Morgunblaðið - 08.12.1998, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 61
Matur og matgerð
Randabrauð
eða randalín
Tungan tekur breytingum, segir Kristín
Gestsdóttir. í orðabók Blöndals 1920-24
er randalín „kona sem klæðist röndóttri
✓
blússu“ en í orðabók Arna Böðvarssonar
um 40 árum síðar er það skilfflreint sem
„randakaka“.
ÞEIR sem á annað borð ætla
sér að baka fyrir jólin eni flestir
byrjaðir, enda er það orðið al-
mennur siður að gæða sér á jóla-
bakkelsi á jólaföstunni. Þegai- jólin
sjálf koma er svo margt annað til
að borða að kökurnar hafa vikið.
Jólasmákökur hafa Islendingar
lengi bakað, jafnvel áður en þeir
eignuðust bakaraofna, en fyrsti
bakaraofninn kom til landsins árið
1860 og það leið langur tími þar til
þeir urðu eign almennings. Hvern-
ig var þá hægt að baka smákökur
án bakaraofns? Þeir efnameiri áttu
svokallaða lokpönnu, sem hægt var
að baka í aðeins fáar smákökur í
einu. Lokpannan var með þremur
löppum og henni var stungið í glóð
á eldstæðinu. Lok gekk ofan í hana
og þar á var líka sett glóð til að fá
yfirhita. Svo fyrirhöfnin hefur ver-
ið ærin. Hinir fátækari bökuðu alls
engar kökur heldur steiktu klein-
ur, parta, laufabrauð o.fl. í tólg og
svo auðvitað lummur sbr. jólavís-
una: „Pabbi segir, pabbi segir“ þar
sem talað er um „að borða sætar
lummurnar". En það eru hvorki
smákökur né sætar lummur í þess-
um þætti heldur randalínur, sem
lengi hafa verið vinsælt jólabakk-
elsi á Islandi.
Hörð terta
móður minnar
1 kg hveiti
1 tsk. hjartarsalt
'/2 tsk. lyftiduft
____________V2 tsk. kanill________
500 g smjör eða smjörlíki
500 g sykur
____________ 4 egg _______________
Rabarbarasulta
1. Blandið þurrefnum saman,
myljið smjörið út í. Setjið síðan
eggin út í eitt í senn og hnoðið vel,
helst í hrærivél. Setjið síðan í kæli-
skáp í í-2 klst.
2. Skiptið í 3 hluta, fletjið út svo
að passi á þrjár plötur, hafið bök-
unarpappír undir. Hitið bakaraofn-
inn í 200°C, blástursofn í 180°C,
bakið í 12-15 mínútur.
3. Kælið og leggið saman með
sultunni.
Súkkulaðirandalín
með hvítu kremi
_____175 g smjör eða smjörlíki__
1 dl flórsykur
1 dl strósykur
_______________4 egg_______________
4 msk. kakó
2 dl hveiti
1 '/2 tsk. lyftiduft
1. Hrærið smjör með sykri, setj-
ið síðan eitt egg í senn út í og
hrærið saman.
2. Blandið saman kakó, hveiti og
lyftidufti og hrærið saman.
3. Leggið bökunarpappír á bök-
unarplötu, smyrjið deiginu á hann.
Hitið bakaraofn 200°C, blástursofn
í 180°C, bakið í miðjum ofni í 15-20
mínútur. Kælið og skerið í 3 hluta.
Kremið:
125 g smjör (ekki smjörlíkij
125 g flórsykur
1 þeytt eggjahvíta
1. Hrærið smjör og flórsykur,
þeytið hvítuna og blandið í. Smyrj-
ið á tvo hluta kökunnar og leggið
saman. Gott er að geyma þessa
köku í frysti.
Kryddrandalín
með Ijósu
smjörkremi
400 g smjörlíki
500 g sykur
_______4-5 egg_______
2 tsk. sódaduft
2 tsk. lyftiduft
2 tsk. af hverju: negul,
kanil og engifer
_______3 msk. kakó___
1 kg hveiti
4-5 dl mjólk
1. Hrærið lint smjörlíki með
sykri, hrærið eggin út í.
2. Blandið saman þurrefnum,
hrærið út í til skiptis við mjólkina.
3. Setjið bökunarpappír á 3 plöt-
ur, smyrjið deiginu jafnt á Hitið
bakaraofn í 210°C, blástursofn í
190°C. bakið í 12-15 mínútur.
Kælið.
Kremið:
250 g smjör
8 dl flórsykur
2 eggjarauður
1 tsk. vanilludropgr
Hrærið allt saman. Leggið kök-
una saman með kreminu. Skerið í
um 8 sm ræmur, vefjið hverja
ræmu í álpappír og geymið í kæli
eða frysti.
Merktu við !
Sendum í póstkröfu s: 568 8190
Hárgreiðslu og förðunarsett
Sturtuklefi fyrir Barbie, án dúkku
Stór eldavél
Stór tvíbura
dúkkukerra
Stærð
66*36 cm
Trégítar
'SmásJá meðíjósi
"nuron .
mm1 1 2 3
KRINGMN
Kerruvagn með innKéupakerru og poka
Stærð 40 cm
tasett
Stærð 60 cm
mari
BollasteIF%
margar gerðii
frá 495
Baby Bom kerra
□ CKr. 1.76$)
4$
ju*, P1' Ífc': X
Án Þyrla með
Ftafhlöðu Ijósum og hljóðum