Morgunblaðið - 08.12.1998, Síða 54

Morgunblaðið - 08.12.1998, Síða 54
'j» 54 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ "5 % Þarftu að velja jólagjöf? Á mbl.is getur þú leitað að íslenskum og erlend- um bókum og plötum til jólagjafa. Ýtarlegir vefir um íslenskar bækur og plötur á mbl.is ásamt tengingu við Amazon, stærsta bóksala heims á Netinu, gera þér kleift að gera mjög víðtæka leit að jólagjöf í tölvunni þinni. Láttu mbl.is aðstoða þig við leitina! amazon.com www.mbl.is AÐSENDAR GREINAR Gagnagrunnur lifandi og látinna EKKERT mál í seinni tíð, sem varðar íslensku þjóðina í heild, hefir valdið slíkum um- ræðum eins og frum- varp heilbrigðisráð- herra um miðlægan gagnagrunn á heil- brigðissviði. Frumvarp- ið nær yfir bæði lifandi og látna jafnt sem óborna Islendinga. Þetta er stórmál sem krefst langrar og ítar- legrar meðferðar vegna siðferðilegra og vís- indalegra spuminga sem það vekur. Ekkert mál sem þetta, að mikilvægi, hefir fengið svo furðulega meðferð frá hendi þess ráðuneytis, sem fer með heil- brigðis- og tryggingamál þjóðar- innar. „Kárína“ heilbrigðisráðherra Það var líkast því að heilbrigðis- ráðuneytið hefði verið einkavætt að hluta eða tekið eignamámi án lagaheimildar í þágu þess einka- fyrirtækis, sem sóttist eftir einka- leyfi til tólf ára á rekstri hins fyrir- hugaða gagnagrunns. Aðstoðar- maður ráðherra virtist við einstök tækifæri vera orðinn aðstoðar- og talsmaður forstjóra Islenskrar erfðagreiningar hf. Ráðherrann sjálfur - þessi annars viðkunnan- * A að neyða læknastétt- ina, spyr Björn Jakobs- son, til að brjóta trún- aðareiða? lega húsmóðir af Skaganum - fór að koma fram eins og valdalaus þjóðhöfðingi, taka skóflustungur og taka brosandi í hendur fólks við hátíðlegar vígsluathafnir, jafn- framt því að staðfesta með undir- skrift sinni hið klæðskerasaumaða framvarp Islenskrar erfðagrein- ingar hf., greinilega samið að fyr- irsögn forstjórans Kára Stefáns- sonar. Þetta furðulega plagg var síðan lagt fram á Alþingi sl. vor í þeim augljósa tilgangi að lauma því í gegnum þingið án þess að menn áttuðu sig á því hverra hagsmun- um það átti að þjóna. Það var fyrst og fremst vegna árvekni ábyrgra lækna og vísindamanna að fram- varpið var dregið til baka. Nýtt frumvarp var síðan lagt fram í byrjun þess þings sem nú .situr. Þetta endurskoðaða frum- varp er í megindráttum enn sniðið að þörfum Islenskrar erfðagrein- ingar. Frumvarpinu hefir verið mótmælt af langsamlega flestum ábyrgum læknum og vísindamönn- um, bæði innlendum og erlendum, sem um málið hafa íjallað og lagt fram siðferðileg rök gegn miðlæg- um gagnagrunni heillar þjóðar og þeim hættum sem gætu leitt af einkaleyfi á rekstri grunnsins og misnotkun í hagnaðarskyni. Heilbrigðisráðherra lagði fram kröfu um að framvarpið yrði að fá samþykki Alþingis ekki síðar en 20. október sl. Það skilyrði var síð- an framlengt til jóla. Hver setur Alþingi Islendinga í raun þessi annarlegu skilyrði? Er það íslensk erfðagreining og bakhjarl þess í Bandaríkjunum, De Code. Allt þetta mál byggist á viðskiptalegum hagsmunum eins og Emir Snorra- son geðlæknir, einn af stofnendum íslenskrar erfðagrein- ingar, hefir svo ræki- lega upplýst í viðtali í DV 7. nóvember sl. Annar meðeigandi í Is- lenskri erfðagreiningu, Kristleifur Kristjáns- son læknir, vitnaði í Morgunblaðinu 19. júlí sl. um það hverjir yrðu helstu viðskiptavinir fyrirtækisins að fengnu einkaleyfinu. Þar á meðal var sér- staklega getið um tryggingafyrirtæki. Kristleifur þessi situr í stjóm Islenskrar erfðagreiningar ásamt Vigdísi Finnbogadóttur fyrrv. for- seta Islands. Fullyrða má að ef sú málsmeðferð sem að ofan greinir hefði verið viðhöfð í þeim vestrænu löndum „sem við viljum gjarnan bera okkur saman við“ þá hefði það kallað á opinbera rannsókn og af- sögn viðkomandi ráðherra. Það er einmitt það sem ætti að gerast hér í þessu máli, en þá er komið að sjálfum forsætisráðherra landsins og hver er hans þáttur í máli þessu? Þáttur forsætisráðherra Það hefir vakið furðu margra og ýmsar spurningar vaknað, hvað valdi hinni afdráttarlausu og að því er virðist ráðandi forgöngu forsætisráðherra í þessu máli gegn öllum gildum rökum sem fram hafa komið. Sérstaka undrun vekur að með forustu sinni í þessu máli er forsætisráðherra og for- maður Sjálfstæðisflokksins að ganga þvert á grundvallarstefnu flokksins, sem byggst hefir á and- stöðu við einokun og einkaleyfi. Um leið er persónuréttur og eign- arréttur einstaklinga á sjúkra- skrám sínum gróflega sniðgeng- inn. Ætla mætti að það væri hlut- verk ríkisstjórna í siðuðum menn- ingarríkjum að vernda þegnana gegn ofríki og valdníðslu, en ekki hið gagnstæða. Eignarréttur ein- staklinga á sjúkraskrám sínum er ótvíræður samkvæmt lögum. Ráð- herra, ríkisstjórn eða Alþingi hafa því engan rétt til að afhenda einkafyrirtæki, erlendu eða inn- lendu, þessi gögn án þess að upp- lýst samþykki hvers og eins komi til.. Það er óneitanlega mótsagna- kennt að það skuli vera einhver lenín-stalíniskur alræðisismi yfir afstöðu forsætisráðherra í þessu máli, sem sviftir einstaklinga sam- félagsins helgasta rétti yfir einka- málum sínum. „Má þjóðin sjálf þá ekkert eiga lengur sameiginlega?" varð einum ágætum fyrrverandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Friðjóni Þórðarsyni, að orði, þegar verið var að „gefa“ Útvegsbanka íslands og Sfldarverksmiðjur ríkisins til einkaaðfla. Nú era fiskimiðin og miðhálendið að fara sömu leið. Þessa dagana á svo að koma sjúkraskrám og genum lands- manna í verð - í svissneska franka eða dollara. - Allt er til sölu eða þá bara gefið. Þegar Davíð Oddsson forsætis- ráðherra lýsti því yfir í beinni sjón- varpsútsendingu með stjórnarráðs- húsið að baki sér að íslensk erfða- greining og Kári Stefánsson ættu að fá einkaleyfi á rekstri miðlægs gagnagranns, þá var ekki einu sinni búið að leggja fram hið end- urskoðaða framvarp. Það var þess vegna ekki laust við að maður fengi Björn Jakobsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.