Morgunblaðið - 08.12.1998, Qupperneq 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ
Um
þögnina
„Guð er mesta þögnin. Hann talar ekki
lengur til okkar. Við skynjum kann sem
dauðaþögn. Og við óttumst hana. Verðum
að fylla upþ í hana. Segja eitthvað sem
kemur í stað hennar. En hvað? 0! Hvers
vegna þessi þögn? Þessi mikla þögn. “
I ströngu fjarnámi
Fjarnámi hættir til
Morgunblaðið/Kristinn
HRAFN Friðbjörnsson og Guðmundur Rafn Geirdal hófu
nám í Vermont College í haust.
Sá sem ætlar að fjalla
um þögnina ætti
kannski helst að
þegja. Þannig gæti
hann varpað skýru
ljósi á umíjöllunarefni sitt með
óhrekjandi dæmi. Hann ætti
heldur ekki á hættu að vera tal-
inn til þeirra varhugaverðu
manna sem Þorsteinn Gylfason,
heimspekingur, segir skilgrein-
ingarsjúka. Það er raunar alveg
þess virði að fylgja eftir hug-
myndinni og gera tilraun með
stutta þögn í prentmiðli. Ég læt
mér nægja
VIÐHORF noktaarþanka-
------ stnk tu takns
Eftir Þröst um að tilraunin
Helgason hafi átt sér
stað: [---]
Þeir sem tóku þátt í tilraun-
inni með stuttri þögn hafa ef til
vill veitt því athygli að eftir því
sem á þögnina leið þandist hún
út innra með þeim og tók loks
að titra eins og þaninn streng-
ur. Það er þessi tilhneiging
þagnarinnar til þess að breyt-
ast í merkingarþrungna spennu
sem gerir hana að sterku tján-
ingartæki og gildum þætti í
menningunni og sögu hennar.
Menn óttast þögnina. Oftast
er reynt að fylla upp í hana
með masi í stað þess að hlusta.
Það er masað um merkingu
hennar: Hvað þýðir þessi dul-
arfulla þögn? Menn geta ekki
þagað út af þögninni einni sam-
an. Menn þegja ekki bara til
þess að þegja. Þarna hlýtur
eitthvað að búa á bak við. Eitt-
hvað sem við vitum ekki. Eitt-
hvað sem ekki er sagt. Eitt-
hvað sem við verðum að vita.
Eitthvað sem verður að segja.
Hvað á þessi þögn að þýða?
Hvað!
Þannig getur þögnin eitrað
andrúmsloftið, fyllt það raf-
magnaðri spennu, nagandi
grun.
Þessi þrúgandi þögn hefur
lengi einkennt vestræna menn-
ingu, lengi hefur öll hin
vestræna menningarfram-
leiðsla snúist um að fylla þögn-
ina sem dauði Guðs skildi eftir
sig. Guð er mesta þögnin. Hann
talar ekki lengur til okkar. Við
skynjum hann sem dauðaþögn.
Og við óttumst hana. Verðum
að íylla upp í hana. Segja eitt-
hvað sem kemur í stað hennar.
En hvað? Ó! Hvers vegna þessi
þögn? Þessi mikla þögn. Við
höfum búið til hugmyndir en
þær hrynja jafnóðum, leysast
upp við nánari skoðun - ónýtar.
Við erum of lítil, of lítOvæg til
að geta fyllt þessa þögn, ljáð
þessari voluðu tilvist okkar
merkingu, tilgang. Tákn okkar
hafa misst skírskotun sína,
tapað upprunanum. Tákn okkar
eru tóm: Orðin eru óreiða, tón-
amir holir, myndimar óljósar.
Allar gjörðir okkar em
marklausar andspænis þessari
þögn.
Tákn okkar em tóm, samt
halda sumir áfram að tala, aðrir
bíða og hlusta, hlusta eftir því
að þögnin verði rofín og hreyfa
sig ekki á meðan. Vladimir og
Estragon í leikriti Becketts era
þessir menn sem bíða, bíða eftir
Guði, þessum Godot sem virðist
aldrei ætla að láta sjá sig en
þeir bíða samt og hreyfa sig
hvergi. Þögnin er yfirþyrmandi.
„Ekkert við því að gera,“ segir
Estragon í upphafi verks. „Ég
er að komast á þá skoðun," seg-
ir Vladimir. „Alla ævi hef ég
reynt að bægja henni frá mér
og sagt: Vladimir, vertu skyn-
samur, enn hefurðu ekki reynt
allt. Og ég hélt baráttunni
áfram.“ En baráttan er til-
gangslaus þegar hún bergmálar
bara þögnina, þegar ekkert
svar fæst. Hvað á þá að gera?
„Hvernig væri að við hengdum
okkur?“ spyr Estragon. „Hmm.
Þá fengjum við standpínu," seg-
ir Vladimir. „Standpínu!" kallar
Estragon afar spenntur.
