Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 37 LISTIR Líkneskí frá öllum tímum SÉÐ yfir salinn í Listasafni Kópavogs. MYNDLIST Lislasalii Kópavogs HÖGGMYNDIR SÆMUNDUR VALDIMARSSON OG GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR Til 13. desember. Opið frá þriðjudegi til sunnudags frá kl. 12-18. Aðgangur kr. 200. SÆMUNDUR Valdimarsson er fyrir löngu orðinn þekkt stærð í ís- lenskri myndlist. Frá því hann hóf að skera út viðarstyttur um 1970 hafa áherslurnar stöðugt verið að breytast. Sá sem stingur höfðinu inn í Listasafn Kópavogs stendur frammi fyrir skógi af líkneskjum í öllum stærðum og gerðum, sem fylla alla sali hússins. I staðinn fyrir að rekja lið fyrir lið einkennin í þró- unarferli Sæmundar - það gerir sýningarstjórinn Guðbergur Bergs- son, rithöfundur, með slíkum ágæt- um að ekki verður bætt um betur - er vert að gefa aðfongunum gaum. Það þarf ekki að leita langt í styttusafni Sæmundar til að sjá kunnugleg „andlit“. Fjölmörg líkneski minna sterklega á gallíons- fígúrur þær sem hafðar voru undir stafni skipa allt fram á ofanverða 19. öld. Slík fígúrugerð var íslend- ingum ekki með öllu ókunn því Þor- valdur, faðir sjálfs Bertels Thor- valdsens, var slíkur líkneskjasmiður og mun það hafa haft sín áhrif á mótun sonarins. En vissulega verð- ur manni hugsað til gallíonsstyttna því obbinn af fígúrum Sæmundar eru konur. Þegar Guðbergur hafnar þeirri skilgreiningu að Sæmundur sé naí- visti hefur hann vissulega lög að mæla. Styttur Sæmundar eru ekki sjálfsprottnar nema að hálfu leyti. Það fer ekki milli mála að lista- maðurinn hefur ætíð haft augun hjá sér, og leyft áhrifum hinna ýmsu stílgerða að seytla um sig. Þannig bregður svipmóti Ufsa- Krists, róðunnar í Þjóðminjasafni Islands, ósjaldan fyrir í andlitsfalli fígúranna; vitaskuld í umbreyttri mynd. Þá er mýktin í styttum Sæmund- ar ekki frábrugðin karíatítum Modiglianis, né forkúbískum kven- lýsingum Picassos. En hversu oft sem slíkum minnum bregður fyrir í verkum hans skynjar áhorfandinn að þau eru aldrei fengin, né notuð með ódýrum hætti. Þau lýsa ein- faldlega brennandi áhuga lista- mannsins á allri list, þjóðlegri, fornri, frumstæðri og óhefðbund- inni. Ekkert í heimi listanna virðist svo ómerkilegt að Sæmundur geti ekki boðið því dús. Brosið sem leik- ur um varir svo margra fígúranna er til dæmis afar sérstætt; sposkt, undirleitt, en samt eilítið forvitið. Þetta er merkilegt og afar persónu- legt tilbrigði við brosmildar fom- styttur Egypta og forklassískar höggmyndir Grikkja. Munurinn er einfaldlega sá að fornstytturnar frá Memfís og Efesos eru svo fjarræn- ar og ósnertanlegar, meðan Iíkneski Sæmundar eru nærtæk og nálæg. Þá hefur kona Sæmundar, Guð- rún Magnúsdóttir, fengið hlutdeild í sýningunni með skeljamyndir sínar og fornlega svipi. Þar bregður einnig fyrir menntaðri afstöðu en virðist í fljótu bragði. Að vísu eru skilin milli hjónanna eilítið óljós - eilítill mínus hvað uppsetningu sýn- ingarinnar áhrærir - en ekki ber á öðru en frumkristin katakombulist eigi greiðan aðgang að hugmynda- heimi þeirra. Þannig má feta sig gegnum sýninguna og skemmta sér við að uppgötva þann myndheim sem áhrif hefur haft á þau Sæmund og Guðrúnu. Sá heimur er ekki lítill heldur