Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 -*9------------------------------ MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Kristmunda Markusson fæddist í Reykjavík 16. júlí 1910. Hún lést á Vífilsstaða- spítala hinn 28. nóvember síðastlið- inn. Faðir hennar var Sigurður Jóns- son frá Stóru-Borg í Grímsnesi og móðir hennar var Ólína Eysteinsdótt- ir frá Hraunsholti í Garðabæ. Kristmunda var næstelst af fjórum systkinum, elstur Jón, f. 28.10. 1908, d. 1982, Laufey, f. 11.3. 1918, Sal- vör, f. 18.12. 1919. Nú er hún Kristmunda tengda- móðir mín horfin yfir í eilífðina, eft- ir langa og erfiða sjúkralegu. Hún var búin að vera astmasjúklingur í áratugi og oft við dauðans dyr, en alltaf reis hún upp aftur hress og kát. Hún var vön að segja, þó að hún væri fárveik, ég hef það ljóm- andi gott. Munda, eins og hún var ^kölluð, var heimskona, hún naut þess að ferðast og sjá sig um í heim- inum, meðal annars fór hún til Eg- yptaiands og Beii-út, einnar falleg- ustu borgar í heimi, fyrir stríðið til að sjá annan heim og sjá fólk með aðra lífssýn, hún fór til Hawaii til að njóta dýrðarinnar þar og sjá frum- byggjana þar og þeirra menningu og siði. Stundum fórum við öll sam- an, Nína, kona mín, og Björn tengdafaðir. Eftir einn slíkan túr varð Björn veikur og lést í Boston hjá syni sínum Óla Eysteini, það varð hans síðasta ferð með okkur. Petta var mikið áfall fyrir Mundu en hún var það sterk að hún náði sér furðu fljótt, þótt hennar ástkæri maður væri horfinn svo skjótt. Eftir heimkomuna fór ég að kynnast Kristmunda gift- ist 4. nóvember 1939 Birni Markussyni frá Steinsbæ á Eyrar- bakka. Hann lést 26. ágúst 1972. Börn þeirra eru: 1) Óli Eysteinn, f. 12. mars 1941, maki Barbara Markus- son og börn þeirra eru: Kristi, Julie, Rebecca og Lísa. 2) Nína Sólveig, f. 26. mars 1945, maki Jón Magnús Gunnlaugsson. Utför Kristmundu fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Mundu betur, naut gestrisni hennar og góðmennsku, hún vildi öllum gott gera, hún var svo gjafmild og þótti vænt um að gera öðrum gott. Þegar þau hjónin bjuggu í Boston voru það ófáir sem nutu gestrisni þeirra, og jafnvel bjuggu hjá þeim í lengri tíma. Eftir að Munda var orð- in ekkja og bjó ein í Sólheimum vor- um við Nína alltaf velkomin í mat til hennar. Hún bjó til heimsins besta mat og kræsingar. Ef Munda hringdi og spurði hvort við vildum koma í smábita var ég fljótur að þiggja það. Heimili Mundu og Björns var til fyrirmyndar, allt var hreint og pent svo að eftir var tekið. Hún var alltaf vel til höfð og glæsi- leg hefur hún verið þegar hún var á sínum yngri árum. Hún var gædd mikilli kímnigáfu og á Nína mín ekki langt að sækja það, hún var mikið fyrir tónlist og átti sín uppá- haldslög. Eg man að María Markan var hennar eftirlætis söngkona. Oft er sagt að tengdamömmur séu af- skiptasamar og erfiðar í samskipt- um. Víst kom það fyrir að við vorum ekki sammála um hitt og þetta og stundum um of, en oftast hafði hún rétt að mæla, hún hafði mikla lífs- reynslu og lærði ég mikið af henni. Hún var fróð um margt og stálminni hafði hún fram á síðustu stundu. Nú fór að halla undan fæti hjá henni og Nína fór að hafa áhyggjur af að hún væri ein svo lausnin var að hún fluttist á Hrafn- istu, en var þar stuttan tíma sökum versnandi heilsu. Ur varð að hún fluttist á Vífilsstaðaspítala þar sem hún hlaut bestu aðhlynningu sem á varð kosið. Hún elskaði og dáði starfsliðið þar og að öllum öðrum ólöstuðum var Guðbrandur læknir, sem hún dáði, og lengdi líf hennar um mörg ár, einnig dáði hún Bene- dikt lækni sem var hennar læknir til hins síðasta. Elsku Munda mín, þú fyi’irgefur mér fyrir mín fátæklegu orð og ég kveð þig með söknuði og vona að góður Guð veiti þér góða hvfld til