Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 45^ alltaf nóg um að vera því húsið var stórt og oft margt um manninn og var oft hægt að hjálpa til við ýmsa hluti. Það var mjög margt sem þú vildir kenna mér þegar ég kom til ykkar, svo sem að veiða. Alltaf fékk maður að koma með upp á völl til að hitta alla þína vini og vinnufélaga. Það var yndislegt að þú skyldir geta fylgt ömmu í nýja og fallega íbúð ykkar sem þið fluttuð í 19. des- ember. Þessi veikindi eru búin að vera erfíð fyrir ykkur ömmu. Það var ótrúlegt að finna vilja þinn og kraft í erfiðri baráttu gegn sjúk- dómi, sem á endanum hafði yfir- höndina. En, afí, þú ert svo sannar- lega búinn að skila þínu. Það var ánægjulegt að fá að verja þessum tíma með þér og ömmu þessa síð- ustu daga. Hún frænka mín hún Elínborg var svo ánægð með hvað þú tókst vel á móti henni og varst áhugasamur um nýjasta lífið sem fjölskyldan á von á eftir nokkra mánuði. Ég og amma vorum hjá þér síðasta sólarhringinn og reyndum að hjálpa þér eins og þuifti til að þér liði vel. Á miðnætti á fimmtu- daginn setti ég hringinn minn sem mamma mín gaf mér í 20 ára af- mælisgjöf á höndina þína því við er- um jú alnafnar og skammstöfun á nafni okkar var á þessum hring, Hr- ingurinn var á hönd þinni til 10.50 á fóstudeginum þegar ég þurfti að fara til Vestmannaeyja. Þá kvaddi ég þig í síðasta sinn í þessu lífi. Tuttugu mínutum síðar hringdi pabbi í mig og tilkynnti mér að þú værir dáinn. Þegar ég kom til baka var mikil ró og friður yfir þér, og þú hafðir fengið langþráða hvíld. Eg mun oft hugsa til þín og ég lofa þér að fræga beta- tækið þitt fer í gler- kassa í minningu um þig, elsku afi minn. Elsku amma mín og pabbi, megi Guð styrkja okkur ölL Takk fyrir alla stundirnar, elsku afi minn. Þinn Erling Adolf Agústsson. Elsku afi, við viljum með nokkrum orðum þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér og ömmu. Þær eru margar góðar minningarnar sem við eigum úr Njarðvík. Alltaf hlökkuðum við jafnmikið til að koma til ykkar ömmu á sumrin. Þar var okkur alltaf sinnt af alúð og tímann gáfuð þið okkur allan. Það vai' alveg sama hvort maður var að koma eða fara, við vorum alltaf hlaðnir gjöfum og sumarið var alltaf fljótt að líða þeg- ar við fengum að vera hjá ykkur. Ég man hvað okkur fannst alltaf gaman þegar þú fórst með okkur að veiða, hvort sem það var niður á höfn í Njarðvík eða hvort við fórum eitthvað lengra. Amma var búin að kappklæða okkur og smyrja nesti og síðan var lagt í hann. Þessar veiðiferðir voru æði fjörugar og man ég ávallt þegar Gunnar Birgir frændi fékk að fara með okkur og hann krækti í mesta feng sem hann mun nokkurn tímann fá, sem varst þú. Ég veit ekki hvort þú veist hvað ég er þakklátur fyrir alla þá hjálp sem ég fékk frá þér. Ómetanleg var sú hjálp sem þú veittir mér þegar ég stundaði háskólanám mitt og bjó einn i Reykjavík. Kæri afi, við munum sakna þín mikið en huggum okkur við það að þú ert á góðum stað þar sem veik- indi eru óþekkt og við vitum að við eigum eftir að hittast á æðri stað. Bless afi, þótt þú sért farinn munt þú alltaf lifa í hjarta okkar. Magnús og Jón Helgi. Okkur langar að minnast móður- bróður, frænda og vinar okkar, Erl- ings Ágústssonar. Þegar við feng- um fréttirnar um að Eriing væri látinn var sem tíminn stæði í stað