Morgunblaðið - 08.12.1998, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 11
Vinstrihreyfíng varar við því að reynt verði að koma aðild að ESB á dagskrá
Ætlar sér að berjast fyrir
eindreginni vinstristefnu
VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð ætl-
ar að brerjast fyi’ir emdreginni vinstristefnu,
raunverulegu jafnrétti og skýi-um áherslum í um-
hverfismálum. Þessar megináherslur voru sam-
þykktar á landsráðstefnu hreyfingarinnar, sem
lauk um helgina. Fast að 180 manns sóttu ráð-
stefnuna víðsvegar að af landinu.
A ráðstefnunni var fjallað um drög að stefnu-
skrá og áherslum í einstökum málaflokkum, sem
verða til áframhaldandi umfjöllunar fram að fyr-
irhuguðum stofnfundi hreyflngarinnar í byrjun
næsta árs. A fundinum var fjallað um drög að lög-
um hreyfingarinnar og kosin nefnd til að undir-
búa fm'irhugaðan stofnfund. I nefndinni eiga
sæti: Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Sigríður Stef-
ánsdóttir, Stefanía Traustadóttir, Steingrímur J.
Sigfússon, Svahildur Kaaber, Þorsteinn Olafsson
og Þoivaldur Þorvaldsson.
„Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill skapa
öflugt mótvægi gegn frjálshyggjustefnu ríkis-
stjórnarinnar og þeirri misskiptingu og ranglæti
sem hún hefur í för með sér. Mitt í svokölluðu
góðæri búa fjölmennir hópar við hreina örbirgð.
Heilsufar láglaunafólks og fjölskyldna þess er
lakara en þeirra sem búa við betri efnahag. Ráð-
stefnan skorar á Alþingi að tryggja á fjárlögum
næsta árs nægjanlegt fjánnagn til að bæta veru-
lega kjör aldraðra, atvinnulausra og lífeyrisþega.
Það er óþolandi að einstökum hópum sé ætlað að
draga fram lífið af launum eða bótum sem eru
lægri en lágmarksframfærsla. Allir þegnar eiga
rétt á launum sem duga til mannsæmandi lífs,“
segir orðrétt i upphafi stjórnmálaályktunar sem
samþykkt var á ráðstefnunni.
Kyoto-bókunin verði undirrituð strax
I ályktuninni segir að stóriðja og stórvirkjanir í
þágu mengandi iðnaðar fari ekki saman við sjálf-
bæra orkustefnu, sem hér verði að marka. Þess
er krafist að ísland undirriti nú þegar Kyoto-bók-
unina og að lögformlegt mat fari fram á Fljóts-
dalsvirkjun. Varað er við því að reynt sé að koma
aðild að Evrópusambandinu á dagskrá á grund-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HELGI Seljan, fyrrverandi alþingismaður, sagði á fundinum, að þegar talsmenn samfylkingar
fögnuðu skoðunum formanns Framsóknarflokksins á liugsanlegri aðild að ESB hefði hann
fundið að skilin milli sín og Alþýðubandalagsins væru orðin alger.
velli óraunsæwa hugmynda um undanþágur og
sérsamninga fyrir Island. I ályktuninni segir að
brottfór hersins sé lykilatriði í utanríkisstefnu
flokksins.
Vinstrihreyfingin varaði á fundinum eindregið
við setningu laga um miðlægan gagnagrunn á
heilbrigðissviði. Ennfremur fagnaði hreyfingin
niðurstöðu Hæstaréttar í máli sem varðar stjórn-
kerfi fiskveiða. „Óumflýjanlegt er að gera grund-
vallarbreytingar á kerfinu og stokka upp spilin,"
segir í ályktun um sjávarútvegsmál.
Vantar aðhald frá vinstri
I ræðu sem Ögmundur Jónasson alþingismað-
ur flutti á fundinum lagði hann m.a. áherslu á að
þörf væri fyrir aðhald frá vinstri. Hugsanleg
samstjórn Framsóknarflokks og samfylkingar
þyi-fti á slíku aðhaldi frá þeim sem væru reiðu-
búnir til að standa í lappirnar gegn glórulausri
virkjanastefnu, einkavæðingu og markaðshyggju,
eins og hann komst að orði. Ef öflugur vinstri-
sinnaður flokkur hefði átt aðild að samstarfi fé-
lagshyggjunnar í Reykjavik væri óvíst að
Reykjavíkurborg hefði ráðist í alla þá einkavæð-
ingu, sem Viðskiptablaðið hefði á dögunum hrós-
að borginni sérstaklega fyrir.
