Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF S691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTrj@MBL.lS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Dómur Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar gegn íslenska ríkinu um fískveiðistjórnun Lagaákvæði brot á jafn- ræðisreglu stjórnarskrár HÆSTIRETTUR komst að þeirri niðurstöðu í dómi, sem kveðinn var upp í gær, að 5. grein laga nr. 38 frá 1990 um stjórn fískveiða væri í andstöðu við jafnræðisreglu 1. mgr. 65. gr. stjómarskrárinnar og við þau sjónarmið um jafnræði, sem gæta þurfi við takmörkun á at- vinnufrelsi samkvæmt 1. mgr. 75. gr. stjórn- arskrárinnar. Þessi niðurstaða Hæstaréttar kom fram í í máli, sem Valdimar Jóhannesson höfð- aði gegn íslenska ríkinu, þar sem krafíst var ógildingar á þeirri ákvörðun sjávarútvegs- ráðuneytis frá 10. desember 1996 að synja Vaidimari um leyfí til veiða í atvinnuskyni og aflaheimildir í íslenzkri fiskveiðilögsögu. Dómsorð Hæstaréttar var að ógilda bæri ákvörðun ráðuneytisins. I dómi Hæstaréttar er tekið fram, að ekki sé tekin afstaða til þess í dómnum, hvort ráðuneytinu hafí að svo búnu borið að verða við umsókn málshefjanda, þar sem málið hafí einungis verið höfðað til ógildingar á ákvörð- ráðuneytisins en ekki til viðurkenningar á rétti til tiltekinna veiðiheimilda. Sjávarútvegsráðuneyti hefði ekki mátt hafna umsókn Valdimars Jóhannessonar um veiðiheimildir í landhelgi íslands á grundvelli þeirra forsendna sem gefnar voru. I dómnum segir að ekki verði séð að rökbundin nauðsyn hnígi til þess að lögbinda um ókomna tíð þá mismunun, sem leiði af 5. grein laga um stjóm fiskveiða. I þeirri grein segir að við veitingu veiði- leyfa komi þau skip ein til greina, sem veiði- leyfi fengu, samkvæmt ákvæðum eldri laga um stjórn fiskveiða, auk báta undir 6 brl., með ákveðnum takmörkunum. Valdimar sótti um veiðileyfi til sjávarút- vegsráðuneytisins í desember 1996 og jafn- framt óskaði hann eftir að sér yrði úthlutað tilteknum veiðiheimildum. Ráðuneytið hafn- aði erindinu og kærði Valdimar þá ákvörðun til Héraðsdóms Reykjavíkur, sem dæmdi ráðuneytinu í vil. Hæstiréttur komst að annarri niðurstöðu. I dómnum er vitnað í 65. grein stjórnar- skrárinnar um jafnræði þegnanna fyrir lögun- um og 75. grein um atvinnufrelsi, en í henni er tekið fram að atvinnufrelsi megi setja skorður ef almannahagsmunir krefjist þess. Hæsti- réttur telur ljóst að löggjafínn hafi talið að al- mannaheill hafi krafist þess að veiðarnar yrðu takmarkaðar. Dómstólar geti ekki haggað því mati, en þær skorður sem settar voru fyrir veiðunum verði hins vegar að samrýmast gi-undvallarreglum stjórnarskrárinnar. Mismununin í ósamræmi við jafnræðisreglu Hæstiréttur bendir á að þær skorður sem settar voru með fiskveiðilögunum hafi leitt til þess að réttur þeirra sem áttu skip á öndverð- um níunda áratugnum sé annar en hinna sem ekki höfðu yfir skipum að ráða, þar sem út- hlutun aflaheimilda sé bundin við skip. „Af því leiðir, að aðrir eiga þess ekki kost að stunda veiðar í atvinnuskyni en þeir, sem fengið hafa heimildir til þess í skjóli einkaeignarréttar, ýmist sjálfir eða fyrir kaup, erfðir eða önnur aðilaskipti." Hæstiréttur segir um þá ákvörðun Alþingis að binda úthlutun veiðiheimilda við skip: „Er óhjákvæmilegt að líta svo á, að þessi tilhögun feli í sér mismunun milli þeirra, sem leiða rétt sinn til veiðiheimilda til eignarhalds á skipum á tilteknum tíma, og hinna, sem hafa ekki átt og eiga þess ekki kost að komast í slíka að- stöðu. Þótt tímabundnar aðgerðir af þessu tagi til vamar hruni fiskistofna kunni að hafa verið réttlætanlegar, en um það er ekki dæmt í málinu, verður ekki séð, að rökbundin nauð- syn hnígi til þess að lögbinda um ókomna tíð þá mismunun, sem leiðir af reglu 5. gr. laga nr. 38/1990 um úthlutun veiðiheimilda." Hæstiréttur telur að með þessu lagaákvæði hafi verið „lögð fyiirfarandi tálmun við því, að drjúgur hluti landsmanna geti, að öðrum skil- yrðum uppfylltum, notið sama atvinnuréttar í sjávarútvegi eða sambærilegrar hlutdeildar í þeirri sameign, sem nytjastofnar á Islands- miðum eru, og þeir