Morgunblaðið - 10.12.1998, Side 28

Morgunblaðið - 10.12.1998, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Blóðug átök á Vesturbakkanum á afmæli palestínsku uppreisnarinnar Skyggir á heimsókn Clintons Ilekron. Jerúsalem. Reutcrs. PALESTÍNUMAÐUR beið bana og rúmlega 55 særðust í óeirðum á Vesturbakkanum í gær þegar Palestínumenn minntust þess að ell- efu ár eni liðin frá því uppreisn þein-a gegn hemámi Israela, intifa- da, hófst. Óeirðirnar á Vesturbakk- anum og deilan um hvort Palestínu- menn geti stofnað sjálfstætt ríki hafa varpað skugga á fyrirhugaða heimsókn Bills Clintons Bandaríkja- forseta til ísraels og sjálfstjórnar- svæða Palestínumanna 12.-15. þessa mánaðar. Palestínumenn köstuðu steinum að ísraelskum hermönnum og bílum á vegum við bæi Palestínumanna og byggðir gyðinga á Vesturbakkanum. Óeirðirnar minntu á palestínsku uppreisnina sem hófst árið 1987 og hjaðnaði eftir friðarsamkomulagið við ísraela í Ósló árið 1993. 16 ára Palestínumaður lést á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir byssukúlu nálægt Ramallah á yfir- ráðasvæði Palestínumanna á Vestur- bakkanum. Ekki var vitað í gær hver skaut hann og her Israels kvaðst ekki hafa fengið upplýsingar um at- vikið. Tíu Palestínumenn særðust í Ramallah og að minnsta kosti 27 í Betlehem, þar af fímm alvarlega. Um 19 særðust í óeirðum í öðrum bæjum á Vesturbakkanum. Palestínumenn efndu einnig til allsherjarverkfalls á Vesturbakkan- um í tilefni af uppreisnarafmælinu og til að krefjast þess að ísraelar leystu palestínska fanga úr haldi. Hreyfing herskárra múslima, Ham- as, sagði að stofnandi hennar, Ah- med Yassin, sem er í stofufangelsi á Gaza-svæðinu, hefði hafíð mótmæla- svelti til að krefjast þess að ísraelar leystu félaga hreyfingarinnar úr haldi. Palestínskir embættismenn segja að hartnær 2.000 „pólitískir fangar“ taki nú þátt í mótmælasvelti sem hófst í ísraelskum fangelsum fyrir viku. Námsmenn bratu einnig rúður í nýju spilavíti í Jeríkó og létu þannig í ljós óánægju sína með að leiðtogum Palestínumanna skyldi ekki hafa tekist að fá fangana leysta úr haldi. Spilavítið var opnað í september þrátt fyrir harða andstöðu heittrúaðra múslima. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, hefur krafist þess að palestínsk yfirvöld bindi enda á óeirðimar og sagt að ólíklegt sé að ísraelar flytji herlið sitt frá 5% Vest- urbakkans í næstu viku, eins og kveðið er á um í friðarsamkomulagi hans og Arafats. Palestínumenn líta hins vegar á heimsókn Clintons sem stuðning við stofnun Palestínuríkis og bíða hans með mikilli eftirvæntingu. „Hún er sigur fyrir okkur - viðurkenning af hálfu öflugasta ríkis heims,“ sagði Ali Mohammad, þrítugur Palestínu- maður á Gaza-svæðinu. Reuters Verðlaunahafar í Ósló JOHN Hume, leiðtogi flokks hófsamra kaþólikka (SDLP), og David Trimble, leiðtogi Sam- bandsflokks Ulster (UUP), á Norður-Irlandi voru kampakátir þegar þeir komu til Ósló í gær- morgun en í dag munu þeir fá afhent friðarverðlaun Nóbels fyrir störf sín í þágu friðar á N- Irlandi. Fyrrverandi yfírmaður norsku N óbelsnefndarinnar Kom í veg fyrir að Gandhi fengi friðarverðlaunin Ósló. Reuters. GUNNAR Jahn, yfirmaður norsku Nóbelsnefndarinnar á árunum 1942-1966, kom í veg fyrir að Ind- veijinn Mahatma Gandhi fengi friðar- verðlaun Nóbels, samkvæmt dagbók hans sem ekki hefur áður sést opin- berlega og var Jahn aukinheldur andsnúinn því að Rauði krossinn fengi friðarverðlaunin á sínum tíma. Dagbók Jahns, sem var bankastjóri norska seðlabankans og leiðtogi and- spymuhreyfingarinnai- í Noregi í síð- ari heimsstyrjöldinni, hefur legið í luktum hirslum Nóbelsstofnunarinn- ar í fimmtíu ár. „Dagbókin er eina beina heimildin sem til er um viðræður nefndarmanna um mögulega verðlaunahafa," segir Geir Lundestad, forstjóri Nóbels- nefiidarinnar. „Hún gefur afar skýra mynd af framkomu Jahns - hann virðist hafa verið úrillur maður.