Ogmundur sagði að Vinstrihreyfingin myndi.
bjóða upp á skýran valkost og safna liði til að
brjóta þjóðfélaginu nýjan og uppbyggilegri far-
veg. „Við munum ekki spyrja auglýsingastofur
um hvað borgi sig að segja, heldur segjum við
það eitt sem sannfæring okkur býður.“
Kristinn H. Gunnarsson orðinn
þingmaður Framsóknarflokks
Morgunblaðið/Golli
KRISTINN II. Gunnarsson tekur við lyklum að skrifstofu Framsókn-
arflokksins á fsafirði úr liendi Gunnlaugs Sigmundssonar, oddvita
flokksins á Vestfjörðum. Á kippuna er letrað „Þitt val - þín framtíð“,
sem þóttu viðeigaudi skilaboð til hins nýja liðsmanns. í forgrunni
sitja Valgerður Sverrisdóttir og Halldór Ásgrímsson.
KRISTINN H. Gunnarsson alþing-
ismaður er genginn í Framsóknar-
flokkinn og þingflokk hans en
Ki-istinn hefur verið óháður þing-
maður frá því hann sagði sig úr Al-
þýðubandalaginu fyrr í vetur.
Kristinn kveðst stefna á áfram-
haldandi þingsetu og sækist í því
augnamiði eftir öðru af tveimur
efstu sætum Framsóknarflokksins
á Vestfjörðum fyrir kosningar í vor.
Gunnlaugur Sigmundsson alþingis-
maður, sem skipaði efsta sætið í
síðustu kosningum, bauð Rristin í
gær velkominn í hóp þingmanna
Framsóknarflokksins og fagnaði
liðsstyi'knum.
Kristinn sagði á blaðamanna-
fundi í gær þrennt hafa ráðið mestu
um þá ákvörðun sína að ganga til
liðs við framsóknarmenn. Fyrst og
fremst bæri að nefna áhuga hans á
byggðamálum og uppbyggingu at-
vinnulífs. I öðru lagi hefði Fram-
sóknarflokkurinn ábyrga stefnu í
efnahagsmálum og sterka stöðu
sem miðjuflokkur. Hann benti á að
stjórnmálamenn í öðrum löndum
væru víða að færa sig frá vinstri inn
á miðjuna með góðum árangri og
nefndi sem dæmi breska Verka-
mannaflokkinn og sósíaldemókrata
í Þýskalandi.
„í þriðja lagi vil ég láta í Ijósi þá
von að innkoma mín í Framsóknar-
flokkinn muni styrkja félagsleg
sjónai-mið innan hans, sem vissu-
lega eru mjög öflug fyrir, og vænti
þess að þau áhrif sem ég geti haft á
flokkinn verði í þá veru,“ sagði
Kristinn á blaðamannafundi í gær.
Hann sagði ákvörðun sína hafa
mælst vel fyrir meðal stuðnings-
manna sinna fyrir vestan og kvað
skýrast á næstu vikum hvort ein-
hverjir úr þeirra hópi fylgdu hon-
um inn í Framsóknarflokkinn.
MikiII fengur fyrir flokkinn
Halldór Ásgi'ímsson formaður
Framsóknarflokksins bauð Kristin
velkominn í hópinn á blaðamanna-
fundinum. „Eg tel það mikinn feng
fyrir Framsóknarflokkinn að fá
hann til liðs við okkur, hann er öfl-
ugur talsmaður margra málaflokka
og góður þingmaður."
Halldór gerði umrótið í íslensk-
um stjórnmálum að umtalsefni og
kvaðst finna fyrir áhuga margra á
því að ganga til liðs við framsóknar-
menn í kjölfar þess uppgjörs sem
nú færi fram við fortíðina. Hann
gerði lítið úr vangaveltum manna
um hægri eða vinstri slagsíðu
flokksins og sagði slíkar skilgrein-
ingar í raun breytilegar eftir því
hvaða mál væru í umræðunni.
„Abyrg afstaða til allra mála er
okkar stefna," sagði Halldór.
Valgerður Sverrisdóttir, foi-mað-
ur þingflokks Framsóknarflokks-
ins, benti á að með tilkomu Kristins
H. Gunnarssonar ætti Framsókn-
arflokkurinn nú tvo þingmenn í öll-
um kjördæmum landsins. Hann
hefði fyllt upp í skarðið sem verið
hafi í Vestfjarðakjördæmi, en
Gunnlaugur Sigmundsson hefur frá
kosningum verið eini fulltrúi Vest-
firðinga í röðum framsóknarþing-
manna.
