Morgunblaðið - 15.01.1999, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjármálaráðherra kynnir áform um lántökur og afborganir ríkissjóðs á árinu 1999
Vextir ættu að
lækka vegna minni
umsvifa ríkisins
BATNANDI hagur ríkissjóðs í ár
verður nýttur til að greiða enn
frekar af innlendum og erlendum
lánum ríkissjóðs. Fyrirhugaðar af-
borganir á innlendum lánamarkaði
eru um 16 milljarðar króna umfram
lántökur, og stefnt er að því að
lækka erlendar skuldir um fimm
milljarða kr. á árinu. Geir H. Haar-
de fjármálaráðherra segir að þessi
þróun leiði til þess að þrýstingur
ríkissjóðs á vaxtastig á innlenda
lánsfjármarkaðinum fari stöðugt
minnkandi og tilhneigingin eigi því
að vera sú að vextir lækki. Þetta
kom fram á fréttamannafundi sem
fjármálaráðherra hélt í gær. Fjár-
málaráðherra boðaði einnig fulltrúa
fjármálafyrirtækja á sinn fund í
gær þar sem hann kynnti þeim
stöðu ríkissjóðs og áform um lán-
tökur og afborganir lána á þessu
ári.
Erlendar skuldir verði um
18% af þjóðarframleiðslu
Á nýliðnu ári voru innlendar af-
borganir ríkissjóðs umfram tekin
lán þrír milljarðar króna, auk þess
sem erlendar skuldir voru greiddar
niður um liðlega tíu milljarða.
Einnig batnaði sjóðsstaða í Seðla-
banka íslands verulega. Þetta er
mikill viðsnúningur til hins betra að
sögn fjármálaráðherra en til sam-
anburðar var hrein innlend lántaka
á árunum 1994-97 alls um 23 millj-
arðar kr.
Skuldir ríkissjóðs fara nú ört
lækkandi. Heildarskuldir ríkisins
árið 1997 námu rúmlega 241 millj-
arði kr. Áætlað er að skuldirnar
hafí numið 235 milljörðum á síðasta
ári og að þær muni lækka í 213
milljarða á árinu 1999. Sem hlutfall
af þjóðarframleiðslu Iækka skuldir
úr 47% á árinu 1997 í 35% í ár ef
áætlanir stjórnvalda ganga eftir.
Fjármálaráðherra segir horfur á að
hlutfall erlendra lána lækki niður í
um 50% af heildarskuldum ríkis-
sjóðs á þessu ári og að hlutfall
þeirra af landsframleiðslu fari nið-
ur fyrir það sem hefur verið lægst
allt frá árinu 1988 eða í 18% saman-
borið við 20% á nýliðnu ári.
Vaxtagreiðslur eru fyrirferðar-
mikill hluti af útgjöldum ríkissjóðs
en þessi breytta staða hefur í för
með sér mikla lækkun vaxtaút-
gjalda ríkisins og er nú áætlað að
gjaldfærðir vextir ríkisins verði
þremur milljörðum kr. lægi-i á ár-
inu 1999 en þeir voru á síðasta ári,
þegar þeir voru tæplega 16 millj-
arðar kr.
Selja á ríkisbréf og spari-
skírteini fyrir 6 milljarða
Hvað verðbréfaútgáfu i-íkissjóðs
innanlands áhrærir verður mark-
flokkakerfíð áfram hornsteinn lán-
töku ríkissjóðs. Nú er fyrirhugað
að fækka markflokkunum og
styrkja þá sem eftir verða til að
stuðla að virkari og betri markaði
fyrir ríkisbréf. Verður fækkun
flokka með þeim hætti að ekki er
gert ráð fyrir að gefa út nýja í stað
þeirra sem koma til lokainnlausnar
á árinu.
Stefnt er að því að selja ríkisbréf
og spariskírteini fyrir allt að sex
milljarða kr. á þessu ári. Framan af
ári verða spariskírteini eingöngu
seld í áskrift og til einstaklinga í
skiptum fyrir eldri spariskírteini
sem koma til innlausnar á loka-
gjalddaga.
