Morgunblaðið - 08.12.1998, Side 70
70 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
FÓLK í FRÉTTUM
Sýnt á Stóra sóiði kl. 20.00:
BRÚÐUHEIMILI — Henrik Ibsen
Frumsýning 26/12 kl. 20 uppsett — 2. sýn. 27/12 uppselt — 3. sýn. sun. 3/1
örfa sæti laus.
TVEIR TVÖFALDIR — Ray Cooney
9. sýn. mið. 30/12 — 10. sýn. lau. 2/1.
SOLVEIG — Ragnar Arnalds
Fös. 8/1.
BRÓÐIR MINN LJÓNSHJARTA — Astrid Lindgren
Pri. 29/12 kl. 17 - sun. 3/1 kl. 14.
Sýnt á Litla sóiði:
ABEL SNORKO BÝR EINN — Eric Emmanuel-Schmitt
Mið. 30/12 kl. 20. Ath. ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að
sýning hefst
Sýnt á SmiðaOerkstœði kl. 20.30:
MAÐUR í MISLITUM SOKKUM
Fim. 10/12 uppselt — fös. 11/12 uppselt — lau. 12/12 uppselt — þri. 29/12 -
mið. 30/12 — lau. 2/1 — sun. 3/1.
Miðasalan er opin mánud.—þriðiud. kl. 13—18, miðvikud.—sunnud. kl. 13—20.
Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími SS1 1200.
Gjafakort í Þjóðteikfuísið — qjöfiti sem tifnar Uið
Nemendaleikhúsið
sýnir í Lindarbæ
IVANOV
eftir Anton Tsjekhov.
sýn. miö. 9. des. kl. 20
sýn. fös. 11. des. kl. 20
sýn. sun. 13. des. kl. 20 örfá sæti laus
sýn. mið. 16. des. kl. 20
sýn. fim. 17. des. kl. 20
sýn. lau. 19. des. kl. 20 uppselt_
MIÐAVERÐ KR. 500. MIÐAP. í SÍMA
552 1971 ALLAN SÓLARHRINGINN.
Miðasala opln kl. 12-18 og
tram að sýnlngo sýnlngardaga
Ósóttar pantanlr seldar daglega
____ Sími: 5 30 30 30
IM0 Gjafakont í leikhusið
Tilvalin jólagjöf!
KL. 20.30
sun 13/12 nokkur sæti laus
sun 27/12 jólasýning
ÞJONN
fr s ú p u nm i
lau 12/12 kl. 20 örfá sæti laus
lau 12/12 kl. 23.30 örfá sæti laus
fös 18/12 kl. 20 og 23.30
Tónleikaröð Iðnó
í kvöld 8/12 kl. 20.30
Nýársdansleikur
Tryggið ykkur miða strax!
Tilboð til leikhúsgesta
20% afsiáttur af mat fyrir
leíkhúsgesti í Iðnó
Borðapöntun í síma 562 9700
ISIÆNSKA OI’liltAN
Gamanleikrit í leikstjórn
Sigurðar Sigurjónssonar
sun. 6/12 kl. 21 uppselt
mán. 28/12 kl. 20 uppselt
þri. 29/12 kl. 20 uppselt
mið. 30/12 kl. 20 uppselt
Miðaverð kr. 1100 fyrir karla
kr. 1300 fyrir konur
lau. 26/12 kl. 14
sun. 27/12 kl. 14 örfá sæti iaus
sun. 10/1 kl. 14
Leikhúsmiði í jólapakkann!
Georgfólagar fá 30% afslátt
Miðapantanir í síma 5511475 frá kM3
Miðasala alla daga frá kl 15-19
Jólabókatónaflód
Canada & höfundar
frá Bjarti
fimmtudaginn 10/12
BARBARA & ÚLFAR
SPLATTERH
föstudaginn 11/12 kl. 24
laus sæti
Miðapantanir allan sólarhringinn í síma
551 9055. Miðasala fim.-lau. milli 16 og 19
og símgreiðslur alla virka daga.
Netfang: kaffileik@isholf.is
KONAN
FIM: 10. DES - laus sæti
Síðasta sýning fyrir áramót
Veitingahúsin Hornið, REX og Pizza 67 bjóða
handhöfum miða ýmis sértilboð.
