Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 41 JHtiQgttiiHiipfrtfr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VERKALÝÐSFÉLÖG SAMEINAST MERKUR ÁFANGI í sögu íslenzku verkalýðshreyfingar- innar náðist sl. laugardag, en þá var haldinn stofnfundur nýs sameinaðs verkalýðsfélags í Reykjavík. Að nýja félaginu standa Starfsmannafélagið Sókn, Félag starfsfólks í veitinga- húsum og stéttarfélagið Dagsbrún-Framsókn. Félaginu hefur enn ekki verið gefið nafn, en það verður næststærsta verka- lýðsfélag landsins með 13-14 þúsund félagsmenn. Aðeins Verzlunarmannafélag Reykjavíkur er stærra, en þessi tvö fé- lög eru með nærri helming allra félagsmanna innan Alþýðu- sambands Islands. Um áramótin má sjá fyrstu merki þeirrar miklu hagræðing- ar og sparnaðar, sem sameining félaganna hefur í för með sér. Frá þeim tíma mun starfsemi þeirra vera undir einu þaki og sjóðir þeirra verða sameinaðir. Loks verður unnið að samræm- ingu á réttindamálum félagsmanna. Fyrsti aðalfundur nýja fé- lagsins verður í febrúarmánuði nk. Formaður þess er Halldór Björnsson og frá því var gengið við sameininguna, að hann verði það fyrstu tvö árin. Þróunin í þjóðfélaginu hefur verið í átt til stærri og hag- kvæmari eininga um nokkurt skeið og vafalaust hafa kreppuár- in í efnahagslífinu stóran hluta þessa áratugar opnað augu manna fyrir þeirri nauðsyn. Atvinnufyrirtækin hafa verið að stækka með sameiningu, svo og sveitarfélög, svo það er eðlilegt að það sama gerist einnig á vinnumarkaði hjá launþegahreyf- ingunni. Stór og öflug stéttarfélög verða væntanlega betur í stakk búin til að kljást við stærri og öflugri atvinnufyrirtæki. Þá er enginn vafi á því, að mikill sparnaður verður í daglegum rekstri félaganna og sjóða þeirra. Slíkur sparnaður mun vænt- anlega skila sér til félagsmanna með ýmsum hætti, svo og til þjóðfélagsins í heild. BREYTTAR AHERSLUR ÞRÓUN undanfarinna mánaða sýnir greinilega að breyttar áherslur ráða nú ríkjum við stefnumótun innan Evrópu- sambandsins ef borið er saman við þróun undanfarins áratug- ar. Ráða þar mestu stjórnarskipti á síðustu misserum í þremur af stærstu ríkjum sambandsins, Þýskalandi, Frakklandi og á Ítalíu, þar sem vinstriflokkar hafa tekið við völdum og eru farnir að knýja á um breytingar á vettvangi ESB. Þegar Maastricht-samkomulagið var undirritað í byrjun ára- tugarins og tekin var ákvörðun um efnahagslegan og peninga- legan samruna og upptöku sameiginlegs gjaldmiðils var lögð ofuráhersla á peningalegan stöðugleika. Þau ströngu skilyrði sem sett voru fyrir þátttöku í EMU höfðu fyrst og fremst að markmiði að tryggja festu og stöðugleika í ríkisfjármálum og íhaldssama peningastefnu. Nú þegar EMU er að verða að veruleika og hin sameiginlega mynt verður tekin í gagnið innan nokkurra vikna blasir hins vegar við að forystuöfl innan sambandsins eru reiðubúin að slaka á klónni í þessum efnum. Raunar má segja að sú ákvörð- un að veita ellefu ríkjum aðild að EMU frá upphafi, þrátt fyrir að öll hafi þau ekki uppfyllt Maastricht-skilyrðin að fullu, hafi verið fyrsta skrefið í þessa átt. Deilur um skipan bankastjóra hins nýja evrópska seðlabanka sýndu jafnframt fram á að sjálf- stæði hans verður eflaust háð pólitískum takmörkunum þegar fram í sækir. Það er hins vegar fyrst nú á síðustu mánuðum sem greini- lega hefur komið í ljós hversu miklar breytingar hafa átt sér stað. Fjármálaráðherrar hika ekki við að kalla á vaxtalækkanir (sem á að vera sjálfstæð ákvörðun seðlabanka) og boða þenslu- aukandi aðgerðir til að sporna gegn