og minningarnar um hlýjan mann komu hvei' af annarri. Ein minning er þó okkur nær en aðrar, en það er skemmtari sem hann gaf okkur eft- ir að þau hjón fluttust til Reykjavík- ur, en Erling var mikill músíkant. Þetta hljóðfæri mun tala hans máli á okkar heimili. Við sendum fjölskyldu þinni sam- úðarkveðjur. Hvíl í friði. Svanur, Bylgja og fjölskylda. Góður vinur og félagi hefur kvatt þetta líf. Erling Ágústsson var Vest- mannaeyingur í bestu merkingu þess orðs, og ætíð minntist hann ára sinna þar með mikilli ánægju og virðingu. Og þó að hann flytti upp á fastalandið aðeins rúmlega þrítugur hafði hann þegar áorkað ýmsu sem gerði hann þjóðkunnan. Á þessum árum söng hann inn á hljómplötm' nokkur dægurlög, með eigin textum, sem flest urðu feikivinsæl og heyr- ast oft enn í dag á öldum hljóð- vakans um 40 árum síðar. Erling var bæði rafvirki og útvarpsvh'ki að mennt og hafði til að bera mikið næmi og áhuga á öllu, sem laut að útvarps- og sjónvarpstækni. Á Eyja- árum sínum, þegar landinn hafði að- eins gamla Ríkisútvarpið og engum tónlistarstöðvum var til að dreifa, þá kom hann sér upp hljóðupptöku- tækjum til að hljóðrita tónlist er- lendra „sjóræningjastöðva" sem svo voru kallaðar og þessu efni útvarp- aði hann síðan í Eyjum frá eigin út- varpsstöð. Heyrt hef ég eldri brott- flutta Eyjamenn minnast þessara útsendinga með glampa í augum. Upp úr 1960 fluttist Erling með fjölskyldu sinni til Njarðvíkur, þar setti hann á stofn eigin raftækja- vinnustofu, sem hann starfrækti allt fram á þennan áratug, að hann venti sínu kvæði í kross og opnaði gæludýraverslun, sem hann rak nánast til æviloka. Ég kynntist Erling fyrst að heitið getur á miðjum áttunda áratugnum, aðallega vegna kynna hans og föður míns, en milli þeirra ríkti mikil tryggð og vinátta og víst er um það, að Erling saknaði vinar í stað við fráfall hans. Þegar myndbandsbyltingin hóf innreið sína hérlendis hófst nýr kapítuli í lífi hans. Þá voru fæstir, sem áttu slík tæki, enda voru þau dýr. Svo voru heldur engar kvik- myndir til leigu eða sölu eins og nú tíðkast. En Erling dó ekki ráðalaus. Stofnað var óformlegt félag um sjónvarpsstöð. Hann útbjó sjálfur sérstök loftnet fyrir eigendurna, efni var útvegað erlendis og sjón- varpað var heiman frá honum. Þetta ævintýri fékk þó tiltölulega skjótan endi, því „varðhundar valdsins" komu og gerðu tæki og tól upptæk í nafni laganna, málið týndist reynd- ar í kerfinu og gufaði upp. Það sem einkenndi skaphöfn Erl- ings fyrst og fremst var hans létta lund og bjarta bros. Ekki var hann þó skaplaus, síður en svo, en ef hann skipti skapi, þá stóð það ævinlega stutt. Mér er minnisstætt er Ung- mennafélag Njai-ðvíkur varð 40 ára. Þá var haldin vegleg hátíð sem enn er í fersku minni. Var mjög reynt að vanda til allra þátta og fengnh- margir frægir skemmtikraftar. Mér var falið að athuga hvort Erling væri fáanlegur til að syngja þama. Honum fannst þetta í fyrstu al- deilis fráleitt. „Ég hef ekkert átt við þetta í tugi ára, svo er röddin farin og kjarkurinn brostinn." Eftir nokkrar atlögur samþykkti hann að reyna þetta. Sest var niður og sam- inn sérstakur söngtexti af þessu til- efni við eitt af vinsælu gömlu lögun- um hans. Það er skemmst frá að segja, að sá gamli „átti salinn“ og ætlaði fagnaðarlátum seint að