekki mjög nýstárleg en sá þráður sem er spunninn slitnar aldrei. Það væri gaman að sjá Auði róa á „önnur mið“ (sem er einmitt heiti síðasta kafla bókarinnar), takast á við nýja möguleika, nýjar sögur eins og þær mæðgur, Didda og Asta. Þröstur Helgason Auður Jónsdóttir Skagfirskt stuðlagaman BÆKUR Ljóð SKAGFIRSK SKEMMTILJÓÐ II Bjarni Stefán Konráðsson frá Frosta- stöðum tók saman. Bókaútgáfan Hólar 1998, 112 bls. Á SÍÐASTA ári, fyrir jólin, kom út kver með sama nafni. Sú bók varð greinilega vinsæl, því að hún seldist upp að því er segir í inn- gangsorðum þessarar nýútkomnu bókar. I fyrri bókinni birtist kveð- skapur eftir á fjórða tug Skagfírð- inga, sem allir voru á lífi utan einn. Nú hefur verið breytt nokkuð um stefnu. Höfundarnir eru nokkru fleiri eða 58 og eru um tutt- ugu þeirra eða, rúmur þriðjungur, látnir. Margt er þar alkunnra skálda og hagyrðinga og sumar vísur þeirra vel lifandi á vörum margi-a. Af þeim má nefna Bólu- Hjálmar, Símon Dalaskáld, Magn- ús á Vöglum, Hjörleifana tvo á Gilsbakka, Stefán Vagnsson, Stef- án frá Móskógum, Þorstein í Gil- haga, Isleif Gíslason, Harald frá Kambi, Olínu Jónasdóttur, Sigurð í Krossanesi o.fl. Oneitanlega lyftir kveðskapur þessara manna bókinni verulega, því að betur yrkja menn ekki nú á dögum. Af þeim 38, sem hér yrkja og enn eru á lífi, eru vissulega margir bráðsnjallir hagyi-ðingar og sumir mikilvirkir, þó að aðrir fleygi að- eins frá sér stöku og stöku eða kvæðisstúf þegar vel stendur á. Hér eru bæði ungir og aldnir sam- an komnir, kai'lar og konur. Safn- andinn segist hafa leitað til „yfir hundrað manna með efni og það sýnir vel hversu geysilega margir Skagfirðingai' fást við yrkingar. Þó náðist ekki til allra sem vitað er um að setji saman vísur og víst er að ýmsir fleiri stytta sér stundir með yrkingum en safnari veit um“. Ekki er þetta yfirlit yfir skag- firskan kveðskap, heldur er tekið fyrir sérstakt efnissvið eða þema, eins og sumir vilja orða það nú. All- ar vísurnar og kvæðin eiga það held ég sammerkt að vera einhvers konar gamanmál. Stundum hrein- ræktað glens og hnyttni. En gam- anið gi'ánar þó stundum og getur orði meinleg kerskni og jafnvel harðskeytt níð. Mikið ber á tví- ræðni og orðaleikjum, þó að stund- um sé komið beint að efninu. Eng- inn skortur er á berorðri skírskot- un til samskipta kynjanna og hefði líklega áður fyrr þótt varasamt að prenta slíkt nema þá með grísku letri! En nú er öld önnur og hisp- urslausari. En þannig hlýtur þetta að vera ef yfirlitið yfir skagfirska gamanvísnagerð á að vera sann- ferðugt. Þannig hefur verið orkt og þannig er orkt. Skagfirðingar eru húmoristar góðir, en eiga til að vera dálítið brellnir. Vandmeðfar- inn er slíkur kveðskapur, en í höndum smekkvísra og snjallra hagyrðinga getur hann orðið snilldargóður. Um það eru mörg dæmi í þessari bók, þó að hitt finn- ist líka. Þarft verk vinnur safnandinn með því að sjá til þess að þessi gamla og góða kveðskaparhefð sé geymd á bók. Hún er vissulega hluti af arfleifð okkar, kímnin og orðheppnin geymist þar, viss ögun málsins og meitlun hugsunar. Það er góð list að