Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 4^. JÓHANN ÁRNI SÆVARSSON + Jóhann Árni Sævarsson fæddist í Reykjavík 22. júní 1976. Hann lést af slysförum 8. nóvember síðastlið- inn á görgæsludeild Landspítalans og fór útför hans fram frá Laugarnes- kirkju 17. nóvem- ber. Horfíð er nú sumarið og sólin í sálu minni hefur gríma völd. í æsku léttu ís og myrkur jólin; nú einn ég sit um vetrarkvöld. Því eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður alltof fljótt. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifumar ég reyndar sé þig alls staðar. Pá napurt er. Það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Að lokinni kistu- lagningu og jarðarför þinni sit ég hér í návist minninga um merkan vin sem fallinn er frá og rita fátækleg orð um það helsta sem upp í hugann kemur. Ótímabært andlát þitt eisku vinur var reiðarslag, en það er ekki okkar að vita hver situr á fremsta bekk næst. I sorginni verðum við að lifa í sátt við Guð á slíkum stundum og vona að hann veiti okkur styrk til þess að takast á við það sem orðið er. Jóhann Arni, eða „Jói“ eins og hann var oftast kallaður, ólst upp og bjó Miðtúninu í Reykjavík eins og ég. Vináttubönd sköpuðust milli okkar þegar við vorum mjög ungir. Eg var fjórum árum eldri en Jói og ég man er ég hitti hann í fyrsta skipti. Hann var svo lítill að ég gerði ekki einu sinni ráð fyrir að hann vissi hvað hann héti svo ég spurði pabba hans að því. I Miðtúninu og nágrenni var mikið af börnum, leikfélögum mínum í æsku. Jói var þar vinur okkar allra því í huga hans voru allir jafnir. Hann skildi aldrei neinn eftir útundan og oftar en ekki var það hann sem sameinaði okkur krakkana í vináttu með því að vera eins hlutlaus og hann var. Það voru líka allir krakkarnir vin- ir Jóa og ef hann var ekki með þá vantaði eitthvað. Helstu leiktæki okkar á yngri árum voru kassabíl- ar, sem nær allir komu úr minni smiðju, og ekki síst hafði Jói gam- an af þeiri kúnstugu iðju minni ásamt öðrum. Einnig var stund- um farið í hina ýmsu leiki og upp- ákomur í friðsælu götunni okkar, stundum á hverju einasta kvöldi, vetur, sumar, vor og haust. Ald- ursmunur okkar skildi okkur þó svolítið að á táningsárunum en maður hitti samt Jóa alltaf öðru ALFREÐ BJARNI JÖRGENSEN + Alfreð Bjarni Jörgensen fæddist í Reykjavík 29. apríl 1960. Hann lést af slysförum hinn 12. nóvember síðastliðinn og fór útför hans frarn frá Grensáskirkju 20. nóvember. Við Alli áttum að mæta 1 vinnu fimmtu- daginn 12. nóvember síðastliðinn. Klukkan tíu var Alli ekki kom- inn. Þetta var kannski allt í lagi, hann var ekki alltaf stundvís. Eg hringdi í gemsann hans og fékk ekkert svar. Eg hélt áfram að vinna en hringdi af og til. Hann var nú reyndar vanur að vera í sambandi ef eitthvað breytt- ist. Um þrjúleytið hringi ég austur í Votmúla upp á von og óvon, mig grunaði að hann hefði farið austur. Það er svarað og eftir stutta þögn kemur prestur í símann og til- kynnir mér að Alfreð vinur minn hafi látist í hörmulegu slysi. Minningin um kvöldið áður fer í gegnum huga minn. Við kláruðum verk seint um kvöldið og ég hélt að hann myndi fara vestur í bæ en mér fannst hann samt vera fyrir aftan mig í umferðinni og það reyndist rétt. Gemsinn minn hring- ir hjá mér í bílnum uppi í Arbæ og Alli segir: „Slakaðu aðeins á, fílof- axið mitt er í bílnum hjá þér.