Morgunblaðið - 08.12.1998, Page 52

Morgunblaðið - 08.12.1998, Page 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ Baðinnréttingar Vandaða; innréttingar fró Belgíu á verði sem ekki hefur sést óður. Otal möguleikar! VERSLUN FYRIR ALLA ! EILDSOI ERSLUNI -tryg; Vib Felismúla Sími 588 7332 AÐSENDAR GREINAR Dómur aldarinnar? Veður og færð á Netinu /tLLTA/= mbl.is G/TTH\SAÐ NÝTl HÆSTIRETTUR Islands hefur kveðið upp dóm í málinu nr. 145/1998, Vaidimar Jó- hannesson gegn ís- lenska ríkinu. Þessi dómur er það merkilegur að hæfílegt má telja að velja honum fjölmiðlafyrirsögn af því tagi sem hér er gert. Mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar eru ekki þess eðlis að auð- velt sé að festa hendur á þeim á þann hátt að ákveðnar athafnir stjórnvalda, eða tiltekin iög megi á einfaldan hátt greina sem brot á þessum ákvæðum. Akvæði þessi eru frekast eins kon- ar markmið, yfirlýsing. Ákaflega vandasamt er að túlka slík ákvæði. Hvar byrjar og endar meginreglan sem reynt er að orða í stjórnarskrárákvæðinu og hvemig eru orð hennar skýrð. Hvar fer stjórnvaldið eða almenni löggjafinn of langt þannig að ákvarðanir þeirra brjóti meginreglu stjórnarskrárinn- ar. Þegar ég las dóm Hæstaréttar í fyrrnefndu máli nr. 145/1998 varð ég íýrst undrandi en síðan stoltur. Stoltur yfir þeim kjarki Hæsta- réttar að kveða upp dóm sem þenn- an. Dóm sem túlkar ákvæði stjórnar- skrárinnar afdráttarlaust. Dóm sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lorgunte Frúikandi og hre.ieandi. Fullt af fyrirheitum uni gódan dag. . ...frá náttúrunnar hendi óneitanlega kemur sér illa íyrir þá er ráða þessu landi í stjórnmál- um og efnahagsmálum. Stoltur vegna þess að Hæstiréttur gat hafið sig upp yfir moldviðrið, dægurþrasið og hags- munina sem fylgja um- ræðunni um kvótakerfið og dæmt um það hvort hin umdeilda ákvörðun sj ávarútvegsráðuneyt- isins væri lögfi-æðilega rétt og í samræmi við stjórnarskrá. Það er ákvörðunin ekki, segir Hæstiréttur. Hún er ógild. Um dóminn sjálfan þarf ekki að hafa mörg orð. Hann er mjög skýr. Það samrýmist ekki ákvæðum stjómarskrár að mismuna Nú munu varðhundar kvótakerfísins safna liði, segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, og reyna að drepa þessum dómi Hæsta- réttar á dreif. mönnum sem sækja um veiðileyfi eftir því hvort þeir hafa áður átt skip á tilteknu ái'abili eða ekki. Á sama hátt má draga þá ályktun af dóminum að það sami-æmist held- ur ekki stjórnarskránni að mismuna mönnum sem sækja um aflahlutdeild (kvóta) eftir því hvort þeir hafa áður notið slíkra réttinda eða ekki. Skil- yrðin fyrir úthlutun þessara réttinda verða að vera þannig að landsmenn standi þar jafnt að vígi. Nú munu varðhundar kvótakerfis- ins safna liði og reyna að drepa þess- um dómi Hæstaréttar á dreif. Fá Al- þingi til að breyta lögum nr. 38/1990 í það horf sem sérfræðingar útvegs- manna og ríkisvalds leggja til. Til hvers? Til að áfram megi úthluta veiðileyfum og aflahlutdeild til fárra útvalinna? Höfundur er hæsturéttnrlögmnður. Virkjun á villigötum MARGIR þeirra ís- lendinga sem búa er- lendis eða hafa dvalið þar langdvölum, munu kannast við það sterka aðdráttarafl sem fóst- urlandið getur haft á þá úr fjarska. Það þarf oft lítið áreiti til að hugur- inn beri menn hálfa leið heim. I flestum tilvik- um kemur einnig að því að fólkið skilar sér aftur til átthaganna, jafnvel þó að „gild rök, útreikn- ingar og staðreyndir" ættu að útiloka slíkt. En þegar tilfinningarn- ar taka völdin, þýðir sjaldnast að beita rökum gegn þeim. Hvað er það sem togar af slíku afli í mörlandann? Krossið við rétt svar. () Sjónvarp „allra“ landsmanna. () Ódýrt raforkuverð. () Keikó. () Stóriðjur. ( ) Vera með í miðlægum gagna- grunni. Eg er hræddur um að þú fáir ekki háa einkunn á þessu prófi, lesandi góður, enda eru valmöguleikarnir ekki upp á marga fiska. Þó svo að einhverjir kunni að sakna ofantal- inna hluta, er ósennilegt að margir muni flytjast landa á milli af þeim orsökum. En snúum okkur heldur að efninu. Síðan í sumar þegar hverasvæðið við Hágöngur hvarf endanlega undir nýtt miðlunarlón, hefur verið mikil umræða um það hversu langt eigi að ganga í að fórna óbyggðum íslands í þessum tilgangi. Þar hafa margir tjáð sig, ýmist hlynntir eða andvígir áætluðum framkvæmdum. Enn fremur hefur Landsvirkjun blandað sér í