Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 31 Lofsamlegir dóm- ar um hljómplötu Mótettukórsins Eiríkur Bjarnason frá Bóli Bjarni Sigurðsson frá Geysi Lög Eiríks frá Bóli og Bjarna EIRIKUR Bjarnason frá Bóli var einn vinsælasti nikkari og skemmtikraftur á böilum í kreppunni miklu á fjórða ára- tugnuin og þar um kring. Hann var, að vinsældum, á við Comedian hannonists, Don- kósakkakórinn, MA-kvartett- inn eða Toralf Tollefssen. Hann samdi fjölda danslaga á nikkuna sína, hið frægasta og enn sífellt spilað er „Eg minn- ist þín“, betur þekkt undir nafninu „Ljósbrá". Engin full- boðleg hljóðritun náðist nokkurn ti'ma af leik Eiríks sjálfs og aðeins örfá laga hans voru skrifuð niður á blað. Það er tjón sem ekki verður bætt. Nú hefur þó frændi hans og nemandi Bjarni Sigurðsson frá Haukadai lagt sig fram um að bjarga því sem bjargað varð og gefið út á geisladiski þau fáu lög Eiríks sem fundust - á sinn eigin kostnað. Diskurinn er svo fylltur með lögum Bjarna sjálfs, sem engu síður en Eiríkur frændi hans hefur verið athafnasamur dansmúsí- kant, leikið á böllum frá fjórt- án ára aldri og rak sína eigin hljómsveit „Tríó 72“ um tveggja áratuga skeið allt frá árinu 1972. Hér er vasklega að verki staðið svo sem Bjarni á kyn til, dýrir hljómlistarmenn til kvaddir að skrifa niður á nótnablöð, útsetja, leika og syngja. Þar á meðal eru nikku- snillingurinn Grettir Björns- son og Þuríður Sigurðardóttir söngkona sem á tvær söng- perlur á diski þessum. Hinn velþekkti Jón söngvari (Kr. Ólafsson) frá Bíidudal er einnig þarna, Ragnar Páll ger- ir flestar útsetningarnar og leikur á hljómborð, Valgeir Sigurðsson hefur hljóðritað, Carl heitinn Billich kemur við sögu ásamt textahöfundunuin Ágústi Böðvarssyni, Jóni Sig- urðssyni og Helga Seljan auk Grétars Guðmundssonar sem syngur nokkur laganna. Sitthvað má að flutningnum finna eins og gengur, m.a. hef- ur Ljósbráin stundum heyrst hljóma meira sannfærandi, en aftur á móti eru hin tvö sönglög Þuríðar guli - sem og magt af harmonikuleik Grettis og þetta eina lag sem Bjarni leikur eftir sjálfan sig. Utgáf- an er afrek út af fyrir sig og greinilega rándýr miðað við hugsanlegan kaupendafjölda og á því skilið undirtektir og stuðning þeirra sem telja sér málefnið skylt, jafnt í orði sem verki. Mörg laganna er yndi á að hlýða. Eyvindur Erlendsson. BORGARBÓKASAFNIÐ í Vyborg. Karlaraddir í Hallgríms- kirkju á aðventu AÐVENTUTÓNLEIKAR Karla- kórs Reykjavíkur verða í Hall- grímskirkju laugardag og sunnu- dag, 5. og 6. desember, kl. 17 báða dagana. A efnisskránni verða fjöl- breytt jólalög og hátíðarsöngvar, m.a. lög af nýútkominni geislaplötu kórsins, sem ber heitið Jól, jól, skín- andi skær. Með kórnum koma fram ein- söngvararnir Björk Jónsdóttir, Signý Sæmundsdóttir og Óskar Pétursson og hljóðfæraleikararnir Hörður Áskelsson á orgel Hall- grímskirkju og Ásgeir H. Stein- grímsson og Eiríkur Örn Pálsson á trompeta. Stjórnandi Karlakórsins er Frið- rik S. Kristinsson. Forsala aðgöngumiða er í versl- unum Eymundsson í Kringlunni og Austurstræti í Reykjavík en einnig verður hægt að kaupa miða við inn- ganginn eftir því sem húsrúm leyfir. ---------------- Konur lesa í MÍR MENNINGAR- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna halda árlega bók- menntakynningu sína á morgun, laugardag kl. 14, í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10 (bakhús) Reykjavík. Níu konur lesa úr nýútkomnum bókum sínum: Auður Ólafsdóttir les úr bókinni Upphækkuð jörð, Elísa- bet Jökulsdóttir les úr bókinni Sag- an af Aðalheiði og borðinu blíða, Fríða Á. Sigurðardóttir les úr bók- inni Maríuglugginn, Guðrún Helga- dóttir les úr bókinni Aldrei að vita, Guðrún Eva Mínervudóttir les úr bókinni Á meðan hann horfir á þig ertu María mey, Kristín Ómarsdótt- ir les úr bókinni Lokaðu augunum og hugsaðu um mig, Sigþrúður Gunnarsdóttir les úr bókinni Fjósa- kona fór út í