Morgunblaðið - 06.12.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.12.1998, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Styrktar- tónleikar í Háteigs- kirkju HÁTÍÐARTÓNLEIKAR verða haldnir í Háteigskirkju í kvöld til styrktar langveikum börnum sem dvelja á Sjúkra- húsi Reykjavíkur. Á tónleikunum munu félagar úr kór Háteigskirkju flytja jólalög, Harpa Harðardóttir mun syngja einsöng við undir- leik Jóns Stefánssonar og nemendur við Tónskóla Reykjavíkur flytja verk eftir P. Tsjaikovský og Bach. Þá mun séra Helga Soffía Kon- ráðsdóttir flytja ávarp og Jó- hann Sigurðarson leikari lesa jólasögu auk þess sem hann verður kynnir kvöldsins. Aðgangur er ókeypis en tek- ið verður á móti frjálsum fram- lögum á staðnum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Kóramót í Perlunni KÓRAMÓT barna og unglinga verður haldið í Perlunni sunnudagana 6. og 13. desem- ber. Þetta er sjötta árið í röð sem Perlan stendur fyi-ir kóra- móti á aðventunni. Sunnudaginn 6. desember syngja um 200 börn og ung- lingar í Perlunni. Kóramótið byrjar kl. 15.15 og stendur til kl. 16.45. Sunnudaginn 13. desember syngja rúmlega 400 börn og unglingar í Perlunni. Kóramót- ið byrjar kl. 14 og stendur til kl. 17.45. Aðgangur er ókeypis. ■ SLEGIÐ var nýtt met í Birmingham fyrir skömmu er um 3.500 tónlistarmenn léku undir stjórn Sir Simons Rattle. Fluttu hljóðfæraleikar- arnir sem voru úr sinfóníu- hljómsveit borgarinnar, auk fjölda ungra tónlistarmanna, „Litla svítu nr. 2“ eftir Sir Malcolm Arnold. Hljóðfæraleikarar frá ftalíu með ítalskt á efnisskránni í Digraneskirkju Hárfínt víra- virki og tónskúlptúrar Morgunblaðið/RAX STEFANO Malferrari píanóleikari og Þuríður Jónsdóttir flautuleikari í Digraneskirkju. ÞURÍÐUR Jónsdóttir flautuleikari og Stefano Malferrari píanóieikari halda tónleika í Digraneskirkju í Kópavogi annað kvöld, mánudags- kvöld, kl. 20.30. Á efnisskránni verða ný og gömul verk fyrir flautu og píanó eftir Salvatore Sciarrino, Franco Donatoni, Pierre Boulez, Schumann, Carl Philipp Emanuel Bach og Atla Ingólfsson. „Við erum með heilmikið ítalskt á efnisskránni. Þetta eru nýleg verk, Fili eftir Franco Donatoni og d’Un Faune eftir Salvatore Scian-ino, og eru lýsandi dæmi fyrir tón- smíðatæknina og stílinn á Italíu í dag, þó að þessi verk séu mjög ólík. í verki Donatonis, Fili sem þýðir Þræðir, er kontrapunktur- inn í fyrirrúmi. Þetta er eins og hárfínt víravirki og stíllinn er sléttur og felldur og lokkandi," segir Þuríð- ur. „Salvatore Sciarrino er Sikileyingur og sjálfmennt- aður að mestu leyti. Tónlist hans hefur verið kölluð tónskúlptúrar. Hann vill þurrka út tímaskyn og tíma, þetta er tímalaus tón- list. Verkið d’Un Faune er tilvitnun í Miðdegi skógar- púkans eftir Debussy. Þetta er svona náttúrulífs- stemmning og það má segja að Sciarrino bregði upp svipaðri mynd á sínu eigin tónmáli. Svo er allt verkið einskonar komment á frönsku hefðina og Debussy almennt. Sciarr- ino er gn'ðarlega mikilvæg- ur fyi-ir flaututónlist á ítal- íu í dag. Hann hefur samið óhemjumikið af flautuverk- um og