Morgunblaðið - 15.01.1999, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 15.01.1999, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 44 HESTAR Islenskir hestar vinna til verðlauna í Bandaríkjunum JOHN og Remington í keppni. ÞAÐ FER ekki ofsögum af fjöl- hæfni, styrk og þoli íslenskra hesta. Gott dæmi um það eru ís- lensku hestarnir Remington, sem hefur gert það mjög gott í þolreið- arkeppni í Bandaríkjunum, og Surtur, sem nýlega fékk verðlaun sem besti hestur sem notaður er við iðjuþjálfun fatlaðra á sínu svæði. Eigandi Remingtons og knapi í þolreiðarkeppninni er John Parke. Hann býr ásamt fjölskyldu sinni í Santa Ynez dalnum í Kaliforníu og eiga þau fjóra íslenska hesta. Hann segist aðallega leggja stund á þol- reiðar. Keppni í þolreiðum í Bandainkj- unum byggist á því að riðnar eru a.m.k. 50 mílur og stundum allt upp í 100 mílur á dag. Svokölluð „Multi- day“ keppni, þ.e. þolreiðarkeppni sem stendur yfír í marga daga fer þannig fram að riðnar eru 50 mflur á dag í fimm daga, alls 250 mflur. Remington lagði að baki flestar mflur allra hesta í þolreiðarkeppni á suðvesturhluta Kyrrahafsstrand- arinnar, alls 1.525 mflur, eða 2.440 km, og varð fimmti yfir öll Band- aríkin. Hann sigraði einnig í milli- vigtarflokki, sem byggist á þyngd knapa, á sínu svæði og aðeins einn hestur náði betri árangri í þessum flokki yfir öll Bandaríkin. Auk þess varð hann í fimmta sæti á landsvísu í svokallaðri „Multi-day“ keppni. Hafa lagt að baki 4.360 km í keppni John segist hafa mætt fordómum þegar hann byrjaði að taka þátt í þolreiðarkeppni og stundum verði hann var við þá enn. Flest hrossin sem keppa eru með arabískt blóð í æðum, en önnur hrossakyn í mun minni mæli. Hann sagði að þegar hann mætti með íslenska hestinn Remington hafi margir þekkt til þols íslenskra hesta en efuðust þó um að þeir gætu keppt í svo erf- iðri keppni. Því miður hafi sumir litið á íslensku hestana sem sæta, litla, loðna bolta með fínar gang- tegundir. Hann segir Remington þó hafa breytt þessari hugsun með því að standa sig svona vel. Þótt honum takist ekki að sigra í einstaka keppni vinnur hann það upp með stöðugleikanum. Alls kepptu þeir John og Remington tvisvar í eins dags, 100 mflna keppni, þrisvar í þriggja daga 150 mflna keppni og tvisvar í fimm daga, 250 mílna keppni árið 1998 í Kaliforníu, Arizona, Nevada, Utah og Nýju- Mexíkó. A síðustu þremur árum hafa þeir lagt að baki 2.725 mílur, eða 4.360 km. John segir að þessi góði árangur Remingtons hafi svo sannarlega vakið athygli á kyninu. Umfjöllun og myndir af honum hafa birst í fjölmiðlum og á Netinu auk þess sem John hefur svarað fyrirspurn- um frá fólki sem hefur lýst yfir áhuga á íslenskum hestum eftir að hafa séð til Remingtons. Tvisvar hefur verið boðið í hestinn í miðri keppni. Hann segist hafa orðið var við það, sérstaklega hjá eldri knöpum, að næst muni þeir velja sér íslenskan hest, þar sem þeir virðist vera mjúkir og þægilegir reiðhestar. Þarf að verðlauna hesta sem skara fram úr John finnst það svolítið sorglegt að þrátt fyrir að samtök annarra hrossakynja sem þátt taka í þol- reiðum verðlauni þá hesta af viðkomandi kyni sem standa sig best hafi félagsskapur eigenda ís- lenskra hesta í Bandaríkjunum aldrei veitt slíka viðurkenningu. Hann segir að ef hestar sem skara