heim, Steinunn Eyj- ólfsdóttir les úr bókinni Jólasólar- kötturinn og Svava Jakobsdóttir les úr bókinni Skyggnst á bak við ský. ------♦-♦-♦----- Horft til himins í Galleríi Listakoti ÁRLEG jólasýning í Galleríi Lista- koti verður opnuð á morgun, laug- ardag kl. 15. Að sýningunni, sem nefnist Horft til himins, standa nokkrir af með- limum gallerísins og vinna þær í hina ýmsu miðla, t.d. grafík, mál- verk, glerverk, keramík og textíl. Undanfarin ár hafa listakonurnar haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Sýningin er opin á á opnunartíma verslana við Laugaveginn. -------♦-♦-♦---- Tvennir aðventutónleik- ar í Tónskóla Sigursveins TVENNIR aðventutónleikar á veg- um Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar verða á morgun, laugai’dag. Forskóladeild skólans verður með tónleika í Langholtskirkju kl. 14. Fluttur verður jólasöngleikurinn Sagan um litla grenitréð, eftir Ein- ar Sigurðsson. Rúmlega 100 for- skólabörn sjá um hljóðfæraleik, söng og leik undir stjórn kennara sinna, en sögumaður er Þórarinn Eyfjörð. I Grensáskirkju kl. 16 munu rúm- Iega 70 börn leika verk eftir ýmsa höfunda á ýmis hljóðfæri úr Suzuki- deild skólans. í ÞÝSKA blaðinu Rheinische Post, sem gefíð er út í Diisseldorf, fékk hljómdiskur með Sálumessu Mauricc Duruflé (1902-1986), í flutningi Mótettukórs Hallgríms- kirkju undir stjórn Harðar Askels- sonar, lofsamlega dóma, 24. október sl. Þar segir m.a.: „Hljómsett kirkjutónlist Duruflés, sem er undir áhrifum frá gregorískum söng og lituð af sefandi impressjónisma, er flutt af íslendingum án þess að merkja megi nokkurn sérstakan norrænan tón. Hér eru engir vellandi goshverir á ferðinni. Nei, tónlistin er flutt með svo frönskum hljómi að maður gæti haldið að Hallgrímskirkja væri í Chartres, Lyon eða Toulouse. Þó munar því að franskir kórar • Á LÍFSINS leið er gefin út til styrktar Barnaspítala Hringsins og forvarnarstarfi meðal barna. I bókinni segir fjöldi þjóðþekktra manna og kvenna frá atvikum og fólki sem ekki gleymist. I kynningu segir m.a.: „Snemma hausts kviknaði sú hugmynd að gefa út bók til styrktar Barnaspít- ala Hringsins og forvarnarstarfí I.O.G.T. meðal barna. Leitað var til fjölda fólks og þess farið á leit að það legði málinu lið með því að láta í té efni sem gæti verið „af ýmsu tagi, gjarnan minningar um atburði sem hafði mikil áhrif á það, eftirminni- lega samferðamann, sérstæða reynslu eða brosleg atvik.“ Efni í bókinni eiga: Arnfríður Guðmundsdóttir, Benedikt Davíðs- son, Bjarnfríður Leósdóttir, Ellert B. Schram, Flosi Ólafsson, Friðrik Þór Friðriksson, Guðjón A. Krist- insson, Halldór Ásgrímsson, Heim- VERK Alvars Aalto eru á sýningu, sem verður opnuð í Norræna húsinu á morgun, laugardag, klukkan 15. Það eru Alvar Aalto stofnunin í Finnlandi, umhverfísráðuneyti Finn- lands, Sendiráð Finnlands á Islandi, Ai-kitektafélag Islands og Norræna húsið, sem standa að sýningunni en hún er til að minnast þess að í ár eru eitt hundrað ár liðin frá fæðingu hans, (1898-1976). Sendiherra Finnlands á Islandi, Tom Södei-man, flytur ávarp við opnunina, en grein eftir sendiherr- ann um Alvar Aalto birtist í Lesbók Morgunblaðsins 14. febrúar sl. Maija Kairamo arkitekt kynnir bókasafnið í Vyborg fyrir gestum, en hún setur upp sýninguna. Sýningin er þrískipt: í sýningar- sölum verða til sýnis frumteikningar, líkan og ljósmyndir frá bókasafninu í Vyborg, sem teknai’ eru af Jussi Rautsi. I anddyri verður fínnsk bygginga- list rakin í ljósmyndum af verkum Alvars Aaltos og annaira finnski-a arkitekta. Vyborg liggur við Finnska flóa í NV-Rússlandi og tilheyrði Finn- landi frá 1812 til 1944, þegar Finnar eru að staðaldri ekki eins vel þjálfaðir og þessi íslenski dóm- kirkjukór. Sópraninn svífur svo minnir á englahljóm, rétt eins og kórmenning Skandinavíu hafi eign- ast útibú handan Atlantsála. Hér er reyndar flutt gerð af Requiem Duruflés með þátttöku sellós og orgels, en það veldur engum skorti á áhrifamætti, því að tæknimenn- irnir hafa gert kraftaverk í hljóð- blöndun. Við Klais-orgel Hallgi’ímskirkju situr ungi snillingurinn Hannfried Lucke. Hann sýnir getu sína einnig í æsilegri svítu Duruflés nr. 5 og klykkir út með tokkötunni. Okkur vantar í augnablikinu ís- lenskt orð til að tjá mikla aðdáun. Það verður birt þegar það fínnst.