tiltölulegu fáu einstakling- ar eða lögaðilar, sem höfðu yfir að ráða skip- um við veiðar í upphafi umræddi-a takmark- ana á fiskveiðum." Ráðuneytið þarf að skoða afgreiðslu málsins á nýjan leik Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að samkvæmt dómi Hæstaréttar yrði sjávarút- vegsráðuneytið að skoða afgreiðsíu sína á nýjan leik og þá hvort það gæti synjað þessari beiðni á öðrum forsendum eða hvort úthluta ætti um- sækjanda þeim veiðiheimildum sem hann sótti um. „Eg held að það sé varla hægt að ætla að Hæstiréttur hafi ætlað að leggja kvótakerfið í rúst, eins og sumir halda fram, og jafnvel gera öll útgerðarfyrirtæki landsins verðlaus á einum degi. Ég held að það sé oftúlkun hjá mönnum," sagði Davíð. „Ég er mjög ánægður og stoltur yfir að við skulum eiga Hæstarétt sem hefur þann þroska að hann tekur á þessu máli. Það er ánægjulegt og gleður mig ósegjanlega," sagði Valdimar Jó- hannesson, sem vann málið í Hæstarétti. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði að Hæstiréttur segði einungis að ekki sé hægt að synja Valdimari um kvóta á grundvelli 5. gr. laga um stjóm fiskveiða. Eðlilegast væri því að nema þessa grein úr gildi. „Mér sýnist því að hver og einn geti fengið leyfi til að veiða og það þurfi að afnema þessar úreldingarreglur um að það þurfi að koma skip fyrir skip. Það er reynd- ar regla sem LÍÚ hefúr gagnrýnt.“ „Þessi dómur er stórtíðindi og ég efast um að það sé hægt að finna mörg dæmi um að dómur Hæstaréttar snerti með jafn beinum hætti póli- tískt deilumál á Islandi eins og þessi dómur gerir. Ég tel að þetta mál sé ekki bara lögfræði heldur endurómur af almennum viðhorfum í þjóðfélaginu, sem Hæstiréttur hefur fullan rétt tU að kveða upp,“ sagði Svavar Gestsson al- þingismaður. ■ Dómur Hæstaréttar/12/38/39 Morgunblaðið/Ásdís Milljarða hús til sölu Kristján syngur í * Kringlunni NÝR hljómdiskur Kristjáns Jó- hannssonar, Helg eru jól, kemur út í dag. Hafa þeg- ar verið pöntuð sex þúsund ein- tök. Kristján ætlar að taka lagið í Kringl- unni síðdegis á morgun um leið og hann áritar diskinn. Kristján Jóhannsson, sem kemur hingað til lands í heimsókn síðdegis á morgun, verður í Kringlunni frá tJraiklukkan 16 til að árita diskinn, en tekur jafnframt lagið með Skólakór Kársness, sem Þórunn Björnsdóttir stjórnar. TÆPLEGA 30 ára gömul fasteign, sem er að 87% hluta í eigu Sam- einaðra verktaka, Regins og ríkis- sjóðs, á Höfðabakka 9 hefur nú ver- ið auglýst til sölu. Brunabótamat fasteignarinnar er um tveir millj- arðar króna. Er fátítt að slíkar eignir komi á markað. Stærð fasteignarinnar er um 24 þúsund fermetrar og þar af em bakhús, sem fylgja með í kaupun- um, um 17 þúsund fermetrar. í hús- inu, sem setur mikinn svip á Höfða- hverfið, reka mörg fyrirtæki starf- semi sína, en þeirra á meðal em Opin kerfi, Pricewaterhouse- Coopers, Nasco og Marel, sem og Landsbankinn og Sameinaðir verk- takar. Auglýsing um sölu fasteign- arinnar, sem birtist í Morgunblað- inu í gærmorgun, hefur hreyft við nokkrum aðilum, sem „eru að þreifa fyrir sér“, eins og Bjarni Thors, stjómarformaður Sameinaðra verktaka, orðaði það. ■ Brunabótamat/18 Hrært í sandkökur JÓLABAKSTURINN er hafinn á öllum betri bæjum. Krakkarn- ir í Skeijakoti voru í gær önn- um kafin við að búa til deig í sandkökur fyrir jólin, en þær eru í miklu uppáhaldi á leikskól- anum. Hlíf og Framtíðin sameinast YFIR 90% þátttakenda úr at- kvæðagreiðslu félagsmanna úr verkamannafélaginu Hlíf og verkakvennafélaginu Framtíð- inni segjast hlynnt sameiningu félaganna. Talning atkvæða fór fram í gær í félagsheimili Hlífai- við Reykjavíkurveg, en þátt- taka var hins vegar fremur dræm, eða um 30% hjá Hlíf og 42% hjá Framtíðinni. AIls eru um 2.000 manns í fé- lögunum tveimur og verður brátt hafist handa við að undir- búa sameiningu félaganna. Seg- ir Sigurður T. Sigurðsson, for- maður Hlífar, að nýtt félag ætti að geta komið út úr aðalfundum félaganna, sem fram fara í apríl 1999. „Það er ekki nokkur skapað- ur hlutur sem mælir með að kynskipt félög séu heppilegri," segir Sigurður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.