Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ FRÉTTIR 18 milljóna kr. kostnað- arauki vegna fangavarða MEIRIHLUTI fjárlaganefndar leggur til í áliti með frumvarpi til fjáraukalaga ársins 1998 að Fang- elsismálastofnun fái 8 milljóna króna aukafjárveitingu til að standa straum af auknum launakostnaði vegna fangavarða. Fram kemur að vegna kjara- samninga við fangaverði hafi launa- kostnaður ársins hækkað um 18 milljónir króna, en í ljósi styrkrar fjárhagsstöðu Fangelsismálastofn- unar beri hún sjálf 10 milljónir króna af kostnaðinum. Skipaður í embætti ríkis- skattstjóra • FJ ÁRMÁL ARÁÐHERR A hefur skipað Indriða H. Þor- láksson, skrifstofustjóra í fjár- málaráðuneytinu, í embætti ríkisskattstjóra frá 1. janúar 1999 að telja. Indriði H. Þorláksson er fæddur 28. september árið 1940 í Eyjarhólum í Mýrdal. Hann lauk stúdents- prófi frá MA 1960 og hagfræði- prófi frá Freie Uni- versitát, Berlín, árið 1969. Ind- riði hefur lengi starf- að innan stjórnsýslunnar, m.a. í menntamálaráðuneytinu, ver- ið skrifstofustjóri launaskrif- stofu ríkisins, skrifstofustjóri tekju- og lagaskrifstofu fjár- málaráðuneytisins og var hag- sýslustjóri í tvö ár. Þá starfaði hann um tíma hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum í Was- hington. Indriði hefur tekið þátt í starfi ýmissa nefnda, stjóma og starfshópa á vegum stjóm- valda, m.a. við undirbúning núverandi skattkerfa, kjara- samninga, lífeyrismála, tví- sköttunarsamninga o.fl. Þá hefur hann einnig reynslu af norrænu og evrópsku sam- starfi í tengslum við skattaleg málefni. Skýrsla um fiármögnunarleiðir í heilbrigðisþjónustu Föst Qárlög- einföld- ust og frumstæðust í SKYRSLU frá Hagfræðistofnun Háskólans um fjármögnunarleiðir í heilbrigðisþjónustu, sem skilað var nýlega til samstarfsráðs sjúkra- húsa, segir að núverandi kerfi fastra fjárlaga sé einfaldasta og kannski framstæðasta fjármögn- unarleið heilbrigðisþjónustu. Það krefjist ekld mikillar menntunar eða þjálfunar starfsfólks í stjóm- unarstöðum sem komi sér sérstak- lega vel í vanþróuðum löndum. Það hafi hins vegar marga ókosti sem þróaðri og jafnframt ilóknari kerfi hafi ekki. Greint er í skýrslunni frá helstu kostum og göllum mismunandi leiða til að fjármagna rekstur sjúkrahúsanna og þeim skilyrðum sem þurfa að vera fyrir hendi til að einstakar fjármögnunarleiðir geti verið færar. Skýrsluna vann Marta Guðrún Skúladóttir hagfræðingur með hjálp dr. Gylfa Zoéga. Eðlilegt að taka upp þróaðra kerfi hér í ágripi skýrslunnar segir m.a. að starfsemi sjúkrahúsanna sé að mestu leyti fjármögnuð með föst- um fjárlögum en blikur séu á lofti um að það kerfi hafi gengið sér til húðar og nái ekki að fjármagna starf sjúkrahúsanna á fullnægj- andi hátt. Talið er líklegt að auka megi hagkvæmni í heilbrigðiskerf- inu hérlendis ef nýjar leiðir era farnar. Bent er á að á Norðurlönd- unum hafi verið teknar upp aðrar leiðir samhliða föstum fjárlögum, þar sé heilbrigðisþjónustan fjár- mögnuð með föstum og breytileg- um fjárveitingum. Fastur kostn- aður við rekstur sé greiddur með föstum fjárveitingum en síðan gerðir þjónustusamningar sem kveða á um fasta greiðslu fyrir hvert sjúkdómstilvik og einkenn- ist það kerfi því af afköstum sjúkrastofnananna. Bent er á að vegna þess hve vel menntað vinnuafl sé