Morgunblaðið - 15.01.1999, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Frumflutningur sögusinfóníu Jóns Leifs 1 Þýskalandi
Mikilfenglegt verk en
grimm túlkun ásláttarins
Berlín, Morgunblaðiö
GAGNRYNENDUR þýzkra dag-
blaða eru sammála um mikilfeng-
leika Sögusinfóníu Jóns Leifs, en
nokkuð ber á þeirri skoðun að það
hefði mátt draga úr grimmri túlkun
ásláttarhljóðfæranna, er hún var
frumflutt á þýzkri grund af þýsk-
skandínavísku æskulýðshljómsveit-
inni. @texti:Tónleikarnir voiu í
senn hápunktur og lokaviðburður ís-
landsdaga í Berlín.
Hljómsveitarstjóri þýsk-skand-
ínavísku æskulýðshljómsveitarinn-
ar, sem skipuð er níutíu hljóðfæra-
leikurum frá tólf löndum, er Andre-
as Peer Káhler. En hann hefur verið
frumkvöðull í að kynna löngu
gleymd verk Jóns Leifs í Þýska-
landi, sem hlotið hafa talsverða at-
hygli í tónlistarlífí Berlínar síðastlið-
in ár. Sögusinfóníuna skrifaði Jón
Leifs í Rehbrúcke í útjaðri Berlínar-
borgar þar sem hann bjó ásamt
fjöldskyldu sinni frá 1923-1944.
Hundrað ára fæðingarafmæli hans
þann 1. maí nk. hans verður haldið
hátíðlegt í þorpinu en af því tilefni
var einnig ákveðið að frumflytja
sögusinfóníuna í Berlín.
Gagnrýnendur ekki
á einu máii
Sinfónían sem er í fimm þáttum
sækir efnivið sinn í Islendingasög-
urnar. Hljómsveitin túlkaði frum-
ki’aft sagnanna með því að leggja
mikla áherslu á hljóm ásláttarhljóð-
færa og fannst mörgum nóg um.
Gagnrýnadi dagblaðsins „Berliner
Zeitung" sagði leikinn hafa farið
fram úr öllu hófí og líkti látunum við
gauragang sem ætti sér varla hlið-
stæðu í Islendingasögunum. Hann
sagði persónur sagnanna túlkaðar á
ófrumlegan hátt vegna þeirrar
formleysu er einkenndi leikinn.
En aðrir voru ekki á sama máli
um nútímauppfærslu Káhlers. Fyr-
irsögn greinar sem birtist í Ta-
gesspiegel var meira að segja „Fín-
leiki Norðursins" og eins og hún
gefur til kynna gætir þar annarra
grasa. Höfundurinn fer orðum um
snilli mótsagnanna eða um fínleika
sem í felst svo mikill kraftur að
hvert eldgosið á fætur öðru brýst út
í huga áheyrandans.
Jón Leifs notast við órómantískan
og gi’ófan efnivið íslenskra þjóð-
sagna og meðal ásláttarhljóðfæra
voru hamrar, steðjai’, tréhamrar og
steinar. Gagnrýnendur eru sammála
um mikilfengleika verksins en nokk-
uð bar á þeirri skoðun að það hefði
mátt draga úr grimmri túlkun
ásláttarhljóðfæranna. En þrátt fyrir
hrottaskap, óþægilegar mótsagnir
og gauraganginn í samsetningu
hljóma voru gagnrýnendur á einu
máli um að hin leyndardómsfulla
dýpt verka Jón Leifs hafí komist til
skila.
Morgunblaðið/ Karl A. Sigurgeirsson
FRA tónleikunum: Jóhann Benediktsson, Jón R. Benjamínsson, Guðmundur H. Jónsson og Símon Ivarsson.
Gítartónleikar á Hvammstanga
Hvammstanga. Morgunblaðið.
