Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MAGNÚS GUÐLA UGSSON + Magnús Guð- laugsson fædd- ist í Ólafsvík 19. maí 1952. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 27. nóvember af af- leiðingum bílslyss. Foreldrar hans voi-u Ingibjörg Steinþórsdóttir frá Ólafsvík, f. 17. janú- ar 1919, d. 28. ágúst 1998 og Guðlaugur Guðmundsson frá Ólafsvík, f. 4. mars 1915, d. 12. apríl 1991. Systkini Magnúsar eru á.tta: 1) Sonja, f. 10.12. 1939. 2) Óttar, f. 23.2. 1943. 3) Steinþór, f. 3.6. 1945. 4) Guðmunda, f. 14.10. 1946. 5) Rafn, f. 15.11. 1949. 6) Sólveig, f. 5.12. 1953. 7) Björg, f. 3.6. 1956. 8) Guðlaug Sandra, f. 18.1. 1961. Magnús var giftur Guðrúnu Haralds- dóttur, f. 19. júní 1956. Sonur er Ómar f. 19. apríl Magnús og Guð- rún slitu samvistir. Sambýliskona Magnúsar er Lýdia Fannberg Gunnars- dóttir, f. 15. mars 1967. Sonur hennar er Óskar Örn Gísla- son, f. 7. júlí 1987. Magnús var upp- alinn í Ólafsvík og vann allan sinn starfsaldur þar. Ár- ið 1973 stofnaði hann útgerðarfyrirtækið Enni hf. ásamt bræðrum sínum og föður. Gerðu þeir út um árabil bátana Auðbjörgu SH 197 og Auðbjörgu II. SH 97. Frá árinu 1981 starfræktu þeir einnig saltfiskvinnslu til ársins 1997. Utför Magnúsar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 15. Elsku pabbi. Kveðjustundin kom allt of fljótt. Eg hélt að við ættum eftir að vera lengur saman. Ótal góðar minning- ar renna í gegnum hugann sem eru mér mjög dýrmætar. Ég er þakk- látur íýrir öll sumrin og veturinn 1995-1996 þegar við vorum tveir saman á Hjallabrekkunni. Allar golfferðimar þegar þú kenndir mér golfsveifluna og bíltúrarnir þegar þú leyfðir mér að keyra. Einnig eru mér minnisstæðar ferðirnar út í Enni á kvöldin og oft var komið við í Mýrarholtinu hjá ömmu Ingu ef ljós logaði í glugganum. Ykkur ömmu var greinilega ætlað að vera saman því aðeins þrír mánuðir eru liðnir síðan hún lést, en hún var þér svo mikils virði. Þú varst ekki bara pabbi minn heldur einnig minn besti vinur. Nú ætla ég að kveðja þig eins og ég gerði alltaf fyrir svefninn. Góða nótt elsku pabbi minn, guð geymi þig og dreymi þig fallega. Þinn Ómar Ingi. Eg fórnaði höndum opnum lófum og hrópaði á Guð. Á samri stundu flugu tveir þrestir syngjandi fyrir opinn gluggann og ég heyrði þytinn í grasinu og fjarlægan nið sjávarins, þá skildi ég að þú ert mér alltaf nálægur, Drottinn. (Sr. Rögnv. Finnbogas.) Þegar dauðinn hrífur brott fólk sem er á besta æviskeiði þá verður það að maður fórnar höndum í ör- væntingu og efa um vernd hins al- sjáandi auga almættisins. Þannig er það núna þegar skyndilega er brott kvaddur mágur minn, Magnús Guð- laugsson, einmitt þegar manni sýndist að hann væri á hátindi síns lífs og að hans væri mest þörf. Hann var staddur hér í Ólafsvík þegar hann fann sig knúinn til að aka til Reykjavíkur til öryggis unn- ustu sinnar sem var ein og væntir sín innan fárra daga. Hann lagði af stað undir nótt í sína hinstu för. Magnús var enn barn að aldri þegar ég sá hann fyrst. Þá hafði hann stolist til að koma í vinnuna til móður sinnar sem hafði verið fengin til að grípa í sfldarvinnu í manneklu. Hún hafði slegið til þótt hún hefði stórt heimili. Það var bara þannig á velmegunarárum byggðarinnar. Þarna kom þá Magnús og var að rétta mömmu sinni hönd, 9 ára gamall. Þetta var einkennandi fyrir þau mæðginin því Magnús var alltaf hlýr og góður við móður sína og tengsl þeirra náin. Það