gert rannsóknir á óhefðbundinni spilatækni,“ segir hún. Gömlu og nýju teflt saman Itölsk tónskáld verða þó ekki allsráðandi á tónleik- unum. „Við spilum líka sónatínu eftir Pierre Boulez, sem er eitt helsta tónskáld Frakka á þess- ari öld. Þetta er eitt af hans æsku- verkum, en hann var aðeins 21 árs og í miklum uppreisnarhug þegar hann samdi það árið 1946. Svo erum við með þrjár rómönsur eftir Schumann og sónötu eftir Carl Phil- ipp Emanuel Bach. Hún er í rókókóstíl og mér fannst gaman að tefla saman gömlu og nýju. Það kemur svo bara í ljós á tónleikunum hvernig það fer saman.“ Auk verk- anna sem að framan era talin verður frumflutt á tónleikunum verkið Post Scriptum fyrir pikkolóflautu og pí- anó eftir Atla Ingólfsson, eiginmann Þuríðar. Þetta eru fyrstu tónleikar Þuríðar hér á landi en hún lærði á flautu hjá Martial Nardeau og Bernharði Wilkinssyni. Hún stundaði nám við tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík 1987-1989 en síðan hefur hún búið í Bologna á Ítalíu þar sem hún stundaði nám í flautuleik, hljómfræði, tónsmíðum o.fl. Nú vinnur hún að lokaverkefni til diplómu í tónsmíðum. Við Konservatoríið í Verona lagði hún stund á barokktónlist og barokk- flautu. Þuríður hefur tekið virkan þátt í tónlistarlífmu í Bologna undanfarin ár og ferðast með hinum ýmsu tón- listarhópum, t.d. Ensemble Arianna o.fl. Með Ensemble Cinemusica Viva undir stjóm Gillian Anderson, sem sérhæfír sig í upprunalegri tónlist þöglu myndanna, hefur hún spilað á mörgum merkum kvikmyndahátíð- um, s.s. Louvre í París og Gstaad í Sviss. Þuríður hefur komið fram sem einleikari með óperuhljómsveit Bologna o.fl., tekið þátt í tón- listarhátíðum og starfað með Sinfóníuhljómsveit Emilia- Romagna-héraðs. Tónverk eftir Þuríði hafa m.a. verið fiutt á Ung Nor- disk Musik-hátíðum í Reykjavík ‘92, Stavanger ‘93 og Osló ‘98, á Listahátíð Hafnarfjarðar ‘93 og Musica Nuova í Kaupmannahöfn ‘95. Stefano Malferrari nam pí- anóleik við Konservatoríið í Bologna og síðan við G. Rossini-konservatoríið í Pes- aro og útskrifaðist þaðan sem einleikari með hæstu einkunn. Hann hefur haldið fjölmarga tónleika, bæði sem einleikari og meðleikari, og tekið þátt í tónlistarhátíðum, s.s. Rossini Opera Festival í Pesaro, Maggio Musicale í Flórens o.fl. Frá 1986 hefur hann leikið í píanódúett með Mazzoli og komið víða fram, bæði í heimalandi sínu og annars staðar. Einnig hefur hann leikið fyrir ýmsar út- varpsstöðvar, t.d. ítalska rík- isútvarpið, leikið með út- varpshljómsveitinni í Varsjá og leikið inn á geisladiska. Malferrari hefur sýnt núlifandi tónskáldum sér- staka athygli og hefur frum- flutt fjölda verka. Hann hef- ur unnið til verðlauna í alþjóðlegum píanókeppnum, t.d. í Enna og Seni- gallia. Frá árinu 1995 hefur hann verið meðlimur Accademia Filar- monica í Bologna og kennir á píanó við Konservatoríið í Bologna. Tónleikarnir á mánudagskvöld hefjast kl. 20.30 og verða aðgöngu- miðar seldir við innganginn. fold@artgalleryfold.com, Rauðarárstíg 14, sími 551 0400: Kringlunni, sími 568 0400. ART GALLERY Karólína Lárusdóttir Saklaust blóð ERLENDAR BÆKLR Spennusaga SAKLEYSINGJARNIR „THE INNOCENTS". Richard Barre: Berkley Prime Crime 1997. 