fram úr á ýmsum sviðum séu ekki verðlaunaðir eða hljóti einhvers konar viðurkenningu sé þess ekki að vænta að kynið sem slíkt njóti þein-ar virðingar í hestaheiminum sem það á skilið. „Ef við getum sýnt börnunum okkar fram á að þessi loðni, litli hestur með flottu gangtegundimar er í raun og veru sá sterkasti, flott- asti og gáfaðasti og auk þess fjöl- hæfasta „farartækið“ sem fyrir- finnst, verður aldrei hægt að rækta nógu marga slíka hesta fyrir næstu kynslóð hestamanna. Til þess að gera þetta verðum við að vekja at- hygli á þeim íslensku hestum, sem hægt er að reiða sig á að gætu flutt þig til heljar og til baka aftur, ekki síður en þeim sem gera það gott í sýningarhringnum," segir John. „Eg vona að ég geti vakið áhuga einhvers barns til að koma hestin- um sínum í toppþjálfun og reyna eitthvað nýtt.“ Arið 2001 er fyrirhugað að halda 2.000 mflna þolreið í Bandaríkjun- um. John stefnir að þátttöku og segir slíka keppni vera kjörinn vettvang til að velqa athygli og áhuga á íslenska hestinum. Hann bendir þó á að fólk ætti að nota hvert lítið tækifæri til að kynna ís- lenska hestinn og fjölhæfni hans fyrir almenningi. Kom fyrst á hestbak 1994 Til gamans má geta þess að Remington er fæddur hjá Elisa- beth Haug í Kaliforníu. Hann er tíu vetra gamall og grár að lit. John Parke fékk hann árið 1994 og hafði þá aldrei komið á hestbak, en hann, kona hans og tveir synir hafa lært reiðmennsku á Remington. Rem- ington er skráður undir nafninu Spori í Bandaríkjunum. Hann er undan hryssu sem kölluð var Minna mús og Gimsteini í eigu Elisabeth Haug. Sá er sagður af Kolkuóskyni. Minna var aftur á móti undan Snæ- faxa frá Hreðavatni, sem vai- undan Neista frá Skollagróf og Ljósku frá Hofsstöðum. Spori sigraði 1.100 hesta Spori frá Breiðholti kom, sá og sigraði í fyrsta sinn sem hann var tilnefndur til verðlauna hjá samtök- um um reiðmennsku fyrir fatlaða í Norður-Ameríku (North American Riding for the Handicapped). Að sögn Anitu Sepco, sem vinnur við iðþjuþjálfun fatlaðra með hesta á búgarðinum Alfasaga Farms í Norður-Karolínu í Bandaríkjunum, var þetta fyrsta árið sem Spori er notaður við þjálfun fatlaðra. Auk þess var þetta í fyrsta sinn sem ís- lenskur hestur er tilnefndur til verðlauna, en alls voru 1.100 hestar tilnefndir. Anita segir Surt vera mjög sér- stakan hest. Hann skipti miklu máli og hafi mikil áhrif á fólkið sem hann vinnur með. Hún segir að líklega sé Alfasaga Farms eini staðurinn í Bandaríkjunum þar sem eingöngu eru notaðir íslenskir hestar við iðjuþjálfun fatlaðra með hestum. Ásdís Haraldsdóttir Fundur dýralækna um sumar- exem FÉLAG hrossabænda bauð dr. Wolfgang Leibold prófess- or við dýralæknaháskólann í Hannover til landsins um síð- ustu helgi og sat hann fund með sérfræðingum á Keldum, fulltrúum yfirdýralæknisemb- l ættisins, nokkrum íslenskum dýralæknum auk fulltrúa frá Félagi hrossabænda þar sem rætt var um sumarexem í ís- lenskum hrossum á erlendri grund. Að sögn Halldórs Runólfs- sonar yfirdýralæknis flutti dr. Leibold iyrirlestur um rannsóknir sínar á sumarex- emi sem hann stundar í Hannover og byggjast á ónæmisfræðum. Rannsókn sem Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hefur stjórnað undanfarin tvö ár og unnin er í samráði við rannsóknarstofu í Newmarket , , á Englandi byggist