Morgunblaðið - 08.12.1998, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 08.12.1998, Qupperneq 48
>48 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskulegur eiginmaður minn, JÓN HEIÐAR AUSTFJÖRÐ pípulagningameistari, Lyngholtí 12, Akureyri, lést laugardaginn 5. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Jóhanna B. Austfjörð. Ástkær eíginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EINAR PÁLL KRISTMUNDSSON kennari og málarameistari, Giljalandi 16, Reykjavík, lést föstudaginn 27. nóvember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðrún Jónasdóttir, Kristín Margrét Einarsdóttir, Sigurður Oddgeirsson, Jónas Gunnar Einarsson, Þorbjörg Kr. Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ELÍS G. VIBORG, Barmahlíð 36, Reykjavík, sem lést 1. desember sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. desem- ber kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hins látna er vinsamlega bent á Minningar- gjafasjóð Landspítalans. Guðríður Þorsteinsdóttir, Viðar G. Elísson, Guðrún Elsa Elísdóttir, Þorsteinn Elísson, Hildur Jóna Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Már Þorsteinsson, Elísa Björk Þorsteinsdóttir, Guðjón Ingi Gunnlaugsson, Katrín Ásta Sigurjónsdóttir. Ásta Fríða Baldvinsdóttir, Sigurjón Einar Þráinsson, + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI HANNESSON kennari og fyrrverandi forseti Alþýðusambands íslands, Stigahlíð 30, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vik fimmtudaginn 10. desember nk. kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Samtök sykursjúkra. Þórunn Bjarney Garðarsdóttir, Hanna Ragnheiður Helgadóttir, Steffen Simbold, Helgi Þór Helgason, Erla Margrét Helgadóttir, Haukur Helgason, Anna Þórunn Halldórsdóttir, Kristín Jóna Halldórsdóttir, Garðar Halldórsson, Guðbjörg H. Gylfadóttir, Gunnar G. Vigfússon, Sigrún Davíðsdóttir, Ágúst Þorsteinsson, og fjölskyldur. Inga Jónsdóttir + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GERÐUR HULDA LÁRUSDÓTTIR, Skúlagötu 20, Reykjavík, áður til heimilis í Urriðakvísl 16, lést á gjörgæsludeild Landspítalans laugar- daginn 5. desember sl. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 11. desember kl. 13.30. Stefán Jónasson, Lárus Óli Þorvaldsson, Jóna Sveinsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Árni Jónsson, Gerður Stefánsdóttir og barnabörn. GUÐRUN S. SCHEVING + Guðrún S. Scheving fædd- ist 14. september 1915. Hún lést hinn 11. nóvember síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum 21. nóvember. Mig langar að kveðja hana Diddu í Heiðarhvammi. Eg kynntist henni fyrir liðlega fjörutíu árum. Hún gladdist með mér og fjölskyldu minni á góðum stund- um, sem voru margar og studdi mig þegar á bjátaði, af næmi, skilningi og væntumþykju. Didda var Vest- mannaeyingur í húð og hár, og unni Eyjunum og mannlífinu þar. I Heiðarhvammi fæddist hún og ólst þar upp hjá ástríkum foreldrum, þeim Sesselju Sigurð- ardóttur og Sigfúsi Scheving, sem m.a. stofnaði fyrsta vísi að sjómannaskóla í Vest- mannaeyjum. Bróðir hennar, Vigfús Helgi Scheving, fórst af slysförum um tví- tugt og var það fjölskyldunni mikið + Utför ömmu okkar, tengdamóður og systur, EINÖRU INGIMUNDARDÓTTUR, Norðurbrún 1, sem lést miðvikudaginn 25. nóvember hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Margrét Pálmadóttir, Gyða Halldórsdóttir, Edda Halldórsdóttir, Páll Halldórsson, Gunnar Sveinn Halldórsson, Halldór Þorgrímsson og systkini hinnar látnu. