Morgunblaðið - 15.01.1999, Síða 35

Morgunblaðið - 15.01.1999, Síða 35
34 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 3£j, STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EFN AH AGSKREPP A í BRAZILÍU DÖKKT ÚTLIT er í alþjóðlegum efnahagsmálum í kjölfar efnahagskreppunnar í Brazilíu, sem magnaðist eftir gengisfellingu gjaldmiðilsins í fyrradag. Gengisfellingin kom í kjölfar mikils fjárflótta úr landi, enda höfðu fjárfestar búizt við henni um skeið. Helztu ástæður gengisfellingarinnar eru mikill halli á viðskiptum við útlönd, svo og mikill fjárlagahalli. Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn hafði sett ríkisstjórninni í höfuðborginni Brazilíu þau skilyrði að draga verulega úr þessum halla áður en hún fengi þá gífurlegu fjárhagsaðstoð, sem samþykkt hafði verið að veita landinu, að upphæð rúmir 40 milljarðar dollara (2.900 milljarðar króna). Þar sem ríkisstjórninni gekk brösulega að verða við þessum kröf- um Alþjóðagjaldeyrissjóðsins drógust greiðslurnar og að lokum brast þolinmæði fjárfesta og þeir tóku að flytja fé sitt úr landi. Bandarískar lánastofnanir og fjárfestar eiga gífurlegra hagsmuna að gæta í Brazilíu, svo og Spánverjar og reynd- ar fleiri Evrópuþjóðir. A þetta einnig við um flest lönd Suður-Ameríku og óttast margir fjármálasérfræðingar, að efnahagskreppan í Brazilíu muni valda eins konar keðju- verkun í álfunni, enda eiga mörg löndin við efnahagserfið- leika að stríða fyrir. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og iðnrík- in, með Bandaríkin í broddi fylkingar, munu gera hvað þau geta til að koma í veg fyrir slíka þróun, enda mikið í húfi. Astandið í Brazilíu olli þegar lækkun á verðbréfum á fjármálamörkuðum heimsins, en þó fyrst og fremst á hlutabréfum í bönkum og fyrirtækjum, sem mest viðskipti eiga þar og víðar í Suður-Ameríku. Verðfallið á fjár- málamörkuðum varð þó almennt minna en búast hefði mátt við, hver sem framvinda verður næstu daga og vikur. Það, sem gerir efnahagskreppuna í Brazilíu svo alvar- lega, er, að hún kemur í kjölfar þeirra efnahagserfiðleika, sem Asíulönd eiga við að stríða, svo og kreppuástandsins í Rússlandi. Ahrifanna kann að gæta meira og minna um allan heim og hætta er á því, að minnkandi hagvöxtur leiði til efnahagssamdráttar og viðskiptahafta. HOLLYWOODVELDIÐ NÁLEGA ALLAR vinsælustu kvikmyndirnar í bíóhús- um landsins á síðasta ári voru framleiddar í Hollywood, eins og fram kom í frétt hér í blaðinu í gær. Sló kvikmyndin Titanic aðsóknarmet en um 45% þjóðar- innar sáu hana eða um 124 þúsund manns. Ein íslensk mynd var á meðal 26 vinsælustu myndanna, Stikkfrí, sem tæp sautján þúsund manns sáu. Er það breyting frá því sem var á síðasta áratug þegar íslenskar myndir voru ávallt á meðal þeirra sem mesta aðsókn hlutu. Miklar vinsældir Hollywoodmynda hér á landi þurfa ekki að koma á óvart í ljósi þess að um áttatíu af hverjum eitt hundrað myndum sem íslensk kvikmyndahús sýna eru af því tagi. Hefur það löngum verið ósk kvikmyndaáhuga- manna að húsin sýndu fleiri myndir af öðru bergi brotnar, víst er að af nógu er að taka, enda stendur kvikmyndagerð með miklum blóma víða um heim, nægir þar að nefna miklar kvikmyndaþjóðir á borð við Frakka og Indverja. Kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem sett verður í dag, hef- ur í