Morgunblaðið - 15.01.1999, Síða 22

Morgunblaðið - 15.01.1999, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Steingrím- ur stjórnar- formaður Remex VIÐSKIPTI Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála um kæru Landssímans Póst- og fjarskiptastofn- un skorti lagaheimild ÚRSKURÐARNEFND fjarskipta- og póstmála hefur fellt úr gildi bráðabirgðaúrskurð Póst- og fjar- skiptastofnunar um að Landssíman- um beri að innheimta gjöld fyrir millilandasímstöð Tals hf. Telur úr- skurðamefndin að Póst- og fjar- skiptastofnun hafi ekki tilgreint lagaleg rök fyrir bráðabirgðaúr- skurði sínum. Úrskurðarnefndin bendir á að í forsendum Póst- og fjarskiptastofn- unar liggi ekki fyrir mat á hugsan- legu tjóni sem Tal hefði af því; að beðið væri endanlegrar efnisákvörð- unar. Þá segir að ekki sé að fínna í ákvörðuninni upplýsingar um hvort Tal hefði ekki sjálft getað annast innheimtu fyrir millilandasímtöl, sem lögð var á herðar Landssímans. Ennfremur segir að ekki liggi fyrir hver kostnaður Landssímans annars vegar og Tals hins vegar verði af slíkri innheimtu. Úrskurðarnefndin fellst ekki á að bráðabirgðaákvörðun helgist af neyðarrétti vegna yfirvof- andi hættu er skyndilega beri að. Póst- og fjarskiptastofnun kvað upp þann bráðabirgðaúrskurð 31. desember síðastliðinn að Landssím- anum bæri að tengja millilandasím- stöð Tals við almenna símkerfið. Einnig ákvað stofnunin að Lands- símanum bæri að innheimta fyrir hringingar úr almenna símkei-finu í gegnum millilandasímstöð Tals. Landssíminn kærði úrskurð Póst- og fjarskiptastofnunar til úrskurð- arnefndar. Vinnubrögðum Póst- og fjarskiptastofnunar áfátt Ólafur Þ. Stephensen, talsmaður Landssímans, segir að úrskurðar- nefnd hafi tekið undir öll sjónarmið Landssímans. „Niðurstaðan stað- festir að vinnubrögðum Póst- og fjarskiptastofnunar hafi verið áfátt og úrskurðurinn, sem hafi verið íþyngjandi fyrir Landssímann, ekki haft lagaheimild." Landssíminn mun hætta þeirri vinnu sem hafin var við undirbúning að innheimtu símgjalda fyrir Tal. Ólafur sagði ekki útilokað að Landssíminn tæki að sér innheimtu fyrir önnur fjarskiptafyrirtæki í framtíðinni „Við höfum hins vegar lagt áherslu á að Landssíminn verði ekki þvingaður til að innheimta fyrir keppinauta. Ef úrskurður Póst- og fjarskiptastofnunar hefði staðið óhaggaður hefðu fleiri getað opnað millilandasímstöðvar og látið Lands- símann sjá um að innheimta sím- gjöld.“ Arnþór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Tals, segir ákvörðunina ganga gegn hagsmunum neytenda. „Með úr- skurðinum er slegið á frest að sím- notendur hér á landi geti hringt til útlanda á 20% lægra verði en Landssíminn býður. A ársgrundvelli er um að ræða 350 milljóna króna sparnað í millilandasímtölum." Landssimi sýnir lítilsvirðingu Arnþór segist furða sig á að Landssíminn vilji veikja úrskurðar- vald Póst- og fjarskiptastofnunar. „Með þessu sýnir Landssíminn stofnuninni lítilsvirðingu sem er alls ekki í samræmi við yfirlýsingu for- ráðamanna Landssímans um mikil- vægi hennar. Póst- og fjarskiptastofnun mun á næstunni kveða upp efnislegan úr- skurð um beiðni Tals um að Lands- síminn innhemti gjöld fyrir milli- landasímtöl. Ólafur Þ. Stephensen hjá Landssímanum segir að fyrir- tækið muni færa