“ Arið 1947 vildu til dæmis tveir meðlimir Nóbelsnefndarinnar veita Gandhi friðarverðlaunin vegna frið- samlegrar baráttu hans sem varð til þess að Indland hlaut sjálfstæði írá Bretum þetta ár. Jahn, sem var andsnúinn því að veita Gandhi verðlaunin, segist í dag- bók sinni hafa sagt við nefndar- meðlimi að Gandhi væri augsýnilega „langbesta" manneskjan sem stungið hefði verið upp á „og það er hægt að láta afar mörg góð orð falla um Gand- hi. En við megum ekki gleyma því að þótt hann sé málsvari friðar þá er hann einnig þjóðemissinni." Orð hefur verið haft á því að sú staðreynd að Gandhi skyldi aldrei hljóta friðarverðlaun Nóbels sé tals- verð skömm fyrir aðstandendur þeirra. Sagnfræðingar segja hins vegar að sú þakkarskuld sem Norð- menn stóðu í við Breta eftir síðari heimsstyrjöld hafi haft áhrif á afstöðu Nóbelsnefndarinnar, auk þess sem kynþáttafordómar gætu einnig hafa haftáhrif. „Eg var óánægðastur þegar verð- launin féllu samtökum Rauða kross- ins í skaut,“ skrifar Jahn í dagbók sína. Sakaði hann leiðtoga Noregs- deildar samtakanna um að nýta sér verðlaunin til að auglýsa Noregsdeild sína „sem ekkert hefur gert markvert á alþjóðavettvangi" með „óskamm- feilnum hætti“. Rússum boðið á af- mælisfund NATO Brussel. Reuters. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ bauð í gær Rússum að taka þátt í 50 ára afmælisfundi þess í Washington í vor, eftir að ráðamenn þessara fyrr- verandi andstæðinga í kalda stríðinu sýndu með sér ný vinahót í höfuðstöðvum NATO í Brussel í gær. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, og Madeleine Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, komu boðinu formlega á framfæri við rúss- neska utanríkisráðherrann Igor Ivanov á fundi Samstarfsráðs NATO og Rússlands, en Ivanov sagði ekk- ert um hvort Rússar myndu þiggja boðið, enda er það pólitískt viðkvæmt, þar sem á Washington- fundinum verður formlega gengið frá inngöngu þriggja fyrrverandi aðildarríkja Varsjárbandalagsins og þar með bandamanna Sovétríkjanna - Póllands, Tékklands og Ungverja- lands - í NATO. Rússnesk stjóm- völd hafa harkalega beitt sér gegn þessari stækkun hins vestræna varn- arbandalags til austurs. Rússneska ríkisstjórnin ræðir fjárlög fyrir næsta ár Aðhald sagt í fyrirními en herframlög aukin Moskvu. Reuters. JEVGENÍ Prímakov, forsætis- ráðherra Rússlands, fullyrti í blaða- viðtali í gær að rússneska ríkið yrði ekki gjaldþrota þótt það ætti í örðugleikum með að greiða skuldir. Ríkisstjórnin ræddi í gær drög að fjárlögum fyrir árið 1999, en um- ræðumar um þau snúast fyrst og fremst um hvemig unnt sé að draga úr útgjöldum ríkisins. VamaiTnál- ai'áðherranum, Igor Sergejev, tókst þó að knýja fram hækkun framlaga til hersins, en sú sneið af fjárlaga- kökunni var þó minni en Borís Jeltsín forseti hafði heitið áður en efnahagur landsins hrandi. Búist er við því að stjórn Príma- kovs muni samþykkja fjárlaga- drögin á næstu dögum, jafnvel í dag, og leggja þau að því búnu fram í dúmunni, neðri deild rúss- neska þingsins. Prímakov hefur sagt að fjárlög næsta árs verði mjög aðhaldssöm og þau beinist einkum að því að hindra óða- verðbólgu. Hvort sem um tilviljun var að ræða eða ekki vakti það athygli að samtímis því að ríkisstjórnin sat á rökstólum um fjárlögin og utan- ríkisráðherrann, Igor Ivanov, átti fundi með ráðherram NATO-ríkj- anna í Brassel tilkynnti kjarnorku- deild rássneska hersins að tilraun með að senda á loft nýja lang- dræga stýriflaug, Topol-M, hefði tekizt vel. Verið er að skera niður fjölda liðsmanna í rássneska hernum í samræmi við nýjar aðstæður eftir lok kalda stríðsins, en stefna Rússa er að endurbæta kjarnorkuvopna- mátt sinn með því að koma sér upp nýjum og betri en færri kjam- orkuflaugum. Topol-M-flauginni er ætlað að verða uppistaðan í kjarn- orkuvopnabúri og vörnum Rússa á komandi öld. Sergejev varnarmálaráðherra tókst að fá samþykki meðráðherra sinna fyrir því að herinn fengi í sinn hlut 3,1% af útreiknaðri þjóð- arframleiðslu, í stað 2,5% eins og gert hafði verið ráð fyrir í fyrstu. Jeltsin skotspónn launmorðingja Rússneska lögreglan sagðist i gær hafa handtekið mann sem granaður er um að hafa haft uppi áform um að ráða Borís Jeltsín, forseta Rússlands, af dögum. Jeltsín, sem mætti til vinnu í þrjár stundir á mánudag og rak þá fjóra ráðgjafa, er sagður á batavegi. Hann fór í gær af sjúkrahúsinu, þar sem hann hefur dvalið vegna lungnabólgu sl. hálfan mánuð. Hann flutti í sveitasetur norðan við Moskvu. Kraftmeiri, nú með 1400W mótor Fislétt, aðeins 6.5 kg. Biðstöðufesting fyrir rör og slöngu. Og hinn frábæri Nilfisk AirCare® síunarbúnaður með HEPA H13 síu. Komdu og skoðaðu nýju Nilfisk GM-400 ryksugurnar /?Qnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.