Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 50
»5 50 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Neytendafræðsla í grunn- skólum og lífsleikni í BYRJUN árs 1996 var sam- þykkt norræn framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um neytendafræðslu í skólum. Markmiðið með áætluninni er að stuðla að aukinni þekkingu norrænna ungmenna á málefnum neytenda og gera þau hæfari til þess að taka ábyrgð á málum sínum og fjölskyldna í velferðarsamfélagi nú- tímans. Rannsóknir annars staðar á Norðurlöndum hafa sýnt að almenn þekking ungs fólks á fjárhagsmál- efnum heimila er ekki nægjanleg. Þrátt fyrir það gerir þjóðfélagið sí- fellt meiri kröfur til ungs fólks að þessu leyti. Að undanförnu hefur samráðshóp- ur með fulltrúum frá viðskiptaráðu- neyti, menntamálaráðuneyti, Neyt- endasamtökunum og Kennslumið- stöð Kennaraháskóla íslands unnið að því að koma með tillögur til að fylgja eftir ákvæðum norrænu fram- kvæmdaáætlunarinnar. Niðurstaða þeirrar vinnu er útgáfa verkefna sem nú hefur verið dreift í alla grunnskóla landsins og á skólaskrif- tm. stofur. Verkefnin er að fínna á geisladiski sem iðnaðar- og við- skiptaráðuneyti gefur út en einnig var útbúin mappa þar sem hægt er að geyma verkefnin á prentformi. Möppunni er skipt í þrjá hluta sem fjalla um markmið neytendafræðslu, verkefni í neytendafræðslu og stærðfræði í neytendafræðslu. I fyrsta hlutanum er að fínna markmið fyrir neytendafræðslu á sex sviðum, þ.e. fjármál einstaklinga, réttindi og skyldur neytenda, áhrif auglýsinga, neysla og umhverfi, mat- væli og matreiðsla og öryggismál. Markmiðin eru samin af norrænum starfshópi og leggja þau grunninn að norrænu framkvæmdaáætluninni um neytendafræðslu í skólum og liggja einnig á þessu sviði til grund- vallar nýrri skólastefnu mennta- málaráðuneytisins, Enn betri skóli. Annar hlutinn inniheldur verkefni sem samin voru á námskeiði sem Kennaraháskóli íslands hélt vorið 1996 með styrk frá iðnaðar- og við- skiptaráðuneyti til að stuðla að neyt- endafræðslu á gnmn- og framhaldsskóla- stigi. Þátttakendur á námskeiðinu voru 38 af báðum skólastigum og urðu verkefnin alls 20. Hluta þeirra er að fínna í verkefnamöpp- unni og henta þau vel til kennslu í yngri beklgum grunnskól- ans. Að auki er safn fróðleiksmola og stuttra verkefna eða hugmynda til notkun- ar á mið- og unglinga- stigi sem starfsmenn kennslumiðstöðvar KHÍ hafa unnið. Þriðji hlutinn byggist á verkefnum sem efla eiga skilning á fjármálum barna og ung- linga, fjármálum fjölskyldunnar, eigin lifsstíl, fjárhagslegum áhætt- um sem leynast í samskiptum fólks og mikilvægum þáttum sem tengjast rekstri heimilis. Einnig er að finna verkefni sem ætluð eru til að gera nemendur sér meðvitandi um stöðu sína sem neytenda á jörðinni, lífs- skilyrði, mannfjölda og auðlindir auk verkefna sem miða að því að gera nemendur betur læsa á um- hverfí sitt, t.d. sem þátttakendur í umferðinni, og ábyrga nemendur á því sviði. Verkefnin eru talin við hæfí nemenda í efri árgöngum grunnskólans, allt frá 6. bekk upp í 10. bekk. I nýrri skólastefnu menntamála- ráðuneytisins er lögð áhersla á lífs- leikni, en hún mun verða sérstök námsgrein í grunnskóla og skylduá- fangi í framhaldsskóla og er ætlunin að gefa út námsefni sem tekur til efn- isþátta lífsleikni í einni heild. Samkvæmt nýju skólastefnunni Markmið norrænu framkvæmdaáætlunar- innar um neytenda- fræðslu í skólum og námsgreinarinnar lífs- leikni, segja Guðni 01- geirsson og Þórunn Erhardsdóttir, falla saman að stórum hluta. felur námsgreinin lífsleikni í sér við- leitni til að dýpka skilning nemand- ans á sjálfum sér og umhverfi sínu og stuðla þannig að persónulegi-i hæfni hans til að takast á við lífið í nútíma- samfélagi með þeim réttindum, skyldum og ábyrgð sem því fylgir. Líf í nútímasamfélagi gerir sívaxandi kröfur um færni einstaklinga á ýms- um sviðum til undirbúnings virkrar þátttöku í atvinnulífi sem og á vett- vangi fjölskyldunnar. Þar má t.d. nefna samskiptahæfni, umburðar- lyndi og skilning á lýðræðislegum leikreglum samfélagsins, fjölskyldu- fræðslu, öryggismál og slysavarnir, lyfjamisnotkun og fíknivarnir og þætti sem lúta að neyslu og um- hverfi. Hvað neytendafræðslu varðar sérstaklega er markmiðið að gera nemendur sér meðvitandi um rétt- indi sín og skyldur sem neytendur, hafa reiður á eigin fjármálum, vera sér meðvitandi um áhrifamátt og þýðingu auglýsinga svo og um áhrif einkaneyslu á samfélag og