Morgunblaðið - 06.12.1998, Page 16

Morgunblaðið - 06.12.1998, Page 16
16 SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Styrktar- tónleikar í Háteigs- kirkju HÁTÍÐARTÓNLEIKAR verða haldnir í Háteigskirkju í kvöld til styrktar langveikum börnum sem dvelja á Sjúkra- húsi Reykjavíkur. Á tónleikunum munu félagar úr kór Háteigskirkju flytja jólalög, Harpa Harðardóttir mun syngja einsöng við undir- leik Jóns Stefánssonar og nemendur við Tónskóla Reykjavíkur flytja verk eftir P. Tsjaikovský og Bach. Þá mun séra Helga Soffía Kon- ráðsdóttir flytja ávarp og Jó- hann Sigurðarson leikari lesa jólasögu auk þess sem hann verður kynnir kvöldsins. Aðgangur er ókeypis en tek- ið verður á móti frjálsum fram- lögum á staðnum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Kóramót í Perlunni KÓRAMÓT barna og unglinga verður haldið í Perlunni sunnudagana 6. og 13. desem- ber. Þetta er sjötta árið í röð sem Perlan stendur fyi-ir kóra- móti á aðventunni. Sunnudaginn 6. desember syngja um 200 börn og ung- lingar í Perlunni. Kóramótið byrjar kl. 15.15 og stendur til kl. 16.45. Sunnudaginn 13. desember syngja rúmlega 400 börn og unglingar í Perlunni. Kóramót- ið byrjar kl. 14 og stendur til kl. 17.45. Aðgangur er ókeypis. ■ SLEGIÐ var nýtt met í Birmingham fyrir skömmu er um 3.500 tónlistarmenn léku undir stjórn Sir Simons Rattle. Fluttu hljóðfæraleikar- arnir sem voru úr sinfóníu- hljómsveit borgarinnar, auk fjölda ungra tónlistarmanna, „Litla svítu nr. 2“ eftir Sir Malcolm Arnold. Hljóðfæraleikarar frá ftalíu með ítalskt á efnisskránni í Digraneskirkju Hárfínt víra- virki og tónskúlptúrar Morgunblaðið/RAX STEFANO Malferrari píanóleikari og Þuríður Jónsdóttir flautuleikari í Digraneskirkju. ÞURÍÐUR Jónsdóttir flautuleikari og Stefano Malferrari píanóieikari halda tónleika í Digraneskirkju í Kópavogi annað kvöld, mánudags- kvöld, kl. 20.30. Á efnisskránni verða ný og gömul verk fyrir flautu og píanó eftir Salvatore Sciarrino, Franco Donatoni, Pierre Boulez, Schumann, Carl Philipp Emanuel Bach og Atla Ingólfsson. „Við erum með heilmikið ítalskt á efnisskránni. Þetta eru nýleg verk, Fili eftir Franco Donatoni og d’Un Faune eftir Salvatore Scian-ino, og eru lýsandi dæmi fyrir tón- smíðatæknina og stílinn á Italíu í dag, þó að þessi verk séu mjög ólík. í verki Donatonis, Fili sem þýðir Þræðir, er kontrapunktur- inn í fyrirrúmi. Þetta er eins og hárfínt víravirki og stíllinn er sléttur og felldur og lokkandi," segir Þuríð- ur. „Salvatore Sciarrino er Sikileyingur og sjálfmennt- aður að mestu leyti. Tónlist hans hefur verið kölluð tónskúlptúrar. Hann vill þurrka út tímaskyn og tíma, þetta er tímalaus tón- list. Verkið d’Un Faune er tilvitnun í Miðdegi skógar- púkans eftir Debussy. Þetta er svona náttúrulífs- stemmning og það má segja að Sciarrino bregði upp svipaðri mynd á sínu eigin tónmáli. Svo er allt verkið einskonar komment á frönsku hefðina og Debussy almennt. Sciarr- ino er gn'ðarlega mikilvæg- ur fyi-ir flaututónlist á ítal- íu í dag. Hann hefur samið óhemjumikið af flautuverk- um