T J A r'nar B í Ó
Miðasala opin 2 dögum fyrlr sýn. 17-20
& allan sólarhringinn í síma 561-0280
Nýkrýnd í feg-
urðarævintýri
► FEGURÐIN er vegin og metin
víða í heiminum og eru fjölmargar
fegurðarsamkeppnir haldnar ár-
lega. Sú fegursta fær að launum
titil og kórónu og veldissprota al-
veg eins og aivöru prinsessa í æv-
intýri. Hér er hin 22 ára Kisha Al-
varado frá Costa Rica en hún vann
í Ungfrú Asíu-Kyrrahafs-fegurðar-
samkeppninni. Þátttakendur komu
frá 25 þjóðlöndum, en keppnin fór
fram á Clark-flugvellinum, sem áð-
ur var bandarískur herflugvöllur,
rétt norður af Manila á Filippseyj-
um sunnudaginn 6. desember.
Bláir
neistar
TÓIVLIST
Vafningur, lag Óskars Guðjónssonar í endurútsetningu sveitarinnar
Lhooq, er með bestu Iögum geislaplötunnar.
Geisladiskur
NEISTAR
Safnplata með raftónlist. A geisla-
disknuni eiga lög Northern Light
Orchestra, Móa, Chico, Dirty Bix,
Tim 2, Óskar Guðjónsson, Hassbræð-
ur, Monotone og Amin. Geislaplatan
var hljóðrituð á ýmsum stöðum en
lokahljóðvinnsla fór fram í Stúdíó
Irak undir stjórn Bjarna Braga.
Sproti gefur út, Skífan dreifir.
ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Sproti
hefur áður gefið út safnplötur með
upprennandi tónlistmönnum, poppur-
um og rokkurum, á Neistum er komið
að raftónlistinni. Geislaplatan hefst á
laginu Loverboy með Northern Light
Orchestra ásamt ásamt Páli Óskari,
þokkalegt lag, einfalt raf-“soul“ sem
Páll ber í raun uppi, ágætis rísandi er
í laginu en endalaus orgellykkja verð-
ur þreytandi við endurtekna hlustun.
Að tónlistarmönnunum ólöstuðum þá
er rýmið orðið svo mikið á „sampler-
um“ í dag að þess gerist ekki þörf að
endurtaka lykkjur endalaust. Við tek-
ur endurhljóðblöndun á lagi Móu, Joy
and pain af breiðskífu hennar, Uni-
versal. Það er hinn franski Dimitri
from Paris sem blandar og er útkom-
an nokkur vonbrigði, bæði með hlið-
sjón af öðrum verkum Dimitri sem og
upprunalegri útgáfu lagsins, endur-
hljóðblöndunin bætir engu við heldur
týnir fyrri anda lagsins. Það er ein-
menningssveitin Chico sem á þriðja
lag geislaplötunnar, The sun, tónlist
Chico er eins konar „triphop" bak-
grunnstónlist og ágæt sem slík, þessi
tegund tónlistar býður þó ekki upp á
mikla athygli hlustandans því hún er
einhæf og viðburðasnauð, betui' hæfir
hún í bakgrunni á kaffíhúsum o.þ.h.,
lyftutónlist tíunda áratugarins. Öll
platan einkennist mjög af þessum
kima raftónlistarinnar sem hefur þró-
ast út frá „triphop" tónlist og nýleg-
um vinsældum „easy listening" sjö-
unda áratugarins.