náttúru. Með því að taka markvisst á ofan- greindum lífsleikniþáttum munu skólar eiga auðveldara með að taka þátt í uppeldi og alhliða menntun nemenda í virkri samvinnu við heim- ilin sem bera höfuðábyrgð á uppeldi barna. Jafnhliða er lögð áhersla á að h'fsleikniþættir séu teknir fyrir í öll- um námsgreinum eftir því sem fram- ast er unnt og að lífsleikniáherslur verði nokkurs konar rauður þráður í skólakerfinu hér á landi við upphaf 21. aldar. Markmið norrænu framkvæmdaá- ætlunarinnar um neytendafræðslu í skólum og námsgreinarinnai' lífs- leikni falla saman að stórum hluta. Með útgáfu verkefnanna sem lýst er hér fyrr í greininni er verið að koma til móts við þau tilmæli sem sett eru fram í framkvæmdaáætluninni og nýju skólastefnunni og er það von okkar að þau munu stuðla að aukinni þekkingu og færni íslenskra ung- menna á málefnum neytenda í vel- ferðarsamfélagi nútímans. Guðni er deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu og Þórunn er deildarstjóri i iðnaðar- og við- skiptaráðuneyti. Magnart: 2 x 50W rms útvarp neð 24 stöðva nlnnl - rds þrlggja dlska spllarl Tvöfalt segulband pouer Hátalarar tvískiptLr: 8ow pouer bass skipta máLL Magnan: 2 x íoou rms útvarp neð 24 stöðva mLnnL - rds ÞrLggja dLska spLLarL Tvöfalt segulband HátaLarar tvískLptLr: 120U vl pouer bass Magnarc: 2 x 33U rms útvarp með 24 stöðva mLnnL ÞrLggja dLska spLLarL TvöfaLt seguLband HátaLarar tvCskLptLr: 50U 59.900 kr uagnarL 2 x i2ou rms á - útvarp með 24 stöðva mLnnL - rds 26 dLska spLLarL TvöfaLt seguLband HátaLarar tvCskLptLr: 150U V. pouer bass Dulkauðalegur, miðlægur glámbekkur ÞJÓÐIN er að vakna inn í nýja tíma og nýjan heim, undirheima gen- anna, þar sem rætur okkar liggja. Heim for- feðra okkar. Sumir eru vaknaðir, aðrir eru í svefnrofunum. Þó eru flestir enn sofandi. Það sem verra er, margir vaka en láta sem þeir sofi, og eru komnir á kreik í rökkrinu fyrir allar aldir. Kalt vatn rennur milli skinns og hörunds, þeg- ar hugsað er til þess, hvernig keyra átti dul- kauðalegt gagna- grunnsfrumvarpið í gegnum þingið í vor, án umræðu þeirra manna í þjóðfélaginu, sem vit hafa og þekkingu á þessu máli. Þessi staðreynd vekur tortryggni og segir e.t.v. allt sem segja þarf. Aróður, sem síðan hefur verið rekinn í krafti peninga, magnar enn frekar þessa tilfinningu. Maður í grárri gæru vís- inda, sem talar eins og stjórnmála- maður, jafnvel farandsali, lofar gulli gena og grænum skógum. Glópagulli og ættartrjám með eplum Iðunnar? Er verið að breyta þekkingu í blekk- ingu? Og blekkingu í verðmæti? Verðmætum í gróða fárra fjárfesta? Með dalalæðu í augum, blindaðir af fíkn í fé, frægð og frama, skrá menn nafn sitt á blöð þessa Brekku- kotsannáls (sumir dulkóðað). Berja átti frumvarpið í gegn í vor og enn skal það gert, ef marka má orð þess er á veldissprotanum held- ur. Sá, sem notar þann sprota sem barefli, er í sporum þess sem svívirð- ir svanna og notar vopn sitt til að þjóna sömu lund. Hann er í sama flokki og giljagaurar Landsvirkjun- ar, sem ætla að spjalla og limlesta Fjallkonuna. Og þeir sem blekkja þjóðina með fagurgala, loforðum um lífselexír, eru í sporum flagarans, sem fíflar fljóð. Frændur deyja aldrei, hveims í gagnagrunni getur, er kannski draumur þein-a svefndrukkinna, sem falla fyrh' hinu vís- indalega fagnaðarer- indi. Draumur, sem gæti orðið martröð Eg hefi áhyggjur af andliti þjóðarinnar sem snýr að útlöndum, ef frumvarp um tölvu- væddan, miðlægan glámbekk verður sam- þykkt. Óþægilegt verð- ur fyrir íslenska ráða- menn (ráðherra, alþing- ismenn, embættismenn) og vísindamenn að þinga með félögum sín- um á erlendri grundu í framtíðinni. Dulkóðaðir fjárfestar verða þá e.t.v. horfnir á braut með sinn skjótfengna gróða og lífeyrissjóðir sitja þá kannski uppi með verðlaus hlutabréf, en þjóðin Eg hefí áhyggjur af andliti þjóðarinnar sem snýr að útlöndum, segir Sigurður V. Sigurjónsson, ef frum- varp um tölvuvæddan, miðlægan glámbekk verður samþykkt. nakin og svívirt undir hrimgráum hnjúk, sem glottir við tönn. Fyrirtækið Islensk erfðagreining og miðlægur gagnagi'unnur eru að- skilin mál. Eða hvað? Fyrirtækið er hið besta mál. Eða hvað? Miðlægi glámbekkurinn er hið versta mál! Ef fjárfestar fyrirtækisins hafa í upp- hafi verið að kaupa gagnagrunninn, þá hefur þjóðin verið blekkt. Og Al- þingi líka. Gang hægt gegnum genanna dyr. Höfundur er læknir. Sigurður V. Sigurjónsson V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.