og gert rannsóknir á óhefðbundinni spilatækni,“ segir hún. Gömlu og nýju teflt saman Itölsk tónskáld verða þó ekki allsráðandi á tónleik- unum. „Við spilum líka sónatínu eftir Pierre Boulez, sem er eitt helsta tónskáld Frakka á þess- ari öld. Þetta er eitt af hans æsku- verkum, en hann var aðeins 21 árs og í miklum uppreisnarhug þegar hann samdi það árið 1946. Svo erum við með þrjár rómönsur eftir Schumann og sónötu eftir Carl Phil- ipp Emanuel Bach. Hún er í rókókóstíl og mér fannst gaman að tefla saman gömlu og nýju. Það kemur svo bara í ljós á tónleikunum hvernig það fer saman.“ Auk verk- anna sem að framan era talin verður frumflutt á tónleikunum verkið Post Scriptum fyrir pikkolóflautu og pí- anó eftir Atla Ingólfsson, eiginmann Þuríðar. Þetta eru fyrstu tónleikar Þuríðar hér á landi en hún lærði á flautu hjá Martial Nardeau og Bernharði Wilkinssyni. Hún stundaði nám við tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík 1987-1989 en síðan hefur hún búið í Bologna á Ítalíu þar sem hún stundaði nám í flautuleik, hljómfræði, tónsmíðum o.fl. Nú vinnur hún að lokaverkefni til diplómu í tónsmíðum. Við Konservatoríið í Verona lagði hún stund á barokktónlist og barokk- flautu. Þuríður hefur tekið virkan þátt í tónlistarlífmu í Bologna undanfarin ár og ferðast með hinum ýmsu tón- listarhópum, t.d. Ensemble Arianna o.fl. Með Ensemble Cinemusica Viva undir stjóm Gillian Anderson, sem sérhæfír sig í upprunalegri tónlist þöglu myndanna, hefur hún spilað á mörgum merkum kvikmyndahátíð- um, s.s. Louvre í París og Gstaad í Sviss. Þuríður hefur komið fram sem einleikari með óperuhljómsveit Bologna o.fl., tekið þátt í tón- listarhátíðum og starfað með Sinfóníuhljómsveit Emilia- Romagna-héraðs. Tónverk eftir Þuríði hafa m.a. verið fiutt á Ung Nor- disk Musik-hátíðum í Reykjavík ‘92, Stavanger ‘93 og Osló ‘98, á Listahátíð Hafnarfjarðar ‘93 og Musica Nuova í Kaupmannahöfn ‘95. Stefano Malferrari nam pí- anóleik við Konservatoríið í Bologna og síðan við G. Rossini-konservatoríið í Pes- aro og útskrifaðist þaðan sem einleikari með hæstu einkunn. Hann hefur haldið fjölmarga tónleika, bæði sem einleikari og meðleikari, og tekið þátt í tónlistarhátíðum, s.s. Rossini Opera Festival í Pesaro, Maggio Musicale í Flórens o.fl. Frá 1986 hefur hann leikið í píanódúett með Mazzoli og komið víða fram, bæði í heimalandi sínu og annars staðar. Einnig hefur hann leikið fyrir ýmsar út- varpsstöðvar, t.d. ítalska rík- isútvarpið, leikið með út- varpshljómsveitinni í Varsjá og leikið inn á geisladiska. Malferrari hefur sýnt núlifandi tónskáldum sér- staka athygli og hefur frum- flutt fjölda verka. Hann hef- ur unnið til verðlauna í alþjóðlegum píanókeppnum, t.d. í Enna og Seni- gallia. Frá árinu 1995 hefur hann verið meðlimur Accademia Filar- monica í Bologna og kennir á píanó við Konservatoríið í Bologna. Tónleikarnir á mánudagskvöld hefjast kl. 20.30 og verða aðgöngu- miðar seldir við innganginn. fold@artgalleryfold.com, Rauðarárstíg 14, sími 551 0400: Kringlunni, sími 568 0400. ART GALLERY Karólína Lárusdóttir Saklaust blóð ERLENDAR BÆKLR Spennusaga SAKLEYSINGJARNIR „THE INNOCENTS". Richard Barre: Berkley Prime Crime 1997. 