efnahagslegum samdrætti. Lítið heyrist lengur um mikilvægi þess að halaa fjárlagahalla, opinberum skuldum og verðbólgu innan ákveðinna fastra marka. Að sama skapi er athyglisvert að lítið fer nú fyrir um- ræðu um pólitískan samruna aðildarríkjanna. Deila sú sem nú er komin upp um samræmingu skattamála er ekki síður til marks um að ESB kann að vera komið út á hálan ís. Það virðist vera helsti drifkraftur slíkra krafna að ríki þar sem kostnaður í atvinnulífinu er hár, t.d. Þýskaland og Frakkland, vilja láta hið sama ganga yfir önnur ríki í stað þess að taka til í eigin ranni. Slíkt kynni vissulega að sam- ræma samkeppnisaðstöðu ríkja innan ESB en gerir lítið til að bæta samkeppnisstöðu Evrópuríkja gagnvart öðrum heimsálf- um. En þótt margt virðist breytingum háð innan ESB virðist eitt ekki eiga eftir að breytast. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins í Bretlandi, sem í upphafi boðaði nýja tíma í samskiptum Breta og meginlandsins, er í mörgum málum komin út í horn í Brus- sel og ráðherrar farnir að hóta beitingu neitunarvalds rétt eins og forverar þeirra í Ihaldsflokknum á sínum tíma. DÓMUR HÆSTARÉTTAR í KVÓTAMÁLINU „NIÐURSTAÐAN er því sú að Hæstiréttur tekur í raun strangt til tekið á frekar veigalitlu atriði við núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi en gefur sterkar vísbendingar um hvernig dæmt yrði um kvótann ef á reyndi." Um hvað sner- ist dómurinn? Greinilegt er að þeir sem teljast myndu til helstu sérfræðinga í lög- fræði eru farnir að hallast að því að strangt til tekið dugi sem við- brögð við dómi Hæstaréttar um aðgang að fískimiðunum að breyta 5. gr. laganna um stjórn fiskveiða. Samt sækir sú hugsun sífellt að þegar dómsforsendurnar eru lesnar að Hæstiréttur hafi einnig vilj- að fjalla um reglur um úthlutun kvótans. Páll Þórhallsson fer yfir nokkur álitamál sem tengjast dómi Hæstaréttar. AD hefur vakið athygli manna að dóminn kváðu upp fimm dómarar en ekki sjö. Hefur meira að segja verið vísað í þessa staðreynd til að rök- styðja það að túlka beri dóminn þröngt. Nú er það svo að hæstarétt- ardóma kveða ýmist upp einn, þrír, fimm eða sjö dómarar eftir mikilvægi máls. Meginreglan er sú að þrír eða fimm dómarar skipa dóm. Afar fátítt er að sjö dómarar skipi dóm en heim- ild til þess er nú í 7. gr. dómstólaga nr. 15/1998 þar sem segir að í sérlega mikilvægum málum geti forseti Hæstaréttar ákveðið að sjö dómarar skipi dóm. Samkvæmt lauslegri athugun fundust fjórir dómar frá síðustu tólf árum þar sem sjö dómarar skipa dóm. Þar er um að ræða H.1994.79 sem varðaði heimild Hagkaups hf. til að flytja inn skinku, H.1992.1962, sem snerist um lagasetningu á kjara- samninga BHMR, H.1989.1627 um brottvikningu hæstaréttardómara og H.1986.462 um álagningu þunga- skatts. Hefðu átt að vera sjö Það fer ekki á milli mála að ástæða hefði verið til að hafa sjö dómara í dómnum sem kveðinn var upp síðast- liðinn fimmtudag því ekki er mikil- vægi hans minna en ofangreindra dóma nema síður sé. Skýi-ingarnar á því að svo var ekki geta verið marg- víslegar. Sennilegasta skýringin er þó sú að dóm- urunum hafi ekki orðið ljós þýðing málsins fyrr en eft- ir málflutning. Mikilvægi málsins helgast auðvitað af því hvaða stefnu dómar- arnir ákveða að taka. Ef þeir eru á því að staðfesta héraðsdóminn þar sem málshöfðunin sé allt að því út í hött, eins og flestir hefðu búist við, þá er ekki tilefni til að sjö dómarar geri það. Þess vegna bar málið ekki með sér í upphafi að það væri sérlega mik- ilvægt. Einhvem tíma eftir