eilífðar. Blessuð sé minning þín. Jón M. Gunnlaugsson. Nú þegar Kiistmunda Markusson er kvödd hinsta sinni langar mig til að minnast þessarar móðursystur minnai' með nokkrum orðum. Heimili Mundu og Bjössa, eigin- manns hennar, var um 1950 á Kefla- víkurflugvelli og fyrstu minningar mínar eru tengdar ferðalögum þangað. Það var stórt athafnasvæði í næsta nágrenni sem bauð upp á ýmsa leiki og ævintýri. Munda keypti oft föt og leikföng fyrir móður mína og eins fyrir Nínu, dóttur sína, þannig að við Björk heitin systir mín og Nína vorum oft eins klæddar. Eg man eftir dúkkum sem við fengum allar og dúkku- vögnum. Þessar dúkkur voru eins stórar og 6-8 mánaða gömul börn og vagnarnir ekki minni en bama- vagnar. Eg notaði minn seinna sem svalavagn fyrir elstu börnin. Munda var einstaklega ljúf og góð við okkur öll, bæði okkur syst- urnar og svo börnin mín seinna. Hún var dugleg að koma austur að Búrfeili í afmæli bama minna, jafnt að sumri sem vetri og oft hin fyrri ár var hún með kvikmyndatökuvél og tók myndir af þeim við leik og störf og sýndi okkur svo seinna. Hún hafði gaman af ferðalögum og fór á hverju ári til Flórída og til sonar síns og hans fjölskyldu, en þar leið henni vel og alltaf hugsaði hún til okkar heima á Islandi og á hvern hátt hún gæti glatt smáfólkið með afmælis- og jólagjöfum. Munda hafði gaman af handa- vinnu og saumaði á rókókósófa og stóla og margt fleira. Það var einmitt í minni síðustu heimsókn til hennar fyrir nokkram vikum sem hún sagði mér hve skemmtilegt og spennandi það hefði verið að sauma stólana og sófann. Munda var mjög fær í allri matar- gerð og það var ánægjulegt að koma til hennar í matarveislur, því hún hafði skreytt borðið svo fallega og lagt mikla alúð í allan undirbúning. Mörg hin síðari ár átti Munda við mikla vanheilsu að stríða, hún þjáð- ist af astma og var oft mjög veik en alltaf gerði hún lítið úr veikindum sínum og sagðist hafa það gott. Nína sinnti móður sinni af einstakri samviskusemi enda var mjög kært á miUi þeiri-a. Oli, sonur hennar, sem hefur ætíð búið í Ameríku hefur reynst móður sinni vel, komið eins oft til íslands og hann hefur getað, ýmist einn eða með fjölskyldu sína, jafnframt þvi að vera í stöðugu símasambandi. Tvær sonardætur Mundu, Cristi og Julie komu sl. sumar til íslands og hafði Munda mikla ánægju af þeirri heimsókn. Undanfarin 10 ár höfum við frænkurnar haft saumaklúbb, helst mánaðarlega. Þar hafa komið sam- an þrír ættliðir og Munda sem var aldursforsetinn var hrókur alls fagnaðar. Þessar stundir verða mér ógleymanlegar og sérstaklega þeir hlýju og nærgætnu straumar sem geisluðu frá þessari frænku minni. Nú þegar leiðir skilja um stund vil ég fyrir hönd okkar á Búrfelli þakka fyrir hlýhug og elskusemi sem Munda sýndi okkur ávallt. Ég þakka þér samfylgdina Munda mín og bið góðan Guð að styrkja Nínu, Óla og fjölskyldur þeirra. Blessuð sé minning Ki'istmundu Markusson. Lísa Thomsen. Okkur systurnar frá Búrfelli langar að minnast elskulegi'ar ömmusystur, Kristmundu Markús- son eða Mundu eins og hún var köll- uð í daglegu tali. Munda sýndi okkur systranum alla tíð ræktarsemi og vildi veg okk- ar sem mestan. Það var tilhlökkun- arefni að fá hana í heimsókn á af- mælisdögum okkar því fá fengum við fregnir af frænkum okkar í Am- eríku auk þess sem ávallt var ein- hver gjöf með í för sem gladdi bamshjartað. Munda var skemmtileg og sá alltaf það góða í lífinu. Börnin henn- ar, Nína og Óli, hafa erft þetta góða lundarfar. Samband þeirra var ein- stakt. Alltaf gátu þau hlegið saman að því sem fyrir þau bar og um leið stutt hvert annað í gegnum tíðina. Óli hefur komið oft heim til Islands og þá Barby og einhver af dætrum hans með í för. Alltaf hafa þær heimsóknir verið skemmtilegar og glatt