“ Eftir að við skildum í Árbænum hefur hann kannski hugsað sem svo fyrst hann væri kominn þetta „langt austur“ því ekki að skella sér í Vot- múla. Ferð hans varð lengri en okkur gat grunað. Við Alli kynntumst á miðjum átt- unda áratugnum. Síðan hefur Alli verið vinur minn í leik og síðar í stai-fí. Við brölluðum margt saman í hestamennskunni og skemmtum okkur ætíð vel. A síðustu árum fór- um við að vinna saman og bættum hvor annan upp, hann var múrari og ég dúkari. Eitt sinn vorum við að flísaleggja niðri í bæ í bókaverslun sem var með kaffihús innandyra. Þar feng- um við okkur gjarnan kaffi og spáð- um mikið í gestina. Við urðum ásáttir um að við værum ekki kaffi- húsatýpur, við vorum miklu heldur kaffíbrúsakallar í bláum vinnugöll- um. Ef ég yrði þessi kaffihúsatýpa þá myndi ég taka mér listamannsnafn- ið, Alfreidó Gabríanó De Múró sagði Alli og horfði sposkur yfir kaffiboll- ann. I vinnunni með Alla var dagur- inn fljótur að líða. Við unnum í skorpum, svo áttum við það til inni á milli að taka slugstúra og rúnta um hesthúsahverfín, bflasölui- og verkfæra- búðir. Hann var alltaf fullur af hugmyndum um að kaupa þetta og hitt; hesta, bfla, verk- færi og hús. Við vorum nýbúnir að innrétta hesthúsin okkar við Heimsenda. Alli var hjálpsamur og ef hann frétti af góðum dfl vildi hann að vinir hans nytu góðs af honum ekki síð- ur en hann sjálfur og ég naut oft góðs af dflunum hans Alla. Það er eins og Alla hafí verið kippt af baki í miðri á, þegar straumur lífsins ólgar mest, þegar lífíð er svo mikils virði. Hann ætlaði einmitt að fara að gera svo margt, hugmyndirnar voru miklar, fram- tíðin var björt. Vertu sæll, vinur og hvíldu í friði. Astvinum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Hannes Einarsson. Enn i lífsins hörpu hefur strengur hrokkið undan örlaganna slætti alltof skjótt er genginn góður drengur grunlaus sínu skapadægri mætti. Enga þögn nú rýfíir rödd hans lengur. Árla morguns gekk um gullna hliðið nú grátum við, þó birti um síðir él því undarlega gerð er alheimsvél. Seinna, þegar verður langt um liðið ljúf fer minning hans um sálarsviðið hvar sem glæstir fákar freyða mél. Mín sál er hljóð, nú hugur klökkur kveður kæri vin, við sjáumst ei að sinni en meðan geisa lífsins válynd veður verður okkur hjálp í návist þinni og hvemig sem allt fer og hvað sem skeður hvergi bangnir glæðum fyrri kynni er dvínar hinsti tónn í hörpu minni. Ingólfiir Klausen. GUÐJON O. HANSSON + Guðjón Ó. Hansson fædd- ist í Ólafsvík 26. júlí 1921. Hann lést á Landspítalanum hinn 23. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 1. desember. Guðjón Hansson ökukennari er látinn. Hann var formaður Ökukenn- arfélags íslands í tólf ár einmitt á þeim ái-um sem félagið reis upp eftir mikla lægð sem verið hafði í starf- semi þess um nokkurt skeið. Með þeim félögum sem þá voni með hon- um í stjórn beitti hann sér fyrir út- gáfu kennslubókarinnar Akstur og umferð sem Sigurjón Sigurðsson þá- verandi lögreglustjóri var fenginn tfl að skrifa. Eftir því sem best er vitað er þetta upphaf að kennslubókaú- gáfu félagsins sem staðið hefur síð- an. Guðjón var formaður félagsins 1968 þegar tekin var upp hægi-i um- ferð á íslandi. Á því ári gekkst félag- ið fyrir stofnun ökuskóla sem fékk nafnið Fræðslumiðstöð Ökukennara- félags Íslands, sem starfar ennþá undir nafninu Ökuskólinn í Mjódd. Guðjón bar hag Ökukennarafé- lagsins og ökuskólans ætíð fyrir brjósti. Það sópaði af Guðjóni hvar sem hann fór og margar ræðumar hélt hann á fundum þar sem mönn- um var lesinn pistillinn. Á 40 ára af- mæli Ökukennarafélagsins var hann gerður að heiðursfélaga sem þakk- læti