Morgunblaðið - 08.12.1998, Side 58

Morgunblaðið - 08.12.1998, Side 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR VEL VAR mætt á aðalfundinn að þessu sinni enda mikil uppsveifla í öllu er viðkemur tamningum. Það er formaðurinn sem flytur tölu til fundarmanna. Aðalfundur Félags tamningamanna Sarakeppni um menntun FT-félaga Hestamenn nota haustið fyrri hluta vetrar til fundahalda. A laugardag hittust tamn- ingamenn og brá Valdimar Kristinsson sér niður í Laugardal á fund þeirra og þaðan í Hestamiðstöðina Hindisvík þar sem boðin voru upp hross. SAMKEPPNI um nám og próf að því loknu sem veitir aðild að Fé- lagi tamningajnanna virðist í uppsiglingu. Á aðalfundi félags- ins, sem haldinn var á laugardag, komu fram tvær tillögur þar sem lagt er til að rýmkað verði um ákvæði þau í lögum félagsins sem kveða á um inngöngu í félagið. Annarsvegar var um að ræða til- lögu frá Magnúsi Þóri Lárussyni, sem kennir hestamennsku við Skógaskóla, og Erni Karlssyni, sem hyggst ásamt fleirum hleypa af stokkunum nýjum skóla á Ing- ólfshvoli í Ölfusi, sem heitir Hestaskólinn. Báðir þessir skólar sækjast eftir að fá að mennta vtrðandi félagsmenn í FT í ein- hverri mynd. Niðurstaðan varð sú að stjóm FT lagði fram breytingartillögu fyrir fundinn sem var samþykkt. I henni segir ma. „Allir geta sótt um að þreyta frumtamningapróf FT sem lokið hafa búfræðiprófi viðurkenndu af FT eða öðru sam- bærilegu námi. Með sambærilegu námi er átt við: Að námið sé við- urkennt af menntamála- og land- búnaðarráðuneytum sem nám á sama skólastigi og búfræðipróf. Einnig að innihalda námskrár og að fagleg kennsla sé talin full- nægjandi að mati reiðkennslu- nefndar og sljórnar FT.“ Þá var samþykkt á fundinum umboð til sljórnar að sjá um út- göngu úr Landsambandi hesta- mannafélaga. Með sameiningu LH og HÍS þarf að gera breyting- ar á lögum FT vilji félagið vera aðili að sameinuðum samtökum og meðal annars grein varðandi inngöngu í félagið sem ekki var viðunandi að mati fundarmanna. í bréfí framkvæmdastjóra LH til félagsins, þar sem skýrt er hvaða greinum laga þurfi að breyta, segir, að annar kostur sé að FT | Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson STARFSÖM stjórn Félags tamningamanna var endurkjörin en hana skipa, aftari röð frá vinstri: Atli Guðmundsson, Hermann Þór Karls- son, Eysteinn Leifsson og Sigurður Sigurðarson. I fremri röð frá vinstri: Freyja Hilmarsdóttir, Ólafur H. Einarsson og Olil Amble. og LH eigi náið samstarf þer sem félagið verði leiðbeinandi aðili hvað varðar ýmsa faglega þætti og félagið tilnefndi menn í ýmsar nefndir á vegum samtakanna. Þá lýsir framkvæmdastjórinn yfir áhuga LH á að vera áfram þjón- ustuaðili fyrir félagið en margar fyrirspurnir um félagið berast inn á borð samtakanna. Þess má geta að félagar í FT eru nánast undantekningarlaust félagar í hestamannafélögum sem eru aðilar að LH og því ekki brýn þörf fyrir félagið að vera með fulla aðild að samtökunum. Þá sparast um 360 þúsund krón- ur á ári við úrsögn úr samtökun- um. Ólafur H. Einarson formaður félagsins var endurkjörinn og varamennimir Hermann Þór Karlsson og Sigurður Sigurðar- son sömuleiðis. Góður andi ríkti á fundinum og virðist starfsemi fé- lagsins í góðum farvegi. Ráðstefna FEIF um kynbótadóma Fullur áhugi á alþjóðlegri samræmingu ÁGÚST Sigurðsson kynbóta- fræðingur og hrossabóndi í Kirkjubæ sat ásamt Víkingi Gunnarssyni nýverið ráðstefnu sem haldin var á vegum Al- þjóðasambands eigenda ís- lenskra hesta, FEIF, þar sem fjaþað var um samræmingu dóma íslenskra hrossa aðildar- landa samtakanna. Einnig var fjallað um söfnun upplýsinga um dóma íslenskra hrossa á einn