Morgunblaðið - 08.12.1998, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 31
„Við erum því alveg samkeppn-
ishæf í útlánum ef miðað er
við þessa stóru, erlendu
banka og getum í mörgum
tilvikum boðið betri kjör.“
„En ég lít á hlutafjárkaupin
sem langtímafjárfestingu og
vona að flestir fjárfestar kaupi
bréfin með því hugarfari.“
banka atvinnulífsins á dögunum en
tilboð voru takmörkuð við ákveðið
hámark á hvern kaupanda. Fram-
virk viðskipti af þessu tagi tíðkast
víða og jafnvel til sérstakur mark-
aður í Bandaríkjunum fyrir „fram-
tíðarréttindi".
Stefán segir aðspurður að málið
hljóti að vera hvort viðkomandi
einstaklingur megi ekki selja nema
hann sé örugglega búinn að eiga
bréfm einhvern lágmarkstíma.
Þetta þyrfti þá að skilgreina, hvort
hann megi vera nokkrar sekúndur
eða skuli vera lengri tími og enn sé
þetta spumingin um það hvort
markaðurinn sé frjáls.
„En ég lít á hlutafjárkaupin sem
langtímafjárfestingu og vona að
flestir fjárfestar kaupi bréfin með
því hugarfari. Eg hvet fjárfesta til
að eiga hlutabréfin, selja þau ekki
strax. I því sambandi vil ég benda
á að stjórn og starfsfólk bankans
hafa metnað til að skila eigendum
hans góðum arði.“
Imynd Búnaðarbankans mun að
sjálfsögðu skipta meira máli þegar
bréf í honum verða orðin að mark-
aðsvöru og samkeppni harðnar um
viðskiptavinina með auknu mark-
aðsfrelsi. Bent hefur verið á að
hluthafar muni væntanlega spyrja
um hvað sem er og gagnrýna eða
heimta skýringar. Búnaðarbankinn
fór ekki varhluta af gagnrýni sem
kom fram á laxveiðar bankastjóra
ríkisbankanna fyrr á árum á kostn-
að stofnunarinnar en þeim deilum
lauk sem kunnugt er með því að
þrír bankastjórar Landsbankans
sögðu upp.
Einnig hefur verið fundið að því
að bankinn skuli hafa leigt íbúð í
London til afnota fyrir fulltrúa og
gesti stofnunarinnar, gestabók sem
þar var lenti í ruslinu.
„Um gestabókina verð ég að
segja að mér finnst fáránlegt
hvernig þetta hefur verið blásið
upp með útúrsnúningum," segir
Stefán. „Þetta var einfaldlega talið
svo ómerkilegt að bókinni var farg-
að í tiltekt löngu áður en þetta mál
kom upp, fargað eins og hverju
öðru einskis verðu drasli, hún
týndist alls ekki.
Það var ekki einu sinni svo að
allir sem gistu þarna skrifuðu nafn
sitt í bókina, það var ekki skylda og
hvers vegna að halda upp á þetta?
En um íbúðina er það annars að
segja að við höfum alltaf látið
reikna út öðru hverju hvort væri
hagstæðara fyrir okkur, að greiða
fyrir hótelherbergi eða leigja íbúð
og íbúðin kom betur út. Þetta var
kalt mat. Þú spyrð af hverju aðrir
bankar og fyrirtæki noti þá ekki
þessa aðferð en það veit ég ekki.
Eg veit aðeins að reksturinn geng-
ur vel hjá okkur og það bendir nú
til þess að útreikningar okkar í
þessu dæmi geti einnig verið í góðu
lagi.“
Deilt hefur verið á ráðamenn
Búnaðarbankans fyrir að undan-
skilja þá sem ekki voru í lífeyris-
sjóði bankamanna þegar starfsfólki
voru boðin hlutabréf á sérkjörum
við hlutafélagavæðinguna. Stefán
segir að bankinn hafi samið um
þessi mál áður en Landsbankinn,
þar sem allir fengu þessi kjör,
gerði það. Skilningur manna í Bún-
aðarbankanum hafi verið sá að
heimildin ætti eingöngu við um
starfsfólk i lífeyrissjóðnum.
„Þessu var ráðuneytið ósam-
mála. Við gerðum ekki ágreining
við ráðuneytið og leiðréttum þetta.
