Morgunblaðið - 08.12.1998, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eiginfjárhlutfall nýs orkufyrirtækis í eigu Reykjavíkurborgar verður fært niður í um 70%
Arðgreiðslur
lækka um
700 milljónir
Reiknað er með að borgarsjóður muni fá
um 3,5 milljarða króna í tekjur vegna lækk-
unar á eigin fé nýs orkufyrirtækis Reykja-
víkurborgar sem verður til um áramót við
sameiningu Hitaveitu Reykjavíkur og Raf-
magnsveitu Reykjavíkur í eitt fyrirtæki.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ORKUVER Reykvíkinga á Nesjavöllum.
ÁFORM um lækkun eigin fjár nýs
orkufyrirtækis Reykvíkinga gera
ráð fyrir að fénu verði fyrst og
fremst varið til niðurgreiðslu á
skuldum borgarsjóðs sem námu á
fímmtánda milljarð króna í árslok
1997. Jafnframt er gert ráð fyrir að
arðgreiðslur orkufyrirtækjanna í
borgarsjóð lækki um helming, eða
úr um 1.400 milljónum króna á ári í
700 milljónir króna og að arðgreiðsl-
an, að meðtalinni greiðslubyrði af
lánum fyrirtækisins, nemi ekki sam-
anlagt meira en 1.000-1.100 milljón-
um króna.
Alfreð Þorsteinsson, formaður
stjórnar veitustofnana, sagði að
meirihlutinn í borginni hefði ekki
farið dult með það að með sama
hætti og ríkið væri að afla sér tekna
með beinni eignasölu, eins og til
dæmis á Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins, væri borgin að ná fé út
úr veitufyrirtækjunum með þessum
hætti, enda teidu þau að veitufyrir-
tækin stæðu fyllilega undir því
vegna sterkrar stöðu sinnar. Þarna
sé um stigsmun að ræða en ekki eðl-
ismun á því hvað ríkið og borgin séu
að gera að þessu leyti.
Alfreð sagði aðspurður að ekki
hefði verið endanlega útfært hvern-
ig þessu fé yrði varið, en stefnan
væri sú að nýta það að mestu leyti
til þess að greiða niður skuldir borg-
arsjóðs.
Heildareignir beggja orkufyrir-
tækjanna, að meðtöldum eignar-
hluta Rafmagnsveitu Reykjavíkur í
Landsvirkjun, eru taldar nema um
38,6 milljörðum króna nú um ára-
mótin og heildar eigið fé er talið
nema um 32,3 milljörðum króna.
Stefnt er að því að færa eignarhlut-
ann í Landsvirkjun yfir til borgar-
sjóðs, en hann nemur um 13,5 millj-
örðum króna. Þá er unnið að endur-
mati á eigin fé fyrirtækisins og talið
að það hækki um 8 milljarða króna
alls. Að viðbættu 3,5 milljarða króna
skuldabréfi sem gefið verður út til
borgarsjóðs er gert ráð fyrir að eig-
ið fé nemi um 23,3 milljörðum króna
eftir þessar breytingar og að eigin-
fjárhlutfallið verði þá um 70%.
Ileildargreiðslu-
byrðin minni
Alfreð sagði að stefnt væri að því
að heildargreiðslubyrði nýja orku-
fyrirtækisins yrði minni en hún
væri nú, en síðustu þrjú ár hafa fyr-
irtækin verið að greiða um 1.400
milljónir króna í borgarsjóð. Sagði
Alfreð að reiknað væri með að arð-
greiðslan til borgarinnar yi'ði um
700 milljónir króna á ári. Við bætt-
ist síðan greiðslubyrði af lánum og
samanlagt væri rætt um að
greiðslubyrðin yrði á bilinu 1.000-
1.100 milljónir króna. Þarna væri
því um raunverulega lækkun að
ræða, en nokkuð hart hefði verið
gengið að orkufyrirtækjunum með
þessum arðgreiðslum eða afgjöld-
um, sem svo væru kölluð.
„Gjaldskrárbreytingay af þessum
sökum verða engar. Ég get hins
vegar ekki tekið fyrir að það verði
einhverjar hækkanir einhvern tíma í
framtíðinni vegna eðlilegrar verð-
lagsþróunar," sagði Alfreð aðspurð-
ur hvort fyrirtækið stæði undir
þessum breytingum án þess að
breyta gjaldskrá sinni.