stað sem yrði undirstaða fyrir alþjóðlegt kynbótamat íslenska hrossastofnins. Sagði Ágúst að fullur hugur væri á að taka upp náið sam- starf og sameiginlegt dómkerfi í dómum á kynbótahrossum hjá aðildarlöndum FEIF. Hefði þessi ráðstefna skilað góðum ár- angri þótt vissulega væri iangt í land að takmarkinu væri náð. Ágúst, sem gegnir sem kunn- ugt er starfi hrossaræktarráðu- nauts um þessar mundir, sagði að hér væri aðeins um tíma- bundna ráðningu að ræða. Hann sagðist ekki vita hvert fram- haldið yrði, hann hefði ekki gert upp hug sinn hvort hann hefði áhuga á starfinu til frambúðar. „Eg hef verið í Svíþjóð í hálfan mánuð og ekki leitt hugann neitt að þessum málum,“ sagði Ágúst að endingu. Hestar/Fólk ■ SVEINN Guðmundsson á Sauð- árkróki og sonur hans Guðmund- ur notuðu heiðursverðlaunahest- inn Stíganda frá Sauðárkróki á flestar hryssur sínar síðastliðið vor. ■ HRAFN frá Garðabæ, sem efstur stóð af íjögun-a vetra hest- um á landsmótinu, fékk þó eina hryssu þeirra feðga til fyljunar og þriggja vetra foli frá þeim feðgum, Spegill, fyljaði nokkrar. ■ SpegiII þessi, sem er rauðbles- óttur, er undan Hervöru frá Sauð- árkróki og Fána frá Hafsteins- stöðum og mun Guðmundur temja hann í vetur. ■ GUÐMUNDUR, sem starfar við kjötiðn, mun eftir áramót snúa sér alfarið að tamningum í vetur en mikið af ungum hrossum, bæði stóðhestum og hryssum, bíður tamningar hjá þeim feðgum. ■ DYNUR frá Hvammi verður hjá þeim feðgum næsta vor og hyggjast þeir nota hann á helst allar hryssurnar sé þess kostur. ■ ORRI frá Þúfu er faðir Dyns en móðir hans heitir Djásn, sem er frá Gönguskörðum og undan heimahrossum. Hann fékk 8,03 í aðaleinkunn á landsmótinu í sum- ar og vakti athygli fyi-ir góða fóta- gerð og prúðleika. ■ HILMIR frá Sauðárkróki, sem er í eigu Sveins, undan Ófeigi frá Flugumýri og Hervu frá Sauðár- króki, verður í þjálfun hjá Sigurði Sigurðarsyni í Mosfellsbæ þar sem megináhersla verður lögð á að bæta töltið í klárnum, sem hef- ur þótt í tæpasta lagi. ■ SIGURÐUR Sæmundsson bóndi í Holtsmúla notaði Orra frá Þúfu en búið er stærsti hluthafi í honum með tíu hluti. Þá á búið einnig stóran hlut í Pilti frá Sperðli og þangað fór Sigurður með fimm hryssur. ■ ESJAR frá Holtsmúla fékk einnig notið nokkurra hryssna hjá Sigurði og sömuleiðis Ypsilon frá Holtsmúla, sem er enn einn OiTa- sonurinn. ■ SIGURÐUR á einnig von á einu folaldi undan Núma frá Þórodds- stöðum, sem hann fékk í hryssu sem hann keypti, en taldi ekki ástæðu til að eyða fylinu þar sem hryssan væri mjög góð eins og Sigurður orðaði það. ■ KIRKJUBÆJARBÚIÐ notaði aðallega Stíganda frá Sauðár- króki og Loga frá Skarði á hryss- ur búsins. ■ KYNDILL frá Kirkjubæ, sonur Rauðhettu frá Kirkjubæ og Trostans frá Kjartansstöðum, var einnig notaður á nokkrar hryssur. ■ RA UÐHETTA var hjá Orra frá Þúfu síðsumars og er þar reyndar ennþá og hefur ekki enn verið óm- skoðuð svo óvíst er hvort samvera þeirra hafi borið ávöxt. ■ OTUR frá Sauðárkróki verður að öllum líkindum notaður á Kirkjubæjarbúinu næsta sumar en einnig verður notaður foli á þriðja vetur, Töfri. ■ TÖFRI sá er frá Kjartansstöð- um undan hinni frægu stóðhesta- móður Ternu frá Kirkjubæ og Óði frá Brún, sem er sonarsonur Ternu. ■ PENNI og Spegill, sem báðir eru frá Kirkjubæ og fjögurra vetra gamlir, verða í fram- haldstamningu í vetur en þeir hafa ekki verið sýndir. ■ KYNDILL ásamt þeim Spaða og Grikki verða allir frumtamdir í vetur en þeir fara á fjórða vetur. ■ SPAÐI er undan Trostan frá Kjartansstöðum og Spes frá Kirkjubæ en Grikkur er undan Stormi frá Bólstað en móðirin er Fluga frá Kirkjubæ. mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.