að málið er tekið fyrir gerist það hins vegar að dómararnir hneigjast að því að fallast á kröfurnar og taka þar með ein- hverja afdrifaríkustu ákvörðun í sögu réttarins. Þá er einfaldlega of seint að bæta við tveimur dómurum. Að vísu er heimilt að ákveða að málflutn- ingur verði endurtekinn. Þeirri heim- ild hefði verið hægt að beita og bæta þá um leið við tveimur dómurinn. Eins og gefur að skilja er sú leið þó erfið viðureignar. Þeir fimm dómarar sem fóru með málið reyndust allir á sömu skoðun. Þeir gátu því sagt sér að það myndi engu breyta fyrir niðurstöðuna þótt tveir bættust við. Hins vegar yrði tekin sú áhætta að rétturinn talaði ekki lengur einum rómi. Einróma dómur fimm dómara er auðvitað mun kröftugri en dómur þar sem niðurstaðan væri 5-2. Fjöldi dómaranna sem kveða upp dóminn á auðvitað ekki að hafa áhrif á skýringu hans. Það eiga að vera röksemdirnar í dómsforsendum sem ráða henni. Samt er það viðurkennt að ef dómur klofnar þá geti það veikt fordæmisgildi hans. Það er þá vegna þess að menn mega ætla að lítilshátt- ar breytingar á samsetningu dómsins geti leitt til annarrar niðurstöðu. Ef dómur fer 3-2 þarf ekki annað að koma til en að einn úr meirihlutanum láti af störfum og nýr taki hans stað til þess að vindar blási öðru vísi næst þegar sams konar mál kemur til kasta réttarins. í þessu máli eru ekki slík rök til að setja spumingarmerki við fordæmisgildið. Hugtakanotkun Það hefur verið gagnrýnt að Hæstiréttur sé ekki samkvæmur sjálfum sér í hugtakanotkun í dómn- um. Nokkur mismunandi hugtök eru notuð í lögum um stjóm fiskveiða um þær heimildir sem menn geta sótt um á grundvelli laganna. Þannig er greint á milli almenns veiðileyfis í at- vinnuskyni, sérveiðileyfis til tiltek- inna veiða eins og dragnótaveiða, afiahlutdeildar og afiamarks. Afla- hlutdeild er sú hlutdeild (í prósentum talið) af leyfðum heildarafla fiskteg- undar sem skip fær úthlutað og helst hún óbreytt milli ára. Aflamark er svo sá afli í tonnum talið sem viðkom- andi skip má veiða á einu ári. Afla- markið ræðst af aflahlut- deildinni og breytist milli ára í hlutfalli við leyfðan heildarafla. Þá er einnig notað hið almenna hugtak veiðiheimildir, sbr. þegar segir í 1. gr. laganna að út- hlutun veiðiheimilda myndi ekki eign- arrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir þeim. I dómnum notar Hæstiréttur oft- ast hugtakið veiðiheimild þótt önnur hugtök komi einnig fyrir. Stundum merkir hugtakið hjá Hæstarétti veiðileyfi en stundum merkir það kvóti. Málfræðilega er kannski ekk- ert athugavert við þetta en þetta kemur niður á skilningi á dómnum því það er auðvitað gi-undvallai-mun- ur á þessu tvennu. Þannig geta þeir sem vilja takmarka gildi dómsins skilið hugtakið að jafnaði sem veiði- leyfi og afneitað því að hann varði kvótann með nokkrum hætti. Af hverju var ekki tekið á 7. grein? Það fer ekki á milli mála að dómur- inn nefnir fyrst og fremst 5. gr. lag- anna um úthlutun almennra veiði- leyfa í atvinnuskyni. Það ákvæði lag- anna er talið stríða gegn stjórnar- skránni. Einhverjar breytingar hafa verið gerðar á 4. og 5. gr. eftir að sjávarútvegsráðuneytið hafnaði um- sókn Valdimars Jóhannessonar en ekki verður séð að þær hafi að neinu leyti hróflað við því málefni sem var til úrlausnar. Sú staðreynd að ekki er minnst á 7. gr. í dómnum hefur orðið til þess að sumir hafa haldið því fram að nægilegt sé að breyta 5. gr. lag- anna, þ.e. einungis reglunum um al- mennt veiðileyfi. Þegar gi'annt er skoðað vekur dá- litla undrun að ekki skuli hafa