fella skýi'a hugsun í fjórar hendingai' með stuðlum og höfuðstöfum á réttan hátt og svo að vel fari. Sigurjón Björnsson Weldon starf- aði hjá leyni- þjónustunni BRESKA skáldkonan Fay Weldon hefur upplýst að htín hafi unnið í leyniþjónustudeild er starfaði í tengslum við leyniþjón- ustuna MI6 á sjötta áratugnum. Þetta kemur fram í nýrri bók um áróð- ursstarfsemi leyniþjónust- unnar á dögum kalda stríðsins, sem kallast „Britain’s Secret Propag- anda War 1948-1997“ eftir Paul Lashmar og James Oliver. í The Times segir að hlutverk Weldon hafi fyrst og fremst verið að skrifa gagm-ýnar greinar- gerðir um pólsk málefni en þeim var síðan dreift til breskra fjöl- miðla. Er fullyrt að þar hafi Weldon orðið sér títi um dýr- mæta reynslu sem hafi nýst henni vel er htín gerðist rithöf- undur. Weldon hefur áður sagt frá því að htín hafi starfað í nokkra mánuði hjá bresku utanríkisþjón- ustunni að afioknu háskólaprófi í hagfræði og heimspeki en htín var þá 21 árs. Nú hefur hins veg- ar komið á daginn að hún starf- aði hjá sérdeild innan ráðuneytis- ins sem var í tengslum við bresku leyniþjónustuna, svokallaðri upp- lýsingarannsóknadeild. Weldon segir í samtali við blaðið að sér sé þessi skammi tími ekki sérlega minnisstæður. Htín rifjar þó upp að þegar „al- vöru njósnarar" komu í stofnun- ina liafi þeirra verið beðið með mikilli eftirvæntingu en starfs- fólkinu var ævinlega sagt að sntía baki við ganginum svo þeir kæmust óséðir inn. Kol og saltfiskur BÆKUR Atvinnumál HORFIN HANDTÖK eftir Pétur G. Kristbergsson. Frásagnir af vinnu við saltfisk og kol á sjó og landi á kreppuárunum. Útg.: Karton ehf., 1998, 136 bls. HÖFUNDUR er Hafnfirðingur, nánar tiltekið Gaflari, sonur fisk- verkakonu og togarasjómanns. Sjálfur virðist hann hafa unnið við slík störf fram eftir ævi. Sögusvið hans er Hafnarfjörðúr á árun- um milli stríða, eink- um á kreppuárunum 1930-1939. Bókin skiptist í tvo aðalhluta. Sá fyrr- nefndi nefnist Kola- bærinn Hafnarfjörður. Þetta var á þeim árum þegar kol voru aðal- hitagjafi húsa og allur matur var eldaður við kol, togarar gengu fyrir kolum o.s.frv. Því þurfti öll ósköp af þessu eldsneyti og skip komu með stóra kolafarma til landsins. Höfundur lýsir af öruggri þekk- ingu og mikilli nákvæmni öllum aðstæðum við löndun kola, tækjum sem notuð voru, vinnulagi og öllu er að þeirri vinnu lýtur. Er þetta einkar fróðleg lýsing og minnist ég þess ekki að hafa lesið slíka áður. Annar aðalhlutinn fjallar svo um saltfiskverkun, en hún var geysi- mikil í Hafnarfirði á þessum árum. Þar er sama nákvæmnin viðhöfð. Höfundur virðist hafa lagt sig sér- staklega eftir því að finna og lýsa öllum þeim stöðum þar sem fiskur var þurrkaður (fiskreitum) og ger- ir hann grein fyrir þeim öllum með nöfnum. Leifar sumra þeirra sjást enn og þyrftu að varðveitast. Salt- fiskverkun er lýst af stakri ná- kvæmni allt frá því að aflinn kem- ur úr sjó og þar til hann er tilbúinn til útflutnings, pakkaður í hessían- striga. Að loknum þessum aðalköflum era viðtöl við tvo menn. Annars vegar er rætt við Jóakim Péturs- son, sem var togarasjómaður á bv. Júní