alla, ekki síst Mundu sem unni bamabörnunum sínum mjög. Munda sagði vel frá og í fjöl- skyldusamkvæmum eða sauma- klúbbnum þar sem Munda var ald- ursforseti var mikið spjallað og hleg- ið. Þar fengum við að heyi'a bráð- skemmtilegar sögur frá fýrri tíð af þeim systrunum á uppvaxtarárunum. Seinni hluta ævi sinnar átti hún í erfiðum veikindum en aldrei vildi hún að þau væru í umræðunni. All- ur sá styrkur og endalausa bjart- sýni sem hún bjó yfir hefur eflaust hjálpað henni mikið. Nína annaðist hana af mikilli ástúð og glaðværð og ekki síður nú í seinni tíð eftir að veikindin fóru að hrjá Mundu enn frekar. Nína á miklar þakkii' skildar fyrir þá einstöku umhyggju. Elsku Nína, Jón, Öli, Barby og dætur. Megi minningin um slíka konu sem Munda var og öll þau góðu ár sem þið áttuð saman verða ykkur til huggunar og blessunar. Laufey, Bryndís, Anna Yr og Lára. KRIS TMUNDA MARKUSSON MAGNFRÍÐUR K.B. KRISTÓFERSDÓTTIR + Magnfríður K.B. Kristófers- dóttir fæddist hinn 12. júlí 1921 á Klúku í Arnarfirði. Hún lést á Landa- kotsspítala hinn 27. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Krist- ófer Árnason bóndi og Kristín Jóns- dóttir og var Magn- fríður næstyngst af sjö börnum þeirra er upp komust. Á lífí eru Sigríður, Jón og Ragn- ar. Hinn 18. september 1943 giftist Magnfríður Stefáni Sig- mundssyni, f. 19. sept. 1912, -■* húsasmiðameistara frá Norð- fírði, og áttu þau 55 ára brúð- kaupsafmæli sl. haust. Þau hafa búið allan sinn búskap í Reykjavík. Börn Magnfríðar og Stefáns eru: 1) Sigmundur Smári, f. 18. aprfl 1944, kona hans er Kára Hrönn Vilhjálms- Elsku Magga mín. Mig langar með þessum orðum að þakka þér fyi'ir allt og allt. Þakka þér fyrir það hvemig vinátta okkar styrktist . gegnum árin, frá því að ég kom inn í fjölskyldu þína ung stúlka aðeins 16 ára gömul. Fyrst vorum við á varð- bergi hvor gagnvart annarri en smátt og smátt lærðum við að þekkja hvor aðra og treysta hvor annarri. Það sem kannski styrkti vináttu okkar mest var ferðin sem við tvær jfórum saman í til útlanda. Að vísu dóttir. Börn þeirra eru Guðlaug Odd- ný, Guðný Hrönn og Styrmir Már og eiga þau þrjú barnabörn. 2) Kristófer Valgeir, f. 23. aprfl, 1948. Kona hans er Alda Guðmundsdóttir. Börn þeirra eru Stefán og Gyða og eiga þau eitt barna- bam. 3) Kristín, f. 22. júní 1953, maki hennar er Pétur Onundur Andrésson. Dætur þeirra eru Magnfríður Olöf, Steinunn Lilja og Elísabet María. 18 ára gömul fór Magnfríður til Reykjavíkur og vann við þjónustustörf fram að giftingu. Eftir að bömin fóru að stækka vann hún í kexverksmiðjunni Esju og síðar á Kleppsspítala. Útför Magnfríðar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. var ferðin allt of stutt, en við nutum hverrar mínútu. Við hlógum og töl- uðum saman uppi í rúmi langt fram eftir nóttu. Af þessum samtölum lærði ég að þekkja þig, drauma þína, sorgir og þrár og það var svo gott að eiga þennan tíma saman. Eitt kvöldið, þegar við lágum fyrir, örþreyttar eftir búðarápið þann daginn, fórstu fram úr og nuddaðir fætur mína og barst á þá kælandi smyrsl. Þakka þér fyrir, elsku Magga mín, fætur þínir voru jafn sárir, en fyrst hugsaðir þú um mig. Þakka þér fyrir símtölin okkar, símtölin sem byi'juðu jafnan svona: „Fyrirgefðu ef ég er að trufla þig, en mig langar svo að heyra hvernig þig hafið það.“ Þú barst umhyggju fyrir þínu fólki og fylgist með því öllu, jafnt í gleði og sorg. Þú bakaðir heimsins bestu jóla- kökur, kleinur og pönnukökur. Þeg- ar maður bað um uppskriftina sagð- ir þú: „Ég skal bara baka fyrir þig, hvað þarftu margar pönnukökur?