Morgunblaðið - 08.12.1998, Page 13

Morgunblaðið - 08.12.1998, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 13 Sjö öku- menn tekn- ir ölvaðir undir stýri SJÖ ökumenn voru stöðvaðir í Reykjavík aðfaranótt mánu- dags vegna gruns um ölvun- arakstur. Fjórir þeirra voru sviptir réttindum á staðnum en hinir voru undir sektarmörkum og var gert að skilja bíla sína eftir og koma sér heim með leigubíl. Að auki tók lögregl- an tvo ökumenn, sem reynd- ust réttindalausir í umferð- inni. Lögi-eglan segir að nokkuð beri á því að ökumenn freist- ist til að aka bflum sínum þótt þeir hafí verið sviptir ökuleyfi fyrir ýmiss konar yfirsjónir, en sekt við slíku athæfi er 50 til 100 þúsund krónur auk þess sem réttindalaus öku- maður er ennfremur réttlaus í umferðinni. Valdi réttinda- laus ökumaður tjóni hefur hann engan bakhjarl af tryggingum og getur þar af leiðandi setið uppi með óheyrilegan kostnað vegna athæfis sem hann taldi vera í lagi. Alvarlega slasaður eftir útafakstur í háiku BIFREIÐ fór út af veginum á Hrútafjarðarhálsi í Húna- vatnssýslu í fljúgandi hálku rétt eftir kvöldmatarleytið á sunnudagskvöld. Hafnaði bifreiðin mikið skemmd úti í skurði og þurfti að klippa flakið í sundur til að ná út ökumanni hennar. Hann slasaðist alvarlega og var fluttur með sjúkrabifreið áleiðis til Reykjavíkur, en beðið var um aðstoð TF-SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem tók við sjúkraflutningn- um í Borgarnesi og flutti hinn slasaða á Sjúkrahús Reykja- víkur. Hann fór í aðgerð á heila- og taugaskurðdeild og var lagður inn á gjörgæslu- deild. Að sögn vakthafandi lækn- is á heila- og taugaskurðdeild er maðurinn með mikla áverka, m.a. á hálshrygg, en líðan hans er eftir atvikum. Farþegi, sem var með öku- manni slapp ómeiddur úr slysinu. Þyrla sótti slasaðan sjómann ÞYRLA Landhelgisgæslunn- ar TF-LÍF var kölluð út um klukkan 5 að morgni mánu- dags til að sækja slasaðan sjómann um borð í línubátinn Tjald SH 270, sem staddur var um 80 sjómílur vestur af Snæfellsnesi. Hafði sjómaðurinn dottið á dekkinu og fengið höfuð- högg. Hann var fluttur í Sjúkrahús Reykjavíkur til aðhlynningar. Meiðsli hans reyndust ekki alvarleg og fékk hann að fara heim að loknum rannsóknum. KRINCLUNNI mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is 'T~TH\//\£) A/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.