Hagkvæmt að taka lán
í erlendri mynt
Heildarafborganir erlendra lána
verða um það bil 17 milfjarðar á ár-
inu og er gert ráð fyrir að endur-
fjármögnun eigi sér stað, þannig að
bein lækkun erlendra skulda geti
orðið um fímm milljarðar kr., eins
og fyrr segir. Hver endanleg niður-
staða verður ræðst þó af gjaldeyris-
stöðu þjóðarbúsins og þróun vaxta á
árinu, að sögn ráðherra. Hann sagði
að það gæti verið hagkvæmt fyrir
ríkissjóð að taka lán í erlendri mynt
þar sem vextir erlendis væru nú
víða í lágmarki. Hins vegar sé það
jafnframt markmið ríkisstjómar-
innar að stuðla að viðvarandi stöð-
ugleika í efnahagslífinu með því að
draga úr erlendum skuldum. Þessi
tvö meginsjónarmið móti stefnuna
og þess verði jafnframt gætt að
grípa ekki til aðgerða í lántökumál-
um sem gætu haft neikvæð áhrif á
gjaldeyrisstöðuna.
Ákveðið að greiða niður
lífeyrisskxddbindingar LSR
Geir gi-eindi frá því á frétta-
mannafundinum að ákveðið hefði
verið að ríkissjóður borgaði nú í
fyrsta skipti inn í Lífeyrissjóð
starfsmanna ríkisins (LSR) til að
lækka uppsafnaðar lífeyrisskuld-
bindingar sjóðsins, sem eru á
ábyrgð ríkisins. Lífeyrissjóðurinn
fái þar með fjármuni sem hann geti
ávaxtað með einhverjum hætti en á
hinn bóginn hefur ekki verið tekin
ákvörðun um hversu há sú fjárhæð
verður sem greiða á inn í sjóðinn á
þessu ári, að sögn Geirs. Hann
sagði þó að hún gæti orðið á bilinu
einn til tveir milljarðar kr.
Fjármálaráðherra greindi einnig
frá annarri nýjung sem stendur fyr-
ir dyrum í lánsfjármálum ríkisins
þar sem ákveðið hefur verið að efna
til svokallaðs „öfugs útboðs“. Verð-
ur gerð tilraun til þess að innleysa
spariskírteini í ákveðnum flokki
með útboðsfonni 27. janúar næst-
komandi. „Venjulega býður ríkið
fram pappíra til kaups en núna mun
það bjóðast til að kaupa af þeim sem
bjóða hagstæðustu kjörin," sagði
Geir um þetta nýmæli. Kvaðst hann
gera ráð fyrir að keypt verði fyrir
300-1.000 millj. kr.
Síðar á árinu hefjast svo uppkaup
á ríkisverðbréfum sem eru með
lokainnlausn á næsta ári. Samtals
er áætlað að fjárhæð forinnlausnar
rflrisbréfa á árinu gæti orðið allt að
15 milljarðar kr.
Morgunblaðið/Kristinn
GEIR H. Haarde íjárrnálaráðheri a kynnti lánsfjáráætlun ríkissjóðs á
árinu á fréttamannafundi í ráðherrabústaðnum í gær.
Lánsfjármál ríkissjóðs 1996-1999
Rauntölur hvert ár
Fjárhæðir f milljónum kr.
Afkoma ríkissjóðs
Handbært fé frá rekstri
1996
1997
-11.994
1.236
Fjárm u nah reyf i ngar
-713
-1.863
Hreinn lánsfjárjöfnuður
-12.707
-627
Lántökur
Innlend skammtímalán, nettó
Innlend lántaka, nettó
Erlend lántaka, nettó
-589
6.074
7.270
-3.517
10.375
-6.458
Erlend veltilán, nettó
Samtals lántökur, nettó
--1,890
10.865
-5.276
-4.876
Skuldir ríkissjóðs
Innlendar skuldir
107.028
114.540
Erlendar skuldir
132.218
126.628
Skuldir samtals
239.246
241.168
Skuldir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu
Innlendar skuldir
Erlendar skuldir
Samtals skuldir
23%
22%
28%
53%
25%
47%
Verg þjóðaiframleiðsla
474.036
512.921
Aætlað
1998
4.875
8.071
12.946
2.913
-2.939
-9.835
-492
-10.398
119.000
116.400
235.000
21%
20%
41%
568.626
Aætlun
1999
7.012
10.325
17.337
2.500
-16.400
-17.300
12.000
-19.200
102.000
111.000
213.000
17%
18%
35%
607.163
Hjörleifur Guttormsson vegna kvótadóms Hæstaréttar
Alþingi hugi að
því að koma á
stjórnlagaráði
HJÖRLEIFUR Guttormsson, þing-
maður þingflokks óháðra, hefur vak-
ið máls á því hvort ekki sé rétt og
nauðsynlegt fyrir
Alþingi íslend-
inga að koma á
stofnun, nefnd
eða ráði, eins
konar stjórnlaga-
ráði, sem hægt sé
að skjóta frum-
vörpum til eða
settum lögum og
fá úr því skorið
hvort viðkomandi
frumvarp eða lög
standist stjórnarskrá lýðveldisins
eða ekki. Hjörleifur reifaði þessa
hugmynd í umræðum á Alþingi í
vikunni um svokallað kvótafrum-
varp ríkisstjórnarinnar og tók Þor-
steinn Pálsson dómsmálaráðherra
vel í hugmyndina.
