Morgunblaðið - 19.01.1999, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Bjóðum börn
/vji Eitt verðugasta verk-
efni í nútíma stjórnmál
' um, segir Bryndís
Hlöðversdóttir, er að
, "'l l
ftm- ■11
GpÍUhJO*
NEI. nei. bara krossa rétt góði.
Aðfluttir umfram brottflutta 1988-1998
Einstaklingar (allir)
Hxi
UTT
'88 ’89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 '97 '98
'88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 '97 '98
Búferlaflutningar árið 1998
880 fleiri fluttust til landsins en frá því
ÁRIÐ 1998 voru skráðar 59.955
breytingar á lögheimili einstaklinga
í þjóðskrá, að því er fram kemur í
frétt frá Hagstofu íslands. Innan
sama sveitarfélags flutti 32.791, en
á milli sveitarfélaga fluttu 18.920.
Þá fluttu 4.562 til landsins og 3.682
frá því.
Á árinu 1998 fluttust því 880 fleiri
einstaklingar til landsins en frá því
og þar af voru aðfluttir erlendir rík-
isborgarar 1.113 fleiri en brottflutt-
ir, en 233 fleiri íslendingar fluttust
frá landinu en til þess. Árið 1997 var
heildarfjöldi aðfluttra umfram
brottflutta 69.
Fleiri íbúar fluttust til höfuðborg;
arsvæðisins en frá því, eða 2.183. í
öðrum landshlutum vora brottflutt-
ir fleiri en aðfluttir og fiuttu flestir
frá Austurlandi, eða 359. Af einstök-
um þéttbýlisstöðum fluttust flestir í
Kópavog, eða 1.332, en flestir frá
Akureyri, eða 141.
Andlát
KÁRI
TRYGGVASON
KÁRI Tryggvason,
kennari og rithöfundur,
lést á Landspítalanum
sl. laugardag 93 ára að
aldri. Kári fæddist að
Víðikeri í Bárðardal 23.
júlí 1905. Foreldrar
hans voru Sigrún
Ágústa Þorvaldsdóttir
og Tryggi Guðnason,
bóndi í Víðikeri.
Kári lauk prófí frá
héraðsskólanumað
Laugum árið 1926, en
hann sótti auk þess
mörg kennaranámskeið
m.a. við Háskóla ís-
lands. Kári var bóndi í Víðikeri og
kennari í Bárðardal frá 1928-1954.
Hann kenndi við barnaskólann í
Hveragerði frá 1954-1970, við upp-
töku- og dvalarheimilið Dalbraut í
Reykjavík 1970-1971
og skóladagheimilið
Skipasundi 1971-1973.
Kári skrifaði um 20
barnabækur og ljóða-
bækur á sínum rithöf-
undaferli. Fyrsta bók
hans var ljóðabók fyrir
börn, Fuglinn fljúg-
andi, sem út kom árið
1943. Fyrsta barnabók
hans, Dísa á Grænalæk,
kom út árið 1951. Árið
1974 fékk Kári verð-
laun frá Fræðsluráði
Reykjavíkur fyrir
barnabókina Úlla horfir
á heiminn.
Eftirlifandi eiginkona Kára er
Margrét Björnsdóttir. Þau eignuð-
ust fjórar dætur og lifa þrjár föður
sinn.
Skipuð í embætti
héraðsdómara
í Reykjavík
UMSÓKNARFRESTUR um emb-
ætti héraðsdómara rann út 25. nóv-
ember 1998. Fyrsti starfsvettvangur
væntanlegs dómara verður Héraðs-
dómur Reykjavíkur. Dómsmólaráð-
herra hefur ákveðið að skipa Gretu
Baldursdóttur í embættið.
Um embættið sóttu: Amfríður Ein-
arsdóttir, aðstoðarmaðm- héraðsdóm-
ara, Ásgeir Magnússon hæstaréttar-
lögmaður, Brynjólfur Kjartansson
hæstaréttarlögmaður, Friðjón Öm
Friðjónsson hæstaréttarlögmaður,
Greta Baldursdóttir, skrifstofustjóri í
Héraðsdómi Reykjavíkur, Guðmund-
ur Ki-istjánsson hæstaréttarlögmað-
ur, Ingveldur Einarsdóttir, lögfræð-
ingur hjá umboðsmanni Alþingis, Júlí-
us B. Georgsson, settur héraðsdóm-
ari, Már Pétursson, aðstoðannaðm-
héraðsdómara, Sigrún Guðmunds-
dóttir hæstaréttarlögmaður, Sigur-
jóna Símonarsdóttir, aðstoðarmaður
hæstaréttardómara, Þorgerður Er-
lendsdóttir, settur héraðsdómari, og
Þorsteinn Skúlason lögfræðingur.
Sólarkaffi ísfirðingafélagsins
Fagna komu
sólar á Isafírði
Kolbrún Sveinbjörnsdóttir
Næsta föstudag,
þann 22. janúar,
stendur ísfirð-
ingafélagið á höfuðborg-
arsvæðinu fyrir árlegu
Sólarkaffi á Broadway.
Kolbrún Sveinbjöms-
dóttir, skemmtanastjóri
Isfirðingafélagsins, hefur
séð um skipulagningu
þessa árlega viðburðar.
„Sólarkaffi er
ómissandi liður í starf-
semi ísfirðingafélagsins
hér á höfuðborgarsvæð-
inu og allt frá því félagið
var stofnað árið 1945 hef-
ur verið haldið upp á dag:
inn með þessum hætti. í
ár era brottfluttir Isfirð-
ingar því að halda Sólar-
kaffi í 54. skipti og gera
sér glaðan dag.“
- Upp á hvað er verið að halda
með Sólarkaffí?