fyrir það brautryðjandastarf sem hann vann fyrir félagið. Guðjón lést hinn 23. nóvember síðastliðinn á fyrsta degi fimmtugasta og þriðja árs félagsins en það var stofnað 22. nóvember 1946. Að leiðarlokum þökkum við Guðjóni samfylgdina og vottum aðstandend- um hans samúð. Stjórn Okukennarafélags Islands. Lrjisdrykkjur Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 | HOTEL LOFTLEIÐiR yrCSlANOAIV MOTSS.S Glæsileg KAFFIHLAÐBORÐ FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA hvoru. í lítilli fjarlægð fylgdist ég með honum verða að manni og þá fóru leiðir okkar að liggja saman á ný, þó svo að kannski hafí það verið að of litlu leyti samt. Við átt- um stundum orð saman og fórum einstaka sinnum saman að skemmta okkur, það var alltaf góðs viti að hitta Jóa, hann var „vinur í raun“. Á seinni árum er mér sérstaklega í minni hvernig við stundum hittum hvor á annan við heimavígstöðvarnar, þá oft seint að kvöldlagi, og tókum tal saman. Jói var þeim kosti gæddur að þegar talað var við hann hlust- aði hann af athygli og hafði ávallt gaman af hverju því sem maður hafði að segja. I þeim samræðum var oft slegið á létta strengi og stundum entumst við langt fram á nótt í samræðum um heima og geima. Á köldum vetrarkvöldum var mér stundum orðið svo kalt á tánum að ég fann vart fyrir þeim, eyrun voru svo frosin að þau líkt- ust einna helst postulíni og hend- ur mínar svo kaldar að þeim var vart orðið almennilega hlýtt dag^. inn eftir. Þrátt fyrir þetta var nær vonlaust að kveðja Jóa og segja góða nótt, því það var svo gaman að tala við hann, hann gaf mér svo margt með áheyrn sinni. Elsku vinur, það er sárt að þurfa að kveðja þig í hinsta sinn með þessum orðum. Guð blessi þig og færi þér þökk fyrir allt það sem þú gafst mér og öllum þeim sem þig nú syrgja á þinni alltof stuttu ævi. Sævar, Svandís, Olga Dís, aðrir aðstandendur og vinir. Með miimU dýpstu samúð vona ég að Guð veiti ykkur allan þann stuðning sem þið þurfíð á þessum erfiðu tímum í lífí okkar allra. Rúnar Sigurjónsson. + Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ÞÓRARINS VIGFÚSSONAR, Mararbraut 11, Húsavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Sjúkrahúsi Þingeyinga. Magda Vigfússon, Hinrik Þórarinsson, Svava Karlsdóttir, Helga Þórarinsdóttir, Ólafur Karlsson, Bergþóra Guðjónsdóttir, Höskuldur Sigurjónsson og fjölskyldur. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR S. SCHEVING frá Heiðarhvammi, Vestmannaeyjum. Sigfús Helgi Scheving, Björn ívar Karlsson, Sigurður Örn Karlsson, Hrafn Karlsson, Sesselja K. Karlsdóttir, Ásdís Ástþórsdóttir, Helga Jónsdóttir, Margrét V. Eiríksdóttir, Anna María Baldvinsdóttir, Stefán Brandur Stefánsson, barnabörn og langömmubörn. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐGEIRS ÁGÚSTSSONAR, áður til heimilis á Álfhólsvegi 30, Kópavogi. Starfsfólki Minni-Grundar við Hringbraut 50 og deildar 14E á Landsþítalanum eru færðar bestu þakkir fyrir góða umönnun og hlýhug. Jónas Friðgeirsson, Sigurveig Runólfsdóttir, Sigurveig Friðgeirsdóttir, Jón Pétur Sveinsson, Ágúst Friðgeirsson, Sigurbjörg Traustadóttir, Ásgeir Friðgeirsson, Natasa Babic-Friðgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar ARNFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Veghúsum 31. Guð blessi ykkur öll. Arnar Björgvinsson, Jón Elvar Björgvinsson, Kolbrún Steinsdóttir, Guðbjörg Björgvinsdóttir, Ágúst Björgvinsson, Guðriður Dóra Halldórsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.