umræðuna, íyrst um sinn á hrokafullan (ég geri það sem mér sýnist) hátt, en nú undanfarið er eins og að álit landsmanna á stór- felldri athafnagleði fyrirtækisins hafi eitthvað að segja. Stjórnendur á þeim bæ virðast vera farnir að átta sig á því að neikvæð ímynd þein'a út á við, geti valdið þeim tjóni eða í öllu falli þvingað fram breytingar á fyr- irhuguðum framkvæmdum. í heil- síðuauglýsingu frá orkurisanum mikla er látið líta svo út sem ásýnd landsins batni við það að þeir geri á því breytingar og færi stór svæði í kaf. Örugglega má deila um það hvort siðferðislega sé rétt að svo voldugt fyrirtæki, sem keypt gæti upp allt auglýsingapláss Moggans, eigi að blanda sér í umræðuna á þennan hátt. Náttúruunnendur hafa takmarkaða möguleika á að berjast gegn svo digrum sjóðum. Verst hlýt- ur þó að teljast að Landsvirkjun beitir ómerkilegum aðferðum sjampó- og tannkremsframleiðenda þegar myndir eru valdar eða með- höndlaðar á þann hátt sem þeir gera í umræddri auglýsingu. Efri mynd- in, sem á að sýna Hágöngusvæðið fyrir framkvæmdirnar, virðist hafa dottið ofan í keytu eða upplitast eftir öðrum leiðum. í texta auglýsingar- innar er fullyrt að virkjunarfram- kvæmdir efli þjóðarhag og gefið í skyn að fólk eigi ekki að láta tilfinningar sín- ar ráða í svo mikilvæg- um málum. Sá þjóðar- hagur sem þar er talað um, er mældur í krón- um og aurum og á lítið skylt við þá þjóðareign að eiga til óspillta nátt- úru sem við höfum fengið upp í hendurnar frá forfeðrum okkar. Auk þess má búast við að þjóðarhag Lands- virkjunar gæti orðið erfitt að miðla áfram til næstu kynslóða. Hins Sigurður Hr. vegar þætti mér líklegt Sigurðsson ag margjr framtíðar Is- lendingar yrðu okkur reiðir fyrir skeytingarleysi gagnvart dýrmæt- ustu fjársjóðum þjóðarinnar. Hvort er líklegra, að afkomendur okkar verði stoltir af óbrenglaðri náttúru Tilboti Andlitsbaí Í980 Litun oq plokkun 1.690 Handsnyrting 2.690 Samt. 9.160 30% afst. 6.612 cD SNYRTI & NUDDSTOFA llönnu Kristínðr Didriksen Laugavegi 40, sími 561 8677 íslendingar hafa gengið að því vísu að landið sé bæði hreint og ómeng- að, en Sigurður Hr. Sigurðsson telur að umferðaraukning og stóriðjuiðnaður séu far- in að setja mark sitt á afmörkuð svæði. eða rafmagnssæstreng til Skot- lands? . Sífellt gengur á þá staði á jörðinni sem mannkyninu hefur ekki tekist að setja spor sín á. Mikil landsvæði hafa verið nidd auk þess sem meng- un hefur skaðað lífríki, bæði á landi og í sjó. Við Islendingar höfum gengið að því vísu að landið okkar sé bæði hreint og ómengað, en mikil umferðaraukning og stóriðjuiðnaður er samt farinn að setja mark sitt á afmörkuð svæði. Viljum við sjá þetta gerast? Með umhverfisráðuneyti sem gæti allt eins nefnst mengunar- ráðuneyti og umhverfisráðherra sem virðist helst vilja beita sér fyrir auknum mengunarkvóta, getum við ef til vill vel við unað. Það vakti mig til umhugsunar að sjá langa gi'ein eftir bandarísku listakonuna Roni Horn í Lesbók Moggans. Hún hafði ferðast um landið okkar árlega í ein 20 ár og þóttist sjá ástæðu til að hvetja íslendinga til að passa betur upp á gullin sín. Gæti skeð að við höfum sofnað á verðinum? Ef svæði eins og Eyjabökkum verður sökkt í kaf, töpum við ekki einungis nátt- úruperlu úr dýrmætu safni okkar, heldur tapar hinn harðgerði litli hreindýrastofn mikilvægu land- svæði sínu, sem er óvíst hvaða áhrif muni hafa á dýrin. Auk þess er á Eyjabökkum fellisvæði heiðargæs- arinnar. Einhverjir spekingar hafa rétti- lega bent á að virkjunarfram- kvæmdir hafi heilmikla vegarlagn- ingu í för með sér. Þeir benda á að það geri fólki auðveldara að heim- sækja marga afskekkta staði sem nú eru langt utan alfaraleiða. En þeir sem svona skrifa hljóta að hafa farið á mis við þá miklu upplifun að ferð- ast á svæðum sem eru nánast ósnortin af manna völdum. Er virki- lega gaman að skoða virkjanir, raf- magnslínur, stíflur og skurði? Mikil umferð hefur einnig í för með sér jarðrask. Allir þeir sem eru sæmi- lega heilsuhraustir geta hæglega skoðað náttúruperlur þessa lands. Þeim ráðlegg ég að skilja bílinn eftir á góðum stað og fara gangandi, hjólandi, ríðandi eða skíðandi þang- að sem hugurinn girnist í stað þess að bíða eftir að Landsvirkjun greiði þeim leið. Höfundur starfar að kvikniynda- gerð i Kaupmannahöfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.