Morgunblaðið - 15.01.1999, Page 19

Morgunblaðið - 15.01.1999, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 19 LANDIÐ Fjögurra barna móðir Sunnlendingur ársins 1998 / A tvo syni bundna við hjólastól Morgunblaðið/Sig. Fannar. ANNA Gísladóttir Sunnlendingur ársins 1998 og fjölskylda hennar ásaint Erni Grétarssyni ritstjóra Dagskrárinnar t.v. og Þóroddi Krist- jánssyni útvarpsstjóra Útvarps Suðurlands t.h. JÓN Gestsson umboðsmaður Sjóvár-Almenna á Húsavík. Umboðs- mannaskipti hjá Sjóvá- Almennum Húsavík - Hjá Sjóvá-Almennum á Húsavík urðu umboðsmannaskipti nú um áramótin er Reynir Jónasson lét af störfum vegna aldurs eftir 27 ára starf. Við starfínu tók Jón Gests- son. Skrifstofan er flutt að Valholtsvegi 3 þar sem áður var afgreiðsla Vöru- bílastöðvar Húsavíkur og hefur húsakosti þar verið breytt og hann allur endurnýjaður. Selfossi - Það er orðin árleg hefð á Suðurlandi að lesendur Dag- skrárinnar og hlustendur Út- varps Suðurlands velji Sunn- lending ársins. Sunniendingar völdu að þessu sinni Onnu Gísia- dóttur, fjögurra barna móður á Selfossi. Astæða valsins er fyrst og fremst sú að Anna hefur sýnt mikinn dugnað við uppeldi barna sinna og hvergi gefíð eftir þrátt fyrir að eiga tvo drengi bundna við hjólastól, en þeir eru haldnir vöðvarýrnunarsjúkdómi. Anna og Olafur Sigurmundsson eiginmaður hennar eiga einnig tvö önnur heilbrigð börn sem einnig taka virkan þátt í að að- stoða bræður sína. Vinnan í kringum börnin hefur að mestu verið á herðum önnu en Ólafur starfar sem bóndi í Björnskoti í Skeiðahrepp. Fjölskyldan hefur búið á Skeiðum siðastliðin 12 ár en rétt fyrir jólin 1998 fluttist hún á Selfoss. Fær mikla hjálp frá eldri systkinunum Fjölskyldan gerir allt til þess að halda drengjunum heima og m.a. fluttu þau á Selfoss þar sem styttra er í alla þjónustu sem drengirnir þurfa. Anna getur ekki hugsað sér að senda strák- ana á sambýli og vill frekar leggja á sig þá vinnu sem fylgir því að sinna þeim. Anna segir í viðtali að sér þykir ekki mikið til þess koma að stýra 6 manna fjöi- skyldu. „Ég lít ekki á það sem sérstakt afrek að sinna börnun- um heima. Ég fæ mikla hjálp frá eldri systkinum drengjanna. Ég lít fyrst og fremst á það sem skyldu mína að sinna börnun- um,“ segir Anna Gísladóttir. Anna er afar þakklát Sunn- lendingum fyrir valið en það kom henni mjög á óvart. Að- spurð um hvernig nýtt ár legðist í hana þá svarar Anna því til að hún sé bjartsýn á framtíðina. „Við eigum yndisleg börn og tökuin hverjum degi með bros á vör,“ segir Anna Gísladóttir fjögurra barna móðir á Selfossi sem var valin Sunnlendingur ársins árið 1998. Morgunblaðið/Finnur Pétursson JÓN Þorgilsson, verkstjóri hjá Tálknaijarðarhreppi, og Björn Óli Ö. Hauksson, sveitarstjóri, við moltunartromluna. Jarðgerð á líf- rænum úrgangi Tálknafírði - Tekinn hefur verið í notkun búnaður hjá Tálknafjarðar- hreppi, sem jarðgerir lífrænan úr- gang frá heimilum. Um er að ræða tromlu sem nefnist „ALE - trumm- an“ gerð T 120 og er smíðuð í Sví- þjóð. Upphaflega byrjuðu 22 heim- ili að halda lífræna úrganginum sér, en þess er vænst að flest heimili verði farin að flokka þegar kemur fram á nýtt ár. Eftir því sem best er vitað er Tálknafjarðarhreppur annar í röð- inni af sveitarfélögum, sem tekur slíkan búnað í notkun. I Andakíls- hreppi hinum forna, hefur verið jarðgert með þessum hætti um nokkurt skeið. Það Ríkharð Bi-ynj- ólfsson oddviti hins nýja ónefnda sveitarfélags borgfirsku dalanna, sem hefur haft frumkvæðið að vinnslunni þar. Síðast liðið vor gerði Tálkna- íjarðarhreppur samning við Olíufé- lagið hf. um yfirtöku á húsnæði því sem áður var söluskáli félagsins á Tálknafirði. Markmiðið var að breyta húsnæðinu í endurvinnslu- og flokkunarstöð fyrir sorp. Þegar sumri tók að halla var farið að vinna að endurbótum á húsnæðinu og breyta því til samræmis við nýtt hlutverk. Fljótlega var flösku- og dósamóttakan flutt úr áhaldahúsi sveitarfélagsins á nýja staðinn og í byrjun desember var einnig byrjað að taka á móti dagblöðum og raf- hlöðum þar. Dagblöðum hafði verið safnað í gám við Mettubúð áður. Geta íbúar stungið blöðum, pappír og rafhlöðum í gegnum merktar lúgur á húsinu, þar sem ílát fyrir hvern flokk standa fyrir innan. Um miðjan nóvember var byrjað að afhenda sorpílát sem sérstak- lega eru ætluð til notkunar á heimj ilum þar sem flokkun á sér stað. í byrjun fengu 34 heimili slíkan bún- að og af þeim hafa 28 heimili, nú hafið flokkun á lífrænum úrgangi. Einnig er lífrænum úrgangi sem til fellur hjá Mettubúð haldið sér og hann settur í tromluna. Lífrænt niðurbrot Þann 19. desember var síðan sett í tromluna í fyrsta skipti og hafði þá verið safnað úrgangi í þrjár vik- ur. í tromlunni á sér stað lífrænt niðurbrot við nokkuð háan hita og tekur vinnsluferlið u.