linna. Eitt sameiginlegt hugðarefni átt- um við, það var vissan um líf að loknu þessu, þau mál ræddum við oft seint og snemma og er það bjargfóst trú mín, að nú hafi þeir náð saman á ný faðir minn og hann. Kannske aftur verði tekinn upp þráðurinn og sungið „Þú ert ungur enn“. Ég get ekki látið hjá líða að minnast vináttu hans og greiðvikni við yngri systkini mín eftir lát föður okkar. Að lokum langar mig að til- einka vini okkar þessar hendingar úr kvæði Einars Benediktssonar: Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Samúðar- og vinarkveðjur sendum við hjónin Ingibjörgu og börnum þeirra. Hilinar Hafsteinsson. + Sigurður Júlíus- son var fæddur í Hafnarfirði 4. októ- ber 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 7. jan- úar siðastliðinn. Foreldrar hans voru Júlíus Sigurðs- son, skipstjóri frá Akranesi, og Mar- grét Gísladóttir frá Hafnarfirði. Systk- ini Sigurðar eru Gísli, f. 1927, yfir- verkfræðingur, Kristín, f. 1931, kennari, Hallgeir, f. 1937, verk- fræðingur, búsettur í Þýska- "landi. Sigurður var tvígiftur. Fyrri kona hans var Guðbjörg Sigurð- ardóttir, f. 5. ágúst 1932, og eignuðust þau tvær dætur sam- an. 1) Margrét, f. 19. ágúst 1953, dætur hennar eru: íris, f. 1972 og ffildur, f. 1983. 2) Elísa- bet, f. 21. maí 1964, maki Eyþór Elsku pabbi minn. Það er erfitt að skrifa þessi orð sem eiga að vera kveðjuorð til þín. Erfitt að hugsa sér að heyra ekki röddina þína framar né sjá glettnisblikið í aug- unum eða heyra hnyttin tilsvörin. Alltaf gast þú svarað öllu sem við þurftum að leita svara við, hvert sem málefnið var. Hver á nú að hjálpa við krossgátur og myndagátur þegar ég er komin í strand? Elsku pabbi, ævi þín var ekki létt, hörðust voru átökin við Bakkus, en svo fór að lokum að þú hafðir betur og gast síðan miðlað af reynslu þinni til annarra. Það held ég að hafi verið þín bestu ár þegar þú varst í stakk búinn að hjálpa öðrum. En uppúr stendur ávallt í minn- ingunni umhyggja þín og ást til okkar dætra þinna, þar varst þú alltaf tilbúinn að gera allt sem í þínu valdi stóð fyrir okkur. Fyrir það er ég eilíflega þakklát. Guð veri með þér, elsku pabbi minn, ég veit að við hittumst hinumegin. Þín Margrét (Gréta). Elsku besti fallegi pabbi minn. Það er erfitt til þess að hugsa að fá ekki lengur að njóta þinna inni- legu fóðurlegu faðmlaga og um- hyggju sem gáfu mér styrk. Þú varst sá maður sem ég ávallt leit upp til og dýrkaði frá því ég man eftir mér, enda dáðist ég að baráttuvilja þínum og sjálfsbjarg- arviðleitni í þínum erfiðu veikind- um. Ég er þakklát fyi'ir að þú hafir verið pabbi minn og afi barnanna minna, sem sakna þín svo mikið. Það veitir mér styrk í sorginni að vita til þess að þú verður ávallt hjá mér í minningunni. Guð geymi þig og verndi, elsku pabbi minn. Þín dóttir Elísabet (Lísa). Við Sigurður Júlíusson kynnt- umst fyrst 1970 og vorum vinir upp frá því. Ég fann strax að það var mikið gott í þessum manni. Sigurð- ur var Hafnfirðingur eins og ég. Foreldrar okkar voru vinafólk og hafði móðir Sigurðar starfað með foreldrum mínum við kirkjustarf um áratuga skeið. En á þeim tíma lágu leiðir okkar Sigurðar ekki saman. Sigurður var hæglátur, auð- mjúkur, hjálplegur, hreinskilinn og greindur. Hann var mjög góður málamaður og starfaði lengi sem túlkur við franska