verður ekki breyting á því við lát Magnúsar. Hann fýlgir móður sinni yfir móð- una miklu því ekki eru nema þrír mánuðir frá láti hennar. Þetta er þriðja stóra skarðið á fáum árum í fjölskylduna í Mýrarholti 14, því Guðlaugur faðir Magnúsar lést 1991. Magnús var sjötti í röð níu systk- ina. Hann ólst upp í góðu atlæti og varð brátt efnilegur og liðtækur við flest. Kom fljótt í ljós að hann var bæði kappsamur og metnaðargjam. Hann var strax á ungum aldri orðinn góður skákmaðm-j enda einn af læri- sveinum Ottós Amasonar bókara, sem var frumkvöðull að blómlegu skáklífi í Ólafsvík á þeim árum. Síð- ari ár iðkaði Magnús golf og var kappsamur. Raunar mátti segja að kappið væri svo mikið, að hann sást ekki alltaf fýrir. Hann gat gosið eins og eldfjall svo brosað var að en aldrei var það til lengdar og Magnús átti alltaf frumkvæðið að því að jafna svoleiðis smámuni. Hann var glæsi- menni, góður meðalmaður á hæð, stæltur og fimur eins og verið hafði faðir hans. Magnús var líka fríður maður og bauð af sér mikinn þokka. Hann var bamgóður og böm og ung- lingar hændust að honum og htu upp til hans. Þá mátti heita að hann væri reglumaður á vín og tóbak alla tíð. Þegar hann, ásamt fóður sínum og bræðrum, stofnaði Enni hf. og þeir hófu fiskverkun, varð Magnús forstöðumaður fyi-ir verkuninni. Og það var ekki að sökum að spyrja að allt var fýrsta flokks. Var það ekki síst fyrir það að Magnús var afar kröfuharður á að góður fiskur kæmi að landi og kveinkuðu sjómenn sér undan því. Hins vegar hefðu fleiri verkendur mátt gera slíkt hið sama og taka ekki við hverju sem var. Og fiskurinn var ekki geymdur óunninn í landi hjá Magnúsi, því á þeirri sömu stundu og landað var tóku kröftugar hendur starfsfólksins við fiskinum og unnu hann tafarlaust. Það var alltaf líf og fjör í Enni, enda safnaðist til Magnúsar ungt og fjör- mikið fólk svo að allt var tekið með áhlaupi. Það var líka vel gert við fólkið bæði á sjó og í landi. Útkom- an varð sú að Enni var alltaf með úrvalsframleiðslu. Enni hafði verið slitið og Magnús var að leita fyrir sér með ný verkefni þegar dauða hans bar að. En nú er skarð fýrir skildi og Magnúsar er sárt saknað. Þung- bærast er fráfallið auðvitað fyrir unnustu Magnúsar, Lydíu Fann- berg, sem eins og áður sagði væntir sín innan fárra daga. Sömuleiðis fyrir Ómar Inga, 17 ára gamlan son Magnúsar og Guðrúnar Haralds- dóttur, en þau höfðu skilið fyrir fá- einum árum, þótt þau héldu vin- skap. Ómar Ingi dáði pabba sinn. Þetta eru erfiðir dagar fyrir þau öll. Systkini Magnúsar sakna líka góðs bróður og félaga. Góðar minningar geymast þó og veita huggun gegn harmi. Og Guð mun láta þresti fljúga fyrir gluggann og vind bærast í grasi. Niður sjávarins mun vara og MINNINGAR vitna um nálægð almættisins. Ég þakka mági mínum samfylgdina, bið honum blessunar á nýju tilverustigi og bið Guð að vernda alla þá sem honum voru kærir. Helgi Kristjánsson. Mig langar að minnast Magga vinar míns og samferðamanns í gegnum stóran hiuta lífs míns. Leiðir okkar lágu fyrst saman í byrjun árs 1975 og síðan fetuðum við saman veginn í nítján ár. Mesta gæfa okkar beggja og gleði í lífinu var þegar við fengum Ómar, dreng- inn okkar, sem þá var fjögurra mánaða. Meðgangan var mjög stutt, við fengum símhringingu á laugar- degi og á þriðjudegi var drengurinn í fangi okkar, tilveran breyttist á þeirri stundu og varð auðugri og innihaldsríkari. Þrátt