Morgunblaðið - 15.01.1999, Side 29

Morgunblaðið - 15.01.1999, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 29 LISTIR Ausið úr íslenskum brunni Fjögur íslensk tónverk verða frumflutt hér á landi á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Is- lands á Myrkum músíkdögum í Háskólabíói í kvöld kl. 20. Orri Páll Ormarsson heyrði hljóðið í þremur tónskáldanna, Kjartani Olafssyni, Hauki Tómassyni og Mist Þor- kelsdóttur en það fjórða er Jón Leifs. ÞAÐ ER ekki á hverjum degi að fjögur íslensk tón- verk eru frumflutt á sin- fóníutónleikum hér á landi. „Við erum of ung til að muna hvenær þetta gerðist síðast,“ segir Kjartan Ólafsson, eitt tónskáld- anna fjögurra, og brosir út í annað. „Nei,“ heldur hann áfram, „að öllu gn'ni slepptu þá er þetta merkisvið- burður og virkilega ánægjulegt. Það er ekki bara góður skóli fyrir tónskáld að fá verk sín flutt af Sin- fóníuhljómsveit íslands, heldur eykur það einnig viljan til að skrifa stór verk, hljómsveitarverk, konserta." Að hyggju Kjartans er það ekki spurning hvort, heldur hvenær hlutfall íslenskra verka á verkefna- skrá Sinfóníuhljómsveitar Islands verður aukið. „Við sjáum þessa þróun víða í Evrópu. Sumstaðar hefur meira að segja verið gengið svo langt að skylda hljómsveitir til að flytja innlend verk í allt að 50% hlutfalli. Að öðrum kosti era styrk- ir til þeirra skornir niður.“ Að dómi Kjartans er þessi þróun jákvæð afleiðing af Evrópusamrun- anum. Þjóðir séu farnar að huga betur að sjálfsímynd sinni og „hvernig er betra að gera það en með því að efla menningu og list- ir?“ Mist tekur undir orð Kjartans, segir ákjósanlegt að Sinfónían flytji ný íslensk tónverk í ríkari mæli í bland við annað efni. „Það er merkilegt að til skuli vera hér á landi um og yfír tuttugu tónverk, hljómsveitarverk og konsertar, sem aldrei hafa verið flutt, fyrír ut- an öll verk íslenskra tónskálda sem frumflutt hafa verið erlendis en Is- lendingar hafa aldrei fengið tæki- færi til að heyra.“ Mikil gróska Kjartan, Mist og Haukur eru á einu máli um að gróskan í íslenskri tónsmíð komi bersýnilega í ljós á Myrkum músíkdögum, sem standa fram til 25. janúar, en þar eru flutt um sextíu verk, þar af tæpur helm- ingur frumfluttur. Þetta segja þau ekki síst íslenskum flytjendum að þakka, áhugi þeirra sé tónskáldum mikil hvatning. Verk Jóns Leifs, Tilbrigði við tema eftir Beethoven, var samið á síðustu árum þriðja áratugarins í Þýskalandi. Var það frum- flutt í Berlín í kringum 1940 en ekki er vitað til þess að það hafi verið flutt síðan. Að vísu hefur orðrómur um gamla útvarpsupptöku verið á kreiki en hún hefur ekki fundist. „Þetta er eiginlega frumflutningur í tvennum skilningi," segir Kjartan. „Frumflutningur á Islandi og frumflutningur fyrir nýja kynslóð." Verkið er tíu tObrigði við stef úr serenöðu fyrir strengjatríó op. 8 eftir Lud- wig van Beethoven. Verk Hauks Tómassonar, Storka, hefur líka verið flutt áður - var frumflutt í Varsjá síðastliðið haust af Sænsku út- varpshljómsveitinni. Haukur segir nafnið vísa til þeirrar þróunar sem verður í verkinu. „Það hefst á fljót- andi ástandi en smám saman nær einfalt og stirt ryþmastef yfu-hönd- inni. Verkinu lýkur svo með eftir- mála sem er nokkurs konar upp- rifjun." Haukur hafði ekki tök á að vera viðstaddur æfíngar í Varsjá og hef- ur fyrir vikið aðeins heyrt verkið flutt einu sinni, á tónleikunum. Hann kveðst ekki hafa breytt nótu fyiir tónleikana nú en eigi að síður hafí verkið tekið breytingum, það gerist alltaf við nýja hljómsveit og nýjan hljómsveitarstjóra. „Þessi flutningur verður ólíkur, verkið var jafnara ytra, hér eru andstæður meiri.