tuttugu ár haft það að meginmarkmiði að kynna ís- lenskum kvikmyndaáhugamönnum myndir sem alla jafna eru ekki sýndar í kvikmyndahúsunum. Með þessu hefur hátíðin að nokkru bætt upp einleita efnisskrá húsanna og fyrir bragðið hefur hún iðulega notið töluverðra vinsælda - ætti það eitt að nægja til að vekja áhuga hjá eigendum kvikmyndahúsanna á því að auka hlut mynda sem fram- leiddar eru annars staðar en í draumasmiðjunni Holly- wood. Kvikmyndahátíð í Reykjavík er ánægjulegt framtak og nauðsynleg tilbreyting. Vonandi verður samt ekki langt að bíða þess að íslensk kvikmyndahús taki að kynna okkur í auknum mæli það sem er að gerast í kvikmyndagerð ann- arra þjóða en Bandaríkjanna. íslenskir rithöfundar eru margir að skrifa heimsbókmenntir Morgunblaðið/Júlíus FORLAGIÐ edition die horen hefur raeðal annars lagt áherslu á íslenskan skáldskap. Johann P. Tammen hefur verið ötull við að kynna íslenskar bókmenntir í Þýska- landi. Islenskur skáldskapur hefur birst í tímariti hans, die horen. Karl Blöndal ræddi við Tammen á heima- slóðum hans í Bremerhaven. JOHANN P. Tammen, stjórn- andi bókaforlagsins edition die horen í Bremerhaven, fer ekki troðnar slóðir í útgáfu. Tammen hefur lagt áherslu á íslensk- ar bókmenntir, sem hann segir ekki að óíyrirsynju. „íslenskir rithöfundar eru margir að skrifa heimsbókmennt- ir,“ sagði hann í samtali við Morgun- blaðið þokudrungað kvöld á kránni Kaiserhafen, sem hefur einkunnar- orðin „síðusta knæpan áður en komið er til New York“ við höfnina í Brem- erhaven og bætti við að hann væri bjartsýnismaður. Það getur ekki alltaf verið auðvelt að halda í bjartsýnina fyrir lítinn útgefanda í heimi bókaútgáfunnar í Þýskalandi eins og hann lýsir henni. Hann sagði að lítil bókaforlög ættu ekki síst undir högg að sækja núna þegar í Brussel væri verið að íeggja á ráðin um að afnema bindingu verðs á bókum í ríkjum Evrópusambandsins. Tammen segir að það sé einkum fyrir þrýsting frá Austum'kismönnum, en stóru forlögin í Þýskalandi séu einnig hlynnt því að verðlag verði gefíð frjálst. Litlu forlögin í nauðvörn „Þeir vilja auka samkeppnina en það er hætt við að bókmenntimar líði fyrir,“ sagði hann. „Stóru forlögin vilja gefa út þrjár metsölubækur og nokkur bókmenntaverk til að líta bet- ur út. En við sem rekum litlu forlögin erum í nauðvörn. Þá skapast einnig sú hætta að enn þrengi að þýðinga- markaðnum.“ Tammen sagði að staða þýðinga væri góð um þessar mundir í Þýska- landi. Það kostaði hins vegar sitt að láta þýða bækur og rétturinn kostaði sömuleiðis sitt. Nú styrktu bæði stofnanir og ríkið þýðingar. Ef hætt yrði að styðja við bakið á þýðendum kæmi upp staða, sem ekki yrði bætt upp með hugsjónum. Enn fremur væri um þröngan hóp bók- menntaáhugamanna að ræða í Þýska- landi, eða milli 10 og 100 þúsund manns. Höfundar á borð við Giinter Grass gætu selt allt að 100 þúsund bækur, en það væri vel af sér vikið ef 10 þúsund eintök seld- ust af bókum Einars Más Guðmundssonar eða Lars Gustavssonar og þeirra líka. Sala afþreyingarefnis gæti hins vegar hlaupið á hundruðum þúsunda bóka og þarna færi í raun fram barátta milli iðnaðarframleiðslu og hand- verksins. Tammen kvaðst vera þeirrar hyggju að Þjóðverjar hefðu mjög góða þýðendur. Oft nytu erlendir rit- höfundar til dæmis meiri hylli í þýsk- um þýðingum í Þýskalandi en á