“ Já, pönnukökurnar hennar Möggu ömmu hafa farið víða, jafnt í heima- hús sem á fundarstaði. Fallega heimilið ykkar Stefáns bar af í snyrtimennsku og kær- leika. Aldrei féll þér verk úr hendi. Þegar þú hættir störfum á Klepps- spítala vegna aldurs þótti þér það erfitt, þú sem varst svo full af starfsorku. Þú elskaðir útiveru, ég held að það hafi ekki liðið sá dagur að þú færir ekki í göngutúr sama hvernig veðrið var. Þú varst svo létt á fæti. Lítil og nett eins og ung stúlka alla tíð. Þú sagðir mér að ef þér liði illa, þá væri það besta sem þú gerðir að fara í göngutúr, því þá yrði lífið allt svo bjart. Þú elskaðir líka að fara í Borgar- fjörðinn til hennar Kristínar þinnar og fjölskyldu. Þú naust hverrar mínútu í sveitinni. Þar varstu í tengslum við náttúruna og það var líf og fjör á stóru heimili og þar var nóg að starfa. Vera með í slátur- gerð, með hressum konum auk ým- issa annarra starfa sem til féllu á stóra heimili. Þegar þú veiktist í vor kom það okkur öllum á óvart, þú sem kvart- aðir svo sjaldan. Og þó, þú þafðir kvartað öðru hvora um sting fyrir brjóstinu. Þú hafðir farið til læknis, en ekkert virtist athugavert. Allt í einu sprakk ósæðin og allt virtist búið, en kraftaverk gerðist og þú lifðir þetta allt af, tvær stórar að- gerðir með tveggja daga millibili. Eftir að þú varst flutt á Landakot í sumar sýndir þú svo miklar fram- farir og var sá kraftur sem þér var gefinn alveg ótrúlegur. í byi'jun vetor fór síðan smátt og smátt að halla undan fæti og hafa síðustu vikumar verið þér mjög erf- iðar, svo nú er hvíldin góð. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég mun næðis njóta. (Sálm. 23:1.) Ég veit að þú hvílir nú öragg í faðmi Jesú, frelsara okkar mann- anna. Þakka þér aftur fyrir allt og allt, elsku Magga mín. Þín tengdadóttir, Alda. Elsku amma. Það er erfiðara en orð fá lýst að sætta sig við að þú sért farin. Við erum svo þakklátar fyrir að hafa átt þig að. Þú gafst okkur svo mikið af þér og það var svo gott að vera nálægt þér. Svo margt kemur upp í huga okk- ar er við lítum til baka. ÖIl ferðalög- in, bíltúrarnir, bæjarferðirnai' og margt, margt fleira. Þú varst svo stór partur af lífi okkar og tókst þátt í öllu sem við gerðum. Allar stundirnar sem við eyddum saman virðast nú allt of fá- ar. Minningar okkar um þig eru dag- bók sem við berum með okkur alla tið. Elsku amma. Síðustu mánuðir vora þér erfiðir og mikið á þig lagt. Eina huggun okkar er sú að nú líður þér betur, þú fékkst hvíld. Kom, svefnsins blíða bylgja og burt mig tak með þér, lát fagra drauma flygja því fleyi, sem mig ber. Að ljúfra drauma löndum þinn ljósi faðmur ber frá stormsins bröttu ströndum, og stundin gleymir sér. I fjarska drauma-dala skín dýrlegt, himneskt ljós. Við loftsins létta svala grær lífsins dýrsta rós. Og horfnar tungur tala þar tryggðum helgað mál. Að baki djúpra dala þar dvelst hin Eina Sál. (J.J.S.) Megir þú hvíla í friði, engillinn okkar. Magnfríður Ólöf, Steinunn Lilja og Elísabet María. Það er ei-fitt að sætta sig við það þegar dauðinn knýr dyra. Þó kemur hann stundum sem líknandi engill fyrir þá sem þjást. Þannig verður har-murinn eftir þig bærilegri þar sem þú hefur öðlast frið og ert laus við þjáninguna. Það sækja á huga minn ótal minningar frá síðustu 27 árum. Það er margs góðs að minnast. Góð amma kom að uppeldi dætra minna og gaf þeim mikið af umhyggju og ást. Það verður aldrei þakkað sem skyldi frekar en allt það annað sem þú og' Stefán afi hafið gert fyrir okkur. Það var gott að fá að eiga samleið með þér. Minningin um þig lifir í huga mér og mynd þinni bregður fyrir í svip dætra minna sem munu sakna ömmu sinnar sárt. Þannig lifir þú áfram sem falleg minning og bros í augum afkomenda þinna. Hafðu kæra þökk fyrir samfylgdina. Kæri Stefan afi, Smári, Kiddi og Kristín, Guð blessi ykkur og létti ykkur erfiðar stundir. Pétur Önundur Andrésson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.