Morgunblaðið - 15.01.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.01.1999, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Skýrsla um almenningssamgöngur í Eyjafírði var kynnt á fundi á Akureyri Námsmenn nytu góðs af Morgunblaðið/Kristj án JÓN Helgi Pétursson og Árni Steinar Jóhannsson kynntu skýrslu um almenningssamgöngur í Eyjafírði á fundi í vikunni. SAMGÖNGUR almenningsvagna um Eyjafjörð gætu orðið að veru- leika þegar í vor ef jákvætt verður tekið á þingsályktunartillögu þar um sem nú er til umfjöllunar í sam- göngunefnd Alþingis. Skýrsla Jóns Helga Péturssonar hjá Rekstri og Ráðgjöf á Norðurlandi um almenn- ingssamgöngur í Eyjafírði var kynnt á fundi á Akureyri í vikunni, en þar kemur m.a. fram að slíkt kei'fi myndi nýtast námsmönnum vel, en nær 300 nemar með lögheimili á Eyjafjarðar- svæðinu stunda nám á Akureyri. Árni Steinar Jóhannsson, um- hverfisstjóri á Akureyri, sagði hug- mynd um almenningssamgöngur í Eyjafirði hafa komið fram fyrir rúm- um tveimur árum, en á þeim tíma hafí á vegum Ferðamálasamtaka Eyjafjarðar verið unnið að undirbún- ingi. Samgöngunefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar þingsályktunartil- lögu Ama Steinars um málið og von- ast hann til að hún skili áliti síðar í þessum mánuði. „Viðbrögð hafa ver- ið jákvæð," sagði Ámi Steinar. Litið yrði á þetta sem tilraun til byggða- styi'kingar og vonandi yrði hægt að byggja upp líkan sem yrði til þess að menn kæmust út úr áratuga gömlu sérleyfiskerfi sem verið. hefði á landsbyggðinni. Gerð er tillaga um að tilraun um rekstui' almennings- vagna verði gerð og standi hún í 5 ár. Ekið á þremur leiðum Jón Helgi, höfundur skýrslunnar, sagði að gert væri ráð fyrir þremur leiðum, þ.e. í fyrsta lagi Akureyri- Hauganes-Árskógssandur-Dalvík- Ólafsfjörður, í öðna lagi, Akureyii- Kristnes-Hrafnagil-Laugaland og þriðja leiðin yrði Akureyri-Svalbarðs- eyri-Laufás-Grenivík. Gert væri ráð fyrir þremur til sex ferðum fram og til baka daglega, en leiðakerfið yi-ði miðað við að fólk gæti sótt vinnu eða nám til annarra staða innan svæðisins án þess að flytjast búferium. Helstu notendui’ almenningssam- gangna í Eyjafirði yrðu væntanlega námsmenn, en á þessu skólaári stunda 258 nemar sem eiga lögheimili á Eyja- fjarðarsvæðinu utan Akureyrar nám við framhaldsskólana á Akureyri og 28 háskólanemar. Þui-fa þeir annað- aðhvort að dvelja í leiguhúsnæði eða hafa einkabifreið til umráða, en með almenningssamgöngukerfi yrði þeim gert kleift að stunda nám utan heima- byggðar án þess að flytja eða reka bfl. Annar hópur sem nýtt gæti sér al- menningssamgöngur væri fólk á leið til og frá vinnu, en töluvert er um að fólk í nágrannabyggðum sæki at- vinnu sína til Akureyrar og einnig öfugt. Þannig hefur kostnaður tveggja vinnustaða, Kristnesspítala í Eyjafjarðarsveit og Kjarnafæðis á Svalbarðseyri vegna aksturs með starfsfólk frá Akureyii verið um 4,5 milljónir króna á ári. Almennings- samgöngur um fjörðinn myndu einnig nýtast ferðamönnum sem og öllum almenningi. Litið er á almenningssamgöngu- kerfi um Eyjafjörð sem skref í þá átt að skapa eina öfluga heild á svæðinu, m.a. með fjölbreyttai-a úi’vali