Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 55 Sagan endurtekur sig ÞEGAR vinstri- menn tóku við völdum í Reykjavík 1978 hófst mikil raunasaga. Veru- legur skortur var á lóðum til bygginga, skattar hækkuðu og skuldir jukust. Nú tuttugu árum síðar virðist sem sagan sé að endurtaka sig og gott betur. Abyrg stjóm borgar byggist á hag- stæðum vaxtarskilyrð- um fyrir borgarbúa sem laða að fólk og fyrirtæki. Stefna R- listans beinist að því að leggja álögur á þá sem búa í borginni og sníða þeim þröngan stakk. Það er engu líkara en vinstrimenn telji það engu breyta um búsetu manna, þótt dæmin sanni annað. Á sama tíma hafa ná- grannasveitarfélögin boðið betur á flestum sviðum. Arangurinn lætur ekki á sér standa; þróun Reykja- víkur stöðvast og mikil þensla á sér stað í Kópavogi og Mosfellsbæ. Ólíkt höfumst við að... Á síðustu fjórum árum hefur R- listinn safnað um sjö milljörðum í rekstrarskuldir. Þetta er á sama tíma og ríkissjóður greiðir niður Vinstrimenn vaða í kunnuglegum villum, segir Eyþór Arnalds, og hafa lítið lært af dýrkeyptri reynslu. skuldir sínar, enda er góðæri og skatttekjur því drjúgar. Þó tekur nú steininn úr þegar kemur að skattheimtunni. Á sama tíma og ríkið lækkar skattprósentuna hækkar útsvarsskattur borgarinn- ar. Útsvarsgreiðendum Reykjavík- ur hefur lítið fjölgað, enda er svo komið í dag að engar lóðir eru fá- anlegar og borgaryfírvöld atast í einstökum húseigendum í borg- inni. Eftir að vinstri meirihlutinn féll og sjálfstæðismenn tóku við 1982 var farið hratt af stað og Grafar- vogur skipulagður. Vöxtur Reykjavíkur fór aftur á fullan skrið og rekstur borgarinnar tók ííkinu fram. Á þessum tíma var oft talað um tvö hagkerfi í landinu, hinn þungi ríkissjóður undir stjórn Steingríms Hermannssonar og hin öfluga borg undir stjórn Davíðs Oddssonars. í dag sjáum við and- hverfuna, óstjóm í rekstri borgar- innar á sama tíma og rekstur ríkis- ins vekur aðdáun víða um Evrópu. Skuldir ríkisins em greiddar niður og skattar lækka. Skuldir borgar- innar stórhækka og skattar hækka. Og fleiru er við að bæta. Skýrir valkostir R-listinn lætur gera fyrir sig mikið af skýrslum og geta þær kostað tugi milljóna eins og nýleg dæmi sanna. Fyrir kosningamar í New York-borg 1993 gerði borgar- stjórinn Dinkins, sem er demókrati, svokallaða Kmmmer- feld-skýrslu. Þar var meðal annars lagt til að borgin ætti að hækka skatta, leggja á sorphirðugjald og rýra þjónustu. Borgarstjóraefni repúblíkana, Rudio Giuliani, valdi að fara þveröfuga leið og boð- aði skattalækkanir til eflingar borgarinnar. Þegar Giuliani tók síð- an við völdum hófst hann handa þegar í stað og lækkaði skatta og bætti skilyrði borgarbúa og fyrir- tækja hratt. I dag, fimm ámm síðar, er árangurinn öllum ljós. Tekjur New York- borgar hafa stórauk- ist og störfum hefur fjölgað um 110.000. Öryggi borgarbúa og fyrirtækja hefur stóraukist og lífsgæði þai- með. Ef farið hefði verið eftir til- mælum vinstrimanna og skýrslu Krummerfeld væri ólíku saman að jafna. í Reykjavík er likt og farið hafi verið eftir þessari uppskrift vinstrimanna þar sem er blanda af skattahækkunum, auknum fjár- greiðslum til félagsmála og stór- kostlegum vexti í stjórnkerfinu með nýjum millistjórnendum. Þessi uppskrift leiddi á sínum tíma til slæmrar fjárhagsstöðu Reykja- víkur og skorti á nýju byggingar- svæði. Nákvæmlega sama staða er komin upp nú. Bókhald og blekkingar Fræg er bókhaldsflétta R-list- ans fyrir síðustu kosningar þegar reynt var að fela skuldir borarinn- ar með skuldafélagi sem kallað er „Félagsbústaðir hf.