Morgunblaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 51 *
FRÉTTIR
Lífeyrissj óðurinn
Framsýn hefur hlotið
starfsleyfí ráðuneytis
LÍFEYRISSJÓÐURINN Fram-
sýn fékk starfsleyfí fjármálaráðu-
neytisins þann 17. dese'mber 1998,
fyrstur starfandi lífeyrissjóða, seg-
ir í fréttatilkynningu sem Morgun-
blaðinu hefur borist.
Ennfremur segir: „I lögum nr.
129/1997 um skyldutryggingu líf-
eyrisréttinda og starfsemi lífeyris-
sjóða, sem gildi tóku 1. júlí 1998 er
kveðið svo á um að allir starfandi
lífeyrissjóðir við gildistöku lag-
anna verði að fá starfsleyfi fjár-
málaráðuneytisins fyrir 1. júlí 1999
vilji þeir halda áfram starfsemi
sinni. Samþykktir sjóðsins sem
starfsleyfið byggir á tóku gildi 1.
janúar 1999.“
Einnig segir: „Séreignarsjóður
Framsýnar tók til starfa 1. janúar
sl. Hann tekur við iðgjöldum til
séreignarsparnaðar frá sjóðsfélög-
um sameignarsjóðsins og öðrum
þeim er þess óska. Séreignarsjóð-
urinn býður upp á valmöguleika í
ávöxtunarleiðum.
Lífeyrissjóðurinn Framsýn býð-
ur sjóðsfélögum sínum að tengja
saman séreignarsparnað og líf-
tryggingu. Boðið er upp á líftrygg-
ingu frá einni milljón og upp í fjór-
ar milljónir á mjög hagstæðum
kjörum. Lítil fyrirhöfn er því sam-
fara að taka líftrygginguna þar
sem engar heilsufarsupplýsingar
þarf að veita við töku hennar. Slíkt
samspil séreignarsparnaðar og líf-
tryggingar er mjög hagstætt ungu
fólki sem vill byggja sér og sínum
fjárhagslegt öryggi.
Lífeyrissjóðurinn Framsýn er
stærsti lífeyrissjóður landsins þeg-
ar litið er til fjölda sjóðfélaga en
um 117 þúsund sjóðfélagar eiga
inneign í sjóðnum. Þegar litið er til
heildareigna til greiðslu lífeyris er
sjóðurinn annar í röðinni með um
37 þúsund milljónir til gi-eiðslu líf-
eyris.
Þegar Lífeyrissjóðurinn Fram-
sýn var stofnaður þann 1. janúar
1996 stóðu níu stéttarfélög að
stofnun sjóðsins^ auk Vinnuveit-
endasambands Islands. Hlíf og
Framtíðin í Hafnarfirði, Félag
hársnyrtisveina, Bifreiðastjórafé-
lagið Sleipnir, Iðja, félag verk-
smiðjufólks og fjögur önnur stétt-
arfélög sem nú hafa frá síðustu
áramótum sameinast í eitt af
stærstu stéttarfélögum landsins
en þau eru Dagsbrún, Framsókn,
Sókn og Félag starfsfólks í veit-
ingahúsum.
Avöxtun síðustu ára hjá Lífeyr-
issjóðnum Framsýn hefur verið
ein sú besta hjá lífeyrissjóðunum
eða um 8%. Kostnaður við rekstur
sjóðsins hefur farið lækkandi frá
stofnun hans og er nú um 0,11% af
eignum hans.“
HOLLVINASAMTÖK Háskóla ís-
lands og einstök holhdnafélög hafa
staðið fyrir fjölda opinna fyrirlestra
á undanförnum misserum. Fyrir-
lestrarnir hafa verið í lengi'i og
skemmiá röðum, svo og stakir. Nú er
komið að fyrMestri þar sem tekið er
á einu þeirra mála sem hvað mest
eru í umræðunni þessa dagana, þ.e.
kvótakerfinu.
Fiskur, eignir og réttlæti er heiti
fyrirlestrar sem Hannes Hólmsteinn
Gissurarson, prófessor i stjórnmála-
fræði, heldur á vegum Hollvinasam-
Skíðagöngu-
kennsla fyrir
almenning
NÚ er liðin rétt rúm vika síðan út-
breiðsluátak Skíðasambands Is-
lands, „Skíðagöngukennsla fyrir al-
menning", fór af stað. Þátttaka
hefur verið góð á Norðurlandi og
veður sæmilegt til þess. Metþátt-
taka var á Dalvík en þar mættu 182
og fengu kennslu á gönguskíði.