atvinnu, betra aðgengi að menntun, öflugri þjónustu og meira frelsi til búsetuvals. Heildarkostnaður við að halda uppi almenningssamgöngum í Eyja- firði er talinn vera 34-37 milljónir króna á ári. Erfitt er að áætla tekj- urnar, en fram kemur í skýrslunni að þær gætu numið frá 20 og upp í 35 milljónir króna á ári og eru þá reikn- aðar út frá mismunandi forsendum. Gefi samgöngunefnd grænt ljós og styðji framtakið með fjárframlagi telm’ Ámi Steinar að hægt verði að taka aksturinn upp næsta vor. Spurninga- keppni Baldursbrár FYRSTU umferð spuminga- keppni Kvenfélagsins Bald- ursbrár er nú lokið og eftir standa átta lið sem keppa í kvöld, föstudagskvöldið, 15. janúar í Safnaðarsal Glerár- kirkju og hefst keppni kl. 20.30. Þau lið sem leiða saman hesta sína nú eru Eldri borg- arar á móti Síðuskóla, Dagur móti símamönnum, Karlakór Akureyrar - Geysir móti prestum og Aksjón á móti Ríkisútvarpinu. Allur ágóði mun fara til kaupa á búnaði við tölvur sem gera langveikum börnum kleift að fylgjast með námi í sínum skóla. Aðgangseyrir er 400 krónur og gildir miðinn jafnframt sem happdrættis- miði. Að venju verða veitingar seldar í hléi. Þorsteinn EA í leigu? Undirmönn- um sagt upp FIMMTÁN undirmönnum á Þorsteini EA, nótaskipi Sam- herja hf. hefur verið sagt upp störfum. Að sögn Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra eru uppi hugmyndir um að leigja skipið til Deutsche Fiscfang Union, DFFU, dótt- urfélags Samherja í Þýska- landi. Þorsteinn Már sagði málið ekki endanlega frágengið en ef af yrði færi skipið út fljót- lega og yrði notað við veiðar á uppsjávarfiski hjá DFFU. Þorsteinn EA er um 800 brúttórúmlestir að stærð og hét Helga II áður en Samherji eignaðist skipið. Oskastund FÉLAGARNIR Björn Gísla- son og Orri Gautur Pálsson sýna ljósmyndir á Kaffi Kar- ólínu í Grófargili. Sýningin heitir Óskastund og er röð mynda sem þeir unnu að í Gautaborg, en báðir stunduðu nám við hinn þekkta skóla Vasa Vux Fotoskola þar í borg. Nýrra leiða leitað í samskiptum íþróttafelaga og“ fyrirtækja Á AFMÆLISHÁTIÐ KA sl. sunnudag var skrif- að undir tvo samstarfssamninga milli KA og Kaupfélags Eyfirðinga. Annar samningurinn er til 10 ára og snýr að auglýsingaskilti, svokölluðu flettiskilti við félagssvæði KA. Hinn samningurinn er til eins árs og felur í sér ákveðið samstarf þar sem öflugt félagsstarf KA mun nýtast KEA við margvísleg kynningarmál gegn ákveðnu mánaðar- legu fjárframlagi fyi-irtækisins. Samningurinn varðandi flettiskiltið snýst m.a. um fjármögnun á verulegum breytingum á skilt- inu þannig að það nýtist betur, bæði fyrir aug- lýsendur og vegfarendur og verður um leið öflugri fjáröflunarleið fyrir KA. Einnig verða klukka og hitamælir sett ofan á skiltið. í samstarfssamningum er leitað nýrra leiða í samskiptum íþróttafélaga og fyrirtækja. Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri KA, sagði samskipti þessara aðila lítið hafa breyst undanfarna áratugi og hafa í grundvallaratriðum gengið þannig íyrir sig að íþróttafélögin leiti til fyrirtækja eftir styrkjum gegn auglýsingum á búningum, við íþróttavelli, í íþróttahúsum, í leikskrám,og víðar. „Það er sannarlega mál til komið að leita leiða Morgunblaðið/Kristj án HELGA Steinunn Guðmundsdóttir, t.v. og Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, undir- rita samstarfssamningana. Fyrir aftan þær standa Dýrleif Skjóldal, Vilhelm Jónsson, Sigmundur Þórisson og Gunnar Garðarsson. til að komast upp úr þessu fari. Samningurinn milli KEA og KÁ er einmitt skref í þá átt að breyta ríkjandi hugsunarhætti og finna sam- skiptaform sem nýtist báðum aðilum betur. Eg lít á samninginn sem mikilvægt skref í átt til frekara samstarfs á komandi árum, þegar reynsla hefur fengist af nýju fyrirkomulagi," sagði Gunnar. Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri KEA er einnig ánægð með samninginn. „KA og KEA hafa átt mjög gott og árangursríkt samstarf um áratuga skeið og þessi samningur undirstrikar vilja beggja til að slíkt megi halda áfram. Hingað til hafa einstakar deild- ir leitað til fyrirtækisins um styrk í tengslum við starfsemi sína og uppákomur en nú er gerður einn heildarsamningur KEA við heildarsamtök KA sem ætti að auðvelda deildum félagsins að skipu- leggja starf sitt,“ sagði Ragnheiður Björk. Helsta nýbreytnin við samninginn er að gert er ráð fyrir auknum persónulegum samskiptum milli íþróttafólks KA og viðskiptavina KEA og að KEA geti í auknum mæli notið góðs af góðum árangri íþróttafólksins við sölu og markaðssetningu á framleiðsluvörum sínum. Þá eru í samningnum ákvæði um árangurstengingu þannig að góður ár- angur hinna ýmsu flokka KA skilar sér í auknum stuðningi frá KEA. Ný starfsemi lækna í DOMUS MEDICA LASERLÆKNING OG LJÓSGEISLAMEÐFERÐ Brottnám á hári, meðferð við litabreytingum í húð (húðflúr.blettir), meðferð við æðasliti og valbrá. Upplýsingar og tímapantanir virka daga í síma 563 1070 frá kl. 9:00 -17:00 Guðmundur Már Stefánsson. Halldór Jóhannsson. Jens K'artansgon. Ólafur Einarsson. Rafn Ragnarsson. Sigurður E. Þorvaldsson. Þórir Njálsson. Lýtaskurðlæknir. Æðaskurðlæknir. Lýtaskurðlæknir. Lýtaskurðlæknir. Lýtaskurðlæknir. Lýtaskurðlæknir. Lýtaskurðlæknir. kaser lækning.h> Domus Medica hf. Egilsgötu 3,101 Reykjavík. Sími 563 1000. Heilsuhornið á Akureyri Ný vítamín og bætiefni HEILSUHORNIÐ á Akureyri hef- ur nú hafið innflutning á vítamínum og bætiefnum frá Food State í Nor- egi og eru þær 17 talsins til að byrja með. Food State er verndað vörumerki um allan heim segir í frétt frá Heilsuhorninu og að um sé að ræða nýjung, en vítamínin og steinefnin séu afar áhrifarík. Þau eru lífrænt bundin saman í hæfilega skammta með próteinum, lípíðum, kolvetnum, snefilefnum og miklu af amínósýr- um, sem eru öll nákvæmlega upp byggð eins og í matvælum. Það ger- ir að verkum að frumur í þarma- veggjum þekkja Food State formið og auðveldar það alla upptöku. Grunnefnin eru öll fengin úr líf- rænni ræktun. Þá innihelda þau mikið af þeim 22 amínósýrum sem finnast í náttúr- unni. Vörurnar eru lausar við íblöndunarefni, s.s. sykur, mjólkur- vörur, hveiti, glúten, litarefni, bragðefni, rotvarnarefni og ger og aðeins notað hreinsað vatn við framleiðsluna. Þær eru eiturefna- lausar og gefa engin ofnæmisvið- brögð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.