frummálinu heima fyrir. Þetta ætti til dæmis við um suma bandaríska ritöfunda, sem seldust hlutfallslega meira í Þýskalandi en í heimalandinu. Þá væru þýðendur margir og síður en svo skortur á góðum þýðendum, meira að segja úr íslensku. „Islendingarnir koma“ Islenskir höfundar hafa látið að sér kveða í Þýskalandi undanfarið. Tammen sagði að á undanförnum 10 til 15 árum hefði átt sér stað jákvæð þróun í þessum efnum. Islenskir höfundar vektu athygli og forlög þeirra reyndu að ýta undir það. Hansa-forlagið í Miinchen hefði til dæmis birt auglýsingu með yfirskrift- inni „Islendingarnir koma“ til að kynna Einar Má og Einar Kárason. „Bókmenntir frá rómönsku Ameríku réðu lögum og lofum á átt- unda áratugnum," sagði hann. „Á undanfómum tíu til fimmtán árum hafa bókmenntir Norðurlanda rutt sér til rúms og má þar nefna Jostein Gaarder og Peter Iloeg. Hann sagði að norrænar bók- menntir hefðu notið virðingar á síð- ustu öld og talið hefði verið með ólíkindum að slíkar bókmenntir gætu komið úr norðri. Nú væru norrænar bókmenntir aftur á uppleið og Islend- ingai-nir væru þar ofarlega. Vel- gengni íslenskra höfunda mætti rekja til þess að almenningur hefði verið með á nótunum. Hann tók sérstak- lega fram að ólíkt væri farið með bækur íslenskra höfunda og til dæm- is Lesið í snjóinn eftir Hoeg: „Lesið í snjóinn varð metsölubók, en þar er um að ræða metnaðarfullar afþrey- ingarbókmenntir. Islenskir rit- höfundar eru margir að skrifa metnaðarfullar heimsbókmenntir.“ Kvaðst hann telja Guðberg Bergs- son og Steinunni Sigurðardóttur til þess hóps auk þeirra Einars Más og Einars Kárasonar. Kynning bókmennta þarf að vera stöðug Kynning bókmennta þyrfti hins vegar að vera stöðug og menn yrðu að vakna til vitundar um það á Islandi að þaðan þyifti einnig að koma frum- kvæði. Þá væri kynning bókmennta samspil margra þátta og sérstak- lega mikilvægt væri að rithöfundar kæmu á staðinn og læsu upp úr verk- um sínum. Fólk vildi láta skemmta sér og nota sína andans krafta og þar lægju sóknarmöguleikar. Meira að segja ljóðið vekti löngun manna til að reyna eitthvað nýtt. En einnig þyifti að sýna að alvara byggi að baki. Tammen sagði að styðja yrði við bakið á þýðingum og kvaðst kunna best að meta styrkjakerfið, sem væri við lýði í Noregi. Norðmenn styddu ekki aðeins þýðingar úr öðrum mál- um yfir á norsku, heldur einnig úr norsku yfir á önnur mál. Síðan kynntu þeir bókmenntir sínar. Það sama ætti við í Danmörku, þótt það kerfi væri lakara. Menn hafa velt því fyrir sér af hverju áhugi Þjóðverja á erlendum bókmenntum stafi og því hefur verið haldið fram að að það mætti ef til rekja til þess að þýskar bókmenntir væru í lægð. Þýskar bókmenntir í lægð? Tammen sagði að þetta viðkvæði heyrðist oft og færa mætti að því rök að þetta væri rétt. Hann kvaðst hins vegar telja að þýskar bókmenntir væru góðar. Þýskir höfundar skrifuðu hins vegar oft og tíðum of flókinn texta og lýstu innra lífi fólks. „Bókmenntir hér eru góðar en flóknari," sagði hann. „Ég get ekki verið sammála um að þýskar bók- menntir séu í lægð þótt það sé kannski ekki rangt heldur. Það er ákveðin tregða til að kaupa þýska höfunda, en það er ekki lykilatriði. Is- lensku bækurnar sýna til dæmis glöggt þær breytingar, sem átt hafa sér stað á þessari öld og draga fram vandamál nútímans. Við höfum