á stríðsárunum. Hápunktur þess viðtals er þegar skipverjar á Júní björguðu þrjátíu skipverjum af dönsku skipi, sem hafði verið sökkt af kafbáti. Frá því mátti ekki segja á stríðsáranum og hefur því þetta merka björgunarafrek fallið í íyrnsku. Hitt viðtalið er við Guðjón Gísla- son, hafnfirskan verkamann, og segir þar frá fiskverkun í Hafnar- firði snemma á öldinni. Allmargar skemmtilegar og lýsandi myndir eru í þessari bók, svo og nokkrar grafíkmyndir gerðar af Kristbergi Péturssyni (syni höf- undar?). Myndaskrá er í lok bókar, svo og nafnaskrá. Bókin er snyrtilega gefin út. Mér fannst bók þessi einkar fróðleg aflestrar og um margt athyglisverð. Sterkar era lýsingar höfundar á kjöram og allri að- búð verkafólks á þess- um áram. Atvinnu- leysi var gífurlegt og menn þóttust hafa himin höndum tekið ef þeir komust í þriggja eða fjögurra daga vinnu í kolaskipi. Getur þó varla erfiðari eða óþrifalegri vinnu. Menn kepptust við vinnuna undir ■ drep, því að um var að gera að vera nógu duglegur. Þá vora líkur á að hljóta happið við næstu skip- komu. Sá, sem þetta ritar, man svo langt aftur að ýmsar ónotalegar minningar frá kolavinnu vöknuðu við þennan lestur. Þar sem þessar frásagnir era öðram þræði endurminningar er hér allnokkuð um atvikalýsingar og sagt frá ýmsum mönnum, sem höfundur kynntist og vann með. Höfundur kann góð tök á því að segja skipulega frá og útskýra á greinargóðan hátt það, sem út- skýra þarf. Ég hygg að þessi bók sé gagn- legt framlag til atvinnusögu á sínu sviði. Sigurjón Björnsson Pétur G. Kristbergsson Með snjókorn að leik BÆKUR Myndasaga SNÆFINNUR eftir Jón Ármann Steinsson. Höfundur mynda: Jón Hámundur Marinósson. Prentvinnsla: Prcntsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Fróði hf. 1998 - 26 síður. ÞETTA er LESTU FYRIR MIG SÖGU mamma eða pabbi, amma eða afi BÓK. Bráðskemmtilegar myndir; litadýrðin mikil, og á því, án efa, eftir að gleðja margt barnið. Söguþráðurinn er um gleði barna, er snjór fellur á jörðu, leik þeirra að því sem fullorðna angrar oftast. Þau gera karl sem öðlast líf, leikur sér við krakkana, á erfitt með að skilja, að honum henti ekki það sama og þeim, veður í hús og missir mátt. Margt er jú líkt, hann til dæmis verður einmana, eins og hendir börn stundum, og krakkarnir leysa úr því, hnoða honum hjástoð við hæfi: Snædísi. Slíkt hressir karl, líka kuldi vetr- ar, og eins og sönnum myndhöggv- urum sæmir gera börnin við það sem tímans tönn nagar af líkneskj- um þeirra. Hita vorsins ráða þau hins vegar ekki við. Til sumarleikja eru vinir þeirra ófærir, Snæfinnur og Snædís halda til fjalla, lofa að koma aftur næsta haust. Snoturt. Stórbrotið? Hvað er stórbrotnara en leikur barns? Gleði barns? Bóldn er bamslega einlæg, og því skemmtibók fyrir fullorðna og börn saman, því að margt ævin- týrið má spinna frá hverri síðu. Þetta er lítið kver sem getur orðið að langri sögu. Þar veldur, hver á heldur. Prentverk Odda líkt, vand- virknislegt. Sig. Haukur Listrænar jólagjafir gallerí JListakot LAUGAVEGI70, SÍMI/FAX 552 8141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.