Morgunblaðið - 10.12.1998, Síða 28

Morgunblaðið - 10.12.1998, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Blóðug átök á Vesturbakkanum á afmæli palestínsku uppreisnarinnar Skyggir á heimsókn Clintons Ilekron. Jerúsalem. Reutcrs. PALESTÍNUMAÐUR beið bana og rúmlega 55 særðust í óeirðum á Vesturbakkanum í gær þegar Palestínumenn minntust þess að ell- efu ár eni liðin frá því uppreisn þein-a gegn hemámi Israela, intifa- da, hófst. Óeirðirnar á Vesturbakk- anum og deilan um hvort Palestínu- menn geti stofnað sjálfstætt ríki hafa varpað skugga á fyrirhugaða heimsókn Bills Clintons Bandaríkja- forseta til ísraels og sjálfstjórnar- svæða Palestínumanna 12.-15. þessa mánaðar. Palestínumenn köstuðu steinum að ísraelskum hermönnum og bílum á vegum við bæi Palestínumanna og byggðir gyðinga á Vesturbakkanum. Óeirðirnar minntu á palestínsku uppreisnina sem hófst árið 1987 og hjaðnaði eftir friðarsamkomulagið við ísraela í Ósló árið 1993. 16 ára Palestínumaður lést á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir byssukúlu nálægt Ramallah á yfir- ráðasvæði Palestínumanna á Vestur- bakkanum. Ekki var vitað í gær hver skaut hann og her Israels kvaðst ekki hafa fengið upplýsingar um at- vikið. Tíu Palestínumenn særðust í Ramallah og að minnsta kosti 27 í Betlehem, þar af fímm alvarlega. Um 19 særðust í óeirðum í öðrum bæjum á Vesturbakkanum. Palestínumenn efndu einnig til allsherjarverkfalls á Vesturbakkan- um í tilefni af uppreisnarafmælinu og til að krefjast þess að ísraelar leystu palestínska fanga úr haldi. Hreyfing herskárra múslima, Ham- as, sagði að stofnandi hennar, Ah- med Yassin, sem er í stofufangelsi á Gaza-svæðinu, hefði hafíð mótmæla- svelti til að krefjast þess að ísraelar leystu félaga hreyfingarinnar úr haldi. Palestínskir embættismenn segja að hartnær 2.000 „pólitískir fangar“ taki nú þátt í mótmælasvelti sem hófst í ísraelskum fangelsum fyrir viku. Námsmenn bratu einnig rúður í nýju spilavíti í Jeríkó og létu þannig í ljós óánægju sína með að leiðtogum Palestínumanna skyldi ekki hafa tekist að fá fangana leysta úr haldi. Spilavítið var opnað í september þrátt fyrir harða andstöðu heittrúaðra múslima. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, hefur krafist þess að palestínsk yfirvöld bindi enda á óeirðimar og sagt að ólíklegt sé að ísraelar flytji herlið sitt frá 5% Vest- urbakkans í næstu viku, eins og kveðið er á um í friðarsamkomulagi hans og Arafats. Palestínumenn líta hins vegar á heimsókn Clintons sem stuðning við stofnun Palestínuríkis og bíða hans með mikilli eftirvæntingu. „Hún er sigur fyrir okkur - viðurkenning af hálfu öflugasta ríkis heims,“ sagði Ali Mohammad, þrítugur Palestínu- maður á Gaza-svæðinu. Reuters Verðlaunahafar í Ósló JOHN Hume, leiðtogi flokks hófsamra kaþólikka (SDLP), og David Trimble, leiðtogi Sam- bandsflokks Ulster (UUP), á Norður-Irlandi voru kampakátir þegar þeir komu til Ósló í gær- morgun en í dag munu þeir fá afhent friðarverðlaun Nóbels fyrir störf sín í þágu friðar á N- Irlandi. Fyrrverandi yfírmaður norsku N óbelsnefndarinnar Kom í veg fyrir að Gandhi fengi friðarverðlaunin Ósló. Reuters. GUNNAR Jahn, yfirmaður norsku Nóbelsnefndarinnar á árunum 1942-1966, kom í veg fyrir að Ind- veijinn Mahatma Gandhi fengi friðar- verðlaun Nóbels, samkvæmt dagbók hans sem ekki hefur áður sést opin- berlega og var Jahn aukinheldur andsnúinn því að Rauði krossinn fengi friðarverðlaunin á sínum tíma. Dagbók Jahns, sem var bankastjóri norska seðlabankans og leiðtogi and- spymuhreyfingarinnai- í Noregi í síð- ari heimsstyrjöldinni, hefur legið í luktum hirslum Nóbelsstofnunarinn- ar í fimmtíu ár. „Dagbókin er eina beina heimildin sem til er um viðræður nefndarmanna um mögulega verðlaunahafa," segir Geir Lundestad, forstjóri Nóbels- nefiidarinnar. „Hún gefur afar skýra mynd af framkomu Jahns - hann virðist hafa verið úrillur maður.