feng- ið að sjá eina og eina bók eftir ís- lenska höfunda en nú þurfum við að telja í okkur kjark til að gefa út verk einstakra höfunda í heild sinni þannig að þau séu öll á boðstólum." Tímarit Tammens, die horen, sem kemur út ársfjórðungslega er helgað bókmenntum, listum og gagnrýni. Sess ljóðsins í tímaritinu er drjúgur, enda telur Tammen rangt að kveð- skapur gangi ekki í lesendur. Hann nefnir því til staðfestingar að forlag sitt gefi reglulega út rit, sem sé helgað skáldum ákveðins lands. Verkefnið fer þannig fram að sex skáldum hefur verið boðið að lesa upp á vegum vestur-þýska útvai’psins í Köln. Arið 1992 var gefin út bók með íslenskum kveðskap. Það var fjórða bókin í röðinni. Hún ber nafnið „ég heyrði bláa litinn" (Ich hörte die Farbe blau) og er með ljóðum skáld- anna Hannesar Sigfússonar, Baldurs Oskarssonai-, Lindu Vilhjálmsdóttur, Gyrðis Elíassonar, Ingibjargar Har- aldsdóttur og Matthíasar Johannes- sen á íslensku og þýsku. Sagði Tammen að þetta væri Evrópuverk- efni, sem ætti sér engan líka. Tíma- ritið með ljóðum íslensku skáldanna sex hefði upphaflega verið gefið út í þrjú þúsund eintökum og hefði selst upp. Eftirspurnin hefði hins vegar verið slík að hann hefði ákveðið að gefa bókina út aftur, nú í fimmtán hundruð eintökum. Áhuginn á þessu riti sýndi að ljóðið væri ekki einangr- að fyrirbæri. Þetta væri einnig hvatn- ing íslenskum skáldum því að þekkt- ustu þýsku ljóðskáldin seldu í mesta lagi fimmtán hundruð eintök af bók- um sínum. Að hampa bók- menntum, sem á að þegja í hel Morgunblaðið/Karl Blöndal JOHANN P. Tammen, sljói nandi forlagsins edition die horen, fyrir utan „síðustu knæpuna áður en koraið er til New York“. íslenskar bókmenntir og listir hafa einnig verið á dagskrá í tímaritinu die horen. Árið 1986 var 3. hefti tímarits- ins eingöngu helgað íslandi. Þá var ísland aftur á dagskrá die horen í fyrsta tölublaði tímaritsins 1997 þeg- ar teknar voru íyrir samtímabók- menntir í Norður-Evrópu undir yfir- skriftinni „Hér er heimurinn, hér er jaðar hans“ (Hier ist die Welt, hier ihr Rand). Minnisstæður fundur með forseta Islands Þegar tímaritið, sem helgað var Is- landi, kom út árið 1986, var það kynnt í Goethe-stofnun á Islandi. Tammen las þar sjálfur upp úr verk- um sínum og var það fyrsta heimsókn hans til Islands, en hann hefur komið einu sinni síðan, árið 1993. Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti, var viðstödd kynninguna, og það er Tammen minnisstætt. „Ég hafði aðeins heyrt um hana, en aldrei hitt hana,“ sagði hann. „Eftir kynninguna bauð hún mér í göngutúr og við töluðum saman, meðal annars um það hvað menningin væri mikil- vægt fyrirbæri. Þetta var eins og jól- in fyrir mig. Síðan hitti ég hana aftur og við töluðum fram á nótt. Ég hef aldrei upplifað það áður að á þessu plani væri rætt um menningu af slík- um móð.