„Ásamt afleiðingunum," segir
Vladimir. „Það vex njóli þar
sem það fellur. Þessvegna æpir
hann þegar hann er rifinn upp
með rótum. Vissurðu það
ekki?“ „Hengjum okkur á
stundinni," segir Estragon. En
ekkert verður úr neinu frekar
en fyrri daginn hjá þeim félög-
um. Það er ekkert að gera, ekk-
ert að segja.
Godot er Guð. Eða: Godot er
ekki Guð, kannski bara einhver
eða eitthvað sem getur fyllt upp
í þögnina, gefið orðum okkar
merkingu aftur. Eða: Godot er
sjálf þögnin, gullvæg þögnin
sem við kunnum ekki að hlusta
eftir og heymm aldrei. Þögnin.
Þetta hreina upphaf, þessi tæra
endalok. Og við bíðum.
„Estragon: Didi.
Vladimm: Já.
Estragon: Ég get ekki haldið
svona áfram.
Vladimir: Þú heldur það.
Estragon: Ef við skildum nú?
Það gæti orðið betra fyrir okk-
ur.
Vladimir: Við hengjum okkur
á morgun. (Dvöl.) Nema Godot
Komi.
Estragon: Og ef hann kemur.
Vladimir: Þá verðum við
hólpnir. Vladimir tekur hattinn
sinn ofan (hatt Luckys), kíkir
inn í hann, þreifar inn í hann,
hristir hann, bankar á kúfínn,
lætur hann aftur upp.
Estragon: Jæja? Éigum við
að fara?
Vladimir: Gyrtu upp um þig
buxumar.
Estragon: Hvað?
Vladimir: Gyrtu upp um þig
buxumar.
Estragon: Viltu að ég gyrði
niður um mig buxurnar?
Vladimir: Gyrtu upp um þig
buxumar
Estragon: (Attar sig á að
buxurnar eru niðri.) Það er
satt. Hann gyi'ðir upp um sig
buxurnar.
Vladimir: Jæja? Eigum við
að fara?
Estragon: Já, föram.
Þeir hreyfa sig ekki.“hvolft,
að snobbið sé sprottið af minni-
máttarkennd og að einhverju
leyti af öfund?
að dragast á lang-
inn. Markmiðið í
Vermont College í
Bandaríkjunum er
að koma í veg fyrir
dað og stuðla að því
að nemendur í
fjarnámi útskrifíst
um leið og þeir sem
hófu hefðbundið
nám á sama tíma.
Tveir íslendingar
hófu í haust fjamám við
Vermont College í
Norwich-háskólanum í
Montpelier. Skólinn er í Vermont í
Bandaríkjunum og hefur boðið þar
upp á fjamám síðastliðin 28 ár og
hefur nú fært út kvíarnar með nýrri
tækni og því að bjóða erlendum
stúdentum upp á fjölbreyttara nám.
1. október síðastliðinn hófu Guð-
mundur Rafn Geirdal og Hrafn
Friðbjörnsson fjamám í háskólan-
um í Vermont og segjast þeir vera
fyrstu íslendingarnir sem það gera.
Námið er sérstaklega hannað fyrir
námsmenn sem eru með fjölskyldur
eða hafa einnig ýmsum öðrum
hnöppum að hneppa eins og að reka
fyrirtæki líkt og Hrafn og Guð-
mundur Rafn gera. Þetta felst í því
að námið er sniðið að þörfum sér-
hvers nemanda. Námið er stundað
að heiman en nemendur era í
stöðugu rafrænu sambandi við aka-
demíuna á Netinu. Um einka-
kennslu er einnig að ræða, sem
tveir kennarar hafa umsjón með, og
fjarnámsnemendur geta lokið nám-
inu á sama tíma og venjulegir nem-
endur.
Leggur stund á
heilsufélagsfræði
Guðmundur Rafn er með BA-próf
í félagsfræði frá Háskóla íslands og
verður í meistaranámi í Vermont
College í heilsufélagsfræði. Hann
hefur bæði leiðbeinanda á íslandi
Styrkir í Leonardó da Vinci-
starfsmenntaáætlun ESB
Lýst er eftir umsóknum í Leon-
ardó da Vinci-starfsmenntaáætlun
ESB. Umsóknarfrestur er til 23.
mars 1999. Sérstak-
ur umsóknarfrestur
fyrir mannaskipti í
flokki I er til 31.
janúar 1999.
Aðaláherslan er að
þessu sinni lögð á yfirfærsluverk-
efni og dreifingu niðurstaðna fyrri
verkefna LdV. Bein útsending frá
Brussel þar sem kallinu er lýst
verður í Tæknigarði 15.12. nk. frá
13-13.30.