í heilbrigðis- kerfinu hér á landi sé eðlilegt að lsland feti í fótspor nágrannaríkj- anna og taki upp þróaðra kerfi en fóst fjárlög eingöngu. „Kerfi sem fæli í sér hvort tveggja, föst fjár- lög og breytileg fjárlög á grand- velli þjónustusamninga eins og tekið hefur verið upp í mörgum nágrannalöndum, myndi að öllum líkindum auka hagkvæmni í heil- brigðiskerfinu talsvert,“ segir í skýrslunni. Þá hefðu stofnanir ekki lengur hvata til að „fela“ lækkun útgjalda vegna væntan- legra áhrifa á fjárveitingu næsta árs og með því að fasttengja sjúk- dómstilfelli og kostnað með þjón- ustusamningnum skapist hvati fyrir sjúkrastofnanir til að gæta sparnaðar í meðferð hvers sjúk- lings sem leiða myndi til lægri út- gjalda. Því þyrftu stofnanir ekki að halda að sér höndum við með- ferð sumra sjúklinga til að ná end- um saman þar sem þær fengju greitt fyrir hvert tilfelli sam- kvæmt þjónustusamningi og því myndu aukast líkur á því að biðlistar styttust. Bent er á helsta ókost þjónustu- samninga, þ.e. að gæði kunni að versna. Gæti það annars vegar stafað af því að verðið væri of lágt og hins vegar að ekki væri tekið nægilegt tillit til hjúkrunarþjón- ustu. Onnur hætta væri sú að skrá sjúklinga inn í flokka sem gæfu stofnununum hærri greiðslur en efni stæðu til. ‘V Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólaljósin tendruð á Austurvelli MIKILL mannfjöldi var saraan- kominn í mildu veðri á Austur- velli sl. sunnudag þegar kveikt var á jólatrénu sem Oslóarbúar gefa Reykvíkingum. Fritz Huit- feldt, forseti borgarstjórnar Óslóar, afhenti tréð og flutti stutta ræðu. Það var síðan Vé- björn Fivelstad, drengur af norsk-íslenskum ættum, sem tendraði ljósin. Að athöfninni lokinni brugðu jólasveinar á leik og fluttu jólasöngva og gaman- mál. HOLTACARÐAR OPIÐ I DAO TIL KU Hringbrautin verður færð árin 2001 og 2002 Aætlaður kostnaður 580 milljónir króna ÁKVEÐIÐ hefur verið að ráðast í framkvæmdir við færslu Hring- brautarinnar í suður árið 2001 og 2002 og er gert ráð fyrir að fram- kvæmdirnar kosti 580 milljónir króna. Málið var rætt á ríkisstjórn- arfundi á laugardaginn var og verð- ur gerður samningur milli ríkis og Reykjavíkurborgar um fjármögnun verksins að hluta til. Halldór Blöndal, samgönguráð- herra, sagði að með tilfærslum á vegaáætlun verði útvegaðar um 380 milljónir króna og síðan sé gert ráð fyrir að Reykjavíkurborg láni Vega- gerðinni það sem upp á vantar eða rétt um 200 milljónir króna sam- kvæmt kostnaðaráætlun verksins. Gert sé ráð fyrir að lánið verði end- urgreitt á árinu 2003 að hluta til eða 140 milljónir króna og það sem á vantar á eftirstöðarnar verði greitt árið eftir, 2004. Lánið verður greitt með verðbótum en án vaxta. Innan ramma Ijárlaga „Ég taldi nauðsynlegt að þetta mál yrði kynnt í ríkisstjórninni áð- ur en ég skrifaði undir eins og venja er til þegar ráðist er í vega- gerð og tekin skammtímalán sem nema svo háum fjárhæðum," sagði Halldór. Hann sagði að allt væri þetta inn- an þess ramma sem fjárlög settu vegasjóði hverju sinni, en frá ári til árs væru óhjákvæmilegar einhverj- ar tilfærslur. Þetta mál væri kannski öðru vísi en almennt gerð- ist að því leyti að gert væri ráð fyr- ir sérstakri lántöku hjá höfuðborg- inni. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.