verið tekið á 7. gr. laganna í máli þessu, þeirri grein sem varðar kvótann sjálf- an, þ.e. úthlutun aflahlutdeildar og aflamarks. Valdimar sótti bæði um veiðileyfi og kvóta. Umsóknin var reyndar óskýi't orðuð því þar sótti hann um sérstakt leyfi skv. 2. mgr. 4. gr. laganna til veiða á 500 tonnum af þorski o.fl. Tilvísunin til 2. mgr. 4. gr. átti þar engan veginn við heldur hefði Valdimar með réttu átt að vísa til 7. gr. Sjávarútvegsráðuneytið kaus að horfa framhjá þessum formgalla og leysti efnislega úr hvoru tveggja með tilvísan til 5. og 7. gr. Þegar Vaidimar svo krefst ógildingar ákvörðunar ráðuneytisins er hann í raun að krefjast ógildingar bæði á synjun veiðileyfis og synjun um kvóta. Ekki er gott að segja hvers vegna Hæstiréttur minnist ekki á 7. gr., varðar synjun sjávarútvegsráðuneyt- isins þó einmitt þá gi'ein. Ein skýr- ingin kynni að vera sú að málflutn- Hæstiréttur notar oftast hugtakið veiðiheimild Fjöldi dómara á ekki að hafa áhrif á skýringu hans ingur Valdimars fyrir dómunum hafi ekki að neinu leyti varðað 7. gr. og rétturinn hafí álitið að þar væri um bindandi ráðstöfun á sakarefni að ræða sem kallað er. Onnur skýring er sú að Hæstirétt- ur hafi lagt annan skilning í hugtakið sérstakt veiðileyfi en tíðkast í sjávar- útvegsráðuneytinu. Eins og áður seg- ir notaði Valdimar sjálfur þetta hug- tak í umsókn sinni, sjávarútvegsráðu- neytið gerði ekkert til að vekja at- hygli á þessari óhefðbundnu hugtaks- notkun og héraðsdómarinn hnýtur heldur ekki um hana. Hæstiréttur talar um sérstakt veiðileyfí er hann rekur kröfur Valdimars án þess að minnast á að það eigi ekki við í máli þessu og hefði þó verið fyllsta tilefni til þess. I niðurlagi dómsins segir svo að sjávarútvegsráðuneytinu hafí ekki verið heimilt að hafna umsókn Valdi- mars um almennt og sérstakt veiði- leyfi á þeim forsendum, sem lagðar voru til gi'undvallar í bréfi þess 10. desember 1998. Ef Hæstiréttur hefði skilið hugtakið sérstakt veiðileyfi eins og tíðkast í sjávarútvegsráðuneytinu, þ.e. sem leyfi til dragnótaveiða og þess háttar, þá hefði auðvitað ekki átt að dæma á þennan veg. Þetta bendir til að Hæstiréttur hafi deilt skilningi Valdimars og talið sig vera að fella úr gildi synjun ráðuneytisins um úthlut- un á kvóta. I raun gengur dómsorðið, þýðingaiTnesti hluti dómsins, einnig út á þetta, þ.e. ákvörðun ráðuneytis- ins bæði um synjun almenns veiði- leyfis og um synjun aflahlutdeildai' er felld úr gildi. Dómsforsendurnar benda líka að öðru leyti til þess að breyting á 5. gr. væri ekki nægileg, þ.e.a.s. að ef ein- hver færi í mál í kjölfarið og léti skýr- lega reyna á 7. gr. þá yrði niðurstað- an á sama veg, þ.e.a.s. að ekki hefði verið sýnt fram á nauðsyn þeirra tak- markana á atvinnufrelsi sem í henni felast. Segjum svo að hver sem er gæti orðið sér úti um almennt veiði- leyfi á gi-undvelli 5. gr. en fengi ekki kvóta nema með því að kaupa hann af útgerðarmönnum sem eru fyrir og hafa fengið hann ókeypis úthlutaðan (eða leiða rétt sinn frá útgerðar- mönnum sem fengu hann úthlutaðan í öndverðu). Ætti þá ekki ennþá við það sem segir í dómi Hæstaréttar að lögð væri: „...fyrirfarandi tálmun við því, að drjúgur hluti landsmanna geti, að öðrum skilyrðum uppfylltum, not- ið sama atvinnuréttar í sjávarútvegi eða sambærilegrar hlutdeildar í þeirri sameign, sem nytjastofnar á Islandsmiðum eru...