Morgunblaðið - 04.12.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Vel heppnaðir menningardagar
barna á Dalvík
Hinir ungu hlýddu
á þá eldri fara
með þulur
MENNINGADAGAR barna liafa
staðið yfir á Dalvík þessa viku en
þeim lýkur um helgina. Það eru
þrjár konur á Dalvík, Linda
Björk Holm, Arna Valsdóttir og
Þuríður Sigurðardóttir, sem hafa
skipulagt menningardagana en
fleiri hafa komið við sögu enda
um viðamikla dagskrá að ræða.
„Þetta hafa verið mjög
ánægjulegir dagar og þátttaka
mun betri en við áttum von á,“
sagði Linda Björk. Menningar-
sjóður Svarfdæla styrkti fram-
takið auk þess sem leitað var til
fyrirtækja og stofnana í bænum
og voru viðtökur svo góðar að
sögn Lindu að þær fengu næstum
of mikil framlög!
Dagskrá menningardaganna
er miðuð við yngstu börnin, frá 0
til 7 ára, en það sagði Linda gert
m.a. af þeirri ástæðu að minnst
væri um að vera fyrir þann ald-
urshóp, en aftur á móti væri
ýmsilegt í boði fyrir eldri börnin.
„Þetta hefur verið afskaplega
skemmtileg vika, viðburðarík og
góð,“ sagði Linda, en margt hef-
ur verið gert.
Samverustund var á Dalbæ,
dvalarheimilinu í bænum, í gær,
en þar áttu ungir og aldnir sam-
an góða stund. Eldra fólkið las
upp sögur og fór með þulur við
ómælda ánægju þeirra yngri,
enda óvön slíku. Þá var hópur
barna við listvinnu í Þinghúsinu
Grund, sem þær Lena á Dæli og
Lilla á Hæringsstöðum sáu um,
en þar var þæfð ull og útbúið
teppi sem börnin hönnuðu.
Sögur, leikrit og dansspuni
Hinir fullorðnu hafa komið í
sögustund á bókasafnið og sagt
börnunum sögur af því þegar
þau voru börn. I útstillingar-
glugganum í bókabúðinni Sogni
hefur verið látbragðsleikur og
Héraðsdómur Norðurlands eystra
Dæmdur fyrir fjár-
svik og skjalafals
RÚMLEGA fertugur karlmaður á
Akureyri hefur í Héraðsdómi Norð-
urlands eystra verið dæmdur í 12
mánaða fangelsi, þai' af 9 mánuði
skilorðsbundið til þriggja ára. Þá var
ákærði sviptur ökurétti ævilangt og
dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar
að upphæð 100 þúsund krónur.
Maðurinn var í tveimur ákæru-
skjölum ákærður annars vegar fyrir
fjársvik og umferðarlagabrot og
hins vegar fyrir skjalafals. Maður-
inn var ákærður fyrir að hafa selt
Landsbankanum á Akureyri tékka
að fjárhæð 426.000 krónur. Hann
hafði fengið óútíylltan tékka hjá
fyrirtæki á Akureyri til að fram-
lengja víxil. Þess í stað sveik ákærði
peninga af bankanum, eins og segir
í ákæruskjali, sem hann notaði síð-
an til eigin þarfa. Einnig var maðui--
inn ákærður fyrir ölvunarakstur og
fyrir að aka á móti einstefnu.
Þá var maðurinn ákærður fyrir
skjalafals, með því að falsa nafn
móður sinnar sem sjálfskuldará-
byrgðarmanns vegna yfirdráttar-
láns að fjárhæð 750.000 krónur.
Einnig fyrir að falsa nafn móður
sinnar á veðleyfi sem heimilaði fyr-
irtæki hans að veðsetja húseign
hennar til tryggingar láni frá
Landsbankanum að fjárhæð 2,5
milljónir króna og fyrir að falsa
nafn móður sinnar sem þinglýsts
eiganda íbúðar á skjal um breytingu
á greiðsluskilmálum skuldabréfs.
Akærði viðurkenndi brot sín fyrir
dómi. Það var Ólafur Ólafsson hér-
aðsdómari sem kvað upp dóminn.
Blaðbera
Vantar í eftirtalin hverfi: Innbærinn, Akureyri.
Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur
í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig.
Morgunblaðið,
Kaupvangsstræti 1,
Akureyri
sími 461 1600
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt
í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst Ot 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Tölvur og tækni á Netinu
rijþmbl.is
AKUREYRI
.. Morgunblaðið/Kristján
BÖRNIN á leikskólunum Krflakoti og Fagrahvaninti heimsóttu íbúa Dalbæjar í gær, en nú standa yfir
menningardagar barna á Dalvík. Kolbrún Pálsdóttir sem veitir Dalbæ forstöðu las Grýlukvæði fyrir börnin,
en mesta athygli þeirra vakti þegar Unnur Sigurðardóttir sem komin er á tíræðisaldur fór nteð þulur fyrir
þau. Unnur kann ótrúlega mikið af þuluni og fer vel með. Þá sungu ungir og aldnir samaii nokkur jólalög
og í lok heimsóknarinnar fengu börnin drykk og smákökur.
leikrit og þá hafa börnin málað
stórt málverk sem hangir uppi í
íþróttahúsinu. Einnig fengu
börnin í hendur netakúlur sem
þau höfðu fijálsar hendur með
að útbúa og urðu margar æði
skrautlegar. Kúlurnar eru til
sýnis í verksmiðju Sæplasts.
