Morgunblaðið - 15.01.1999, Síða 60

Morgunblaðið - 15.01.1999, Síða 60
VS60 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Bíóhöllin, Kringlubíó, Stjörnubíó, Nýjabíó í Keflavík og á Akureyri hafa tekið til sýninga gamanmyndina Waterboy, Vatnsberann, með Adam Sandler og Kathy Bates í aðalhlutverkum. Er Vatnsberinn bestur í liðinu? Frumsýning BOBBY Boucher (Adam Sandler) er ófélagslyndur og vinafár 31 árs gamall mömmudrengur úr fenjasvæðunum í Lousiana. Hann fór aldrei í skóla heldur lærði heima hjá mömmu (Kathy Bates) og hún passar hann vel og vandlega fyrir öllu og öllum. Hún leyfir honum þó að vinna sem vatnsberi hjá háskólaliði í ruðningi og það starf veitir Bobby eina tæki- færið sem hann hefur til þess að umgangast annað fólk en mömmu sína. Liðið er lélegt og hefur tapað um 40 leikjum í röð og leikmennirnir fá útrás í að gera óspart grín að Bobby. I fyrstu leyfir þjálfarinn honum ekki að svara fyrir sig. En þegar liðið fær nýjan þjálfara, sem leyfir vatnsber- anum að tuskast við leikmennina, losnar um margra ára inni- byrgða reiði hjá Bobby og fyrir til- stilli þeiiTar reiði umbreytist Bobby í stórkostlegasta varnarmann sem komið hefur í bún- ingsklefa liðsins. Um leið kemur fram á sjónarsviðið bjartasta von þjálf- arans um að vinna leik á næstunni. En þá á Bobby eftir að læra að spila ruðn- ing og svo þarf hann að fara í háskóla. Hvorttveggja án þess hans komist að því að KATHY Bates leikur mömmu Bobbys. að mamma drengurinn hennar sé farinn að umgangast fólk. Adam Sandler sló í gegn hérlendis í hlutverki Brúð- kaupssöngvarans á síðasta ári en sú mynd gerði það einnig mjög gott í Bandaríkjunum. Þar var Sandler frægur íyrii’ leik í sjón- varpsþáttunum Sat- urday Night Live og úr myndunum Happy Gilmore og Bulletproof. Adam skrifaði sjálfur handritið að mynd- inni um Vatnsber- ann ásamt Tom Herlihy, stjórnanda Saturday Night Live, en þeir unnu Allir kuldaskór aðeins í nokkra daga Kven-, herra- barnakuldaskór Opið laugardaga frá kl. 10-14 Póstsendum samdæqurs SKÓUERSLUN KÓPAUOGS HAMRABORG 3 • SÍMI 554 1754 einnig saman að handriti Happy Gilmore og Wedding Singer. Þetta samstarf hófst þegar Sandler og þeir félagar voru við nám í New York-háskóla. Þai- voru einnig menn að nafni Frank Goraci, sem leikstýrir Waterboy, og Jack Giarraputo, sem er einn framleiðenda. Þessir fjór- menningar hafa unnið saman að öll- um kvikmyndum Adam Sandlers. Jack Giarraputo segir um sam- starf þeirra: „Frank Coraci og ég vorum herbergisfélagar í háskóla. Adam og Tom Herlihy voru herberg- isfélagar á sama garði og við urðum félagar og fórum að þróa með okkur sömu kímnigáfu og urðum mjög nán- ir vinir. Adam leiddi okkur inn í skemmtanabransann og smám sam- an fór allt að ganga upp hjá okkur.“ Leikstjórinn, Frank Coraci, seg- ir: „Eg þekki engan mann sem leggur jafnhart að sér í því sem hann gerir og Adam Sandler. En hann vinnur þannig að hann hefur gaman af því. Dagarnir eru langir og starf og skemmtun rennur al- gjörlega saman. Við sitjum saman og hendum á milli okkar hugmynd- um að handriti og tölum um mynd- ir. Við erum að fíflast og koma hver öðrum til að hlæja og þegar eitt- hvað gott gerist segir einhver: „Þetta er góð hugmynd, skrifum þetta niður.“ Adam Sandler tekur sjálfur hæfi- leika sína ekki mjög hátíðlega. Að- spurður segir hann: „Höfuðið á mér er einkennilegt í laginu. Þá guðsgjöf nota ég til þess að koma fólki til að hlæja og ég hef gaman af því.“ Þrátt íyrir að Adam Sandler sé súperstjarna í Bandaríkjunum þótti aðstandendum myndarinnar meiri- háttar fengur í því að fá stórleikkon- una Kathy Bates til liðs við verkefn- ið. Hún leikur mömmuna en er þekkt úr stórmyndum eins og Primary Colors, Dolores Claiborne og Misery, en sú siðastnefnda færði henni óskarsverðlaun. Meðal ann- arra aukaleikara má nefna Henry Winkler, sem leikur þjálfarann, en hann er þekktastur vestanhafs sem Fonzie úr sjónvarpsþáttunum Happy Days. Þá bregður fyrir þekktum persón- um úr ruðningsheiminum eins og Lawrence Taylor, Brent Musburger og Dan Fouts. bælda vatnsberannfyriÍ gaman ** *** Fyrirsætu-& framkomunámskeið Innsýn í fyrirsætustörf Förðun Umhirða húðar & hárs Undirbúningur fyrir myndatöku Tískusýningarganga Myndataka (1 8 myndir sv/hv) Fíkniefnafræosla Vídeomyndir Starfanai fyrirsætur koma í heimsókn Fylgst meö gerö auglýsingar Tjánina Gengio kynnir fjármálará&gjöf Námskeioiö enaar meö stórri tískusýningu kringlunni e s k i m o mode I management www.eskimo. allir nemendur fá eskimo models boli, kynningar- möppu, viöurkenningarskjal og óvæntan glaoning frá SEBASTIAN og WELLA auk þess aö komast a skrá fyrir sjónvarpsauglýsingar. Starfsfólk Eskimo models veröa í Kringlunni 15-16 janúar.Gengisfélagar fá 5% afslátt af námskeiði hjá Eskimo models. Föstudag og Laugardag munu fyrirsætur frá Eskimo sýna föt frá Fantasíu. Leiöbeinandi er Brynja X Vífilsdóttir auk gestakennara. Verö kr. 13,900. ik Landsbanki íslands I forystu til framtíðar skráning er hafin í síma 552-8012

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.