Morgunblaðið - 19.01.1999, Page 2

Morgunblaðið - 19.01.1999, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Borgin hætt að fóðra fugla við Tjörnina Álver á Austurlandi Norsk Hydro enn með FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð- herra segist ekki hafa fengið neinar vísbendingar um annað en að Norsk Hydro sé enn af fullum áhuga í þeirri vinnu sem nú standi yfír við athugun á byggingu álvers á Austur- landi. I vefútgáfu norska blaðsins Dag- ens Næringsliv sagði í gær að vegna óvissu með álverð myndi Norsk Hydro fara sér hægt í fjárfestingum í áliðnaði í framtíðinni. Iðnaðarráð- heira segist áður hafa heyrt fréttir af erfiðleikum fyrirtækisins vegna lækkandi olíuverðs og álverðs. Hins vegar hafi það enn ekki haft nein áhrif á yfirstandandi vinnu við athug- un á byggingu álvers í Reyðarfirði og engin skilaboð komið frá fyrirtækinu um annað en að það stæði að verk- efninu með sama hætti og áður. Reiknað hefur verið með að það skýrðist um mitt ár hvort áfram yrði unnið að undirbúningi álvers. --------------- Eldur í Valhöll í Tálknafirði Tálknafírði. Morgunblaðið. RÉTT fyrir hádegið á sunnudag kom upp eldur í miðstöðvarkjallara í íbúðarhúsinu Valhöll í Tálknafirði. Tvær íbúðir eru í húsinu og sakaði íbúana ekki. Slökkvilið var kallað út, en íbúar hússins höfðu slökkt eldinn með handslökkvitækjum þegar það kom á vettvang. Mikill reykur varð af og fylltist kjallarinn, en engar skemmd- ir urðu í íbúðum hússins þar sem kjallarinn er alveg lokaður af frá þeim. Eldsupptök eru ekki kunn, en þó leikur grunur á því að einhver bil- un í kynditæki hafi orsakað brunann. --------------- 75 útköll vegna veðurs LÖGREGLAN í Reykjavík fékk 75 beiðnir um aðstoð vegna veðursins um helgina. Mest var það vegna lausra hluta eða þakplatna sem fuku til og varð talsvert tjón vegna þeirra, ekki síst á bifreiðum. Meðal atvika úr dagbók lögregl- unnar má nefna að aðfaranótt laug- ardags var lögreglan kölluð til að- stoðar vegna muna sem fokið höfðu út úr íbúð í Húsahverfi og bíls í Mos- fellsbæ er hurðir sviptust upp vegna veðurs. . Suðurlandsvegi var lokað rétt fyr- ir kl. 5 á laugardagsmorgun vegna veðurs og ófærðar og stuttu síðar þurfti að hreinsa grjót sem brimið hafði skolað upp á Sæbraut. ■ Úr dagbók/49 í KULDAKASTINU og rokinu að undanförnu hafa fuglarnir við Tjörnina verið fegnir að fá það brauð sem að þeim er rétt en borgaryfirvöld eru hætt að sjá um að fóðra þá. Að sögn Guðnýjar Olgeirsdóttur, umsjón- armanns með tjarnarsvæðinu, var ákveðið að hætta að gefa fuglunum á síðasta ári til að reyna að stemma stigu við fjölg- un grágæsarinnar. „Þetta var orðið það mikið og aðallega gæsin seni þurfti á fóðrun að lialda og fólk gefur henni áfram EKKI liggur fyrir af hverju flug- maður flugvélarinnar sem fórst í Homafirði í byrjun ágúst beygði ekki til aðflugs að flugvellinum þegar komið var yfir radíóvitann við Höfn. í skýrslu rannsóknar- nefndar flugslysa um slysið eru leiddar að því líkur að eldri sonur þýska læknisins hafi stjórnað vél- inni og faðirinn verið upptekinn við fjarskipti. Þrír menn, þýskur læknir og tveir synir hans, fórust þegar einkaflugfél þeirra fórst í Horna- firði í byrjun ágúst í sumar. Þeir voru að koma frá Reykjavík og hugðust lenda á Höfn til að taka eldsneyti til flugs til Færeyja. