Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 51^ Ógrynni upplýsinga í nýjum og aðgengilegum Islandsfeng BÆNDASAMTÖK íslands setja á markað nýjan margmiðlunardisk með gagnasafninu Islandsfeng um miðjan desember. Er hér um að ræða nýja og gjörbreytta útgáfu sem eflaust á eftir að gleðja margan hestamanninn um jólin. Jón Baldur Lorange hjá tölvudeild BI stjórnaði verkefninu en gerð hugbúnaðar og hönnun notendaviðmóts önnuðust Marina Candi og Indro Candi hjá Stak ehf. Gagnasafn Bændasamtakanna, Fengur, leit dagsins ljós árið 1991 og síðar var það gefíð út fyrir einka- tölvur undir heitinu Einka-Fengur. En Einka-Fengur var unninn í dos- kerfi og þótti þungur í vöfum. Svo ekki sé minnst á að forritið var lengi vel aðeins hægt að fá á yfír 20 disk- lingum og tók óratíma að hlaða þetta inn í tölvu. En nú er öldin önnur. Með hinum nýja Islandsfeng er komið gjör- breytt útlit í Windows-kerfinu. Þrátt fyrir það er útlit Islandsfengs með allt öðru og líflegra yfirbragði en menn eiga að venjast. Engir felli- gluggar, heldur hnappar sem smellt er á og virðist þetta einfalda og skemmtilega útlit hannað með tilliti til þess að notandinn þui-fi ekki mikla kunnáttu í Windows til að geta notað það á auðveldan hátt. En þrátt fyrir líflegt útlit hlýtur það að vera innihaldið sem skiptir mestu máli fyrir gi'úskarana og þá sem þurfa að nota íslandsfeng til upplýsingaöflunar. Mjög mikið magn upplýsinga um því sem næst 100.000 hross er hægt að nálgast í Islandsfeng. Á skjámyndinni sem birtist þegar diskurinn hefur verið ræstur era hnappar efst á síðunni sem velja þarf um. Þeir era: hross, sýningar, eigendur, til baka, ferill, skýi’slur og hjálp. Auðvelt að fletta frani og til baka Ef valinn er hnappurinn hross og síðan leit kemur upp mynd þar sem hægt er að velja um að leita eftir fæðingarnúmeri, ættbókarnúmeri, nafni, örmerki, frostmerki, lit eða uppranastað. Ef valin eru númerin eða merkin kemur að sjálfsögðu að- eins eitt hross upp, en einnig er hægt að fletta upp öllum hestum í gagnasafninu sem til dæmis eru skráðir undir nafninu Hrafn. Ef smellt er síðan á eitt nafnið birtist það í gulum reit fyrir neðan listann og ef smellt er á það koma upp grunnupplýsingar um hrossið. Þeg- ar þangað er komið er hægt að nálg- ast allar upplýsingar um hrossið sjálft svo sem kynbótamat, dóma, kynbótaspá afkomenda, ættartré (bæði lítið og stórt), afkvæmalista, fangskrá (ef um hryssu er að ræða) og eigendasögu. Ef farið er í ættar- tréð er hægt að smella á einstaka forfeður og þá koma grunnupplýs- ingar um þá á skjáinn og hægt er að fletta fram og til baka á sama hátt. Þegar smellt er á sýningar og leit og slegið inn ártal koma upp allar kynbótasýningar það ár. Ef smellt er síðan á einhverja sýninguna koma upp nöfn þeirra hrossa sem sýnd voru og fjöldi þeirra. Þá er hægt að smella á ákveðið hross, fara í gula reitinn fyrir neðan, smella þar og fá þannig allar upplýsingar um við- komandi hross. Nú er einnig hægt að fá upplýs- ingar um eigendur hrossa, slá inn nafn eða kennitölu og sjá hvaða hross eru skráð á viðkomandi. Einnig er inni í grannupplýsingum um hrossin skrá yfir fyrrverandi og núverandi eigendur þeirra. Kynbótaspá fyrir ófædda gæðinginn Hver bær á landinu hefur nú fengið sérstakt bæjarnúmer sam- kvæmt skráningu Fasteignamats ríkisins. Þetta kerfí hefur verið tekið upp í Islandsfeng og birtist númerið ásamt bæjarnafninu á lista sem hægt er að leita eftir. Þegar smellt er á bæjarnafnið og leit koma upp öll hross sem fædd eru á þessum stað. Greinilega á eftir að fínpússa þessa skrá því nokkrar villur hafa slæðst inn og rakst undirrituð á nokkur hross kennd við allt annan bæ en þau hafa verið skráð frá hing- að til þrátt fyrir að aðrar upplýsing- ar um hrossið hafí verið réttar. Fyrir þá sem hafa gaman af að spá í framtíðina er hægt að reikna út kynbótaspá fyrir framtíðargæðing- inn. Hægt er að finna draumastóð- hestinn með því að slá inn hátt kyn- bótamat fyrir þá eiginleika sem skipta mestu máli og láta forritið leita. Þegar hann er fundinn er hægt að smella á kynbótaspá og skrá hann þar ásamt uppáhalds hryssunni. Á skjánum birtist kynbótamat beggja hrossanna á súluriti og kynbótaspá fyrir afkvæmið. Allt kynbótamat er birt bæði með tölum og súluriti. Á súluritinu era allir eiginleikar ofan við 100 birtir með grænni súlu, en fyrir neðan 100 með rauðri. Þar ofan á er síðan gul súla sem táknar stað- alfrávikið, sem oft er mikið ef tiMf dæmis um ósýnd hross er að ræða. Með því að