ÞAÐ ríkti spönsk og suður-amer-
ísk stemmning á Hótel Seli, þeg-
ar Símon ívarsson, gítarleikari,
hélt þar tónleika sl. sunnudags-
kvöid.
Leikin voru verk m.a. eftir
Gunnar Reyni Sveinssson, L
Brauwer, A. Lauro, J. Turina,
V.M. Seranito og einnig eftir
Símon ívarsson. Með Símoni léku
nokkur lög ungir gítarleikarar
úr héraðinu, en þeir hafa allir
stundað frainhaldsnáin, eftir nám
í Tónlistarskóla V-Hún. Góð að-
sókn var að tónleikunum og lista-
mönnunum vel fagnað.
Tónleikarnir voru í tónleika-
röð Tónlistarfélags V-Hún.
Norræni menningarsjóðurinn
Styrkur
til Baldurs
FJÖGUR stór íslensk verkefni,
tengd Reykjavík sem menning-
arhöfuðborg á næsta ári, fengu
styrk frá Norræna menningar-
sjóðnum er úthlutað var úr
sjóðnum nú í vikunni. Stærst
þeirra verkefna er uppsetningin
á Baldri, óperu Jóns Leifs. Aiis
vora umsóknirnar að þessu sinni
537 og venjulega hljóta 20-25
prósent umsókna styrki. Þor-
steinn Gunnarsson, leikari og
arkitekt, sat fundinn, nú sem
fulltrúi Islendinga.
Alls voru 33 umsóknir upp á
22 milljónir danskra króna
tengdar norrænu menningarhöf-
uðborgunum þremur, Reykja-
vík, Helsinki og Bergen. Af
þessum umsóknum hlutu níu
umsóknir styrk, samtals 6,2
milljónir danskra króna. Til
uppsetningar á Baldri voru
veittar 2 milljónir danskra
króna, um 22 milijónir íslenskra
króna. Ætlunin er að flytja
verkið í Reykjavík, en einnig í
hinum borgunum tveimur á
menningarárinu 2000. Finnski
hljómsveitarstjórinn Leif Seger-
stam, sem nýlega hlaut norrænu
tónlistarverðlaunin, mun stjórna
flutningi Sinfóníuhljómsveitar
Islands á Baldri. Kjartan Ragn-
arsson verður leikstjóri og
finnski danshöfundurinn Jorma
Uutinen semur dansa, sem Is-
lenski dansflokkurinn flytur, en
Uutinen er mjög kunnur á sínu
sviði.
A la mode eskimo er tískusýn-
ing fyrir unglinga, sem sett
verður upp í Reykjavík á menn-
ingarárinu og einnig sýnd í hin-
um borgunum tveimur. Þetta
verkefni hlaut eina milljón
danskra króna. Norrænu ung-
mennafélögin hljóta styrk til að
taka á móti 3.500 norrænum
unglingum til vikudvalar á Is-
landi í júní á næsta ári. Lista-
safn ASI mun á næsta ári setja
upp sýninguna Thule - Land í
norðri, sem er sýning á verkum
veflistamanna. Sú sýning mun
einnig fara til hinna menningar-
borganna tveggja.
Styrkir úr Norræna menning-
arsjóðnum eru veittir til verk-
efna, sem fela í sér samvinnu-
verkefni þriggja Norðurland-
anna, eða að við sögu komi tvö
Norðurlandanna og Eystrasalts-
löndin og/eða norrænu grann-
svæðin í Rússlandi. A síðasta ári
var alls sótt um 230 milljónir til
sjóðsins, en úr honum var út-
hlutað 25 milljónum.
Elfar Guðni sýnir
á Selfossi
Selfossi. Morgunblaðið.
ELFAR Guðni hefur
opnað málverkasýn-
ingu í Galleríi Garði,
Miðgarði, Selfossi. Á
sýningunni eru 15
myndir málaðar með
acryl og olíupastel á
pappír. Allt eru þetta
nýjar myndir.