sendiráðið í Reykjavík. Sigurður átti lengi við áfengis- Guðlaugsson, f. 19. nóvember 1962, börn þeirra eni Sig- urður, f. 1984, Telma Guðbjörg, f. 1992 og Guðlaugur Andri, f. 1997. Seinni kona Sigurð- ar var Nicole og býr hún í Frakklandi, dóttir þeirra er Sarah, f. 29. desem- ber 1971. Þau slitu samvistum. Sigurður varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykja- vík 1949 og lauk BA-prófi í frönsku og ensku frá háskóla á íslandi og í Belgíu. Auk þess Iauk hann prófi sem löggiltur skjalaþýðandi í frönsku og ensku. Hann starfaði um árabil í franska sendiráðinu og á seinni árum sem ráðgjafi hjá SÁÁ. Utför Sigurðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. vanda að stríða og háði erfiða glímu við þann sjúkdóm í mörg ár, en það birti til hjá honum. Hann leitaði sér hjálpar og lagði sig allan fram við að ná aftur tökum á lífi sínu og hjálpaði öðrum að ná tök- um á sínu. Síðustu 20 árin lifði hann án þess að bragða áfengi. Hann hafði fullnaðarsigur. Sigurður starfaði sem áfengis- ráðgjafi hjá SÁA í 12 ár eða þang- að til starfsþrek hans þraut vegna annars sjúkdóms sem enginn réð við. Sigurður barðist við þann sjúk- dóm í mörg ár og sýndi fádæma hugprýði. Sigurður leit aldrei á ráðgjafa- starf sitt sem upphefð, hann leit aðeins á sig sem venjulegan mann, sem hafði verið svo lánsamur að komast undan áfengisánauðinni og launaði það síðan með því að hjálpa öðrum sem áttu við sama vandamál að stríða. Og lagði hann sig fram við það af fremsta megni allt til dauðadags. Hann var ráðgjafi af Guðs náð. Um leið og ég kveð þig, kæri vin- ur, votta ég dætrum þínum, systk- inum og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Guð fylgi þér á vit nýrra verkefna, Siggi minn. Þorsteinn Garðarsson. Félagi okkar úr FH, Sigurður Júlíusson, er fallinn frá. Hann lést 7. janúar sl. eftir langvarandi og erfið veikindi. Sigurður var innfæddur Hafn- firðingur, kominn af rótgrónu fólki hér í bæ. Hann bjó lengst af og síð- ustu árin á Skúlaskeiði 5, í litlu timburhúsi við Hellisgerði, skrúð- garð okkar Hafnfirðinga, en for- eldrar hans byggðu það hús á sín- um tíma og fluttu inn í það á brúð- kaupsdeginum. í þessu húsi átti hann sína æskudrauma og undi þar hag sínum. Sigurður gekk hefðbundna skólagöngu í Hafnarfirði, í Bama- skóla Hafnarfjarðar, sem nú er Lækjarskóli, síðan í Flensborg og svo lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík, þar sem hann lauk stúdentsprófi árið 1949. Öll gengu þau systkinin menntaveginn, enda áttu þau öll létt með lærdóminn. Þá lá leið Sigurðar í Háskólann og þaðan í framhaldsnám til Belgíu. Þar lauk hann BA-prófi í ensku og frönsku og rómönskum málum og fékk síðar réttindi sem löggiltur skjalaþýðandi. Hann kom heim og hóf störf í Franska sendiráðinu, þar sem hann starfaði lengst af. Síðar varð hann meðferðarfulltrúi hjá SÁÁ. Sá þáttur í lífi Sigurðai' Júlíus- sonar sem við í FH viljum minnast sérstaklega, er þátttaka hans í fjöldamörg ár í frjálsíþróttum. Hann hóf ungur að keppa, og bar af hér í Firðinum í kastgreinunum. Hann átti Hafnarfjarðarmet í kringlukasti og kúluvarpi, sem stóðu í áratugi. Þetta var á gullald- arárum frjálsra íþrótta hér á landi um og eftir 1950. Óneitanlega stóð Sigurður í skugga þeirra, sem gerðu garðinn frægan, en hann var engu að