“ Tammen sagði að nú væri kominn tími til þess að gefa lesendum die horen sýn inn í íslenskan skáldskap að nýju. Hann sagði að komnar væru hugmyndir og textar til að velja úr og til væru peningar fyrir prentun, en afla þyrfti fjár til þýðinga og þar horfði hann meðal annars til Islands. Stefnt væri að því að gefa út tölublað með íslensku efni eingöngu árið 2000. Áherslan á norðrið hefur verið rauður þráður í báðum birtingar- myndum tímaritsins. Það hefur nú komið út samfleytt í 43 ár, eða allt frá því að Kurt Morawietz hóf útgáfu þess í Hannover árið 1955. Tammen hefur verið einn útgefandi síðan Morawietz lést árið 1994. Leið hans í þá stöðu var krókótt. Hann lauk aldrei stúdentsprófí, en vann það upp síðar og náði inntökuprófi í háskóla. Hann lærði kaupmennsku og gerði hitt og þetta, var meðal annars sölu- maður. Hann byrjaði að fást við skrif í Darmstadt, var kvimynda- og leik- húsgagnrýnandi. Um tíma var hann hjá vikuritinu Stern og í tvö ár sá hann með öðrum um um skop og háð í blaðinu. Hann lærði þýsku, sögu og félagsfræði í háskóla og að náminu loknu gekk hann til liðs við die horen. Tímarit Schillers fyrirmyndin Nafnið die horen eða árstíðagyðj- urnar var engin tilviljun. Það er sótt í samnefnt tímarit, sem þýski skáldjöf- Hr urinn Friedrich Schiller gaf út á átjándu öld. Tímarit Schillers var reyndar ekki langlíft. Útgáfa þess stóð aðeins í tæp þrjú ár. En þar voru ýmsu gerð skil og var norræn menn- ing þar á meðal. Árið 1796 birtist grein í Die Horen eftir Johann Gott- fried Herder undir heitinu „Iðunn og yngingareplið“, sem Arthúr Björgvin Bollason segir í bók sinni „Ljóshærða villidýrið" að marki að vissu leyti tímamót í viðskiptum þýskra höfunda við norrænan menningararf. Grein þessi er ski-ifuð í formi samræðu og efnið er spurningin hvort íslensk goðafræði eigi að koma í stað grískr- ar í þýsku menntalífi. I lok sam- ræðunnar er áhersla lögð á þá ósk að sú hugsjón, sem lifi í fornum goðsögnum norrænna manna, megi skjóta rótum og blómstra í vitundar- lífi Þjóðverja. Að hampa bókmenntum sem á að þegja í hel Tammen sagði að eitt af mark- miðunum með útgáfu die horen væri að vekja athygli á bókmenntum, sem lítið hefði farið fyrir. Einn sá höfund- ur, sem tímaritið hefði gert vegleg skil, væri Christian Geissler, sem hann sagði að jafnaðist á við Peter Weifi. Hann hefði skrifað stórar, mik- ilvægar bækur um uppbyggingu hryðjuverkasamtakanna Rauðu her- deildarinnar, en þar sem hann var talsmaður róttækrar andstöðu við ríkið hefðu verk hans verið sniðgeng- in: „Við viljum halda á lofti verkum, sem eru að gleymast með röngu. Er tímaritið pólitískt? Það má segja að það sé pólitísk afstaða að hampa bók- menntum, sem á að þegja í hel.“ Annar höfundur væri Albert Vigo- leis Thelen, sem skrifaði skáldsöguna „Eyja annarrar ásjónunnar" (Insel des zweiten Gesichts). Hann flúði undan nasistum frá Þýskalandi til Mallorca árið 1933 og sagan gerist þar á árunum fyi'ir stríð og er um leið hárbeitt ádeila á nasis- mann. Thelen skrifaði greinar íyrir hollensk blöð og héldu greiðslurn- ar fyrir þær í honum lífi. „Hann gleymdist á sjötta áratugnum og varla var tekið eftir annaiTÍ skáldsögu hans, þótt þar væru heimsbókmenntir á ferð,“ sagði hann. „Hann hæddist að Hitler og verk hans eru bæði fyndin og alvar- leg.