fyrir að slitn- að hafi upp úr hjónabandi okkar og þau átök sem því fylgdu náðum við að halda mjög góðri vináttu og vor- um hvort öðru mikilvæg. Nú er komið að leiðarlokum. Nú er nóttin komin til þín og dagurinn verður að vera án þín um stundarsakir. I blænum berast kveðjur okkar. Vertu í nóttinni uns morgnar. (Anna S. Björnsdóttir.) Bless elsku vinur minn. Guð geymi þig. Guðrún (Gunna). Enginn veit sína ævina fýix en öll er og sannast það best þegar maður í blóma lífsins fellur frá, aðeins 46 ára að aldri, í hörmulegu bílslysi. Mig langar, Maggi minn, að þakka þér íýrir síðustu heimsókn- ina til mín og við ræddum um lífið og tilveruna og hvernig margt mætti betur fara í lífi hvers og eins. Ekki ætla ég að tíunda hvað okkur fór á milli, það hef ég fyrir mig, en mikið þótti mér vænt um að þú skyldir koma þótt á ýmsu hafi geng- ið. Þegar litið er til baka þá rifjast upp margar góðai' minningar gegn- um árin, bæði með fjölskyldunni og einnig gagnvart vinnunni, því þar þurftum við oft að hafa samskipti. Einnig langar mig til að þakka þér fyrir börnin mín, sem öll stund- uðu vinnu undir þinni leiðsögn, og veit ég að þau eiga eftir að búa að því á lífsleiðinni. Hjá þér lærðu þau til verka og töluðu oft um hvað þú værir duglegur og góður við þau. Ég veit að þau minnast þín með söknuði eins og fleiri. Ég ætla ekki að hafa þessi fátæk- legu orð fleiri, en stundum er of seint að þakka fyrir sig. Syni þínum Ómari Inga, systkinum og öðrum vandamönnum votta ég mína dýpstu samúð. Guð geymi þig elsku Maggi. Bára. Það var eins og að fá þungt högg þegar sú frétt barst okkur að Maggi frændi hefði lent í bflslysi og slasast alvarlega. Nokkrum dögum síðar kvaddi hann þennan heim. Við slíkt áfall sem þetta leitar hugurinn til baka og við rifjum upp lífshlaupið með Magga og þá kemur eðlilega margt upp í hugann. Magnús Guðlaugsson, eða Maggi frændi eins og við kölluðum hann alltaf, var einn af þeim einstakling- um sem settu svip sinn á bæjar- og athafnalífið í Ólafsvík. Hann var ann- álaður dugnaðarmaður og ósérhlíf- inn til allra verka. Hann var lengst- um verkstjórinn á sínum vinnustað, sem stýrimaður með Óttari bróður sínum á Auðbjörginni og síðar sem verkstjóri yfir saltfiskverkuninni Enni. Við störfuðum með honum um tíma, hvort á sínum vinnustaðnum, fengum að njóta leiðsagnar hans og minnumst við þeirra tíma með þakk- læti og virðingu íýrir stjómanda sem í senn gat verið harður og sanngjam við sitt starfsfólk. Maggi hafði mik- inn metnað í störfum sínum. Á sjón- um vildi hann alltaf að Auðbjörgin FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 47 ----------------------------í*. fiskaði mest og það er minnisstætt að við netaveiðar á Auðbjörginni var kappið oft mikið við að vera fljótastir að draga netatrossurnar. í saltfisk- verkuninni var sama kappið og metnaðurinn fýrh- hendi, þá skipti máli að vinna hratt og vel og vanda til verka. Saltfiskurinn frá Enni var annáluð gæðavara og bar vitni um að Maggi vildi aðeins láta frá sér það besta. Maggi vax- ekki allra, hann gaf sig allan þeim sem hann átti á ein- hvem hátt hlutdeild í eða líkaði við en hann gat líka verið öðmm erfiður. Við nutum þess alla tíð hve góður frændi og vinur Maggi var, það sýndi hann bæði með viðmóti sínu og einnig í verki. Hann var mikill vinur bamanna og þau minnast hans með söknuði. Það er minnisstætt hve glaður hann var þegar við eignuð- umst okkar