„Tilgangurinn er að fagna
komu sólar á ísafirði. Þann 25.
janúar sést loksins aftur til sólar
á ísafirði og það kallar á hátíða-
höld.“
Kolbrún segir að frá upphafi
Sólarkaffis hafi kaffi og
rjómapönnukökur verið á
boðstólum en seinni árin hafi
stundum verið bætt á kaffiborð-
ið hinu og þessu. „Það eina sem
verður að vera á borðum þennan
dag era helst rjómapönnukök-
umar. Þær tilheyra þessum degi
og þannig er það líka á Isafirði.
Þar held ég að rjómapönnukök-
ur séu með kaffinu í hverju húsi.
Þegar ég var lítil stelpa var
flakkað milli húsa til að fá kaffi
og rjómapönnukökur.
Undanfarin ár hafa félaga-
samtök boðist til að baka pönnu-
kökur fyrir fyrirtæki á Isafirði
svo þeir sem era að vinna fái líka
rjómapönnukökur.“
- Er Sólarkaffí vel sótt hjá ís-
fírðingafélaginu ?
„Já það er óhætt að segja það.
Undanfarin ár hefur okkur fjölg-
að mikið og ekki óalgengt að við
séum frá 600-900 sem hittumst
þennan dag hér á höfuðborgar-
svæðinu." Kolbrún segir að þótt
brottfluttir ísfirðingar séu í
meirihluta í þessum hópi þá hafi
ýmsir aðrir bæst við um árin. „Á
Sólarkaffi mæta til dæmis marg-
ir sem eiga ættir að rekja til Isa-
fjarðar og svo makar og fjöl-
skyldur brottfluttra ísfirðinga.
Reyndar þykir Sólafkaffið það
skemmtilegt að Isfirðingar era
farnir að fjölmenna frá Isafirði
til Reykjavíkur þennan dag til
að vera með okkur.
Þá hefur sá siður
einnig skapast að
heilu árgangamir frá
Isafirði ákveða að
hittast þennan dag og
þá kemur fólk jafnvel frá útlönd-
um til að vera með.“
- Bjóðið þið upp á skemmtiat-
riði?
„Auðvitað og við skemmtum
okkur langt fram á nótt. Við fá-
um alltaf einhvern ræðumann til
liðs við okkur sem segir skondn-
ar sögur frá Isafirði. Það er eig-
inlega hápunktur kvöldsins og í
ár verður það Magnús Jóhann-
esson ráðuneytisstjóri sem talar
og það þarf varla að taka fram
að hann er ísfirðingur.
Við bjóðum stundum upp á
heimatilbúin skemmtiatriði þó
að oftar séu þau aðkeypt. ísfirð-
ingurinn Rúnar Þór ætlar að
troða upp ásamt bróður sínum,
Heimi Má. Þá mun Guðni Þ.
► Kolbrún Sveinbjömsdóttir
er fædd á Ísafírði árið 1947.
Hún hóf að syngja með hljóm-
sveit Ásgeirs Sigurðssonar á
ísafirði árið 1967 og hefur æ
síðan sungið með hljómsveit-
um. Kolbrún er nú söngkona í
hljómsveitinni Heiðursmenn.
Hún rekur ásamt eigin-
manni sinum fyrirtækið
Iskort. Eiginmaður Kolbrúnar
er Lúðvík Jóelsson og eiga
þau fimrn böm.
Guðmundsson, organisti í Bú-
staðakirkju, leika á píanó. Omar
Ragnarsson er oftast búinn að
vera hjá okkur af öllum gestum
og að þessu sinni ætlar hann að
sprella eins og honum einum er
lagið. Ámi Johnsen leiðir
brekkusöng og Bergþór Pálsson
syngur fyrir okkur.
Þá er hefð fyrir því að koma
gestum á óvart með sérstöku
leyniatriði og það er auðvitað
enn leyndarmál hvað það verð-
ur. Þá mun hljómsveit Stefáns
P. leika fyrir dansi fram eftir
nóttu. Veislustjóri er Samúel J.
Samúelsson en allir ísfirðingar
þekkja hann undir nafninu
Sammi á Bjargi.“
- Hvernig er starfsemi ísfirð-
ingafélagsins háttað?
„Við eram með öfluga starf-
semi allan ársins hring. Á vorin
stöndum við meðal annars fyrir
messu og kirkjukaffi á eftir. Þá
höfum við fengið ísfirskan prest
til að messa og síðast var það sr.
Lára Oddsdóttir sem messaði.
Þá mættu um 300 kirkjugestir,
bæði ungir sem aldnir.“
Kolbrún segir að brottfluttir
Isfirðingar hittist yfirleitt í
Eden í Hveragerði á
haustin en Bragi Ein-
arsson sem á Eden er
Isfirðingur. Þá sér fé-
lagið um að gefa út
Vestanpóstinn. Rit-
stjórar hans eru Guðfinnur
Kjartansson og Bjarni Brynj-
ólfsson. „Við sendum hann á
ólíklegustu staði í heiminum
þar sem Isfirðingar eru búsett-
ir.
Félagið á hús á ísafírði sem
heitir Sóltún og það geta brott-
fluttir Isfirðingar fengið leigt
hvenær ársins sem er. Við létum
gera húsið upp en fyrram eig-
andi þess, Guðmundur frá Mos-
dal, var mjög litríkur persónu-
leiki og þetta er þekkt hús á ísa-
firði.“
- Halda ísfírðingar saman?
„Já þeir halda hópinn og era
afskaplega samhentir. ísfirðing-
ar eru einnig mjög sérstakir og
skei-a sig því úr fjöldanum."
Rjómapönnu-
kökur í
hverju húsi