Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 35 LISTIR „ Lieder-skáldið “ TOJVLIST íslenska ðperan AFMÆLISTÓNLEIKAR Ýmsir listamenn fluttu tónlist eftir Jórunni Viðar. Sunnudag kl. 17. ÁTTRÆÐIS afmæli Jórunnar Viðar um þessar mundir og útgáfa á geisladiski með sönglögum eftir hana voru tilefni afmælisdagskrár í Islensku óperunni á sunnudaginn. Flutt voru kórverk og einsöngslög eftir Jórunni, ávörp flutt, og stiklað á ýmsu frá farsælum starfsferli hennar. Meðan tónleikagestir tíndust í salinn léku Laufey Sigurðardóttir og Krystyna Cortes Þjóðlífsþætti fyrir flðlu og píanó í anddyri óper- unnar. Eftir ávarp og kynningu skólastjóra Söngskólans í Reykja- vík, Ásrúnar Davíðsdóttur, söng Dómkórinn undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar tvö verk Jórunn- ar; Kall sat undir kletti, en kórinn frumflutti nýlega þessa kórútsetn- ingu lagsins, og Stóð ég við Oxará, sem Jórunn samdi fyrir kórinn. Kórútsetning Kalls undir kletti er vel heppnuð, - gefur þessu vinsæla lagi eilítið öðruvísi svipmót en ein- söngsútgáfan ber, með herlegum hlátrasköllum kalls og huldukonu sem framkölluð eru í kvenröddum milli erinda. Stóð ég við Öxará við ljóð Halldórs Kiljans Laxness er viðameiri smíð, með þremur hljóð- færum auk kórsins, píanói, flautu og sellói. Píanóleikarinn var úr röðum kórfélaga, en Martial Nardeau lék á flautu og Bryndís Halla Gylfadóttir á selló. Það er svipsterk stígandi í þessu verki, allt til hins seiðandi al- skæra óms Islandsklukkunnar í lok lagsins, sem „kallar oss heim til sín“. Það voru einsöngslög Jórunnar Viðar sem voru í aðalhlutverki það sem eftir var þessarar dagskrár. I ávarpi sínu til afmælisbarnsins tal- aði Valgarður Egilsson um „lieder" tónskáldið Jórunni Viðar. Fá eða jafnvel engin íslensk tónskáld um okkar daga hafa náð jafn góðum tökum á að smíða lag úr ljóði og Jórunn Viðar. Sönglög hennar eru engum öðrum lík, - stíll hennar er hreinn og afar persónulegur. Þar fer saman næmi fyrir sameinuðu lífi tónlistar og orðs, ekki bara hvað varðar merkingu þess heldur líka hljómfall þess og blæ. Sönglög Jór- unnar Viðar eru hvert um sig eins og lítil veröld. Þai’ eru sagðar sögur, þar er fólk að sýsla, þar gerast æv- intýri. Þau eru líka mörg að formi til eins og örlítil óperuaría, með sönglesi í upphafí þar sem er rakin lítil saga, þar til kemur að samfelld- ara og samtvinnaðra tónmáli píanós og raddar, - þar sem dvalið er við söguna. Þetta á við um mörg vin- sælustu lög Jórunnar, til dæmis Gluggann, Únglínginn í skóginum, Gestaboð um nótt og Þjóðvísu. Önn- ur sverja sig í ætt við þjóðararfmn með rammíslensku tónmáli og hrynjandi, sum samin við þjóðvísur, eins og Það á að gefa börnum brauð, hinn magnaði bálkur Sætrölls kvæði sem frumfluttur var á sunnudaginn og Kall sat undir kletti við ljóð Halldóru B. Björns- son. Einsöngslög Jórunnar njóta þess hversu frábær píanisti hún er sjálf. Hlutverk píanósins skiptir máli í lögum hennar, er blæbrigða- ríkt og margbrotið, og gerir hvort tveggja að undirbyggja ljóðið og lita það. Bestu sönglagasmiðirnir hafa oftar en ekki verið frábærir píanist- ar; - eins og Schumann, sem hafði þessa list líka fullkomlega á valdi sínu. Þau Þóra Einarsdóttir og Loftur Erlingsson sungu tíu af einsöngs- lögum Jórunnar og lék Gemt Schuil með þeim á píanóið. Þóra söng lögin Við Kínafljót við ljóð Þorgeirs Sveinbjarnarsonar, Þjóð- vísu við ljóð Tómasar Guðmunds- sonar, Vort