ber hann vott um sérstæða og lifandi víðsýni. Hið kostulegasta í uppsetningu þessarar ágætu sýningar er klefi sá sem sýningarstjórinn hefur látið smíða í miðju vestursalarins, og hýsir á þriðja tug óseldra líkneskja. Hægt er að gægjast eins og spæjari inn um göt á klefanum, og þá blasa við brosandi andlit með rauðum vörum. Eins má ganga upp nokkur þrep á tröppum sem minna á sund- laugastiga og þá blasa herlegheitin við í þaklausum kassanum. Ekki veit ég hvað fyrir Guðbergi vakti með þessari smíð, en varla getur maður varist hlátri þegar manni verður hugsað til þeirra sem biðu í ofvæni eftir að safnið yrði opnað og sýningin hæfi göngu sína. Það hlýt- ur að hafa verið merkilegur handa- gangur í öskjunni þegar fyrstu gestina dreif að til að festa sér styttu: „Skepna geturðu verið Guð- bergur!" - En hvað um það; svona sýningu má ekki láta framhjá sér fara. Halldór Björn Runólfsson ALDAHVÖRF hafa orðið - margmiðlun hefur rutt sér til rúms. Það eru svo sem engin tíð- indi í myndlistarheiminum, þar sem fjöltæknin hefur haslað sér völl, svo ekki verður aftur snúið. Það hlýtur aftur á móti að vekja athygli þegar listmálari tekur tæknina i sína þjónustu, eins og Tolli hefur gert á sýningu sem opnuð verður í Bfíum og list, Vegamótastíg 4, á morgun kl. 17. Tölvuvörufyrirtækið Aco, sem meðal annars hefur umboð fyrir Apple á Islandi, stendur að sýningunni með honum. Hugmyndin að sýningunni er runnin undan rifjum Ólafs W. Hand verslunarsljóra hjá Aco. „Mig langaði að prófa eitthvað nýtt - setja fyrirtækið í annað samhengi. Margmiðlun getur líka verið list. Myndlist var auð- vitað góður kostur og kom Tolli fyrst upp í hugann, bæði þekkj- umst við í gegnum iðkun Tae Kwon Do og svo er hann bara einfaldlega einn af þessum mönnum sem þora að fara ótroðnar slóðir.“ Ólafur segir þá Tolla hafa far- ið hægt í sakirnar til að byija með en fljótlega hafi hugmyndin undið upp á sig. „iMac-tölvan er grunnurinn, þar verða málverk Tolla sýnd. I fyrstu sáuin við málverkin fyrir okkur sem stilli- myndir, eina mynd í hverri tölvu, en þegar við fóruin að hugsa þetta betur varð okkur ljóst að mun skemmtilegra yrði að láta verkin „flæða“ um salinn, nýta kraft tækninnar. Þannig mun hver tölva, á bilinu þijátíu til fjörutíu stykki, innihalda allar myndirnar, um fímmtiu talsins, eitt hundrað tölusett eintök af hverri.“ Málverkin á sýningunni eru að mestu leyti úr flokknum Stríðs- menn andans, sem Tolli hefur fengist við síðustu misserin. Einnig verður sýnt myndband sem Tolli hefur unnið í samvinnu við tónlistarmanninn Mister BIX og Saga fílm, auk þess sem glæ- ný geislaplata með tónverki Mister BIX, sem getur að heyra List margra TENGING tveggja heima: Listmálarinn Tolli og Ólafur W. Hand verslunarstjóri hjá Aco bindast böndum. Ágóði af sýningunni rennur til tækjakaupa á vökudeild Barnaspítala Hringsins. á myndbandinu, verð- ur kynnt. Það kemur í hlut Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra að opna sýninguna. „Hann verður að vísu ekki staddur á land- inu, þannig að við urðum að nýta tækn- ina, sem er vel við hæfí á margmiðlunar- sýningu, og taka ávarp ráðherra upp. Því verður svo varp- að á vegg við opnun- ina,“ segir Tolli. Þeir sem ekki hafa tök á að heimsækja Bfla