Dirty Bix á lagið That Pomo
Track, klámmyndatónlist er jú einnig
bakgrunnstónlist, meira gerist í That
Pomo Track en í laginu á undan, lag-
ið er gott en betra efni hefur þó
heyrst frá Birgi Sigurðssyni, fónk-
aðra og vandaðra. Monotone á tvö lög
á Neistum, Pick a life og Pale Love,
það er söngur í lögum Monotone en
það er því miður sjaldgæft í flestum
tegundum raftónlistar, tónlist sveitar-
innar er „triphop“ en söngurinn er í
þessu tilviki sveitinni til vansa, bæði
hefur söngvarinn takmarkaða rödd
en textamii' era einnig gerðir af van-
efnum, einkum sá fyrri sem hljómar
líkt og afbökun á upphafsorðum kvik-
myndarinnar Trainspotting. Það er
enginn asi á þeim tónlistarmönnum
sem fram koma á Neistum, Tim 2
hrista lítið upp í hraðanum og hljóma
síst hrárri. Þó er lag þeirra Origo
nokkuð skemmtilegt fónkskotið
„triphop" með skemmtilegum Rhodes
og gítai'línum. Sjöunda lag Neista,
Vafningur, lag Óskars Guðjónssonar í
endurútsetningu sveitarinnar Lhooq,
er með bestu lögum geislaplötunnar,
einhæft vissulega en skemmtilegt fyr-
ir góða bassa og hrynlínu (þó ekki
drum’n bass), grípandi lag, einkum í
upphafl. Að Vafningi loknum taka svo
Hassbræður við, þessar tilvísanii- í
kannabis eru lýsandi fýrir það hugar-
ástand sem hlustandanum er ætlað
að komast í og vissulega er gott að
geta komist í leiðslu af tónlist, þarna
koma tengsl þessarar lyftu „triphop"-
tónlistai- sem einkennir geislaplötuna
við sveimtónlist hvað best fram.
Hassbræður gera tilraun til að
koma hlustandanum í leiðslu og tekst
nokkuð vel upp, einkum fyrir
trompet Iykkju sem leiðfr lagið. Lag
Amin, Cat, hristir upp í hlustandan-
um eftfr rólegheitin, taktfastur hryn-
ur og skemmtilegur gítar- og bassa-
Ieikur sér til þess. Síðasta lag plöt-
unnar, líklega það besta, er svo lag
Northern Light Orchestra, sem hóf
plötuna, Brown sugar er hrátt „grúv“
með frábærri bassalínu sem vinnur
mikið á þrátt fyrir ófrumlega byrjun.
Neistar eru gott og þai-ft framtak,
svona safnplötur eru nauðsynlegar,
plötur sem innihalda nýja tónlist,
kynna það sem á eftir að gerast, eða
reyna a.m.k. Þar með er tilgangurinn
til staðar í stað þess að sópa saman
lögum af vinsældarlistum sem þegar
eru til á breiðskífum viðkomandi tón-
listarmanna.
Gísli Árnason
BÍÓIN í BORGINNI
Sæbjörn Valdimarsson/ Arnalcíur Indriðason
Hildur Loftsdóttii•
BÍÓBORGIN
Muhin ★★★‘/2
Teiknimyndirnar frá Disney gerast
ekki mikið betri. Fín saga, tónlist og
teikningar. Pottþétt fjölskyldu-
skemmtun.
The Avengers ★
Flatneskjulega leikstýrð njósnaskop-
mynd, svo illa skrifuð að hin yfírleitt
trausta leikaraþrenna (Fiennes,
Connery, Thurman) veldur einnig
vonbrigðum. Brellurnar fá stjörn-
una.
The Horse Whisperer
Falleg og vel gerð mynd á allan hátt,
sem lýsir kostum innra friðs í harm-
oníu við náttúnma og skepnur.
SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA
The Negotiator ★★!/2
Góðir saman Jackson og Spacey en
lengd myndarinnar ekki raunhæf.
Mulan ★★★!/!2
Teiknimyndirnar frá Disney gerast
ekki mikið betri. Fín saga, tónlist og
teikningar. Pottþétt fjöiskyldu-
skemmtun.
Smile Like Yours ★
Tilgangslaus vella, dulbúin sem róm-
antísk gamanmynd.
Snake Eyes ★l/2
Brian De Palma fer vel af stað í nýj-
ustu spennumynd sinni, en svíkur
síðan áhorfandann í tryggðum, fyrst
og fremst sem handritshöfundur.
Hver heilvita maður sér fljótlega í
gegnum næfurþunnt plottið og gam-
anið er úti.
Foreldragildran ★★
Rómantísk gamanmynd um tvíbura
sem reyna að koma foreldrum sínum
saman á ny. Stelpumynd útí gegn.
A Perfect Murder ★★★
Peningar og framhjáhald trylla ást-
arþríhyrninginn. Ur því verður fín
spennumynd sem sífellt rúllar uppá
sig og kemur skemmtilega á óvart.