líf við ljóð Steins Stein- ars, Gestaboð um nótt við ljóð Ein- ars Braga og Únglínginn í skógin- um við ljóð Halldórs Laxness. Söng- ur Þóru var í einu orði sagt frábær, hún er „performer" af guðs náð. Hver einasti tónn var yfirvegaður og hvert orð meitlað í lagið. Músík- ölsk túlkun hennar og Genits Schuil var hrífandi. Loftur Erlings- son söng Sönglað á göngu, við ljóð eftir Valgarð Egilsson, Gluggann, við ljóð eftir Halldór Laxness, Týnd er hver varða úr myndinni Síðasta bænum í dalnum eftir Loft Guð- mundsson, en auk þessa frumflutti Loftur lögin Þjóðlag úr Álfhamri við ljóð Guðmundar Böðvarssonar og Sætröllskvæði við þjóðvísu. Loft- ur var kannski eilítið stilltari í túlk- un sinni, en falleg rödd hans fór þessum lögum dæmalaust vel. Flutningur þeirra Gerrits á laginu Harkað í Hong Kong KVIKMYNPIR Stjörnulnó „KNOCK OFF“ ★ Leikstjóri: Tsui Hark. Handrit: Steven E. DeSouse. Kvikmynda- tökustjóri: Arthur Wong. Aðal- hlutverk: Jean-Claude van Damme, Rob Schneider, Lela Rochon, Paul Sorvino. MTP Wold- wide. 1998. Á SAMA tíma og Jackie Chan og félagar flytja frá Hong Kong til Hollywood að gera Hollywood- myndir fer Jean-Claude van Damme frá Hollywood til Hong Kong að gera Hong Kong mynd- ir. Árangurinn er vondur ef marka má þessa nýjustu afurð belgíska vöðvabúntsins, „Knock Off‘, sem sennilega er með verstu myndum Damme. Hún gerist í Hong Kong og Damme er eins og bjáni í henni, hasaratriðin eru óspennandi og enskan í myndinni hroðaleg. Handritið eftir Steven E. DeSouza er mestmegnis bull; það er reyndar venjan í þessum nýju hasarmyndum dýrum og ódýrum en hér keyrir um þver- bak. Belginn leikur fatakaup- mann í Hong Kong sem kemst í tæri við CIA, rússnesku mafí- una, kínamafíuna og fleira og fleira og þarf að beita allri sinni hopptækni ef hann ætlar að hafa betur gegn óþjóðalýðnum. Maður hefur á tilfínningunni að hér eigi að blanda saman gríni og spennu en það er mjög veik tilfínning því hvorugu er fyrir að fara í myndinni. Stjarn- an er á stöðugum hlaupum ásamt hjálparkokki sem Rob Schneider leikur og á að sjá um fyndnina. Honum tekst það ekki. Paul Soi’vino kemur fram í myndinni og fer mestmegnis til spillis. Hasaratriðin undir stjórn Tsui Hark eru næstum því vand- ræðaleg og má segja um mynd- ina alla að hún sé eitt bévítans hark. Arnaldur Indriðason úr Síðasta bænum í dalnum var ein- staklega heillandi. Það var spenn- andi að heyra nýju lögin tvö, sem voru bæði ákaflega falleg en ólík, Þjóðlag úr Álfhamri anguiwært og ljóðrænt ástarljóð, en Sætrölls kvæði dramatískt harmljóð; - sagnakvæði um kóng og drottningu sem verða að fórna syni sínum til að mega lifa sjálf. Sætröllskvæðið var mjög áhrifaríkt í túlkun Lofts og Gemts. Bjarki Sveinbjömsson rakti feril Jórunnar Viðar í ávarpi sínu og lauk máli sínu með því að leyfa viðstödd- um að heyra valið brot úr útvarps- þætti, þar sem Jórunn og frænka hennar og samstarfskona Þuríður Pálsdóttir fluttu gömul þululög. Nemendur úr ljóðadeild Söngskól- ans skemmtu svo viðstöddum með flutningi Fúsintesarþulu. I lok dag- skrárinnar söng sá ágæti kór, Gra- dualekór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar þrjú lög Jórunnar, Bamagælur, útsetningu tónskáldsins á þjóðlaginu Bí, bí og blaka, við vísurnar Við skulum þreyja Þorrann og hana Góu, Dúfan í Danmörk og Bí, bí og blaka. Þessi útsetning Jórunnar er meðal þess fegursta sem kórar landsins syngja. Það var viðeigandi