Einnig var góð þátttaka í Eyja-
fjarðarsveit um síðustu helgi, segir
í fréttatilkynningu.
„Helgina 16.-17. janúar nk. verð-
ur Skíðahelgin á Akureyri haldin í
Hlíðarfjalli við Akureyri. Þar gefst
Akureyringum kostur á að fá
kennslu á gönguskíði sér að kostn-
aðarlausu. Skíðasamband Islands
hefur til umráða útbúnað fyrir 65
manns sem einnig er lánaður út
endurgjaldslaust við kennsluna.
Kennslan mun hefjast báða dag-
ana kl. 14 og verður kennt í Hlíðai--
fjalli. Akureyringar hafa á síðustu
árum komið upp frábærri aðstöðu
til skíðagönguiðkana og státa nú af
5 km langri upplýstri göngubraut í
Hlíðarfjalli. Auk þess er fullkomið
taka Háskóla íslands laugardaginn
16. janúar nk. í Gyllta salnum á
Hótel Borg og hefst hann klukkan
þrjú síðdegis.
Þar mun Hannes Hólmsteinn
mæta gagnrýni Þorsteins Gylfasonar
heimspekiprófessors á kenningar
lagaprófessoranna Sigurðar Líndals
og Þorgeirs Örlygssonar um eðli
veiðiheimilda og túlkun þjóðareign-
arákvæðis laga um stjórn fiskveiða.
Kenningarnar hefur Þorsteinn sett
fram í bókinni Réttlæti og ranglæti.
Síðan mun Hannes Hólmsteinn
gönguhús til staðar þar sem fólk
getur slappað af og fengið sér
kaffísopa eftir erfiði dagsins. Allir
krakkar 12 ára og yngri sem mæta
í skíðagöngukennsluna þessa helgi
fá gjafakort í Skíðaskóla SRA frá
Skíðaráði Akureyrai’.
Samhliða skíðagöngukennslunni
ætlar Skíðaráð Akureyrar að efna
til maraþonskíðagöngu, sem mun
ræða nýgenginn dóm Hæstai’éttar
um að úthlutun veiðileyfa stríði gegn
jafnræðisreglu og atvinnufrelsisá-
kvæði stjórnarskrárinnar. Þor-
steinn Vilhjálmsson, prófessor í eðl-
isfræði og vísindasögu, mun fiytja
andmæli við erindi Hannesar. Fund-
arstjóri verður Steingrímur Her-
mannsson sem á sæti í stjórn Holl-
vinasamtakanna.
Að fyrirlestrinum loknum verða
fyrirspurnir og umræður. Fyrirlest,-
urinn er öllum opinn og aðgangur er
ókeypis.
hefjast kl. 15 á laugardag og
standa í einn sólarhring. Með því
vilja þeir vekja athygli á skíða-
gönguíþróttinni sem og þeirri að-
stöðu sem komið hefur verið upp á
svæðinu. Fólk frá SRA mun ganga
þessa göngu og verður gengið
stanslaust þennan sólarhring,"
segii’ ennfremur í fréttatilkynn-
ingu frá Norrænugreinanefnd SKÍ.
Fyrirlestur um kvótakerfíð
A U GLÝ5I N G A R flHHH
FUMDIR/ MANNFAGNAÐUR
Hestamannafélagið
Fákur
Framhaldsaðalfundur Hestamannafélagsins
Fáks verður haldinn fimmtudaginn 21. janúar
nk. kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Lagabreytingar.
2. Samvinna við Víðidalsfélagið um umgengn-
isreglur á svæðinu o.fl.
3. Málningarmál.
4. Tillaga um stofnun húseigendafélags í Faxa-
bóli.
5. Önnur mál.
Stjórnin.
FELAGSSTARF
Kópavogsbúar — opið hús
Opið hús er á hverjum laug-
ardegi mílli kl. 10 og 12 í
Hamraborg 1,3. hæð. Árni
M. Mathiesen alþingismað-
ur og Halla Halldórsdóttir,
forseti bæjarstjórnar og for-
maður húsnæðisnefndar,
verða í opnu húsi laugar-
daginn 16. janúar.
Allir bæjarbúar eru vel-
komnir. Heitt kaffi á könn-
unni.