En ósanngjarnt væri að fullyrða að
Búnaðarbankinn hefði átt að fylgja
fordæmi sem ekki var til þegar
þessi tilhögun var ákveðin.“
Áfram persónuleg
þjónusta
Ljóst er talið að útibúum bank-
anna muni fækka með aukningu
rafrænna viðskipta og starfsfólk
verður hlutfallslega færra, tæknin
dregur úr vinnuaflsþörf í lána-
stofnunum. Stefán er spurður
hvort persónuleg þjónusta úti á
landi muni minnka en segir að svo
verði alls ekki. Tryggt verði að við-
skiptavinir geti sem fyrr rætt við
fulltrúa bankans á heimaslóðum en
einnig að fólk geti valið sér útibú
og þjónustufulltnja.
Hann segir að áhersla sé lögð á
sjálfvirkni og að viðskiptavinir
Búnaðarbankans geti m.a. með
tölvusamskiptum helst átt viðskipti
við fyrirtækið allan sólarhringinn;
lenging opnunartíma sé minna at-
riði. „Um starfsmannafjöldann vil
ég aðeins segja að við gerum ráð
fyrir aukningu umsvifa en að ekki
verði þörf fyrir fleira fólk ef okkur
tekst að auka sjálfvirkni. Miðað við
aukningu umsvifanna hefur starfs-
mönnum í reynd fækkað mjög á
seinni árum.“
Hann er spurður um hlut kvenna
í stjórnunarstöðum. Stefán segir að
það sé auðvitað ljóst að enn gegni
einvörðungu karlar stöðum banka-
stjóra hjá fyrirtækinu. En sé litið á
ráðningar í 20 yfirmannastöður hjá
bankanum 1996-98 og þá átt við
framkvæmdastjóra, aðstoðaiTnenn
bankastjórnar, útibússtjóra og for-
stöðumenn, skrifstofustjóra og af-
greiðslustjóra auk deildarstjóra
komi í ljós að konur hafi hreppt 13
þeirra. AUs séu 133 í yfirmanna-
stöðum hjá Búnaðarbankanum og
bankastjórar þá meðtaldir, af þess-
um fjölda séu nú 73 konur. Af töl-
unum sést þó að hlutfall þeiiTa fer
lækkandi eftir því sem ofar dregur
í valdastiganum.
„En þetta sýnir að því fer fjarri
að við stöndum okkur illa í þessum
efnum miðað við aðra,“ segir Stef-
án. „Og við ráðum fólk í stöður eft-
ir hæfileikum þess. Kynferði hefur
hvoi'ki áhrif á ráðningu né launa-
kjör.“
Stefán er spurður um hlutafjár-
útboðið og auglýsingu Islands-
banka um kennitöluviðskipti í því
sambandi.
„Eftir síðustu upplýsingum að
dæma verður Islandsbanki ekki
einn um hituna. Ljóst er að áhug-
inn er svo mikill að það verður ekki
mikið sem fellur hverjum og einum
í hlut. En viðskiptavinir geta keypt
æði marga hluti, jafnvel heilu fjöl-
skyldurnar og margir hafa haft
samband við okkur og sýnt áhuga.
Við teljum okkur hafa á að skipa
mjög hæfu starfsfólki á öllum svið-
um og banki verður aldrei meira
eða minna virði en fólkið sem vinn-
ur hjá honum, rétt eins og í öðrum
fyrirtækjum. Ekkert gengur af
sjálfu sér í þeim efnum. Eg tel mig
þekkja þennan banka mjög vel, er
búinn að starfa hér í fjörutíu ár og
ég er ekki í nokkrum vafa um að
það eru góð kaup í Búnaðarbank-
anum.“
Það er til ostur Jyrir hvert tilefni og
það er alltaf tilefni til aðfá sér ost.
Úrvalið afgimilegum ostum og
ostaréttum er meira en nokkru sinni
fyrr og enginn vandi aðfinna
tegundir sem falla að smekk
hvers og eins. Ostar eru
alltaf þægilegur og
fljótlegur kostur
þegar þú vilt gera þér
og þínum dagamun.
Ostar eru mxttúrulegur og
góður kalkgjafi. Jöfn og góð
kalkneysla er mikilvæg, því hún
hindrar beinþynningu síðar á
ævinni. Flestir þekkja mikilvægi
kalkneyslu fyrir heilbrigði beina og
tanna, en vissir þú að ostur í lok
máltíðar vinnur auk þess gegn sýrum
sem skemma tennumar? Þér er því
óhætt aðfá þér ost afminnsta tilefni.
Ef þú ert með tilbreytingu í huga
skaltu muna eftir ostunum!
ÍSLENSKIR W
p\CTAT3 V*
www.ostur.is
VjS / GISQH VIJAH