“ ir Steinsson, Helga Soffía Konráðs- dóttir, Helgi Seljan, Ingibjörg Pálmadóttir, Jóhannes Bergsveins- son, Jón Hjörleifur Jónsson, Jón Arnar Magnússon, Jón Ormar Ormsson, Lára Björnsdóttir, Magnús Kjartansson, Magnús Scheving, Magnús L. Sveinsson, Margrét Frímannsdóttir, Ólafur Ásgeirsson, Ólafur Skúlason, Pálmi Gunnarsson, Ríkharður Jónsson, Sigrún Magnúsdóttir, Siv Friðleifs- dóttir, Steingrímur J. Sigússon, Styrmir Gunnarsson, Þorsteinn Gíslason, Ögmundur Jónasson, Örn Friðriksson og Össur Skarphéðins- son. Útgefandi er Stoð og styrkur. Bókin er 192 bls., prentuð í ODda hf. Magnús I. Torfason sá um útlit kápu. Einar Þór Einarsson braut bókin um. Æskan, blaða- og bókaút- gáfa ehf., annaðist dreifíngu. Verð: 3.290 kr. urðu að láta hana af hendi til Sovét- ríkjanna. Árið 1927 var efnt til sam- keppni meðal arkitekta um hönnun borgarbókasafns í Vyborg og varð tillaga Alvars Aaltos fyrir valinu. Ákvörðun um að byggja safnið var fyrst tekin árið 1933 og var bygg- ingu þess lokið 1935. Borgarbóka- safnið er meðal þriggja helstu verka Alvars Aaltos sem gerðu nafn hans þekkt um allan heim. Aalto hannaði einnig húsgögn og aðra innan- stokksmuni. Safnið lenti í miklum hremming- um eftir að borgin komst á vald Sov- étríkjanna 1944. Viðhaldi var mjög ábótavant og um þær endurbætur, sem voru gerðar í upphafi sjöunda áratugarins, var ekki haft samráð við Aalto. Aalto sagði sjálfur að bóka- safnið stæði en arkitektúrinn væri horfínn. Eftir fall Sovétríkjanna sótti í fyrra horf með viðhald og versnaði ástandið. Ungur rússneskur arkitekt, Sergei Kravchenko, beitti sér fyrir því á níunda áratugnum að snúa dæminu við og hefja endurbyggingu og fjársöfnun og fleiri aðilar komu til bjargar. Finnska umhverfismála- ráðuneytið hefur frá árinu 1991 fjármagnað og skipulagt viðgerðir á bókasafninu samkvæmt teikningum Alvars Aaltos. Finnska mennta- málaráðuneytið tekur einnig þátt í viðgerðarkostnaðinum. Ekkja Al- vars Aalto, Elissa Aalto arkitekt, beitti sér fyrir því árið 1993 að stofnað var Vinafélag Borgarbóka- safnsins í Vyborg. Markmiðið er að vinna að endurbótum á bókasafninu og er höfð náin samvinna við Alvar Aalto stofnunina með Tapani Mu- stonen arkitekt í forsvari og Alvar Aalto félagið. Vinafélög Borgarbókasafnsins fínnast nú víðar en í Finnlandi, og stendur yfir fjársöfnun í mörgum löndum heims. Rússnesk stjórnvöld eru einnig farin að leggja fram fé til verksins og virðist framtíð safnsins nokkuð björt. Sýningin um Borgarbókasafnið í Vyborg er liður í að vekja athygli al- mennings um allan heim á safninu og stuðla að viðgerð og endurbyggingu þess. Sýningin er hönnuð af arki- tektunum Severi Blomstedt og Leif Englund í samstai'fí við Arkitekta- safn Finnlands. Sýningin hefur verið sett upp í Bandaríkjunum og Svíþjóð en hingað kemur hún frá Bretlandi, þar sem hún var sett upp í nokkrum borgum. Fyrirlestur um Alvar Aalto Mánudaginn 14. desember kl. 17.15 heldur fil.dr. Göran Schildt fyrirlestur í fundarsal Norræna hússins um Alvar Aalto, en hann hef- ur skrifað 3ja binda verk um ævi og störf Aaltos auk þess sem þeir voru góðir kunningjar. Sýningin í sýningarsölum verður opin daglega kl. 14-18 nema mánu- daga og lýkur sunnudaginn 20. des- ember. Sýningin í anddyri hússins er opin alla daga frá kl. 9-18, nema sunnudaga frá kl. 12-18. Nýjar bækur 33 höfundar styrkja Barnaspítala Hringsins Norræna húsið Sýning til bjarg- ar Borgarbóka- safninu í Vyborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.