“? Væri nægilega mikið að gert að segja við nýliðann að hann geti þá keypt kvóta af þeim sem fyi'ir eru í atvinnugreininni? Vissu- lega væri ekki um eins takmarkaðan aðgang að auðlindinni að ræða og fyrr en ekki munaði það nú mjög miklu. Eins verður það ekki skilið hvers vegna verið er að draga 1. gr. um sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum inn í málið og minnast á hlutdeild drjúgs hluta landsmanna í sameign- inni ef það snýst einungis um rétt til almenns veiðileyfis. Niðurstaðan er því sú að Hæsti- réttur gefur höggstað á sér með þvi að einungis fimm dómarar kveða dóminn upp og með óskýrri hugtaka- notkun. Samt ætti engum að dyljast að það er verið að fella mun víðtækari áfellisdóm heldur en varðar 5. gr. eina og sér. Löggjafinn getur því brugðist við þessu með tvennum hætti. Annars vegar að einblína á það sem er örugg- lega nauðsynlegt, þ.e. að breyta 5. gr. og taka þá áhættu að 7. gr. falli einnig síðar. Hins vegar má notast við þau viðmið sem lögð eru í dóms- forsendunum til þess að gera róttæk- ari breytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu. Þá er samt auðvitað svigi'úm fyrir löggjafann að meta hvaða leið eigi að fara. Það er þannig ekki hægt að lesa út úr dómnum, jafnvel með frjálslegustu túlkun, að taka eigi all- an kvóta til endurúthlutunar þar sem allir sitja við sama borð. Löggjafinn hlýtur að taka mið af stöðu og rétt- indum þeirra útgei'ðarmanna sem nú eru handhafar kvótans, þó ekki væri nema til að afstýra skaðabótakröfum þeirra, og sjónarmiðum um hag- kvæma nýtingu auðlindarinnar. Hins vegar verður einnig samkvæmt hæstaréttardómnum að taka tillit til allra hinna sem einnig eiga að njóta atvinnufrelsis á þessu sviði. Hluthafar IS ræða við Norway Seafood Akvörðun um samruna við SH eða samstarf við Norðmenn / Stjórn IS tekur á stjórnarfundi í dag afstöðu til þess hvort gengið verður til samninga um samruna við SH eða samstarfs við Norway Seafood. Helgi Bjarnason athugaði síðustu vendingar í málinu. VIÐRÆÐUM fulltrúa hlut- hafa í Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna hf. og ís- lenskum sjávarafurðum hf. var hætt um helgina vegna óska ákveðinna framleiðenda innan raða IS um að kanna aðra möguleika. Hafa fulltrúar hluthafa rætt um möguleika á samstarfi við fulltrúa norska stórfyrirtækisins Norway Seafood sem er hluti af fyrirtækja- samsteypu Kjell Inge Rökke. Búist er við að stjórn IS ákveði í dag hvort gengið verður til formlegra viðræðna við SH eða norska fyrir- tækið. Oformiegar viðræður fulltrúa hlutahafa SH og IS um samstarf eða sameiningu hófust að frum- kvæði hluthafa IS, eftir að Axel Gíslaspn, forstjóri Vátryggingafé- lags Islands, og Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvarinnar, hitt- ust fyrir tilviljun fyrir allmörgum vikum og könnuðu síðan jarðveginn hvor í sínum röðum. Af hálfu SH tóku Jón Ingvarsson formaður og Róbert Guðfinnsson, stjórnarfor- maður Þormóðs ramma-Sæbergs hf., þátt í viðræðunum með Friðrik. IS megin voru Hermann Hansson stjórnarformaður og Einar Svans- son, stjórnarformaður Framleið- enda ehf., í umræðunum með Axel en eftir að Hermann lagðist gegn málinu á stjórnarfundi IS fyrir viku kom Friðrik Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Tanga hf., í nefndina í hans stað. Ræða við Norway Seafood Viðræðufulltrúamir hugðust nota helgina til að koma málinu á það stig að stjórn IS gæti tekið afstöðu til þess á fundi á mánudagsmorgni hvort óska ætti eftir formlegum við- ræðum við stjórn SH. Eftir því sem næst verður komist var vinnan í full- um gangi en ekki komið að neinum ákvörðunum um verð eða annað þeg- ar framleiðandi eða framleiðendur innan raða IS óskuðu eindregið eftir því