273 síður. RICHARD Barre heitir nýr höfundur í bandaríska spennu- sagnageiranum sem vakið hefur nokkra athygli og unnið til verð- launa. Ái-ið 1997 kom út eftir hann í vasabroti hjá Berkleyút- gáfunni sakamálasagan Sakleys- ingjarnir eða „The Innocents" en síðan þá hefur hann skrifað sög- una „Bearing Secrets“, sem enn hefur ekki komið út í vasabroti. Sakleysingjarnir unnu til hinna svokölluðu Shamus-verðlauna sem besta fyrsta skáldsaga höf- undarins og virðist ágætlega að þeim komin. Barre er fæddur í Los Angeles og alinn upp í Kali- forníu en sögusvið bóka hans er Suður-Kalifornía ekki langt frá Santa Barbara, dagsápubænum mikla. Söguhetja hans er brim- brettakappi í tómstundum sínum. En það er ekkert dagsápulegt við söguna og enn síður er nein brim- brettaklisja hér á ferðinni. Wil Hardesty Sakleysingjarnir eni laglega saminn krimmi sem fær lesand- ann til þess að finna til með per- sónunum í gegnum hófstillta frá- sögn og raunsæislega persónu- sköpun. Aðalpersónan er ný í safn bandarískra einkaspæjara og heitir Wil Hardesty en Ric- hard Baire skrifar einnig um hann í næstu sögu. Hardesty þessi fellur eins og flís í rass við amerísku spæjarahefðina sem heiðarlegur og harður nagli sem kallar ekki allt ömmu sína og á í nokkrum útistöðum við lögi’eglu- yfirvaldið á staðnum, sem eins og venjulega þolir ekki snuðrandi einkaspæjara. En hann ber jafn- framt þungar byrðar í einkalífi sínu. Hjónabandið er á fallanda fæti og er ástæðan sú að sonur hans fórst fyrir nokkrum ánnn þegar þeir voru saman á brim- brettum og það hefur allt að því slökkt í honum lífsþorstann. Þess vegna tekur hann það kannski persónulegar en ella þegar skammt frá heimabæ hans finn- ást beinagrindur sjö barna sem hafa verið myrt og gi-afin í jörðu fyrir fjöldamörgum árum. Faðir eins barnanna fær hann til þess að reyna að komast að því hvað eða öllu heldur hver olli dauða þein-a og Wil Hardesty, plagaður af sínum eigin sárum, fer á stúfana. Leitin kemur hon- um í kynni við engla bæði og djöfla í mannslíki sem teygja anga sína aftur í gráa forneskju til Kúbu og Mexíkó og loks Kali- forníu. Enginn er saklaus Sakleysingjarnir eru oft grimmileg og óvægin saga en sögð með talsverðri leikni og inn- sæi sem eykur á spennuna svo hún dettur næstum aldrei niður. Hardesty þessi límir hana vel saman. Sagan er sögð frá sjónar- hóli hans og dapurlegar hugrenn- ingar hans blandast ágætlega saman við frásögn um glæp sem er óskiljanlegur og miskunnar- laus. Fjöldi persóna kemur við sögu og gera hana áhugaverða eins og leigumorðinginn Bolo Za- vala, sem er hinn mesti hundingi, og presturinn Martin, sem á í heilmikilli sálarkreppu. Enginn er algerlega saklaus í þessari sögu nema börnin. Ban-e skilar sínu án mikillar áreynslu eða upphrópana og á ef- laust eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Sakleysingjarnir eru álitleg byrjun. Arnaldur Indriðason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.