og list geta skoð- að sýninguna fyrir at- beina Netsins, nánar tiltekið á heimasiðu Aco, apple.is. Ólafur segir að stefnt sé að því að verða reglulega með uppákomur í tengsl- um við sýninguna, þar til henni lýkur á Þorláksmessu. Lýsir hann raunar eftir rit- höfunduin, tónlistar- fólki og öðrum sem myndu vilja koma fram i' húsakynnum Bfía og Iistar meðan á sýningunni stendur. Horfír hann ekki síst til Þorláks- messu í þessu samhengi. Á sýningunni gefst almenn- ingi, bæði Netverjum og þeim sem konia í eigin persónu, kost- ur á að kaupa áritaðar útprent- anir af verkunum á 5.000 krón- ur. Ágóði af sölunni rennur óskiptur til tækjakaupa á vöku- deild Barnaspítala Hringsins sem er gjörgæsludeild nýbura. „Vökudeildin er staður þar sem kraftaverk eiga sér stað á svotil hveijum degi. Þar er manngilaið í öndvegi, frábært starfsfólk, en tækjabúnaðinn þarf að endur- nýja,“ segir Tolli. „Þetta er krítískt mál. Það er með ólíkind- um að rússneskt ástand skuli vera að skapast í tækjamálum í heilbrigðiskerfinu á Islandi. Úr því verður að bæta!“ Ólafur og Tolli eru á einu máli um að sýningin sé vísir að því sem koma skal í listheiminum með tilkomu tölvunnar og Nets- ins. Komið sé á milliliðalaust samband milli listamannsins og almennings og hið þunglamalega kerfí milliliða, gallería, gagn- rýnenda, flokkunar, sé úr sög- unni. „Listir snúast um mannleg samskipti, eins og ég hef alltaf sagt,“ segir Tolli. „Netið kemur miðla því í góðar þarfir og æskilegast er auðvitað að einkavæða þessa tækni - hver listamaður komi sér upp eigin heimasiðu." Ólafur segir að í gegnum tölv- una og Netið standi listamönnum allar dyr opnar enda séu sífellt fleiri farnir að nýta sér tæknina. „Það eru ekki bara rithöfundar og kvikmyndagerðarmenn sem nota tölvur, heldur líka tónlistar- menn og nú myndlistarmenn í auknum mæli. Menn eru farnir að sjá möguleikana - þeir eru óþijótandi." Tolli er á sömu skoðun. Kveðst glaður taka tæknina í sína þjón- ustu. „Það er ekkert sjálfsagðara en að kanna möguleikana sem tæknin hefur upp á að bjóða enda hefur mannkynið í fyrsta sinn eignast alfrjálsan miðil, með tölvunni og Netinu, eins og Þor- geir Þorgeirson rithöfundur hef- ur bent á. Fyrir mér yfirtekur þó ekkert málverkið. Málverkið er orðið fimmta frumefnið - jafn sjálfsagt og andardráttur mannsins." Og svo er það víxlverkunin. „Það er ekki bara Tolli sem er að virkja tæknina, heldur er Aco um leið að virkja listina, taka hana inn í tölvuheiminn sem í huga margra er ekki aðeins ver- aldlegur, heldur líka andlaus,“ segir Ólafur. Segir hann starfsmenn Aco hafa sýnt verkefninu mikinn áhuga, allir sem einn hafi þeir verið boðnir og búnir að bæta á sig vinnu fyrir sýninguna - menn hafí svo gaman af þessu. „Það hafa allir verið á dekki,“ bætir Tolli við. Gera þeir Ólafur fast- lega ráð fyrir að halda samstarf- inu áfram í einhverri mynd í framtíðinni og eitt má vera ljóst - Tolli hefur ekki sagt sitt síðasta orð á vettvangi margmiðlunar. Maður og jörð “Með Maður ogjörð getur lesandanum þótt sem hann sé horfinn aftur til gömlu góðu daganna þegar ljóð voru lesin af ástríðu og innlifun, lesin aftur og aftur, lesin og lærð." Mbl. 1. desember V VÖXTVK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.