Alfreð sagði aðspurður að til væri
samningur milli Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar annars vegar og
Reykjavíkur og Garðabæjar hins
vegar vegna hitaveitunnar, þar sem
gert sé ráð fyrir að þessi sveitarfé-
lög fái hluta af arðgreiðslum frá
Hitaveitu Reykjavíkur, fari hagnað-
ur fyrirtækisins fram úr ákveðnu
marki. Ekki hafi komið til slíkra
arðgreiðslna enn og það sé fremur
ólíklegt að til þeirra komi vegna
þess að hagnaður Hitaveitunnar
þurfi þá að vera það mikill. Hins
vegar hafi verið í gangi viðræður
milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur í
byrjun þessa árs um endurskoðun á
þessum samningi og þær viðræður
hafi verið vel á veg komnar þegar
þær hafi fallið niður vegna sveitar-
stjórnarkosninganna. Síðan hefðu
menn ekki átt í viðræðum, en eigin-
lega hafi legið á borðinu þá að Hafn-
arfjörður og þá væntanlega Garða-
bær líka fengju einhverjar greiðslur.
„En síðan hafa þeir verið að tala við
okkur í gegnum fjölmiðla með stór-
yrðum, þannig að ég veit ekki hvort
þeir hafa raunverulegan áhuga á því
að taka þessar viðræður upp aftur,“
sagði Alfreð.
Aðspurður hvort ekki mætti segja
að Hafnfirðingar og Garðbæingar
hefðu notið hagnaðar og afraksturs
af Hitaveitu Reykjavíkur í lágum
notendagjöldum í gegnum tiðina
sagði Alfreð að sjálfsöðgu svo vera.
Hann hefði sagt þegar því hefði ver-
ið haldið fram að þessi sveitarfélög
ættu eitthvað í þessum orkufy-ir-
tækjum að þau gætu með sama
hætti sent Landssímanum kröfur
um arð eins og veitufyrirtækjunum.
Hitaveita Reykjavíkur hefði auðvit-
að lagt í gífurlegan stofnkostnað til
að geta þjónað þessum suðurbyggð-
um og í raun og veru hefði ekki
þurft að byggja varmaorkuverið á
Nesjavöllum ef ekki hefði komið til
þessi þjónusta við Hafnarfjörð,
Garðabæ og Kópavog. Lághitasvæð-
in hefðu dugað.
Hann sagði að sá átta milljarða
stofnkostnaður sem Hitaveitan hefði
lagt í þá vegna byggingar varma-
orkuversins á Nesjavöllum, sem tek-
ið hefði verið í notkun 1990, væri til-
kominn þess vegna og auðvitað
teldu Reykvíkingar að þeir þyrftu
að fá einhverja vexti af þeirri fjár-
festingu.
Aðspurður sagði Alfreð að borgin
væri tilbúin til að taka viðræðurnar
frá því í vetur upp aftur hvenær sem
er ef óskir kæmu fram um það.
Gagnrýni Máls og menningar á nýja gjaldskrá Landmælinga íslands
Engin svör
borist við at-
hugasemdum
MAL og menning hefur engin svör
fengið frá umhverfisráðuneytinu í
kjölfar athugasemda vegna nýrrar
gjaldskrár Landmælinga íslands
sem fyrirtækið telur að eigi sér ekki
stoð í lögum. Að sögn Arnar Sig-
urðssonar hjá Máli og menningu tel-
ur hann auk þess að Landmælingar
eigi ekki höfundarrétt að þeim
grunngögnum sem stofnunin hafi
selt þar sem þau séu bandarísk að
uppruna.
I athugasemdum Máls og menn-
ingar sem sendar voru umhverfis-
ráðuneytinu fyrir hálfum mánuði
segir m.a. að með nýrri gjaldskrá
fyrir útgáfu og birtingu gagna frá
Landmælingum íslands hafi verið
girt fyrir frelsi einstaklinga og fyrir-
tækja til kortagerðar og kortaútgáfu
á Islandi. | nýjum lögum um Land-
mælingar Islands sé hvergi talað um
gjaldtöku fy-ir birtingu gagna, held-
ur einungis tilskilið að uppruna
þeirra sé getið, og því sé það skoðun
Máls og menningar að hin nýja
gjaldskrá eigi sér ekki stoð í lögum.