ítarleg rök fyrir af- stöðu sinni að ekkert í íslenskum lögum eða reglum Evrópska efna- hagssvæðisins skyldi fyrirtækið til að innheimta gjöld fyrir keppinauta og að ekki felist samkeppnishömlur í því að fjarskiptafyrirtæki þurfi sjálft að innheimta gjöld af við- skiptavinum sínum. Gústaf Arnar, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, lýsir í samtali við Morgunblaðið vonbrigðum sín- um með úrskurð úrskurðarnefndar póst- og fjarskiptamála. Hann segir að áfram verði unnið að málinu og reynt verði að sætta deiluaðila. Dregur úr niöguleikum stofnunarinnar I fréttatilkynningu frá Póst- og fjarskiptastofnun segir að úrskurð- arnefndin hafi dæmt að Póst- og fjarskiptastofnun hafi ekki laga- heimild til bráðabirgðaákvarðana til að framfylgja þeim markmiðum laga um fjarskipti sem miða að því að tryggja frelsi og samkeppni á fjar- skiptamarkaðinum. „Þessi niður- staða dregur óhjákvæmilega úr möguleikum stofnunarinnar til að tryggja að jafnræði ríki milli sam- keppnisaðila að því er varðar að- gang þeirra að markaðinum og möguleika notenda til þess að not- færa sér frá fyrsta degi þá þjónustu sem þeir bjóða,“ segir í tilkynning- unni. Samkvæmt lögum er lengsti frestur til að ná samkomulagi um málamiðlun milli fyrirtækjanna 6 mánuðir en að þeim tíma liðnum eða fyrr ef aðilar leggja fram beiðni þar um, mun stofnunin taka ákvörðun í málinu. Slíka ákvörðun má kæra til úrskurðarnefndar, seg- ir í tilkynningunni frá Póst- og fjar- skiptastofnun. STEINGRÍMUR Hermannsson, fyrrum seðlabankastjóri, var í gær kosinn stjórnarformaður í fyrirtæk- inu Remex. Fyrirtækið er ársgamalt og hefur fram að þessu unnið að undirbúningi fyrir sókn á alþjóðamarkað á sviði stoðtækjaframleiðslu. Hluthafar í Remex eru nú sautján talsins, inn- lendir og erlendir, og er hlutafé 23 milljónir. Steingrímur Hermannsson sagði í samtali við Morgunblaðið að sér hafi þótt fyrirtækið athyglisvert og því hafi hann ákveðið að vera með í upp- byggingu þess. „Remex vinnur að mjög mannvænum verkefnum sem er aðstoð við þá sem eru hreyfihaml- aðir eftir slys eða af öðrum orsök- um. Þetta er fjölþjóðaíyrirtæki sem stefnir á alþjóðamarkað og frá stofnun hefur verið unnið að undir- búningi þeirrar sóknar,“ sagði Steingrímur. Að sögn Steingríms er fyrirhugað að fjölga hluthöfum í 25 og fá fyrir- tækið skráð sem fyrst á opinn verð- bréfamarkað. „Ætlunin er að sam- eina undir einu merki Stoð hf. og Stoðtækni Gísla Ferdinandssonar ehf., en síðarnefnda fyrirtækið er stór hluthafi í Remex. Þessi fyrir- tæki munu ásamt stóru fyrirtæki í Flórída og fleiri erlendum aðilum framleiða og markaðssetja undir einu merki, fullkomin stoðtæki og íþróttavörur sem fyrirbyggja meiðsl," sagði Steingrímur. Hagnaður Apple meira en tvöfaldast Cupertino, Kaliforníu. HAGNAÐUR tölvuíyrirtækisins Apple á síðustu þremur mánuðum ársins í fyrra rúmlega tvöfaldaðist vegna góðrar sölu iMac einkatölv- unnar og hefur fyrirtækið skilað hagnaði fimm ársfjórðunga í röð. Hagnaðurinn til desemberloka jókst í 123 milljónir dollara, eða 78 sent á hlutabréf, úr 47 milljónum dollara, eða 33 sentum, einu ári áð- ur. Sala jókst um 8,4%, í 1,171 millj- arð dollara úr 1,68 milljörðum doll- ara. Eftir minnkandi markaðshlut- deild mestallan þennan áratug hafa