fyrra bam, hana Guð- rúnu. Þá stóð ekki á gjöfunum til bamsins, en það nægði ekki því móð- irin fékk sinn skammt af gjöfum einnig. Þetta sýndi hve góður frændi Maggi var og hvemig hann hugsaði um sína. Nú þegar leiðir skilur þökkum við Magga samfylgdina og einlæga vin- áttu. Við vottum Ómari Inga, Guð- rúnu, Lydiu, systkinum Magga og öðrum vandamönnum innilega sam- úð. Blessuð sé minning Magnúsar Guðlaugssonar. Drífa, Magnús, Guðrún og Guðmundur. Látinn er langt um aldur fram Magnús Guðlaugsson, einn af dygg- ustu meðlimum klúbbsins okkar. Magnús var stofnfélagi í Golf- klúbbnum Jökli og einn af fáum stofnfélögum sem hafa verið virkir í þau 25 ár sem eru liðin frá stofnun klúbbsins. Það er mikil eftirsjá að Magnúsi og er vandfyllt það skarð sem hann skilur eftir. Hann var framúrskar- andi kylfingur og bestur í okkar klúbbi, og má segja að við hinir fé- lagarnir höfum alltaf verið að keppa við hann. Oftast hefur hann hlotið titlana „Meistari klúbbsins" og „Kylfingur ársins“ og eru ófáar við- urkenningarnar sem hann hefur hlotið í gegnum árin. Magnús hefur styrkt klúbbinn með ýmsu móti á liðnum árum, bæði fjárhagslega og með vinnuframlagi. Hann vann þau verk sem fyrir hann voru lögð bæði fljótt og örugglega. Næsta vor þegar golfvertíðin hefst að nýju verður Magnúsar sárt saknað af okkur félögunum. Magn- ús var eins og hluti af golfvellinum, því það var sama hvenær sólar- hringsins maður fór í golf, alltaf var Maggi að spila. Ekki var óalgeng sjón að sjá þá nafna Magnús og Magnús Árna ásamt þeim Einari og Gísla í holukeppni og spiluðu þeir marga hringi í röð og voru fljótir að því og var úthaldið alveg ótrúlegt. I lokahófi klúbbsins nú í október áttum við félagsmenn góða stund saman og er ég þakklátur fyrir að hafa þá getað þakkað Magnúsi fyrir hans störf í þágu klúbbsins í gegn- um tíðina, því mikilvægt er fyrir lít- inn klúbb eins og okkar að eiga svona góðan og virkan félaga eins og hann. Að lokum vil ég votta ástvinum hans innilegustu samúð. Blessuð sé minning MagnúsÆr Guðlaugssonar. Torfi Sigurðsson form. GJÓ. í dag er kvaddur góður vinur minn. Eg kynntist Magga fyrst þeg- ar hann var vinnuveitandi minn. Eg komst fljótt að því hvaða mann hann hafði að geyma og urðum við þá strax bestu vinir og munum við alltaf vera það. Maggi var gull af manni. Hann var alltaf tilbúinn að rétta fram hjálparhönd og geijði alltaf allt sem hann gat og meira, m.a. í veikindum mínum. Eftir að ég flutti frá Ólafsvík héldum við alltaf góðu sambandi. Þegar eitthvað bjátaði á hjá mér var besta meðalið að heyra rödd hans og ráðlegging- ar. Það er sárt að sjá eftir slíkum manni falla í valinn langt fyrir aldur fram og ég mun aldrei gleyma öllu sem Maggi hefur gert fyrir mig. Elsku Ömar minn. Ég votta þér mína innilegustu samúð því ég veit að söknuður þinn er mitóll eftir að hafa misst bæði pabba og vin. Systk- inum Magga, sambýliskonu og öðr- um aðstandendum vil ég einnig senda samúðarkveðjur og bið ég Guð að blessa minningu míns besta vin»'. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín vinkona Lilja (Digga). Skila- 1 frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf gi'ein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna stólafrests. Ný og enn haldbetri sap verkfæri Öruggara grip léttir vinnuna og gerir hana ánægjulegri Fæst í öllum betri byggingavöruverslunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.