Sýningin er 34.
einkasýning Elfars og
að auki hefur hann
tekið þátt í fjölmörg-
um samsýningum.
Sýningin er opin á
verslunartíma og
henni lýkur 10. feb.
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
ELFAR Guðni listmálari frá Stokkseyri við
verk sín í Galleríi Garði.
Franskt fiörefm
TÖNLIST
I ðnð
KAMMERTÓNLEIKAR
Francis Poulenc: Elégie; Villanelle;
Sarabande; Banalités; Sónata f. trpt.,
hn. & bás.; Concardes. Þórunn Guð-
niundsdóttir sópran; Hallfríður Ólafs-
dóttir, pikkolóflauta; Emil Friðfinns-
son, horn; Einar St. Jónsson,
trompet/kornett; Sigurður Þorbergs-
son, básúna; Bryndís Pálsdóttir, fiðla;
Steef van Oosterhout, slagverk;
Kristinn H. Ámason, gítar; Kristinn
Öra Kristinsson, píanó. Iðnó, þriðju-
daginn 12. janúar kl. 20.30.
VETUR konungur gerði konsert-
haldi í Iðnó í tilefni af 100 ára af-
mælis Poulencs þann ljóta grikk á
þriðjudagskvöldið var að veður-
teppa Miklós Dalmay píanóleikara,
sem búsettur er austur að Flúðum.
Féll af þeim sökum niður Sónatan
fyrir flautu og píanó. Að öðru leyti
gekk þó allt eins og í sögu á þessum
bráðskemmtilegu tónleikum, og er
sannarlega vel til fundið að létta
mönnum skammdegisdrungann
með því að helga tónleikaröð
franska grallaranum snjalla.
Francis Pouienc (1899-1963) var
einn sexmenninga (Les Six) og hafa
vinsældir hans haldizt jafnt meðal
flytjanda sen hlustenda, enda gott
tónskáld sem kunni bæði að strjúka
og slá, eins og skáldið kvað; jafnvíg-
ur í gamni og alvöru. Hann kom
víða við stílfarslega, og gáskafull
kímni hans tempraðist af einlægri
trú sem dýpkaði með árunum og
skýrir hvernig einn og sami maður
hefur getað samið allt frá ærsla-
fullri sirkustónlist til áhrifamikilla
kirkjutónverka. En öðru fremur
skrifaði hann sérlega „músík-
antíska" tónlist, sem naut sín jafnt
fyrir hefðbundnar sem nýstárlegri
hijóðfæraáhafnir, hvort sem rit-
hátturinn var einfaldur eða kröfu-
harður.
Emil Friðfínnsson og Kristinn
Örn Kristinsson léku fyrsta atriði
dagskrár, Elégie frá 1957 fyrir
horn og píanó, með aðild og rétti;
svipmikið lítið þríþætt verk, þar
sem skiptust á hvöss spígsporandi
marsins og líðandi sönghæfni, og
drógu vel fram mælskar andstæður
í styrk og áferð. Hallfríður Ólafs-
dóttir flautuleikari, sem skv. prent-
aðri dagskrá átti einnig að flytja
Sónötu Poulencs frá 1958 fyrir
flautu og pianó, varð af ofantöldum
ástæðum að láta sér nægja Villan-
elle (1934) fyrir pikkóló og píanó;
yndislegt lítið stykki í anda hjarð-
pípulaga úr guðsgrænni franskri
náttúru í 6/8 takti, sem þau Krist-
inn Örn léku af látlausum þokka.
Heyra mátti saumnál detta, þeg-
ar Kristinn H. Árnason lék stutta
Saraböndu fyrir gítar frá 1960. En
jafnvel athygliverðara en lofsverð
tillitssemi áheyrenda var hversu
lágróma hijóðfærinu tókst að fylla
fremur þurran sal Iðnós, alla leið
niður í veikasta píanissimó. Fáum
gítarleikurum lánast að ljá hlust-
andum notalegri öryggiskennd en
Kristinn, enda 'sveif Sarabandan
um loft af fullkomnu áreynsluleysi í
örðulausum og fagurmótuðum leik,
sem, með frægu orðbragði Mozarts,
streymdi eins og olía.