273 síður. RICHARD Barre heitir nýr höfundur í bandaríska spennu- sagnageiranum sem vakið hefur nokkra athygli og unnið til verð- launa. Ái-ið 1997 kom út eftir hann í vasabroti hjá Berkleyút- gáfunni sakamálasagan Sakleys- ingjarnir eða „The Innocents" en síðan þá hefur hann skrifað sög- una „Bearing Secrets“, sem enn hefur ekki komið út í vasabroti. Sakleysingjarnir unnu til hinna svokölluðu Shamus-verðlauna sem besta fyrsta skáldsaga höf- undarins og virðist ágætlega að þeim komin. Barre er fæddur í Los Angeles og alinn upp í Kali- forníu en sögusvið bóka hans er Suður-Kalifornía ekki langt frá Santa Barbara, dagsápubænum mikla. Söguhetja hans er brim- brettakappi í tómstundum sínum. En það er ekkert dagsápulegt við söguna og enn síður er nein brim- brettaklisja hér á ferðinni. Wil Hardesty Sakleysingjarnir eni laglega saminn krimmi sem fær lesand- ann til þess að finna til með per- sónunum í gegnum hófstillta frá- sögn og raunsæislega persónu- sköpun. Aðalpersónan er ný í safn bandarískra einkaspæjara og heitir Wil Hardesty en Ric- hard Baire skrifar einnig um hann í næstu sögu. Hardesty þessi fellur eins og flís í rass við amerísku spæjarahefðina sem heiðarlegur og harður nagli sem kallar ekki allt ömmu sína og á í nokkrum útistöðum við lögi’eglu- yfirvaldið á staðnum, sem eins og venjulega þolir ekki snuðrandi einkaspæjara. En hann ber jafn- framt þungar byrðar í einkalífi sínu. Hjónabandið er á fallanda fæti og er ástæðan sú að sonur hans fórst fyrir nokkrum ánnn þegar þeir voru saman á brim- brettum og það hefur allt að því slökkt í honum lífsþorstann. Þess vegna tekur hann það kannski persónulegar en ella þegar skammt frá heimabæ hans finn- ást beinagrindur sjö barna sem hafa verið myrt og gi-afin í jörðu fyrir fjöldamörgum árum. Faðir eins barnanna fær hann til þess að reyna að komast að því hvað eða öllu heldur hver olli dauða þein-a og Wil Hardesty, plagaður af sínum eigin sárum, fer á stúfana. Leitin kemur hon- um í kynni við engla bæði og djöfla í mannslíki sem teygja anga sína aftur í gráa forneskju til Kúbu og Mexíkó og loks Kali- forníu. Enginn er saklaus Sakleysingjarnir eru oft grimmileg og óvægin saga en sögð með talsverðri leikni og inn- sæi sem eykur á spennuna svo hún dettur næstum aldrei niður. Hardesty þessi límir hana vel saman. Sagan er sögð frá sjónar- hóli hans og dapurlegar hugrenn- ingar hans blandast ágætlega saman við frásögn um glæp sem er óskiljanlegur og miskunnar- laus. Fjöldi persóna kemur við sögu og gera hana áhugaverða eins og leigumorðinginn Bolo Za- vala, sem er hinn mesti hundingi, og presturinn Martin, sem á í heilmikilli sálarkreppu. Enginn er algerlega saklaus í þessari sögu nema börnin. Ban-e skilar sínu án mikillar áreynslu eða upphrópana og á ef- laust eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Sakleysingjarnir eru álitleg byrjun. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.