“. Eina sjáan- lega markmið stofnunar félagsins var að laga vondar tölur borgar- sjóðs. Þarna „seldi“ borgarsjóður félagslegar íbúðir sínar nýju fyr- irtæki sem einnig var í eigu borg- arinnar fyrir alls 4.353,5 milljónir króna. Þetta er svipað og ef bóndi seldi sjálfum sér hlöðuna til að laga stöðuna á bankareikningn- um, skammgóður vermir það. Nú á að halda áfram á sömu braut og reyna að blekkja með svipuðum bókhaldskúnstum. Það undarleg- asta er samt það að vinstri meiri- hlutinn.virðist trúa þessum blekk- ingum sjálfur. Nýjasta aðferðin er svo að rýra eigið fé veitustofnana verulega, eða um allt að tíu millj- arða króna. Þetta er ekkert annað en aukin skuldsetning. Og þetta kallar sú sem nú er borgarstjóri hallalausan rekstur! Uppgjöf Allar þessar aðgerðir eiga það sammerkt að vera skammtíma- lausnir sem gera illt verra. Dæm- ið frá New York-borg sýnir svo ekki verður um villst að vöxtur verður ekki til með álögum, held- ur skattalækkunum. Ekki með blekkingum heldur skýrum kost- um sem öllum eru ljósir. Reykja- vík hefur mikla möguleika ef rétt er á spilunum haldið. En þá þarf að snúa við blaðinu hratt. Nýir skattar R-listans sýna þau hafa í reynd gefíst upp á rekstri borgar- innar. I stað þess að bæta vaxtar- skilyrðin eru lagðar nýjar álögur á einstaklinga, fyrirtæki og nú síðast á borgarfyrirtækin sjálf. Frekari vitna þarf ekki við. Höfundur er varaborgarfulltrúi. Eyþór Arnalds Moldviðri eða feluský Forsætisráðherrann okkar, sem er sérlega kunnur fyrir hógvær- an, kurteisan og mál- efnalegan málflutning, veitti okkur sem mald- að höfum í móinn útaf óskabarni hans, „frumvarpi um mið- lægan gagnagrunn á heilbrigðissviði“, hóg- væra áminningu á málþingi tölvuspek- inga hér um daginn. Hann talaði þar m.a. um moldviðri útaf per- sónuvernd, sem við hefðum þyrlað upp, auðvitað af öfund og tortryggni gagnvart frómum og lítillátum flytjendum fagnaðarboðskapar um ómælt dollaraflæði, hundruð starfa og eilífa heilsu. Slíkt hlaut að kalla á fóðurlega áminningu þess sem ekki aðeins veit betur, heldur ber ábyrgð á andlegri og tímanlegri velferð þjóðarinnar. Honum láðist reyndar að geta þess, að það voru aðrir en við, sem erum vantrú- aðir á fagnaðarboð- skapinn, sem rótuðu moldviðrinu upp í byrjun. Það er gamalt her- bragð, einkum í sjó- hemaði, að felast í reykskýi, annaðhvort til að leynast fyrir óvinum sínum eða koma þeim að óvör- um. I þessum anda var herbragðið, sem frumkvöðlar íslenskr- ar erfðagreiningar notuðu til að læðast inn í vitund ís- lensks almennings. Reykskýið var gert úr lauskveðnum loforðum um atvinnu, aukinn hagvöxt og bætta heilsu, ekki aðeins til handa oss íslendingum, heldur allri hrjáðri mannkind um víða veröld. Svona til að þétta skýið var landstjóm- endum gefið í skyn að með ráðum Árni Bjömsson frumkvöðlanna mætti lækka kostnað við heilbrigðisþjónustuna, sem náttúrlega hefði átt að leiða af sjálfu sér með útrýmingu sjúk- dóma. Feluskýið grúfir enn yfir landinu og þjóðinni, en nokkur teikn eru á lofti um að það kunni að vera að þynnast (sbr. síðustu Gallup-könnun). Líkur eru þó til þess að það muni byrgja nægilega mörgum alþingismönnum nægi- Feluskýið grúfir yfir landinu og þjóðinni, ------7--------------- segir Arni Björnsson, en nokkur teikn eru á lofti um að það kunni að vera að þynnast. lega lengi sýn, til þess að þeir muni í blindni samþykkja gagna- grannsfrumvarpið. Almenningur mun ná áttum þó síðar verði og reykskýið fjúka. Ef einhverjir sitja þá eftir með súr í augum og ræmu í hálsi, mættu þeir skoða það sem fóðurlega áminningu; frá - t.d. heilbrigðri skynsemi. Höfundur er læknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.