Morgunblaðið - 08.12.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.12.1998, Qupperneq 1
280. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússlandsforseti hafði skamma viðdvöl 1 Kremi í gær Jeltsín rak helsta ráðgjafa sinn Moskvu. Reuters. BORIS Jeltsín Rússlandsforseti gerði nokkuira klukkustunda hlé á sjúkrahúsvist sinni í gær og hélt til vinnu í Kreml þar sem hann rak fjóra ráðgjafa sína áður en hann lagðist aftur inn á sjúkrahús. Þá átti forsetinn stuttan fund með helstu aðstoðarmönnum sínum. Dmitrí Jakúshkín, talsmaður Jeltsíns, sagði hann óánægðan með frammi- stöðu starfsliðs síns í baráttunni gegn spillingu og öfgastefnu, eink- um sl. hálfan mánuð er forsetinn hefur legið á sjúkrahúsi. Jeltsín mætti til vinnu í gær- morgun og áður en þrjár stundir voru liðnar hafði hann rekið einn nánasta samstarfsmann sinn og ráðgjafa í mörg ár, Valentín Júmasjev starfsmannastjóra, auk þriggja lægra settra starfsmanna. Við starfi Júmasjevs tekur Nikolaj Bordjuzha, fyri-verandi yfirmaður hjá rússnesku leyniþjónustunni, yfírmaður landamæravörslu og nú- verandi forseti öryggisráðs forset- ans. Með því safnast mikið vald á hendur Bordjuzha, sem hefur ver- ið lítt áberandi í rússneskum stjórnmálum. Jakúshkín sagði forsetann afar ósáttan við starf ráðgjafa sinna að undanförnu, þeir hefðu grafið und- an trausti á forsetaembættinu. „Hlutirnir ganga ekkert of vel,“ hafði talsmaðurinn eftir forsetan- um og sagði hann Jeltsín hafa fyr- irskipað að baráttan gegn glæpum yrði hert á öllum sviðum. Þá kvartaði forsetinn yfir lélegum tengslum innan stjórnarinnar og átti þá einkum við varnarmála- ráðuneytið gagnvart öðrum ráðu- neytum. Starfa áfram fyrir Jeltsín Brottrekstur Júmasjevs og hinna ráðgjafanna kemur ekki á óvart því forsetinn hefur lagt það í vana sinn að reka starfsmenn eða gera aðrar afgerandi ráðstafanir þegar hann snýr aftur til starfa eftir veikindi. Júmasjev hafði óskað eftir því að láta af störfum áður og er ekki búist við því að hann hverfí algerlega úr starfsliði forsetans, heldur starfi áfram sem ráðgjafi. Þá hverfa ráð- gjafamir þrír ekki með skömm, einn þeirra verður t.d. fulltrúi Jeltsíns í sambandsráðinu svokall- aða, efri deild þingsins. ■ Osýnilegi maðurinn/26 CfölMTSWPffrt? A i.'U Bi: UC'NXt 'SII 7-8 ■décmibntl&S Maison tlc l'VtliSCo OrganisatitMi dcs Nation.s Unics pour l’cducation, la scícncc ct ta culturc Reuters 50 ár frá mannréttinda- yfirlýsingu SÞ BARÁTTUMENN fyrir mann- réttindum hófu í gær vikulöng hátíðahöld í París í tilefni þess að á fimmtudag verður hálf öld liðin frá því mannréttindayfir- lýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt í frönsku höfuðborg- inni. Jacques Chirac Frakk- landsforseti, sem setur hér há- tíðina, sagði að þótt mikið hefði áunnist í baráttunni fyrir mann- réttindum væru þau enn of oft fótum troðin. „Fólk er pyntað í helmingi allra landa heims. Það gerist of oft að ráðamenn þagga niður í pólitiskum andstæðing- um sinum og virða ekki mál- frelsið.“ Reuters PALESTINSKIR lögreglumenn bera Palestínumann, sem særðist þegar ísraelskir hermenn skutu gúnuníkúl- urn á palestínska mótmælendur í Betlehem í gær. Nítján manns særðust í átökunum. Netanyahu fær tvær vik- ur til að bjarga stjóminni Reno hafnar rannsókn Washington. Reuters. JANÉT Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ákvað í gær að skipa ekki óháðan lögmann til að rannsaka ásakanir um að Bill Clint- on forseti hefði gerst brotlegur við lög í kosningabaráttunni árið 1996. Clinton hefur verið sakaður um að hafa brotið lög, sem reisa skorð- ur við því hversu miklu fé frambjóð- endur geta eytt í kosningabaráttu sinni, með sjónvarpsauglýsingum sem Demókrataflokkurinn greiddi. Reno sagði að ekki væri ástæða til frekari rannsóknar á málinu þar sem fram hefðu komið skýrar vís- bendingar um að forsetinn hefði ekki brotið lögin af ráðnum hug. Lögfræðingar hans hefðu sagt hon- um að auglýsingarnar brytu ekki í bága við kosningalögin. ■ Repúblikanar/28 Jcrúsalcm. Reuters. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, fékk í gærkvöldi tveggja vikna frest til að bjarga stjórn sinni, sem hefur riðað til falls vegna óeiningar um friðarsamkomu- lag hans við Palestínumenn. Þing ísraels átti í gær að greiða atkvæði um frumvarp þess efnis að þingið yrði rofíð og boðað til kosn- inga í byrjun næsta árs en íresta þurfti atkvæðagreiðslunni þar sem flokkur heittrúaðra gyðinga, sem á aðild að stjórninni, lagði fram tillögu um vantraust á hana. Vantrauststil- lagan og þingrofsfrumvarpið verða borin undir atkvæði eftir tvær vikur, eða eftir fund Bills Clintons Banda- ríkjaforseta með Netanyahu og Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna, í Israel á mánudaginn kem- ur. Samþykki þingið vantrauststillög- una og þingrofsfrumvarpið fellur stjórnin og boðað verður til kosn- inga innan tveggja mánaða. „Þeir komu til að fella stjórnina. Þeir frestuðu því. Ég var ánægður," sagði Netanyahu eftir þingfundinn. Átök á Vesturbakkanum Að minnsta kosti 50 Palestínu- menn særðust í átökum við ísraelska hermenn á Vesturbakkanum í gær þegar hópar Palestínumanna komu saman til að krefjast þess að Israel- ar leystu palestínska fanga úr haldi. Palestínskir lögreglumenn særðu einnig 19 manns þegar þeir skutu gúmmíkúlum á Palestínumenn, sem reyndu að ráðast á höfuðstöðvar lög- reglunnar í Nablus. Israelskir hermenn skutu gúmmí- kúlum og beittu táragasi í átökum við Palestínumenn í Hebron, Jenín, Betlehem, Nablus og fleiri bæjum á Vesturbakkanum. Tveir ísraelskir hermenn og fjórir lögreglumenn særðust í átökunum. Palestínumaður særðist einnig lífshættulega í bænum Abu Dis og sjónarvottar sögðu að tveir vopnaðir Israelar hefðu skotið hann í höfuðið. Kosovo Serbar hóta nýrri sókn Bclgrad. Reuterst STJÓRN Serbíu hótaði í gær að heíja nýja sókn í Kosovo ef eftirlits- menn Oryggis- og samvinnustofnun- ar Evrópu (ÖSE) hefðu ekki taum- hald á albönskum aðskilnaðarsinn- um í héraðinu. Litið var á viðvörunina sem dul- búna hótun við 2.000 óvopnaða eftir- litsmenn ÖSE, sem eiga að fram- fylgja vopnahléssamkomulaginu í Kosovo sem náðist í október. Nokk- ur NATO-ríki hafa einnig ákveðið að senda 1.800 hermenn til nágranna- ríkisins Makedóníu þar sem þeir eiga að vera í viðbragðsstöðu til að koma eftirlitsmönnunum til hjálpar ef átök blossa upp. Fyrstu hersveit- irnar voru sendar þangað á sunnu- dag. „Ef friður kemst á verður enginn í hættu og það á einnig við um eftir- litsmennina," sagði Tomislav Nikolic, aðstoðarforsætisráðherra Serbíu. „En ef albönsku hermdar- verkamennirnir fá að spranga um, fremja morð og mannrán, þá verð- um við að grípa til sömu aðgerða og í sumar en í þetta sinn verður þeim haldið áfram allt til loka, hvað sem öðrum kann að finnast um það.“ Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, sagði að bandalagið myndi ekki láta „slíkar yfirlýsingar við- gangast". Serbar andvígir íhlutun NATO-liðsins Talsmenn NATO hafa fullyrt að Slobodan Milosevic, forseti Júgó- slavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, hafi samþykkt í október að NATO-liðið í Makedóníu geti farið til Kosovo í neyðartilvik- um án þess að leita samþykkis yfir- valda áður. Milosevic lýsti því hins vegar yfir á dögunum að litið yrði á slíka íhlutun sem innrás.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.