sjá kynbótamatið svona myndrænt er auðvelt að átta sig á því hversu áreiðanlegt það er. Ef notandinn strandar er hægt að smella á hjálp þar sem hann er leiddur áfram með leiðbeiningum. Áskrifendur í 12 löndum Hestamenn hljóta að fagna nýjum Islandsfeng. Á einum stað er nú hægt að nálgast ógiynni upplýsinga um öll hross sem skráð eru hjá Bændasamtökum íslands, auk un^_ 700 mynda. Kosturinn við þennan gagnagrann er hversu auðvelt er að fletta upplýsingum fram og til baka og að ekki þarf mikla tölvuþekkingu til að nota hann. Samkvæmt upplýsingum Jóns Baldurs Lorange er ákveðið að bjóða uppfærslu á Islandsfeng strax á næsta ári, en eftir það ræðst það af viðtökum hversu oft verður boðið upp á uppfærslu. Nú eru um 180 áskrifendur að Einka-Feng í 12 löndum, en vonir standa til að áhugi aukist með tilkomu Islandsfengs sem er á fjóram tungumálum, ensku, þýsku og dönsku auk ís- lensku. Einnig er verðið mun hag- stæðara en var á Einka-Feng, eðai . 15.900 kr. í stað 23.000 kr. Jón Baldur segir að í framtíðinni sé gert ráð fyrir að íslandsfengur verði alþjóðlegur miðlægur gagna- grannur þar sem einnig verða skráð íslensk hross fædd í útlöndum. Þá yrði íslandshestafélögum í hverju landi falið að skrá hrossin og síðan yrðu allar upplýsingarnar sam- keyrðar. Kynbótamat yrði þá keyrt á allan granninn og yrði þannig ör- uggara þar sem afkvæmi stóðhesta og hryssna sem flutt eru úr landi kæmu einnig inn í matið. * Ásdís Haraldsdóttir Þjóðverjar og' Svíar kaupa íslenskar fóðurvörur Morgunblaðið/Porkell SVERRIR Bjartmars framkvæmdastjóri hjá Korni og fóðurvörum við hestakerru sem skreytt hefur verið með merki Hestaheilsu. HAFINN er útflutningur á fóður- vörum fyrir hesta til Þýskalands. Það era útflytjendur Hestaheilsu- fóðurvara sem standa að þessum útflutningi en kaupandinn er heild- sölufyrirtæki í Þýskalandi sem sel- ur fóðrið í gegnum póstverslun. Einnig hefur komið fyrirspurn frá Svíþjóð og verður sent um eitt tonn af fóðri þangað til kynningar á næstunni. Utflytjendur Hesta- heilsu eru Fiskafurðir-lýsisfélag, Fóðurkorn ehf. og Korn og fóður- vörur. Undir merkjum Hestaheilsu er framleidd reiðhestablanda, steinefnablanda, venjulegt fóður- lýsi, fóðurlýsi blandað bíótíni, hestanammi auk þess sem fram- leitt er umhverfisvænt lúsaduft. Pöntun þýska fyrirtækisins hljóðar upp á 10 tonn af reiðhesta- blöndu, 500 kg af steinefnablöndu, 4 tonn af fóðurlýsi auk lýsisbland- aðs bíótíns, 500 poka af hestanammi auk lúsadufts. Pöntun þessi kemur í kjölfar sendingar sem fyrirtækinu var sent til kynn- ingar. Að sögn Arndísar Pétursdóttur fóðurráðgjafa, framkvæmdastjóra Fóðurkorns, fóru Þjóðverjarnir sérstaklega fram á að í reiðhesta- blöndunni væru gi-askögglar, sem annars eru ekki í blöndunni sem fer á íslenskan markað, og var orð- ið við þessum óskum. Hún sagði að reiðhestablandan væri nánast al- farið úr íslensku hráefni. í henni er eldþurrkað íslenskt bygg, ís- lenskir hafrar og þörungamjöl. Um 1% blöndunnar er innflutt steinefni. Steinefnablandan sem Hesta- heilsa býður upp á er framleidd sérstaklega fyrir íslensk hross eftir uppskrift Ingimars Sveinssonar á Hvanneyii. Hann hefur kannað steinefnaþörf hrossa miðað við hvernig þau era fóðruð hér á landi. Arndís segir að Þjóðverjar reyni að líkja sem kostur er eftir okkar venjum í fóðrun hrossa og því geti þessi blanda hentað þeim ágæt- lega. Lúsaduft er í hugum flestra skordýraeitur og var Arndís spurð hvernig hægt væri að hafa það um- hverfísvænt. Hún sagði að í lúsa- duftinu væra einungis íslensk steinefni sem legðust á veikan blett skordýranna, nefnilega skorana á milli búkanna sem þau draga nafn sitt af. Steinefnin era þurrkandi og þegar þau komast inn í skorana þurrka þau skordýrin upp og þannig drepast þau. Engin eitur- efni eru í lúsaduftinu og þess vegna væri fólki óhætt að strá þessu yfir rúmið sitt til að losna við ryk- maurana! Arndís sagði að lokum að þokka- lega viðunandi verð fengist fyrir fóðurvörarnar og því væri ljóst að þessi útflutningur skipti máli. Sví- ar hafa þegar sýnt fóðrinu áhuga og er fyrirhugað að senda kynning- arsendingu á reiðhestablöndu og báðum tegundunum af lýsi þangað á næstunni. Ásdís Haraldsdóttir nSTUflD SÉRVERSLUN HESTAMANNSINS Háaleitisbraut 68 igl Austurver Sími 568 4240. áL Ein stxrsta rerslunin \|/ H^kl4RKlD & ít og Sport Verslunin Markið, Ármúla 40 - Símar 553 5320 og 5G8 88G0 Verslunin Músík og Sport, Reykjavíkurvegi G0 - Simi 555 2887
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.