orðið mikil umskipti hjá Apple undir stjórn Steve Jobs aðalframkvæmda- stjóra, sem hefur dregið úr kostnaði og komið fram með nýjungar eins og iMac tölvuna, sem var kynnt í ágúst. Alls voru seldar 519.000 iMac tölvur á þremur síðustu mánuðum ársins í fyrra. „iMac hefur staðið sig mjög vel og eftirspurn eftir G3 borðtölvum var góð,“ sagði sérfræðingur Brown Brothers Harriman, sem taka „hlut- lausa“ afstöðu til hlutabréfa í Apple. Apple hafa sent frá sér 800.000 iMactölvur síðan vélarnar voru kynntar 15. ágúst. Fyrr í þessum mánuði kynnti fyrirtækið hraðvirk- ari iMac tölvur í fimm litum, sem fást á 1199 dollara. Konu í fyrsta sæti á Austfjörðum! Landssamband sjálfstæðiskvenna HERTA Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Vöruveltunnar, Hreggviður Jónsson, forstjóri Islenska út- varpsfélagsins, og Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, hlutu viðurkenningar frá ímarki. Með þeim á mynd- inni ei-u Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og Ingólfur Guðmundsson, formaður fmarks. Tal hlaut markaðs- s verðlaun Imarks IMARK - félag íslensks markaðs- fólks veitti Tali hf. í gær mark- aðsverðlaun félagsins 1998 en auk Tals voru Islenska útvarpsfé- lagið og Vöruveltan, 10-11 til- nefnd til verðlaunanna. Valur Valsson, bankastjóri Islands- banka, var við sama tækifæri val- inn fulltrúi Islands í vali á mark- aðsmanni Norðurlandanna. I ræðu formanns Imarks, Ing- ólfs Guðmundssonar, kom fram að miklar breytingar hafi orðið á fjarskiptamarkaði. Þar hafi Tal náð góðuin árangri í markaðs- setningu á skömmum túna þrátt fyrir ýmsar takmarkanir varð- andi útbreiðslu. „Islenska far- símafélagið fékk starfsleyfi fyrir GSM símaþjónustu í júlí 1997. Unnið var að uppbyggingu kerf- isins fram til 5. maí í fyrra en þá hófst sala áskrifta. Á þessum tíma höfðu margir efasemdir um möguleika fyriitækisins á þess- um markaði og settu spurningar- merki við þá markaðsnálgun sem það fór af stað með. En strax þremur mánuðum síðar hafði fyrirtækið náð 10% markaðshlut- deild og nú eru viðskiptavinir þess um 12 þúsund og markaðs- hlutdeildin um 16%,“ sagði Ingólfur. Norrænu markaðsfélögin hafa allt frá árinu 1933 valið á þriggja ára fresti markaðsmann Norður- landa. Til stendur að gera þetta að árlegum viðburði og var þess farið á leit við Imark að tilnefna fulltrúa Islands. Einn Islendingur hefur fengið þessa viðurkenn- ingu en það var Jón Óttar Ragn- arsson sem var útnefndur mark- aðsmaður Norðurlandanna árið 1989. Útnefning á markaðsmanni Norðurlandanna fer væntanlega fram í október nk. en þá heldur danska félagið upp á 75 ára af- mæli sitt. Að sögn Ingólfs er Valur Vals- son fulltrúi þeirrar greinar sem hvað stórfelldustum breytinguin hefur tekið á síðustu misserum, „hann hefur verið leiðandi frum- kvöðull á mörgurn sviðum bæði hvað varðar þróun og markaðs- hugsun í greininni. Markaðsstarf fyrirtækisins undir hans sljórn hefur skilað jákvæðum rekstrar- árangri undanfarin ár og hlut- höfum hárri ávöxtun. Enda hefur hann ávallt lagt mikla áherslu á faglegt innra- og ytra markaðs- starf. Hann er jafnframt æðsti stjórnandi stórfyrirtækis sem hefur í langan tíma haft mark- aðsmál fyrirtækisins á sinu borði."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.