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur þannig að það er alltaf ákveðinn kjarni við Tjörnina," sagði hún. „Álftir og endur bjarga sér sjálf- ar með því að leita í fjöruna yfir veturinn og lifa hann því af. Gæsinni hefur aðeins fækkað en þetta var gert vegna þess að gæsin réðst á nýgræðinginn við Tjörnina. Hún spændi upp gróð- urinn og át allt og nagaði brumið af. Við plöntuðum viðju og liún nagaði bæði börk og brum þannig að kostnaðurinn var mikill því hún er líka ágeng í sumarblómin. Þess vegna var nú sent frá sér skýrslu um rann- sókn sína á slysinu. Að sögn Skúla Jóns Sigurðarsonar, fram- kvæmdastjóra slysarannsókna- deildar Flugmálastjórnar, lá fyrir að blindflugsskilyrði voru á leið- inni og að Þjóðverjarnir undir- bjuggu ferð sína vel, meðal annars með veðurupplýsingum og kort- um. Svipuð flugreynsla Þeir vora á réttri leið þegar komið var yflr radíóvitann í Horna- firði en af einhverjum ástæðum beygðu þeir þá ekki til aðflugs að Hornafjarðarflugvelli eins og þeir áttu að gera og héldu beint áfram. Þegar flugmennirnir vora komnir í ákveðið að reyna að fækka henni.“ Ólafur Nielsen líffræðingur hefur fylgst með fuglalífinu og séð um talningu við Tjörnina og sagði hann að gæsinni hefði ekki fækkað en að hún dreifðist víðar á þá staði, þar sem henni væri gefið. Hún væri komin í Hús- dýragarðinn, Lækinn í Hafnar- firði og Bakkatjörn á Seltjarnar- nesi. „Þetta eru því milli 500 og 600 fuglar, sem dreifast á höfuð- borgarsvæðinu og á innnesjum yfir veturinn,“ sagði hann. ógöngur við fjöllin var flugið ekki hækkað heldur sveigt inn á milli þeirra og síðan lenti vélin á kletta- vegg í Vestrahomi. Að sögn Skúla Jóns era í skýrsl- unni leiddar að því líkur að eldri sonurinn, sem var tvítugur að aldri, hafi stjómað flugvélinni enda faðirinn upptekinn við fjarskipti um það leyti sem taka átti ákvörð- un um að beygja til aðflugs inn á flugvöllinn. Þeir höfðu báðir flugréttindi og réttindi til blindflugs og svipaða ílugreynslu en talið er að þeir hafi ekki haft mikla reynslu í blind- flugsaðflugi við aðstæður eins og vora í Hornafirði á þeim tíma sem vélin fórst. Almenningsvagnar Fargjöld hækka um 10,3% FARGJÖLD í strætisvagna Al- menningsvagna bs. hækka 1. febrú- ar næstkomandi um að jafnaði 10,3%. Pétur U. Fenger, fram- kvæmdastjóri AV, segir að hækk- unin sé einkum til komin vegna auk- ins launakostnaðar. Einstök fargjöld fyrir fullorðna hækka úr 130 kr. í 150 kr., farmiða- spjöld með tíu miðum úr 1.100 kr. í 1.200 kr., farmiðaspjöld með fimm miðum sem seld era í vögnunum hækka úr 650 kr. í 750 kr. Einstök fargjöld barna hækka úr 55 kr. í 60 kr., 20 miða kort barna úr 550 kr. í 600 kr., fjögurra miða kort bama sem seld eru í vögnunum úr 220 kr. í 250 kr. Fargjöld í næturvagna hækka úr 220 kr. í 250 kr. Græna kortið, sem gildir í þrjátíu daga, kostar eftir sem áður 3.400 kr. „Síðast var hækkað í október 1995 og menn eru að bregðast við kostnaðarhækkunum sem orðið hafa í rekstrinum síðan,“ segir Pét- ur. „Þær hafa verið talsverðar, mest hefur þó launavísitala hækkað. Ver- ið er að setja hluta af þessum hækk- unum út í verðlagið. Rétt um 40% af kostnaði við rekstur Almennings- vagna nást inn með fargjöldunum og reynt er að koma í veg fyrir að þetta hlutfall raskist mjög mikið.“ ------♦-♦-♦--- Javier Solana til Islands á fímmtudag JAVIER Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kemur í heimsókn til Islands næstkomandi fimmtudag til viðræðna við íslensk stjórnvöld. Heimsókn Solana er liður í við- ræðum hans við leiðtoga Atlants- hafsbandalagsríkja vegna undirbún- ings leiðtogafundar bandalagsins, samkvæmt upplýsingum sem feng- ust í utanríkisráðuneytinu. Er reiknað með að ófriðurinn á Balkanskaga verði meðal umræðu- efna í viðræðum Solana við íslenska ráðamenn. Munu Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra eiga sameiginlegan fund með Solana. Heimsókn hans lýkur á fóstudaginn. Gefum smá- fug'lunum SÓLSKRÍKJUSJÓÐURINN hefur beðið Morgunblaðið að hvetja landsmenn til að gefa smáfuglunum þegar snjór þek- ur jörð. Rannsókn lokið á flugslysinu í Hornafírði Líkur leiddar að því að sonurinn hafi flogið A ÞRIÐJUDOGUM Heimili Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.