að aðrir möguleikar yrðu kann- aðir. Þegar þetta kom í ljós var við- ræðum SH og ÍS þegar í stað hætt, og mun það hafa verið seint á föstu- dagskvöld eða á laugardag. Fulltrúar norska stóríyrirtækisins Nonvay Seafood komu hingað til lands á sunnudag og ræddu við full- trúa stórra hluthafa fram á mánu- dag. Ekki fæst uppgefið hvaða menn tóku þátt í viðræðunum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kom Sighvatur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Vinnslustöðvarinnar hf., sam- skiptunum á en kom þó ekki að samningaborðinu. Vinnslustöðin framleiðir töluvert af fiskafurðum fyrir Norway Seafood og því hefur Sighvatur verið í sambandi við marga stjórnendur norska fyrirtæk- isins. Benedikt Sveinsson. sem er í leyfi frá störfum forstjóra IS til að reka dótturfélag þess í Bandaríkjunum, og Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Gelmer - Iceland Seafood sem er dótturfyrtæki IS í Frakklandi, komu heim um helgina til að taka þátt í umræðum vegna málsins. Atkvæðagreiðsla í dag Stjórnarfundi IS sem vera átti í gærmorgun var frestað. Herrnann Hansson stjórnarformaður segir að það hafi verið vegna þess að þau gögn sem fyrir fundinum áttu að leggja hafi ekki verið tilbúin. Hann neitar því að stjórnin eða hann sjálf- ur eigi í viðræðum um samstarf við erlend fyrirtæki. Boðað hefur verið til fundar stjórnar IS í dag og síðdegis í gær bjuggust heimildarmenn innan ÍS við því að málið yrði gert upp með atkvæðagreiðslu um tillögu um að ganga til formlegra viðræðna við SH. Þeir IS-menn sem hvað mestar efasemdir hafa um samruna við SH gerðu sér í gær vonir um að fyrir fundinn yrði lagður annar valkost- ur, raunhæf hugmynd um samvinnu við Norway Seafood spm fæli sér lausn á rekstranmnda IS svo félag- ið gæti starfað áfram með sæmi- legri reisn sem sjálfstætt hlutafé- lag. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur meðal annars ver- ið rætt um samvinnu fyrirtækjanna um sölu íslenskra fiskafurða og sameiningu fiskréttaverksmiðja þeirra í Bandaríkjunum. Norska fyrirtækið á gamla flskréttaverk- smiðju í New Bedford og til skoðun- ar hefur komið að leggja hana niður í kjölfar sameiningar sölufyrirtækj- anna vestra og auka í staðinn vinnslu í nýrri fiskréttaverksmiðju ÍS í Newport News. Málið er afar viðkvæmt og ei'fitt að fá nokkrar upplýsingar um afstöðu stjómarmanna Islenski'a sjávaraf- urða eða annarra hluthafa og fram- leiðenda. Heimildannenn Morgun- blaðsins töldu þó í gær líklegra að SH-leiðin yrði farin en sú norska. Áhrifamiklir hluthafar SH voru áhugasamir um samrana við IS og urðu viðræðuslitin um helgina þeim vonbrigði. Á þessari stundu er ekki vitað um afstöðu þeirra til þess að taka þráðinn upp að nýju, ef sú verð- ur niðurstaða stjórnar IS, en heim- ildarmenn innan SH telja þó líklegt * að þeim myndu koma aftur til við- ræðnanna. Þriðja stærsta fyrirtæki Noregs Noi-way Seafood er hluti af þriðju stærstu fyrirtækjasamsteypu Nor- egs, Aker RGI þai’ sem stórútgerð- armaðurinn Kjell Inge Rökke á meirihluta hlutabréfa. Innan vé- banda samsteypunnar eru mörg og ólík fyi’irtæki, allt frá skipasmíða- stöðvum og fiskréttaverksmiðjum til knattspyrnufélaga og byggingarfyr- irtækja. Meðal dótturfélaga Norway Seafood era Frionor sem var eins konar systurfélag Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna áður en Norway Seafood yfirtók það, og American Seafoods sem rekið hefur umfangs- mikla útgerð í Bandaríkjunum, með- al annars á alaskaufsa. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.