“ Haukur kveðst hafa verið ánægður með flutninginn úti, sem Josef Svenson stjórnaði, „hann hafi hljómað vel“, en er ekki í vafa um að flutningur Sinfóníunnar muni standast fyllilega samanburð. Hugsað við eldhúsborðið Verk sitt, íslenska svítu, skrifaði Mist Þorkelsdóttir árið 1994. Hún var þá búsett í Boston í Bandaríkj- Morgunblaðið/Golli VERK þessara tónskálda munu hljóina í Háskólabíói í kvöld: Mist Þorkelsdóttir situr með þriggja ára son sinn, Sindra Sigfússon, þá Kjartan Olafsson og Haukur Tómasson. Jón Leifs Guðmundur Óli Gunnarsson unum, hafði búið þar í fimm ár og „sá ekki fyrir endann á þeirri út- legð, árin urðu næstum tíu“. Mist segir fjölskylduna allan tímann hafa haldið mjög íslenskt heimili, haldið vel og rækilega upp á íslenskar hefðir og tylli- daga, og passað upp á tungumálið hjá börnunum, meðal annars með því að vera dugleg að lesa íslensk- ar bækur og syngja íslensk lög. „I þessu umhverfi varð svítan mín til, alveg að til- efnislausu, þegar ég hafði tíma til að setjast við eld- húsborðið og hugsa pínulítið heim. Eins og nafnið bendir til er þetta röð dansa, ímyndaðra, stílfærðra dansa sem hefjast á forspili, þá kemur Skuggadans, síðan Búálfadans og loks Skessu- dans.“ Islensk svíta er nú flutt í allra fyrsta sinn. Kjartan Olafsson samdi verk sitt, Sonettu, á liðnu ári. „í því koma ekki fyrir neinar sérstakar melódíur eða stef sem tengja það saman. Ekki er um hljómfræðilega framvindu að ræða og er form verksins í heild frekar sundur- laust. Ekki er notast við neinar ákveðnar tónsmíðaaðferðir. Son- ettan afmarkast einungis af fyrsta, efsta, lægsta og síðasta tóni verks- ins.“ Sonetta hefur ekki verið flutt í annan tíma opinberlega en Sinfón- íuhljómsveit Islands „spilaði verkið í gegn gróflega" í prufuupptöku sem Ríkisútvarpið efndi til síðast- liðið haust. „Þetta var lofsvert framtak,“. segir Kjartan. „Prufu- upptökur af þessu tagi eru ómet- anlegur skóli fyrir tónskáld, að fá tækifæri til að heyra verk, breyta og bæta, hlýtur að koma manni til góða.“ Tónleikarnir í kvöld eru í sam- vinnu Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, Tónskáldafélags íslands og Ríkisútvarpsins. Hljómsveitar- stjóri verður Guðmundur Óli Gunnarsson. Nýjar bækur Kennslubók í organleik • KENNSLUBÓK í organleik 1. og 2. hefti er eftir Hnuk Guð- laugsson. Bókin er byggð á kennsluaðferðum Fernandos Germanis og nótnabókasafni hans sem keypt var til landsins fyrir nokkrum árum. Hinn heimskunni organleikari F. Germani lést 10. júní sl., þá 92 ára að aldri. Tveir nemenda hans, Guðmundur H. Guðjónsson og Haukur Guðlaugs- son, stofnuðu, ásamt fleirum, fé- lagsskap í kringum nótnasafn hans og er markmið félagsins að breiða út kennsluaðferðir þessa Karl J. Sighvatsson Haukur Guðlaugsson mikla meistara orgelsins. Ásamt því að kenna meginpart ævinnar við Santa Cecilia tónlistarháskól- ann í Róm, kenndi Germani um tíma við hinn virta tónlistarhá- skóla, Curtis Institute í Banda- ríkjunum. í Siena á Ítalíu hélt hann einnig eftirsótt námskeið á sumrin. Auk þess var hann aðal- organisti Péturskirkjunnar í Róm um langt árabil. Kennslubókin er bæði með myndum og nákvæm- lega útskýrðum æfingum, þannig að hún getur eins hentað til sjálfs- náms í organleik með pedal. Kennslubók í organleik er til- einkuð látnum nemanda Hauks, Karli J. Sighvatssyni, sem lést af slysförum 2. júní 1991. Daginn áð- ur lék Karl á afmælishátíð þar sem minnst var 40 ára byggðar í Þorlákshöfn. Við það tækifæri lék hann sérstaklega fyrir Vigdísi Finnbogadóttur, þáverandi for- seta Islands, að hennar ósk, en þau höfðu á árum áður unnið sam- an að leiksýningum, er hún var leikhússtjóri. Þetta voru síðustu tónleikar Karls. í kennslubókinni minnist Vigdís hans nokkrum orð- um. Þriðja hefti kennslubókarinnar er væntanlegt síðar á þessu ári. Útgefandi er höfundur. afsláttur —sporívöRuTíMs § Fosshálsi 1 - Sími 577-5858

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.