á jólaföstu að heyra Það á að gefa börnum brauð, en síðasta lagið var enn ein kórperla Jórunnar; Jól, við ljóð Stefáns frá Hvítadal, sem Jórunn samdi 1988 fyrir Ríkisútvarpið og gaf íslensk- um börnum. Það lag hefur á einum áratug orðið eitt vinsælasta jólalag þjóðarinnar. í dagskrárlok lofaði Valgarður Egilsson viðstöddum framhaldi á útgáfu á verkum Jórunnar Viðar. Tónleikagestir klöppuðu Jórunni óspart lof í lófa; tónskáldið þakkaði fyrir sig, og kvaðst hvergi hætt þótt áttrætt væri. Bergþóra Jónsdóttir FYNDNIR FRAKKAR KVIKMYNPIR Háskólabfö TAXI ★ ★ 1/2 Leikstjóri: Gérard Pirés. Hand- ritshöfundur: Luc Besson. Aðal- hlutverk: Sami Naceri, Frédéric Dieffenthal og Marion Caotillard. Luc Besson 1998. HVER ber sinn draum í hjarta og Daniel lætur sinn rætast. Eftir sex ára bið er hann loksins orðinn leigubíl- stjóri í Marseille. Fyrsti við- skiptavinurinn er indæl kona sem á frekar misheppnaðan son í lögreglunni. Daniel að- stoðar hann í eltingarleik við stórglæpamenn, og þá er ekki verra að vera jafnlunkinn öku- maður og Daniel. Sei, sei nei. Taxi er bæði mjög frönsk mynd, en um leið mjög ófrönsk. Handritið er amerískara en venjulega sést í frönskum myndum; grínlöggumynd með aulalögunni og svo góða gæjan- um sem reddar öllu. Yndislega Marseille Miðjarðarhafsins er bakgrunnurinn, sem reyndar sést of lítið, með sínum guð- dómlega grófa hreimi og franskheitum öllum saman. Leikararnir eru ekki með þeim frægustu meðal Frakka, en tak- ið sérstaklega eftir Marion Cotillard sem leikur löggu- mömmuna. Hún er dásamleg leikkona og yfirleitt alltaf eins, en það er bara betra. Húmorinn er sérlega franskur, en Frökk- um líður sjaldan betur en þegar þeim tekst að níðast á löggum og Þjóðverjum. Yfir heildina lit- ið er þetta ekta strákamynd; húmorinn, hetjuskapurínn, kappakstur, bakgrunnurinn og kvenmennirnir. Luc Besson, sú mikla franska kvikmyndahetja, er bæði hand- ritshöfundur og framleiðandi þessarar kvikmyndar. Er það ágætis framtak hjá honum þótt þessi mynd verði seint kölluð snilldarverk, eða geri nokkuð fyrir franska kvikmyndagerð yf- ir höfuð. Þetta ferli minnir óneitanlega á Quentin Tar- antino sem einmitt setui’ per- sónulegan gæðastimpil á ýmsar kvikmyndir, en það er greini- lega nýjasta bragðið í geiranum. Stelpur, ef ykkur dreymir um að gleðja strákana ykkar, sem eru búnar að fá leiða á rómantísku gamanmyndunum sem þið leigið ykkur, bjóðið þeim á Taxi og draumar ykkar beggja munu rætast. Hildur Loftsdóttir mbl.is I LLTy\f= e!TTH\Aí\0 /V I Náttúra, vald og vöxtur Geta náttúruauðlindir spillt hagvexti til lengdar? Fimmtudaginn 10. des. boðar Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga til hádegisverðarfundar frá kl. 12:00-13:30 á Hótel Sögu, Ársölum 2. hæð. Gestur fundarins er Þorvaldur Gylfason prófessor. Hann mun m.a. fjalla um: ♦ Dregur hráefnisútflutningur úr hvata til annarra viðskipta? ♦ Hvetur gnægð náttúruauðlinda til skuldasöfnunar? ♦ Veldur hráefnisútgerð auknum ójöfnuði? ♦ Auðlindasamfélagið - Sérhagsmunasamfélagið. Þorvaldur Gylfason Verð með léttum hádegisverði kr. 1.700, fyrir félagsmenn en kr. 2.200 fyrir aðra. Fundarstjóri er Elvar Guðjónsson formaður fræðslunefndar. Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir 9. des. í síma 568 2370 eða fvh@fvh.is FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Opinn fundur - gestir velkomnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.