“ Brúin milli die horen og Islands Tammen sagði að skáldið Wolf- gang Schiffer hefði smíðað brúna milli die horen og íslands. Schiffer hefði eitt sinn verið á )eið til Band- aríkjanna, millilent á Islandi og þá komist í kynni við íslensk skáld, íslandshefti var endurprentað í tvígang þeirra á meðal Franz Gíslason og Sigurð A. Magnússon. Tammen met- ur hlut Schiffers greinilega mikils og segir að í samanburði við Sohiffer sé hann ekki nema lítið ljós. 1997 kom út á vegum edition die horen bókin „Býr Islendingur hér? Minningar Leifs Muller“, sem Garðar Sverrisson skráði. Tammen kvaðst hafa heyrt af áhrifamikilli leikgerð endurminninganna, sem sýnd var á sviði í Sachsenhausen, þar sem Leif- ur var í fangabúðum nasista. Tammen kvaðst hafa leitað til ann- arra forlaga um útgáfu á sögu Leifs, en enginn hefði bitið á agnið. Þá hefði komið til sögunnar Eddy Liibbert, athafnamaður í Bremerhaven, sem einnig er atkvæðamikill í Þýsk-ís- lenska félaginu þar. Hann hefði lagt af mörkum fé til að bókin mætti koma út. Tammen er greinilega stoltur af bókinni og segir hana vera þarfan vitnisburð um valdatíma nasista og þau óhæfuverk, sem þá hefðu verið framin. „Þessi bók er nú til á þýsku," sagði Tammen og vildi leggja áherslu á að það eitt og sér væri sér mikilvægt. „En ég hef metnað til að sjá til þess að hún komi út í vasabroti því þessi bók hefur verið sögð bæði mikilvæg og nauðsynleg." Hann sagði að þar sem forlag sitt væri lítið hefðu sér verið skorður settar við dreifingu bókarinnar, en um leið væri kostur að vera með eigið tímarit þar sem hægt væri að auglýsa hana. Tammen kvaðst ekki vera þeirrar hyggju að Þjóðverjar hefðu fengið nóg af umræðu um nasismann og af- leiðingar hans. Sú umræða, sem kviknað hefði vegna bókar sagn- fræðingsins Daniels Jonahs Goldhag- ens, „Hinir fúsu böðlar Hitlers", og ræðu rithöfundarins Martins Walsers er hann fékk friðarverðlaunin á bóka- messunni í Frankfurt fyrr á árinu bæru því vitni. Umræðan væri ýmist á jákvæðum eða neikvæðum nótum, en áfram væri mikill áhugi á þessum málum og viðkvæðið síður en svo að nú væri nóg komið. „Bókin með sögu Leifs var einnig gefin menntaskólum þar sem fjallað var um hana,“ sagði hann. „Við höf- um síðan fengið viðbrögð frá nem- endum við henni. Athygli þeirra vekja andstæðurnar milli uppvaxtar- ins á Islandi og reynslunnar í fanga- búðunum og síðan það að lifa slíka reynslu af. Viðbrögðin eru staðfest- ing á því sem maður er að gera.“ Þarna á að vera hús og dyrnar eiga að vera opnar Tammen liggur lágt rómur, en raddstyrkurinn jókst þegar hann beindi talinu að Goethe-stofnun: „Það er fráleit ákvörðun að loka stofnun- inni á Islandi og við vonum að ný stjórn breyti því. Kostnaðurinn við að reka stofnunina á íslandi er álíka mikill og ein ferð utanríkisráðherra erlendis. Hann ætti að prófa að hjóla til Peking. Goethe-stofnun hefur mik- ið að segja og það má ekki láta bráða- birgðalausn [eða Goethe-miðstöðina] nægja þótt hún sé góðra gjalda verð. Fyrirkomulagið á að vera eins og annars staðar í heiminum og ég veit að margir skammast sín vegna lokun- arinnar og vilja bæta úr. Þetta mál snýst ekki um pólitík, heldur menn- ingu og það er vafasöm reikningsað- ferð að bera saman kostnað og nýt- ingu. Þarna á að vera hús og dyrnar eiga að vera opnar. Þetta var óábyrg og skammarleg ákvörðun. Þetta voru ekki mistök, en kannski má tala um pólitískt glappaskot, sem erfitt er að finna hliðstæðu við þótt leitað sé langt aftur. Þetta er __________ eina stofnunin í heilu landi og það skiptir ekki máli hvað landið er lítið.“ Tammen sagði að það væri ekki síður nauðsynlegt fyrir Þjóðverja að þekkja til Islands og lokun Goethe- stofnunar á íslandi lokaði einnig að hluta til fyrir þann möguleika: „Is- lensk tunga er ein sú elsta í heimin- um og sama á við um sögu lýðræðis á íslandi. Þetta land þarf maður að þekkja vilji maður vera góður Evr- ópubúi. Hefði ég haft sama aðgang að Klaus Kinkel [utani'íkisráðherra í stjórn Helmuts Kohls] hefði ég getað veitt honum löðrung, en þess var ekki kostur.“ Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vill ræða við ríkið um aukinn hlut í útsvari Aætlaður halli byggður á skyn samlegum fjár- festingum í FRUMVARPI til fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðar fyrir árið 1999, sem lagt hefur verið fram, er gert ráð fyrir auknum skuldum og að halli á bæjar- sjóði verði um 880 milljónir króna. Magnús Gunnarsson bæjarstjóri seg- ir að hallinn sé vegna mikilla fjárfest- inga, sem að hans mati eru skynsam- legar og nauðsynlegar. „En að hluta til erum við nauðbeygðir vegna sam- keppnisstöðu sveitarfélagsins við nágrannabyggðirnar,“ sagði hann. Magnús vill taka upp viðræður við ríkið um aukinn hlut sveitarfélaga í útsvarsgreiðslum og hann segir nauð- synlegt að kanna sameiningu Hafnar- fjarðar, Garðabæjar og Bessastaða- hrepps af meiri alvöru en áður. „Það verður að horfa á það í víðu samhengi hvað við erum að gera og hvers vegna farið er í þessar miklu fjárfesting- ar,“ sagði Magnús. „Það er uggvænlegt að þurfa að auka skuldir en ef við förum yfir hvers vegna þá er meðal annars bundið í lögum að grunn- skólinn skuli vera einset- inn árið 2003. í Hafnarf- irði hefur enginn af sex grunnskólum verið ein- settur á sama tíma og nágrannasveitarfélögin hafa einsett sína skóla. Reyndar er verið að ein- setja einn skóla þessa dagana, Öldutúnsskóla. Vegna þessa leggjum við um 500 milljónir til fræðslumála og fer stór hluti þeirrar fjárhæðar í einsetninguna.“ Magnús sagði að ráðgert væri að verja miklum fjármunum til nýrra byggingarsvæða fyi'ir fleiri íbúa að standa undir samneyslu bæjarfélags- ins. „Við vitum að hagkvæmni stærð- arinnar kemur fram þar sem í öðru,“ sagði hann. „Við erum það sveit- arfélag sem býr hvað best að landi undir íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Ég sé ekki að það sé fýsilegur kostur að fara með atvinnusvæðin upp á Kjalar- nes. Ég held það sé nær að líta á Straumsvíkursvæðið. Þar eru 100 hektarar af ónumdu landi sem er þægilegt til vinnslu fyrir atvinnu- reksturinn." Hann minnti á að fyrir kosningar hefði verið undirritaður samningur um byggingu íþróttamannvirkis fyrir Knattspyrnufélagið Hauka og að bæjarfélagið legði fram 190 milljónir til þeirra framkvæmda. Einnig að Iðnskóli Hafnarfjarðar væri að rísa á mettíma en þar væri á ferðinni einka- væðing á slíku mannvirki í fyrsta sinn hér á landi með samningi Hafnar- fjarðarbæjar og ríkisins. „Skólinn er á lóð sem kallar á að rífa verður hluta af húsum, sem hafa heyrt undir áhaldahús bæjarins og verður því nýtt áhaldahús byggt úti í hraunum og í það fara 100 milljónir," sagði hann. „Bara þessir þættir, 100 millj- ónh- í áhaldahús, 190 milljónir vegna samnings, sem búið var að gera við Hauka og allir bæjarfulltrúar voru sammála um að gera slíkan samning, og 500 milljónir í skólamálin gera samtals 790 milljónir. Síðan erum við að fjárfesta í nýjum hverfum fyrir annað eins en fáum vitanlega tekjur á móti í gatnagerðargjöldum. Við erum því að blása til sóknar, því við verðum að auka tekjur til að geta staðið við skuldbindingar bæjarsjóðs og það verður