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, BRYNDÍSAR SIGURÐARDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 2B, Hrafnistu, Hafnarfirði. Elísabet Erla Gísladóttir, Bragi Jóhannesson, Þuríður Hanna Gísladóttir, Guðjón Tómasson, Sigurður Örn Gíslason, Margrét Margrétardóttir, Svala Lárusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför BJARNA JÓHANNS GUÐMUNDSSONAR, Kleppsvegi 34. Sérstakar þakkir til Vilhelmínu Haraldsdóttur læknis og Hjúkrunarþjónustu Karítasar. Guð blessi ykkur öll. Kristbjörg Guðmundsdóttir, Árni Jón Baldursson, Jófríður Guðjónsdóttir, Baldur Guðjón Árnason, Bjarni Jóhann Árnason, Bjarki Þór Árnason, Jóhann Skúlason, Margrét Skúladóttir, og fjölskyldur. + Innilegar þakkir fyrir hlýhug og kveðjur vegna andláts móður okkar og systur, MARGRÉTAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Snorrabraut 56. Ágústa Árnadóttir, Anna Þóra Árnadóttir, Sigrún Árnadóttir, Margrét Árnadóttir, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Ragnar Þorsteinsson. áfall. Heiðarhvammur var ávallt mannmargt heimili, þótt húsnæði þætti lítið á nútímavísu. Þar bjuggu tvær fjölskyldur, auk vermanna, sem höfðu þar fæði og húsnæði á vertíðum. Þegar vinkona Sesselju féll frá tóku þau hjónin að sér fóst- urdóttur hennar, Guðrúnu Jóns- dóttur, sem ólst upp og átti heimili hjá þeim upp frá því. Dóttir Guð- rúnar, Sesselja, er líka sem ein af fjölskyldunni. Didda giftist Karli O.J. Björns- syni bakarameistara og eignuðust þau sex börn. Eitt barnanna, stúlka, lést skömmu eftir fæðingu. Bræðurnir eru fjórir, en dóttur bar Didda undir belti þegar Karl féll frá um aldur fram. Fjölskyldan bjó lengst af í Víðidal og þar ráku þau hjónin bakarí. Eg man það þegar ég var krakki í Eyjum, þá þóttu brauðin i Kallabakaríi sérlega góð, enda Kalli sannkallaður meistari í sínu fagi, en honum var margt til lista lagt. I Víðidal var myndar- heimili, og farnaðist fjölskyldunni vel, þar til ský dró fyrir sólu síðustu æviár Kalla og áttu Didda og drengirnir þá margar erfiðar stundir. Eftir lát Kalla fluttist Didda aft- ur að Heiðarhvammi, en þá var Sesselja móðir hennar nýlega látin, og hélt þar heimili með föður sínum og börnum upp frá því. Mér er minnisstætt hvað mér þótti mann- lífið gott við Helgafellsbrautina, í húsunum í nági'enni við Heiðar- hvamm. Samskipti fólks voru mikil, einkum kvennanna. Það var hjálp- ast að, slúðrað, hlegið og grátið ef því var að skipta. Margir af ná- grönnum Diddu voru hennar bestu vinkonur alla tíð, þótt leiðir skildu. Didda bjó í Heiðarhvammi fram að gosi, þá var Scheving gamli dáinn og krakkarnir fluttir að heiman hvert af öðru. Húsið eyðilagðist í gosinu og var rifið. Didda flutti til Reykjavíkur, eins og margir eyja- skeggjai' og var búin að taka á leigu íbúð og farin að vinna fljótlega. En hugurinn stefndi til Eyja, hún fann sig ekki í stórborginni. Hún var með fyi'stu konunum sem fóru að vinna úti í Eyjum og vann í mötu- neytinu allan gostímann. Didda var mannkostamanneskja, vel gefín og kunni skil á ýmsu. Hún las mikið, mundi mikið af vísum og kvæðum og gat kyrjað heilu brag- ina á góðri stundu. Didda var glað- lynd og hressileg í framgöngu. Það var sko engin lognmolla í kringum hana Diddu, þegar hún var og hét. Vinnusemi var henni í blóð borin, enda afburðadugleg, og hafði fyrir mörgum að sjá. Saumaskapur og hannyrðir léku í höndunum á henni, og seinni árin, þegar hún hafði meiri tíma, saumaði hún út og prjónaði af mikilli vandvirkni og liggja margir kostagripir eftir hana. Ef á bjátaði í fjölskyldunni var hún alltaf tilbúin að rétta hjálpar- hönd, hafði ekki mörg orð um það, var bara mætt á staðinn. Hún lagði mikla áherslu á að krakkarnir lærðu eitthvað, hefðu eitthvað í bakhöndinni, eins og hún orðaði það. Strákunum fannst þetta nú óþarfa nöldur í henni mömmu sinni. Næga atvinnu var yfirleitt að hafa í Eyjum og til hvers var þá að vera að læra? Öll börnin lærðu þó eitt- hvað gagnlegt, og ef til vill eru þau þakklát nöldrinu í dag. Barnabörn Diddu eru nú 16 talsins, og barna- barnabörnum fjölgar. Það voru forréttindi að slíta barnsskónum í Eyjum og alast upp í faðmi þeirrar fjölbreyttu náttúru sem þar ríkir. Mér fannst skipta máli að börnin mín fengju nasasjón af þessu frábæra umhverfi í návist ömmu sinnar. ÖIl þrjú nutu þau þess að fá að vera hjá henni hluta úr sumri af og til, og á unglingsár- um fengu þau tvö elstu vinnu í fiski og bjuggu við gott atlæti hjá ömmu. Hlátur dóttur minnar, fas og lát- bragð minna mig oft á ömmu Diddu. Eg er glöð yfir að hún Guð- rún Scheving var amma barnanna minna. Hafðu þökk fyrir allt, elsku Didda. Ásdís Ástþórsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.