Miðar á þorrablót sjálfstæðisfélagann í Kópavogi sem haldið verður
laugardaginn 23. jan. nk. verða til sölu milli kl. 10—14.
Siálfstæðisfélaq Kópavoqs.
V
Vörður — Fulltrúaráð sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík
Aðalfundur
verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu laugar-
daginn 23. janúar næstkomandi kl. 13.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Niðurstaða stjórnar um aðferð við val á fram-
bjóðendum vegna alþingiskosninganna 8.
maí næstkomandi.
3. Ávarp formanns Sjálfstæðisflokksins og for-
sætisráðherra, Davíðs Oddssonar.
Stjórnin.
ATVINNUHÚ5NÆÐI
Verslunarhúsnæði til leigu
f=í--------—íwf——n—
5 < •u T_
jrLEmja. l-
gSwgll’ifePÍM ~—! i&aLi. J RTföa
Laustertil leigu 120 m2 verslunarhúsnæði í
verslunarmiðstöðinni í Nóatúni 17.
Upplýsingarveittar í síma 551 6199 og í síma
581 1284 á kvöldin.
SMAAUGLYSINGAR
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 1 = 1791158'/2= Um.
Frá Guðspeki-
félaginu
Ipgólfsstræti 22
Askriftarsími
Ganglera er
896-2070
í kvöld kl. 21 heldur Jóhann Ax-
elsson, prófessor, erindi um lif-
andi klukkur I húsi félagsins, Ing-
ólfsstræti 22.
Á laugardag kl. 15—17 er opið
hús með fræðslu og umræðum,
kl. 15.30 í umsjón Gísla V. Jóns-
sonar, sem ræðir um hinn
hljóða hug.
Á sunnudag kl. 17—18 er hug-
leiðingarstund með leiðbeining-
um fyrir almenning.
Á fimmtudögum kl. 16.30—
18.30 er bókaþjónustan opin
með miklu úrvali andlegra bók-
mennta.
Guðspekifélagið hvetur til sam-
anburðar trúarbragða, heim-
speki og náttúruvisinda. Félagar
njóta algers skoðanafrelsis.
\r---7/
KFUM
V
Aðaldeild KFUM,
Holtavegi
Fyrsti fundur ársins í AD KFUM
verður í kvöld kl. 20.30. Gestur
fundarins er frú Vigdís Finnboga-
dóttir, fv. forseti Islands, og segir
hún frá störfum sínum að
mannúðar- og menningarmálum
erlendis.
Upphafsorð: Sr. Halldór Reynis-
son. Hugleiðing: Sr. Valgeir
Ástráðsson.
Konur eru boðnar velkomnar á
fundinn.
Lykilatriði
Viltu bætast í hóp 27 milljóna
manna, sem náð hafa frábærum
árangri I megrun, bættri heilsu,
aukinni orku og vellíðan?
Hringdu og fáðu nánari upplýs-
ingar og frian bækling.
Uppl. í s. 561 3312 og 699 4527.
KENNSLA
FERÐAFÉLAG
® ÍSLANDS
MORKINNI 6 - SlMI 568-2533
Sunnudagur 17. janúar kl.
10.00 Nýársferð f Herdísar-
vík. Farið á slóðir Einars Ben.
skálds með dr. Páli Sigurðssyni,
prófessor, er mun segja frá dvöl
hans í Herdísarvík.
Farið verður á ströndina og litið
inn í húsið.
Kl. 11.00 Skíðaganga í nágr.
Reykjavíkur.
Brottför frá BSÍ, austanmegin og
Mörkinni 6.
Þorraferð og þorrablót Ferða-
félagsins verður í Borgarfirði
30,—31. janúar. Gist á Hótel
Reykholti. Pantið tímalega.
Þýskunámskeið Germaniu
hefjast 18. janúar. Boðið er upp á
byrjendahóp, framhaldshópa
og talhópa.
Upplýsingar í síma 551 0705 frá
kl. 17-19.30.
EINKAMÁL
Vill kynnast íslenskri konu
Bandarískur, myndarlegur mið-
aldra maður, í góðu starfi, vill
kynnast fallegri, gáfaðri og að-
laðandi íslenskri konu, (aldur
21—39), með vinskap, giftingu
og fjölskyldu í huga. Getur heim-
sótt hana á íslandi (á vini hér).
Sendu svar merkt: „B — 7316" á
afgreiðslu Mbl. með lýsingu á
sjálfri þér, áhugamálum, metnaði
og framtíðarplönum.