Fyrsta árs nemar á leikskóla-
braut Háskólans á Akureyri
komu í heimsókn og settu upp
dansspuna og tóku börnin þátt
og þótti spennandi. Tískusýning
á kjólunum hennar ömmu, leikrit
og þátttaka í íþróttaæfingum
hefur einnig verið á dagskrá.
Mikið verður um að vera í dag
og verður ýmislegf í gangi fyrir
utan bakaríið á staðnum, Kór
Dalvíkurskóla syngur, sönghóp-
ur barna úr Húsabakkaskóla,
Góðir hálsar og Tjarnai'kvartett-
inn koma einnig fram og þá mun
leynigestur mæta á svæðið.
Morgunblaðið/Kristján
Brunavarnaátak
fyrir jól og áramót
LANDSSAMBAND slökkviliðs-
manna og slökkviliðin í landinu
hafa árlega efnt til svokallaðs
Brunavarnaátaks fyrir jól og
áramót. A þessum árstíma er
notkun opins elds, rafmagns-
tækja og annars búnaðar í há-
marki og af þeim sökum hafa
hlotist bæði eldsvoðar og alvar-
leg slys.
Markmiðið með Brunavarna-
átakinu er að hvetja til varkárni í
umgengni við eld og að hugað sé
að þeim búnaði sem getur valdið
íkveikju. Einnig er lögð áhersla á
að hafa eldvarnabúnað heimilis-
ins í lagi, eins og slökkvitæki,
reykskynjara og eldvarnateppi.
Slökkviliðsmenn á Akureyri
heimsóttu nemendur í 3. bekk í
Glerárskóla í gær og þá komu
krakkar í 3. bekk í Oddeyrar-
skóla í heimsókn á slökkvistöð-
ina. Eftir að börnin í Oddeyrar-
skóla höfðu hlýtt á stuttan fyrir-
lestur, fengu þau að prófa að
sprauta vatni með brunaslöngu
og vakti sú uppákoma mikla at-
hygli þeirra. Þeim til aðstoðar
voru slökkviliðsmennirnir Þor-
björn Haraldsson og Viðar Þor-
leifsson varðstjóri.
Tónlistarskólinn
Nemendatón-
leikar
TVENNIR tónleikar verða á vegum
Tónlistarskólans á Akureyri á morg-
un, laugardaginn 5. desember. Fyrri
tónleikarnir verða í Lóni við Hrísa-
lund og hefjast þeii- kl. 14 en þar
koma fram nemendur gítardeildar.
Síðari tónleikarnir verða kl. 16 í
Glerárkirkju þar sem blásarasveit
skólans, blokkflautusveit og Lúðra-
svejt Akureyrar spila.
A sunnudag, 6. desember, verða
tónleikar strengjadeildar á sal Tón-
listarskólans, þeir hefjast kl. 20 og
þar koma fram nemendur á efri stig-
um á fiðlu, lágfiðlu og selló.
Erindi um Gása
GÁSAFÉLAGIÐ gengst fyiú' opn-
um fundi á Akureyri á morgun, laug-
ardaginn 5. desember kl. 14, en hann
verður í stofu C-08 í Verkmennta-
skólanum á Akureyri.
Á fundinum munu þau Margrét
Hermanns-Auðardóttir fornleifa-
fræðingur og Árni Daníel Júlíusson
sagnfræðingur flytja erindi um eldri
og fyrirhugaðar fornleifarannsóknir
að Gásum og um framleiðslu- og
verslunai'hætti í íslensku bænda-
samfélagi á miðöldum. Umræður að
loknum erindum. Fundurinn er öll-
um opinn og aðgangur ókeypis.
Kirkjustarf
LAUFÁSPRESTAKALL: Guðs-
þjónusta í Grenivíkurkirkju kl. 14 á
sunnudag, 6. desember. KyiTðar- og
bænastund í kirkjunni kl. 21. um
kvöldið.
Til sölu
Subaru Legacy GX 2.2,
árg.'97, ekinn 8 þús km.
dökkblár, upphækkaður,
álfelgur, ABS, líknarbelgir,
Cooper xgr vetrardekk o.fl.
Verð 2.100 þús.
Ath.: skipti á ódýrari.
Upplýsingar hjá Bílasölu
Höldurs s. 461 3020.
Aðventu-
kvöld í
Möðru-
vallakirkju
AÐVENTUKVÖLD verður í
Möðruvallakirkju í Hörgárdal
sunnudagskvöldið 6. desember og
hefst það kl. 20.30.
Ræðumaður er Valgerður Vai-
garðsdóttir djákni en auk hennar
koma fram nemendur úr Tónlistar-
skóla Eyjafjarðar, kór undir stjórn
Birgis Helgasonar syngur og
barna- og unglingakór flytur helgi-
leik. Þá les Bjarni Guðleifsson jóla-
sögu.
Sunnudagaskólinn verður sama
dag í sömu kirkju og hefst hann kl.
11 í umsjón Hannesar og Söru.