„Eg hef engar úthugsaðar tillögur
fram að færa hér og nú um þetta
efni en ég vil leyfa mér að að vísa til
þess sem gerist í þróuðum ríkjum,“
sagði Hjörleifur og nefndi m.a. sem
dæmi í þessu sambandi þýska
stjórnlagadómstólinn. Sá dómstóll
væri beinlínis til þess settur að
kveða á um gildi lagasetningar með
tilliti til stjórnarski-ár. Niðurstöður
hans væru bindandi og þinginu
gjarnan gefínn ákveðinn frestur til
þess að leysa úr árekstrinum milli
settrar löggjafar og stjórnarskrár.
„Mér finnst að þetta mál sem við
ræðum hér [þ.e. kvótafrumvarp rík-
isstjórnarinnar, sem lagt var fram í
kjölfar dóms Hæstaréttar í máli
Valdimars Jóhannessonar gegn ís-
lenska ríkinu] og aðrir þeir dómar
sem hafa fallið nú sem byggjast á
túlkun stjórnarskrár og þar með á
afgreiðslu Alþingis eða forsendum
löggjafar sem Alþingi hefur sett,
kalli á að þingið af fullri alvöru at-
hugi sinn gang og fjalli um það
hvernig við getum styrkt stöðu
þingsins þannig að það rísi undir
þeim kröfum sem nútímasamfélag
og réttarþróun gerir nauðsynlegar.
Þar á meðal í sambandi við sam-
skipti íslendinga í alþjóðasamfélag-
inu og varðandi alþjóðasáttmála sem
við erum að gerast aðilar að í sívax-
andi mæli,“ sagði Hjörleifur m.a.
Mikilvægt til að auka festu
í Iöggjafarstarfinu
Dómsmálaráðherra kvaðst taka
undir það með þingmanninum að
huga bæri að úrlausnum í þessu efni
til þess að vanda löggjöfina. „Það er
gífurlega mikil ákvörðun að úr-
skurða um hvort lög sem Alþingi
eða þjóðþingið sjálft hefur sett
standist ekki stjórnarskrá,“ sagði
ráðheiTa og taldi fulla ástæðu til
þess að hugsa þessi mál betur og
leggja nokkra vinnu í þau. „Eg ætla
ekki að kveða upp neina dóma um
það hér nákvæmlega með hvaða
hætti, en ég tek undir að það er mik-
ilvægt að þetta verði gert til þess að
auka festu og öryggi í löggjafar-
starfí og stjórnsýslu í landinu."
Þyngri
refsingar fyrir
fíkniefnabrot
ÁGÚST Einarsson, þingmaður þing-
flokks jafnaðarmanna, hefui- lagt
fram á Álþingi frumvai-p til laga um
breytingar á almennum hegningar-
lögum þar sem m.a. er lagt til að lág-
mai'ksrefsing fyrir alvarleg fíkni-
efnabrot verði 2 ár.
Þá er í frumvarpinu lagt til að há-
marksrefsing fyrir fíkniefnabi'ot
verði hækkuð úr 10 árum í 12. Með-
flutningsmaður Ágústs er Gísli S.
Einai-sson, þingflokki jafnaðar-
manna. í greinargerð frumvai'psins
segir m.a. að brýnt sé að þyngja
refsiramma fyrir fíkniefnabrot en
núgildandi ákvæði voru sett fyrir 25
árum. „Það er dómstóla að útfæra
refsingu eftir lögum, en samþykki
Alþingi þetta frumvarp er vilji lög-
gjafans ótvírætt að þyngja refsingar
við fíkniefnabrotum," segir m.a. í
greinai'gerð.
Hjörleifur
Guttormsson