Fram kemur í athugasemdunum
að Mál og menning hafi keypt
grunngögn af Landmælingum Is-
lands og notað að hluta til við gerð
sinna eigin korta. Önnur gögn frá
stofnuninni hafi ekki verið notuð og
því eigi kortagerðarmaður Máls og
menningar höfundarrétt að
langstærstum hluta kortanna. Bent
er á það að í gjaldskránni séu lögð
að jöfnu kort sem eru nákvæm eftir-
gerð korta Landmælinga Islands og
kort sem innihalda meira en 20% af
gögnum stofnunarinnar. Mjög óeðli-
legt sé að setja í sama flokk kort
sem stofnunin á allan höfundarrétt
að og kort sem eru allt að 80% í eigu
annarra. Landmælingar íslands geti
aldrei eignast höfundarrétt að því
sem annar aðili hafi unnið að stærst-
um hluta.
Þá er bent á það að forsvarsmenn
Landmælinga íslands hafi í fjölmiðl-
um rætt um undanþágu frá gjald-
skránni og að samið verði sérstak-
lega við stærri útgefendur. Að mati
Máls og menningar sé það brot á
jafnræðisreglu stjórnvalda ef Land-
mælingar íslands ætli sér að mis-
muna viðskiptavinum sínum og
semja sérstaklega við nokkra þeirra
en ekki aðra. Þá er bent á að Land-
mælingar íslands séu í samkeppni í
kortaútgáfu og snerti gjaldskráin
því samkeppnislög. Ef stofnunin
ætli að innheimta slík leyfisgjöld af
fyrirtækjum sem hún á í samkeppni
við ætti hún sjálf að greiða slík
gjöld, auk þess sem endurskoða og
aðskilja þyrfti ýmsa þætti í rekstri
stofnunarinnar.
Grunngögnin bandarísk
að uppruna
Örn Sigurðsson sagði í samtali við
Morgunblaðið að samkvæmt gjald-
skrá Landmælinga íslands beri Máli
og menningu að borga stofnuninni
65 krónur af hverju framleiddu
korti, sem sé um 20% af heildsölu-
verðmæti. Þessi innheimta sé sam-
bærileg við það að kennslubókadeild
Máls og menningar greiddi Náms-
gagnastofnun nefskatt af hverri
kennslubók eða að Stöð 2 greiddi
hluta áskriftartekna sinna til Sjón-
varpsins.
Hann sagði að víðast hvar um
heiminn væru grunngögn af þessu
tagi að verða almannaeign, og
þannig væri þessu t.d. farið í Banda-
ríkjunum. Gögnin sem Mál og
tnenning keypti frá Landmælingum
Islands væru einmitt bandarísk að
uppruna og samkvæmt höfundar-
réttarlögunum kæmu erlend gögn
ekkert nálægt íslenskum höfundar-
rétti. Því mætti raunverulega segja
að stofnunin væri að selja gögn sem
hún ætti ekki höfundarrétt á.
Magnús Guðmundsson, sem tekur
við starfi forstjóra Landmælinga ís-
lands um næstu áramót, sagði að sér
væri kunnugt um að athugasemdir
hefðu borist umhverfísráðuneytinu
vegna gjaldskrár stofnunarinnar.
Hann sagði að verið væri að vinna í
heúdargjaldskrá fyrir Landmæling-
ar íslands og það yrði skoðað með
tilliti til athugasemdanna sem borist
hefðu hvort ástæða þætti til að taka
það í gjaldskránni til endurskoðunar
sem gagnrýnt hefði verið.
Sjálfstæðisflokkur
Uppröðun
á Vest-
fjörðum
KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálf-
stæðisflokksins á Vestfjörðum
samþykkti með 19 atkvæðum
á fundi síðastliðinn laugardag
að fram færi uppröðun á
framboðslista vegna alþingis-
kosninganna í vor. Á fundin-
um kom fram tillaga um að
halda prófkjör og hlaut hún
stuðning 15 fundarmanna.
Að sögn Þóris Arnar Guð-
mundssonar, formanns kjör-
dæmisráðsins, lýsti Einar K.
Guðfinnsson alþingismaður
því yfir á fundinum að hann
myndi sækjast áfram eftir
fyrsta sætinu á listanum og
Éinar Oddur Kristjánsson al-
þingismaður lýsti því yfir að
hann myndi áfram sækjast
eftir öðru sætinu.
Þrír menn sækjast
eftir þriðja sætinu
Þrír lýstu því yfir á fundin-
um að þeir sæktust eftir
þriðja sætinu, en það eru þeir
Ólafur Hannibalsson, Guðjón
A. Kristjánsson og Þórólfur
Halldórsson.
Þórir Öm sagði að vinna við
uppröðun á framboðslistann
hæfist upp úr áramótum og
kjörnefndir kæmu síðan sam-
an um miðjan janúar.