Styrkir Sókrates-mennta-
áætlunar ESB
Lýst er eftir umsóknum til eftir-
talinna verkefna:
Samstarfsverk-
efni a.m.k. þriggja
stofnana frá ESB-
/EES-löndum, er
byggjast á bættri
menntun barna sem
flytjast á milli menningarsvæða.
og í Bandaríkjunum. Rúnar Vil-
hjálmsson, dósent við Háskóla ís-
lands, leiðbeinir honum hér. Guð-
mundur hefur skipulagt nám sitt
þannig að hann stundi það í 20
klukkustundur á viku, fjóra daga í
senn og geti lokið því á 18 mánuð-
um. „Eg fór út í október en þarf
ekki að fara aftur,“ segir hann.
Guðmundur Rafn hefur í sam-
vinnu við leiðbeinendur sína valið
sér námsefni sem m.a. felur í sér
blöndu af hefðbundinni og
óhefðbundinni heilsufræði. „Það
fellur vel að starfi mínu en ég rek
heilsuskóla." Hann hyggur síðan á
doktorsnám.
Sálfræði og einkakennsla
Hrafn Fi-iðbjörnsson ætlar sér að
ljúka BA-námi í sálfræði á þremur
árum. „Ég þarf að fara reglulega út
til skrafs og ráðagerða við kennara
mína,“ segir hann, „ég stundaði
nám í Bandaríkjunum í listfræði
fyrir nokkrum árum og hafði alltaf
ætlað mér að hefja nám að nýju. Ég
rek fyrirtæki þannig að fjarnámið
hentar mér betur en að fara
hefðbundna leið.“
Sálfræðinámið í Vermont College
er hefðbundið nema hvað nemendur
Samstarfsverkefni a.m.k. þriggja
stofnana frá ESB-/EES-löndum við
að koma á fót endurmenntunarnám-
skeiðum fyrir kennara (ekki tung-
umál).
Samstarfsverkefni a.m.k. þriggja
stofnana frá ESB-/EES-löndum á
sviði fullorðinsfræðslu.
Samstarfsverkefni a.m.k. þriggja
stofnana frá ESB-/EES-löndum við
að koma á fót opnu námi og
fjarnámi.
Samstarfsverkefni a.m.k. þriggja
stofnana frá ESB-/EES-löndum við
að koma á fót endurmenntunarnám-
skeiðum fyrir tungumálakennara.
Nánari upplýsingar í símum 525
5813 og 525 5853. Netfang::
rz@hi.is og gerdurg@hi.is
Fríverslunarsamningar
Fríverslunarsamningar sem ís-
land hefur gert við
önnur ríki eru nú
komnir á vefinn.
Slóðin er
http://www.stjr.is
og síðan á vef utan-
ríkisráðuneytis er
velja sér einnig eitthvert þema á
hverri önn sem þeir sinna sérstak-
lega.
Hrafn hefur sérhæft sig sem
einkaþjálfara í heilsurækt og býst
við að sálfræðinámið nýtist honum
vel á því sviði. Hann reiknar svo
með að fara í meistaranám.
Sveiganleiki námsins
Vermont College er þekktur í
Bandaríkjunum fyrir að vera her-
skóli en þar hefur líka verið lögð
rækt við almenn hugvísindi.
Fjamámið virðist henta þeim sem
eru í vinnu og eru færir um að
skipuleggja tímann. Á heimasíðu
skólans http://www.norwich.edu/ad-
miss/ er sagt frá því að þetta Gradu-
ate Program nám, sem Guðmundur
og Hrafn era í, sé hannað til að
mæta þörfum fullorðinna stúdenta.
Tímasetningar eru sveigjanlegar til
að nemendur geti rækt skyldur sín-
ar sem fjölskyldufólk og starfs-
kraftar hjá fyrirtækjum án þess að
slakað sé á kröfunum. Þannig megi
finna leiðir til að koma í veg fyrir að
námið dragist á langinn. Markmiðið
er að nemendur í fjarnámi verði
ekki lengur í skólanum en venjuleg-
ir nemendur.
flokkur sem heitir samningar, en
þar er að finna ýmsa samninga sem
era í gildi gagnvart umheiminum.
Laus störf
í Evrópu
Fjölþjóðafyrirtæki með aðsetur i
Dublin óskar að ráða starfsfólk
annarsvegar til fjármálaþjónustu
og hinsvegar til fjármálalegrar
leiðbeiningarþjónustu í síma. Kraf-
ist er mjög góðrar enskukunnáttu
auk færni í einu af tungumálum
milljónaþjóða innan EES.
Nánari upplýsingar í EES-
vinnumiðlun síma 588 2580 frá 13-
14 virka daga.
Upplýsingarit
um EMU
Hjá fastanefnd framkvæmda-
stjórnar Evrópu-
sambandsins fyrir
ísland og Noreg fást
án endurgjalds
ýmiss upplýsingarit
um EMU og evrana.
Grænt símanúmer er 800 8116. Net-
fang: mailto@delnor.cec.eu.int
Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál
Styrkir vegna
menntaáætlunar ESB
LEON A
M