síður sterkur hlekkur í keðju okkar FH-inga og þá Hafn- firðinga á frjálsíþróttamótum. Frjálsíþróttasaga okkar er orðin nokkuð löng, og er á margan hátt merkileg, því að hún nær aftur til upphafs hennar hér á landi. Þessi íþróttagrein hefur verið stunduð samfellt hér í bæ frá 1920 og fram til þessa dags, líkt og hjá þeim íþróttafélögum í Reykjavík, sem ■ lengst hafa starfað að þessum greinum íþrótta. Við í frjálsíþróttadeild FH hugs- um með hlýhug og þakklæti til Sig- urðar fyrir þátttöku hans og störf í þágu frjálsra íþrótta. Hann bjó all- an sinn íþróttaferil við þær frum- stæðu og takmörkuðu aðstæður, sem voi'u hér í Firðinum á þessum árum, t.d. á Hörðuvöllum og á gömlu skólamölinni, því var Sig- urður einn af þeim fjölmörgu félög- um í FH sem sóttu æfingar og keppni til Reykjavíkur, á gamla Melavöllinn. Þar gat hann sinnt sínu aðaláhugamáli meðal þeirra, sem æfðu við margfalt betri að- stæður. Það er og hefur verið mikill og góður uppgangur í frjálsíþróttum í FH nú síðustu ár. Siggi Júl, eins og við kölluðum hann oft, fylgdist vel með, honum var akkur í að við- halda þcssari uppbyggingu og að árangur yrði sem bestur, svo og að aðstæður bötnuðu. Sú varð raunin, þegar sl. vor var vígður glæsilegur frjálsíþróttavöllur að Kaplakrika og þá fagnaði Siggi Júl innilega þeirri velgengni sem átt hefur sér stað í FH, þó sérstaklega í frjálsí- * þróttadeildinni. FH-ingar kveðja nú félaga sinn, Sigurð Júlíusson, hinstu kveðju og votta fjölskyldu hans dýpstu samúð. Frjálsíþróttadeild FH. Með nokkrum orðum vil ég minnast vinar míns, Sigurðar Júlí- ussonar. Kynni okkar Sigga Júl, eins og við heimilisfólkið kölluðum hann í daglegu tali, hófust nokkru áður en hann gerðist ráðgjafi hjá SÁÁ að Staðarfelli í Dölum, skömmu eftir að sú meðferðarstöð var opnuð. Eitt sinn er Siggi var í helgarfríi hittumst við á heimili mínu í morgunkaffi og ákváðum við í framhaldi af því að gera það að föstum sið þegar færi gæfist; sú varð raunin því oft áttum við eftir að spjalla saman í gegnum árin. { Ekki fór á milli mála að starf hans á Staðarfelli hentaði honum vel, og efa ég ekki að þar hefur , hann mörgum hjálpað og gefið góð ráð. Siggi var náttúruunnandi og • útivistarmaður mikill, og keppandi ' í frjálsíþróttum á sínum yngri ár- \ um. Eitt sinn er hann birtist heima | snemma vors var hann óvenju brúnn og hraustlegur. Þegar hann ; var spurður hverju sætti var svarið I á þá leið að hann færi daglega í Á; langar gönguferðir, síðan væri hvflst í skjólgóðum lautum og ekki s væri verra að smáskafl væri í nánd [ til þess að auka á litinn. Siggi var ' áhugaljósmyndari og kunni vel að festa á filmu samspil ljóss og nátt- úru svo úr urðu fallegar myndir enda mörg litbrigðin í okkar fal- lega umhverfi. Fyrir nokkrum árum fór að bera á heilsubresti hjá þessum hrausta manni. Þar var illvígur sjúkdómur farinn að gera vart við sig. Ekki æðraðist Siggi og er við áttum , spjall saman rétt fyrir jól á heimili ^ hans átti hann enn von um að eitt- hvað myndi rætast úr, en það fór á annan veg. Að leiðarlokum viljum við hjónin þakka vináttu við góðan dreng og sendum dætrum Sigurðar og fjöl- skyldum þeirra samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Sverrir Þórólfsson. SIGURÐUR JÚLÍUSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.