hins vegar ' á erfðafræði. En hér á landi hafi menn mikinn áhuga á að skoða sjúkdóminn einnig út frá ónæmisfræðinni og á þeim forsendum hafi dr. Leibold verið boðið hingað. Halldór sagði að þrátt fyrir að þessar rannsóknir væru mjög sérhæfðar hvor fyrir sig og aðferðirnar óskyldar hefði komið fram mikill áhugi á að þær fari fram samhliða. Til J þess að lausn finnist verði * menn að skilja bæði erfða- fræðina og ónæmisfræðina á bak við þennan flókna sjúk- dóm. Það kom fram hjá dr. Leibold að markmið rann- sókna hans sé að reyna að finna einhvers konar próf sem hægt er að setja hestana í hér á Islandi áður en þeir eru fluttir út og halda eftir þeim hrossum sem talin eru líkleg til að fá sjúkdóminn. Hvað erfðafræðina snertir er hugs- anlegt að hægt verði með DNA greiningu að finna hesta með veikleikann. Síðan yrði það langtímamarkmið að nota 4' erfðafræðina til að rækta slíka einstaklinga út úr stofninum. Halldór vildi ítreka að dýralæknar eru ekki allt of vongóðir um að lækning finn- ist. Ofnæmissjúkdómar séu mjög erfiðir samanber hjá mönnum. Fyrst og fremst væri verið að leita að fyrir- byggjandi aðferðum. Faxi og Bændaskólinn reisa skemmu á Hvanneyri HESTAMANNAFÉ LAGIÐ Faxi í Borgarfirði er nú að undirbúa bygg- ingu fjölnota húss á Hvanneyri í samvinnu við Bændaskólann. Stefnt er að því að hægt verði að taka húsið í notkun þegar næsta skólaár hefst næsta haust. Baldur Bjömsson formaður Faxa sagði í samtali við Morgunblaðið að byggt verði stálgrindarhús, líklega 24x50-60 m að stærð. Staðsetning þess verður norðan við nemenda- hesthúsið á Hvanneyri. Fyrirhugað er að í um 8-10 metra pláss í öðrum enda hússins verði innréttað 16-20 hesta pláss. Þar fyrir ofan verður væntanlega kennslustofa og snyi-ti- aðstaða. Ekki er gert ráð fyrir að í húsinu verði hesthús fyrir nemendur á Hvanneyri, heldur er hesthúsið hugs- að fýrir þá sem koma með hesta sína á námskeið í húsinu. Þetta verður fjölnota hús sem getur komið bæði félögum í Faxa og Hvanneyringum að góðum notum. Auk þess að nota það fyrir reiðhöll verður hægt að nota það til íþróttaiðkana, sem aðstöðu fyrir sýningar og kennslu í verklegum greinum, t.d. í búvélafræði. Baldur sagðist gera sér vonir um að bygging þessi verði til að efla starfið innan Faxa. Það muni nýtast vel til námskeiðahalds og til að byggja upp starf unga fólksins innan félagsins. Baldur sagði að Faxi væri nú í samningaviðræðum um áframhald- andi aðstöðu fyrir félagið á Faxaborg. Þrátt fyrir að samvinna verði við Hestamannafélagið Skugga í Borgar- nesi um mótahald af ýmsu tagi, eins og sagt hefur verið frá í hestaþættin- um, vflja Faxafélagar geta notað aðstöðuna þar áfram á sumrin. Sér- staklega vildu þeir ekki missa af félagsmótinu, hinni vinsælu Faxag- leði, sem haldin er á hveiju ári í ágúst. DÚNDUR REIÐÚLPU ÚTSALA Verddæmi Úlpur frá sænska fyrirtækinu Kállquists Full Season 8.900.- áður ).- Paddock 6.990,- áður T- Ranger 9.990.- áður ISÆStT- Convert 6.900,- áður JSrBÖÚfr Úlpur frá enska fyrirtækinu Saddlecraft Rye 5.500- áður JSféZf- Chilham 5.900,- áður ISrSOtT- Chartwell 8.900.- áður IS^OtT- Horka reiðbuxur frá Hollandi Prestige 8.900,- áður JJL9e07- Ármúla 38 108 Rey kjavik - .2W Simi: 588 18 18 Sendum í póstkröfu um alK landf^
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.