Töfrasverðið ★★
Warner-teiknimynd sem nær ekki
gæðum né ævintýrablæ Disney-
mynda.
Kærður saklaus ★★
Sæmilegasta skemmtun, gerir grín
að bíómyndum dagsins. Það þai'f
gi'einilega Leslie Nielsen í þessar
myndir. Daprast flugið eftir hlé.
HÁSKÓLABÍÓ
Út úr sýn ★★★
Ástin grípur í handjárnin milli löggu
og bófa að hætti Elmores Leonards.
Sem fær ágæta meðhöndlun að þessu
sinni. Fyndin, fjömg, krydduð furðu-
persónum skáldsins, sem eru undur
vel leiknar yflr línuna,
Stelpukvöid ★★!/2
Ti'agikómedía um tvær miðaldra kon-
ur sem halda til Las Vegas þegar í
ijós kemur að önnur þeirra er komin
með krabbamein. Klútamynd mikil.
Maurar ★★★
Frábærlega vel gerð tölvuteikni-
mynd. Leikaravalið hið kostulegasta
með Woody Allen í fararbroddi. Fín-
asta skemmtun fyrfr fjölskylduna.
Dansinn ★★'/2
Nett og notaleg kvikmyndagerð
smásögu eftir Heinesen um afdrifa-
ríka brúðkaupsveislu í Færeyjum á
öndverðri öldinni. Skilur við mann
sáttan.
Björgun óbreytts Ryans ★★★★
Hrikaleg andstríðsmynd með trú-
verðugustu hernaðarátökum kvik-
myndasögunnar. Mannlegi þátturinn
að sama skapi jafnáhrifaríkur. Ein
iangbesta mynd Spielbergs.
KRINGLUBÍÓ
The Negotiator ★★'/2
Góðir saman Jackson og Spaeey en
lengd myndai'innar ekki raunhæf.
Mulan ★ ★ ★ '/2
Teiknimyndfrnar frá Disney gerast
ekki mikið betri. Fín saga, tónlist og
teikningar. Pottþétt fjölskyldu-
skemmtun.
The Avengers ★
Flatneskjulega leikstýrð njósnaskop-
mynd, svo illa skiifuð að hin yfirleitt
trausta leikaraþrenna (Fiennes,
Connery, Thurman) veldur einnig
vonbrigðum. Brellurnar fá stjörn-
una.
Foreldragildran ★★
Rómantísk gamanmynd um tvíbura
sem reyna að koma foreldrum sínum
saman á ny. Stelpumynd útí gegn.
LAUGARÁSBÍÓ
The Truman Show ★★★★
Frumlegasta bíómynd sem gerð hef-
ur verið í Bandaríkjunum í áraraðir.
Jim Carrey er frábær sem maður er
lifir stöðugt í beinni útsendingu sjón-
varpsins án þess að vita af því
Dansaðu við mig ★!4
Skemmtileg mynd fyi'ir dansáhuga-
fólk. Annars er sagan klisja út í gegn
og húmorinn ansi sveitalegur.
REGNBOGINN
Þjófurinn -k-k-k
Döpur og grimm, sovésk söguskoð-
un. Þjófurinn táknar Stalín, myndin
vel skrifað og leikið uppgjör höfund-
ar við þá viðsjárverðu tíma sem
kenndir eru við harðstjórann.
Það er eitthvað við Maríu ★★★
Skemmtilega klikkaður húmor sem
fer ótroðnar slóðir í ferskri og sætri
mynd um Maríu og vonbiðlana.
Halloween H20 ★★
Sú sjöunda bætir engu við en lýkur
seríunni skammlaust.
Dagfinnur dýralæknir ★★!4
Skemmtilega klúr og hressileg út-
gáfa af barnaævintýrum Loftings
öðlast nýtt líf í túlkun Eddie Murp-
hys og frábæri'i tölvuvinnu og tai-
setningu.
STJÖRNUBÍÓ
Knock Offk
Dæmalaus dellumynd frá Damme.
Partíið ★V2
Amerískt menntaskólapartí, fyrir þá
sem hafa gaman af slíku.