“ Arið 1947 vildu til dæmis tveir meðlimir Nóbelsnefndarinnar veita Gandhi friðarverðlaunin vegna frið- samlegrar baráttu hans sem varð til þess að Indland hlaut sjálfstæði írá Bretum þetta ár. Jahn, sem var andsnúinn því að veita Gandhi verðlaunin, segist í dag- bók sinni hafa sagt við nefndar- meðlimi að Gandhi væri augsýnilega „langbesta" manneskjan sem stungið hefði verið upp á „og það er hægt að láta afar mörg góð orð falla um Gand- hi. En við megum ekki gleyma því að þótt hann sé málsvari friðar þá er hann einnig þjóðemissinni." Orð hefur verið haft á því að sú staðreynd að Gandhi skyldi aldrei hljóta friðarverðlaun Nóbels sé tals- verð skömm fyrir aðstandendur þeirra. Sagnfræðingar segja hins vegar að sú þakkarskuld sem Norð- menn stóðu í við Breta eftir síðari heimsstyrjöld hafi haft áhrif á afstöðu Nóbelsnefndarinnar, auk þess sem kynþáttafordómar gætu einnig hafa haftáhrif. „Eg var óánægðastur þegar verð- launin féllu samtökum Rauða kross- ins í skaut,“ skrifar Jahn í dagbók sína. Sakaði hann leiðtoga Noregs- deildar samtakanna um að nýta sér verðlaunin til að auglýsa Noregsdeild sína „sem ekkert hefur gert markvert á alþjóðavettvangi" með „óskamm- feilnum hætti“. Rússum boðið á af- mælisfund NATO Brussel. Reuters. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ bauð í gær Rússum að taka þátt í 50 ára afmælisfundi þess í Washington í vor, eftir að ráðamenn þessara fyrr- verandi andstæðinga í kalda stríðinu sýndu með sér ný vinahót í höfuðstöðvum NATO í Brussel í gær. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, og Madeleine Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, komu boðinu formlega á framfæri við rúss- neska utanríkisráðherrann Igor Ivanov á fundi Samstarfsráðs NATO og Rússlands, en Ivanov sagði ekk- ert um hvort Rússar myndu þiggja boðið, enda er það pólitískt viðkvæmt, þar sem á Washington- fundinum verður formlega gengið frá inngöngu þriggja fyrrverandi aðildarríkja Varsjárbandalagsins og þar með bandamanna Sovétríkjanna - Póllands, Tékklands og Ungverja- lands - í NATO. Rússnesk stjóm- völd hafa harkalega beitt sér gegn þessari stækkun hins vestræna varn- arbandalags til austurs. Rússneska ríkisstjórnin ræðir fjárlög fyrir næsta ár Aðhald sagt í fyrirními en herframlög aukin Moskvu. Reuters. JEVGENÍ Prímakov, forsætis- ráðherra Rússlands, fullyrti í blaða- viðtali í gær að rússneska ríkið yrði ekki gjaldþrota þótt það ætti í örðugleikum með að greiða skuldir. Ríkisstjórnin ræddi í gær drög að fjárlögum fyrir árið 1999, en um- ræðumar um þau snúast fyrst og fremst um hvemig unnt sé að draga úr útgjöldum ríkisins. VamaiTnál- ai'áðherranum, Igor Sergejev, tókst þó að knýja fram hækkun framlaga til hersins, en sú sneið af fjárlaga- kökunni var þó minni en Borís Jeltsín forseti hafði heitið áður en efnahagur landsins hrandi. Búist er við því að stjórn Príma- kovs muni samþykkja fjárlaga- drögin á næstu dögum, jafnvel í dag, og leggja þau að því búnu fram í dúmunni, neðri deild rúss- neska þingsins. Prímakov hefur sagt að fjárlög næsta árs verði mjög aðhaldssöm og þau beinist einkum að því að hindra óða- verðbólgu. Hvort sem um tilviljun var að ræða eða ekki vakti það athygli að samtímis því að ríkisstjórnin sat á rökstólum um fjárlögin og utan- ríkisráðherrann, Igor Ivanov, átti fundi með ráðherram NATO-ríkj- anna í Brassel tilkynnti kjarnorku- deild rássneska hersins að tilraun með að senda á loft nýja lang- dræga stýriflaug, Topol-M, hefði tekizt vel. Verið er að skera niður fjölda liðsmanna í rássneska hernum í samræmi við nýjar aðstæður eftir lok kalda stríðsins, en stefna Rússa er að endurbæta kjarnorkuvopna- mátt sinn með því að koma sér upp nýjum og betri en færri kjam- orkuflaugum. Topol-M-flauginni er ætlað að verða uppistaðan í kjarn- orkuvopnabúri og vörnum Rússa á komandi öld. Sergejev varnarmálaráðherra tókst að fá samþykki meðráðherra sinna fyrir því að herinn fengi í sinn hlut 3,1% af útreiknaðri þjóð- arframleiðslu, í stað 2,5% eins og gert hafði verið ráð fyrir í fyrstu. Jeltsin skotspónn launmorðingja Rússneska lögreglan sagðist i gær hafa handtekið mann sem granaður er um að hafa haft uppi áform um að ráða Borís Jeltsín, forseta Rússlands, af dögum. Jeltsín, sem mætti til vinnu í þrjár stundir á mánudag og rak þá fjóra ráðgjafa, er sagður á batavegi. Hann fór í gær af sjúkrahúsinu, þar sem hann hefur dvalið vegna lungnabólgu sl. hálfan mánuð. Hann flutti í sveitasetur norðan við Moskvu. Kraftmeiri, nú með 1400W mótor Fislétt, aðeins 6.5 kg. Biðstöðufesting fyrir rör og slöngu. Og hinn frábæri Nilfisk AirCare® síunarbúnaður með HEPA H13 síu. Komdu og skoðaðu nýju Nilfisk GM-400 ryksugurnar /?Qnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.