Gunnlaugur fagnaði liðsstyrkn-
um og afhenti Rristni því til árétt-
ingar lykla að skrifstofu flokksins á
ísafirði. Hann sagði skoðanir
þeirra Rristins liggja saman í
mörgu og minnti á að þeir hefðu um
árabil átt gott samstarf á ýmsum
sviðum. „Eg vona að hann gefi kost
á sér á lista á vori komanda, en það
er auðvitað uppstillingarnefnd sem
sér um uppröðunina," sagði Gunn-
laugur, sem áður hefur lýst sig
reiðubúinn að víkja fyi-ir „ungum
og velmenntuðum einstaklingi“ eða
öðrum sem erindi ættu efst á lista.
Kristinn lýsti því yfii' að hann
sæktist eftir áframhaldandi þing-
mennsku og myndi í því augnamiði
gefa kost á sér í annað af tveimur
efstu sætum flokksins í kjördæm-
inu. Hann hefði þó engin loforð um
sæti upp á vasann.
Framboðslisti um
miðjan janúar
Framboðslisti framsóknarmanna
á Vestfjörðum mun að líkindum
liggja fyrir í næsta mánuði, að sögn
Kristins Jóns Jónssonar, formanns
uppstillingarnefndar flokksins.
„Við ráðgerum að halda kjördæm-
isþing um miðjan janúar þar sem
þetta verður ákveðið. Kristinn H.
Gunnarsson hefur sagt mér að
hann sækist eftir efstu sætum,
jafnvel því fyrsta, og það verður
skoðað eins og annað. Þetta er allt
opið,“ sagði Kristinn Jón.
Utandagskrár-
umræða
á Alþingi í dag
Rætt um
útboð á
hlutafé í
bönkum
UMRÆÐA um útboð á hluta-
fé í bönkum verður utandag-
skrár á Alþingi í dag. Máls-
hefjandi er Jóhanna Sigurð-
ardóttir alþingismaður og
Finnur Ingólfsson viðskipta-
ráðherra verður til svara.
Jóhann hefur lagt fram
spurningar í fjórum liðum
vegna þessa máls. Hún spyr
viðskiptaráðherra hvaða álit
hann hafi á því að stórir fjár-
festar, m.a. fjármálastofnanir
í meirihlutaeigu ríkisins, hafi
náð til sín með kennitölusöfn-
un hlutafé í Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins sem var
langt umfram leyfilegt há-
mark og hvort hann telji við-
skiptin samrýmast eðlilegum
viðskiptaháttum.
Hún spyi' hvort raungengi
FBA hafi verið hærra með til-
liti til þess að hækkun á gengi
bréfanna varð strax 30%.
Hún spyr hvert áætlað tekju-
tap ríkissjóðs sé vegna þessa.
Hún spyr hvort ráðherra
muni beita sér fyrir aðgerð-
um til að koma í veg fyrir
kennitölusöfnun í sölu hluta-
fjár í Búnaðarbankanum og ef
Alþingi heimilar frekari sölu á
hlutafé í FBA. Loks spyr hún
hvernig viðskiptaráðherra
ætli að tryggja framgang á
stefnu ríkisstjórnarinnar um
dreifða eignaraðild.
Fólk
Nýr fram-
kvæmda-
stjóri SUS
•JÓHANNA María Eyjólfs-
dóttir tók nýlega við fram-
kvæmdastjórastarfi Sam-
bands
ungra
sjálfstæðis-
manna.
Jóhanna
María lauk
stúdents-
prófi frá
Verzlunar-
skóla ís-
lands árið
1987 og
BA-prófi í sagnfræði með
fjölmiðlafræði sem aukagrein
frá Háskóla íslands árið
1993. Hún hefur starfað við
dagskrárgerð og útgáfumál
ýmiss konar. Var ritstjóri
Stúdentablaðsins árið
1990-1991, vann síðar m.a.
hjá Ríkissjónvarpinu, IM-
Gallup og Stjómunarfélagi
Islands. Jóhanna María var
starfsmaður borgarstjórnar-
flokks sjálfstæðismanna
1994-1998, ritstjóri Stefnis
1994-95 og hefur unnið að
ýmsum verkefnum fyrir
Sjálfstæðar konur og Sjálf-
stæðisflokkinn undanfarin ár.
Jóhanna María er gift Al-
berti Pálssyni og eiga þau
einn son.
Jóhanna María
Eyjólfsdóttir