„Banalités" - talandi titill um
sjálfsháð sem þónokkur tónskáld
nútímans mættu taka sér til fyrir-
myndar - heitir sönglagaflokkur
Poulencs frá 1940, sem Þórunn
Guðmundsdóttir söng við píanóleik
Kristins Arnar. Skiptust í þessum
fjölbreytta fímm laga flokki á skin
og skúrir, borgar- og sveitarand-
rúmsloft, hálist og dægurlag,
mjaltastúlkusakleysi og femme
fatale, sem þau Þórunn og Kristinn
Örn túlkuðu af stökum elegans,
hvort heldur væri tekið á hinum
stóra sínum eða leikið á viðkvæm-
um nótum kristalstærleikans. Burt-
séð frá ögn æskilegri fyllingu á
neðra sviði naut heilsteypt sópran-
rödd Þórunnar sín með sannkölluð-
um glæsibrag í hinum ólíku „hlut-
verkum", sem stundum voru m.a.s.
tvö í sama lagi, og með skínandi
góði’i inntakstúikun, að svo miklu
leyti sem viðvaningsleg skóla-
franska manns gat greint án prent-
aðs texta í tónleikaskrá. Tók þó
steininn úr í síðasta laginu,
Sanglots („Kjökur"), þar sem næmt
skynbragð söngkonunnar á
dýnamík sló frábæran lokapunkt
með óaðfinnanlegri aðstoð píanist-
ans.
Hin kunna Sónata Poulencs frá
1922 fyrir trompet, horn og básúnu
er ekkert lamb að leika sér við,
þrátt fyrir leikandi létt yfírbragð
þar sem meginstefin bera einkenni
húsganga og barnalaga. Komust
þremenningarnir engu að síður
langt að marki þess fyrirhafnar-
leysis sem verður að fylgja, svo að
verkið virðist streyma físlétt úr
erminni. Kannski mæðir hlutfalls-
lega mest á trompetpartinum, en
þrátt fyrir vott af „kvefuðum" tóni
á viðkvæmustu stöðum blés Einar
St. Jónsson sitt hlutverk af fag-
mannlegu öryggi í vel balanseruð-
um samleik við félagana.
Hann skipti yfír á kornett, þýð-
mæltari bróður trompetsins, í loka-
verki tónleikanna, „Concardes“ frá
1919 fyrir sópran, fíðlu, kornett,
básúnu og slagverk. Hér brá Pou-
lenc sér í trúðshlutverk götuleik-
hússins, og var þetta kostuiega þrí-
þætta verk ekki ókeimlíkt ballett
Saties, „Parade" (1916) og jafnvel
að hluta Sögu dátans eftir Stravin-
sky, þótt lausbeizlaðra væri, enda
virðist áhugi á sirkusi og kabaretti
hafa legið í tíðarandanum. Þórunn
Guðmundsdóttir fór hér á kostum
og sviptist á milli meyjar og
matrónu eins og ekkert væri, svo
mann dauðlangaði til að vita nánar
um textainnihaldið. Hljóðfærahóp-
urinn lék með viðeigandi sópandi
trukki á úthverfari stöðum en
syngjandi einlægt á þeim nærgætn-
ari í merkilega góðu innbyrðis jafn-
vægi miðað við ski-autlega áhöfn, þó
að bumbuslagarinn hefði að ósekju
mátt gefa aðeins meira í, þegar
hringleikahúsið fór hvað mestan.
Vel var að þessum skemmtilegu
tónleikum staðið, og saknaði maður
helzt prentaðs söngtexta á íslenzku
í tónleikaskrá, enda frönskugi’ánar
fáir á voru landi.
Ríkarður Ö. Pálsson