þ.b. 10 - 14 daga. í úrganginn er bætt þurrk- efnum (sag - spænir - pappír). Við gerjunina sem á sér stað, þornar efnið og þegar það kemur út, sem molta, er það einungis 10 - 15% af upprunalegu rúmtaki sínu. Verkefnið hefur gengið vel og ekki annað að heyra en ánægju með framtakið. Enn á þó eftir að leysa geymslu- vandann við heimilin, þ.e. fá heppi- legar tunnur til þess að hafa úti við. Er stuðst við skammtímalausnir eins og er, en stefnt að því að leysa málið með varanlegum hætti eins fljótt og auðið er. Þegar vinnslan verður komin í góðan farveg og bú- ið að yfirstíga byrjunarörðugleika verður gengið í það að fá fleiri til þess að hefja flokkun. starfsemi á Sauðárkróki Sauðárkróki - Formleg opnun skrifstofu Ibúðalánasjóðs á Sauðár- króki fór fram sl. miðvikudag að viðstöddum Páli Péturssyni félags- málaráðherra, framkvæmdastjóri og stjórnarformanni íbúðalána- sjóðs, þeim Guðmundi Bjarnasyni og Gunnari S. Björnssyni, svo og sveitarstjórnarmönnum í Skagafirði og fjölda gesta. Félagsmálaráðherra Páll Péturs- son bauð gesti velkomna og lýsti þeim húsakosti sem hér væri tekinn í notkun, einnig kom fram í máli hans að starfsfólk stofnunarinnar hefði þegar hafið störf og væri sér ánægja að geta þess að mjög vel hefði gengi þessa fyrstu daga. Sagði ráðherra að hér sannaðist að árvök- ult frumkvæði heimamanna hefði skilað þeim árangri að þessi stofnun væri nú að hefja starfsemi. Færði hann starfsmönnum svo og heima- mönnum árnaðaróskir með þennan áfanga og kvaðst þess fullviss að þessi stofnun yrði héraðinu og ekki síður þeim sem til hennar þyrftu að leita til heilla. Næstur tók til máls Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Lánasjóðsins, og lýsti einnig ánægju sinni með að þessi hluti Lánasjóðsins væri nú að hefja starf- semi hér á Sauðárkróki. Rakti hann í nokkrum orðum sögu þeirra flutn- inga stofnana frá Reykjavíkursvæð- inu út á landsbyggðina sem hann hefði átt aðild að og taldi að slíkt myndi gerast í auknum mæli á næstu mánuðum og árum. Flutti hann heimamönnum og starfsfólki stofnunarinnar hamingjuóskir og kvaðst hlakka til samstarfsins. Næstur tók til máls Gunnar S. Björnsson, stjórnarformaður íbúða- lánasjóðs, og þakkaði hann frum- kvæði heimamanna varðandi það að bjóða þá aðstöðu sem þurfti til þess að taka við þeirri þjónustu sem sjóðurinn vildi flytja frá Reykjavík. Sagði Gunnar það augljóst að auð- velt væri að flytja hluta starfsemi eins og hér væri gert þar sem ekki væru neinir annmarkar á að tengj- ast öllum þeim þáttum bankakerfis- ins sem þyrfti. Sagði Gunnar að þegar væri starfsfólk hinnar nýju stofnunar búið að ganga í gegnum fyrstu eldraunina, þegar símkerfi stofn- unarinnar í Reykjavík hefði bilað, og öllum símtölum hefði sjálfvirkt verið vísað hingað og hefði hann vissu að þeir sem á þurftu að halda fengu hér góða þjónustu. Sem og aðrir færði hann starfsfólki og heimamönnum árnaðaróskir. Síðastur tók til máls sr. Gísli Gunnarsson, oddviti sveitarstjórnar Skagafjarðar og sagði hann að nú á skömmum tíma væru menn að hitt- ast við opnun nýrrar þjónustumið- stöðvar í héraðinu og væri það ein- staklega ánægjulegt þar sem hér væri um að ræða að skapa ný störf og aukna þjónustu. Tæknileg atriði leyst Forstöðumaður hinnar nýju skrifstofu á Sauðárki-óki er Svan- hildur Guðmundsdóttir og sagði hún að starfsemi stofnunarinnar hefði hafist um sl. helgi og hefst starfsfólkið verið að koma sér fyrir og leysa ýmis tæknileg atriði til þess að þjónustan geti gengið vel og snurðulaust. Sagði Svanhildur að skrifstofan myndir hafa með hönd- um umsýslu og varðveislu fast- eignaverðbréfa auk þess að veita upplýsingar um einstök lán og stöðu þeirra. Sagðist hún einnig sjá fyrir sér að starfsemin gæti aukist í þá veru sem tengdist innheimtu og frekari upplýsingaráðgjöf. Starfsmenn skrifstofunnar eru sjö í sex störfum en auk þeirra eru tveir starfsmenn í útibúi Búnaðar- bankans á Sauðárkróki. Morgunblaðið/Björn Björnsson FRÁ formlegri opnun skrifstofu Íbiíðalánasjódsins á Sauðárkröki. Ibúðalánasjóður hefur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.