ekki gert nema með einhverj- um ráðstöfunum." Saiiieining sveitarfélaga Magnús sagði nauðsynlegt að horfa til sameiningar sveitarfélaganna af meh'i alvöru en áður þ.e. Hafnarfjarð- ar, Garðabæjar og Bessastaðahrepps og jafnvel Kópavogs og Vatnsleysu-; strandarhrepps. „Síðan er annað sem ég hef áhyggjur af og ég held að sveitarstjórnarmenn þurfi að taka til endurskoðunar hvort Samband ís- lenskra sveitarfélaga eigi ekki að taka upp viðræður við ríkið um að endur- meta það hlutfall, sem sveitarfélögin fá af útsvarstekjum vegna vaxandi þjónustu sem veitt er heima í héruð- um og þeirra verkefna sem tekin hafa verið frá ríkinu,“ sagði hann. „Það er þannig að eftir að sveitarfélögin tóku við skólunum fóru íbúar að gera meiri ki'öfur um menntun og þjónustu. Annað sem við verðum að gæta okkar á er að þegar áætlun var gerð varðandi t.d. einsetningu skólanna, sem sveitarfélögin samþykktu, þá var hún metin á 6 milljarða. Þá var talið að einsetn- ing skóla í Hafnarfirði kostaði einn milljarð en niðurstaðan er allt önnur eða þrír milljarðar á næstu árum og er stærsta fjárfesting sem sveitarfélagið hefur ráðist í.“ Nefndi hann sem dæmi að gert hefði verið ráð fyrir 20% endur- greiðslu úr jöfnunarsjóði' sveitarfélaga vegna ein- setningar í Öldutúns- skóla en að kostnaður bæjarins hefði verið 510 milljónir þegar upp var staðið þannig að endur- greiðslan yrði nær 10%. „Endur- greiðslum er stillt upp eftir fyrirfram ákveðnum reglum en síðan kemur í Ijós að breyta þarf þessum gamla skóla og samræma bygginguna í eina heild en það er ekki tekið með í reikn- inginn," sagði hann. „Við erum því að missa um 50 milljónir á þessum eina skóla. Það eru svona hlutir sem þarf að vera hægt að semja um við ríkis- valdið." Rekstrarkostnaður verði 74% Varðandi fjárhagsáætlunina sagði Magnús að rekstrarhlutfall milli gjalda og tekna skipti mestu máli. í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að rekstrarkostnaður yrði 79,7% en markmiðið væri að ná 74% á næstu fjórum árum. „Það verður unnið markvisst að þvi að ná rekstrar- kostnaði sveitarfélagsins niður og með því að gera það þá getum við aukið fé til fjárfestinga um 200-300 milljónir," sagði Magnús. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hækkun þjónustugjalda en í greinargerð með fjáriagafrumvarpinu kemur fram að þau verða tekin til endurskoðunar. „Það er óskynsam- legt af okkur að vera langt á eftir öðr- um,“ sagði hann. „Við erum ekki með hæstu þjónustugjöldin nema síður sé en það er ekki skynsamlegt að mikill munur sé á milli sveitarfélaganna. Menn fara þessa leið með þjónustu- gjöldin vegna þess að þar er svigrúm til að ná í meira fé. Það er kannski ekki áhugi á að leggja hærri gjöld á íbúana heldur reyna þess í stað að fara yfir samningana við ríkið og kanna hvort það sé réttlát sem sveit- arfélagið fær af sköttum ríkisins." Magnús sagði að unnið hefði verið að breytingum á stjórnsýslu bæjarins, og að fyrir dyrum stæði hagræðing í rekstri hans sem kæmi til með að spara um 200 milljónir. „Það tekur okkur svona ár að breyta stjórnsýsl- unni og koma henni á það stig sem við viljum að hún sé á,“ sagði hann en á næstunni verða einstakar stofnanir og deildir skoðaðar og kannað hvar hag- ræða megi í rekstri. Magnús Gunnarssoii

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.