Morgunblaðið - 19.01.1999, Síða 16

Morgunblaðið - 19.01.1999, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 LANDID MORGUNBLAÐIÐ Truflun á síma- sambandi vegna raf- magnsleysis TALSVERÐAR truflanir urðu á símasambandi einkum á Norðurlandi vestra svo og á útvarps- og sjón- varpssendingum víða um land um helgina sem rekja má til rafmagns- leysis. Þannig datt svæðissímstöð á Sauðárkróki út aðfaranótt laugar- dags eftir að rafmagn fór af bænum en rafhlöður stöðvarinnar entust ekki nema hálfan sólarhring. Ólafur Stephensen, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Landssímans, tjáði Morgunblaðinu í gær að mestar truflanir hefðu orðið í símasambandi á Norðurlandi vestra. I upplýsingum Landssímans hefði verið gert ráð fyrir að vatnsaflstöð í bænum og dísilstöðvar myndu geta þjónað símstöðinni á Sauðárkróki þegar dreifikerfi rafveitnanna datt út á svæðinu. Komið hefði í ljós að dísil- stöðvamar voru ekki lengur fyrir hendi og þegar rafhlöður símstöðvar- innai' dugðu ekki lengur var fengin dísilstöð til að þjóna henni. Það hefði hins vegar tekið nokkum tíma að koma því í kring. Tekist hefði að koma símasambandi á að nokkru leyti um klukkan 14 á sunnudag en dregist til kl. 17-18 að ná því inn alls staðar. Ólafur sagði NMT-símakerfið hafa virkað sæmilega á þessu svæði en þó gloppótt og GSM-kerfið sagði hann hafa virkað illa. Truflanir á útvarps- og sjón- varpssendingum Þá sagði Ólafur nokkrar truflanir hafa orðið á útvarps- og sjónvarps- sendum sem Landssíminn þjónaði. Ólafur sagði tjón Landssímans ekki umtalsvert, það fælist einkum í út- gjöldum vegna mikillar aukavinnu samfara því að koma kerfinu í gang að nýju. Talsmaður Landssímans minnti á þá almennu reglu að menn skyldu nota símann sem minnst þegar raf- magnslaust verður. Hann benti einnig á að þeir sem notuðust við sím- stöðvar eða símtæki sem knúin væru raforku ættu að verða sér úti um sím- tæki sem ekki væru háð henni til að grípa til í aðstæðum sem þessum. -------------------- Húseignir sem standast kröfur fá tryggingar HÆGT er að tryggja hús gagnvart foktjóni svo lengi sem þau standast kröfur sem tryggingafélög gera til þeirra, m.a. vegna hugsanlegrar veð- urhæðar. Vegna ummæla Vigfúsar bónda Andréssonar í Morgunblaðinu á sunnudag um að ekki væri hægt að fá tryggingar á hús undir Eyjafjöll- um var haft samband við Vátrygg- ingafélag íslands og spurt nánar um ástæður þessa. Sigurlín Óskarsdóttir, svæðisstjóri VIS á Hvolsvelli, segir félagið engum neita um tryggingar sem ætti trygg- ingahæf hús, að mati félagsins, og ef greidd væru tilskilin iðgjöld. Hún sagði hátta svo til undir Eyjafjöllum að áhætta væri metin meiri í Austur- Eyjafjallahreppi en Vestur-Eyja- fjallahreppi og því kæmi fram þar eins og annars staðar á landinu mun- ur á kröfum sem gerðar væru til húsa. Sigurlín sagði VIS þannig með nokkra tryggingataka á þessum slóð- um og yrðu menn frá sér að meta tjón þar líklega alla vikuna. Hreinn Úlfarsson hjá tjónadeild VIS sagði félagið ekki hafa orðið fyr- ir umtalsverðu tjóni vegna veður- hamsins um helgina miðað við það sem hefði mátt búast við en ljóst væri þó að margir tryggingatakar VIS víða um land hefðu orðið fyrir foktjóni. , Morgunblaðið/Kristján HEYVINNUVELAR og dráttarvélar sem urðu fyrir snjóflóðinu lágu eins og hráviði um allt. Snjóflóðið í Birkihlíð í Hálshreppi _ .....................................* 1 * i Milljónatjón en engin slys á fólki FRIÐRIK Steingrímsson, bóndi í Birki- hlíð, Steinar Karl, sonur hans og hund- urinn Polli við húsgaflinn þar sem snjó- flóðið lenti. STEINAR Karl Friðriksson í Birkihlíð og Bjarki Jónasson, sveitungi hans og skóla- bróðir, skoða hér aðra dráttarvélina sem lenti í snjóflóðinu, Fyrir aftan þá Iiggur heyhleðsluvagn á hliðinni. EITT dekkið á annarri dráttarvélinni sem lenti í snjóflóðinu stóð upp úr snjón- um eftir ógköpin. MILLJÓNATJÓN varð er snjóflóð féll úr hlíð- inni ofan við bæinn Birkihlíð í Hálshreppi í S- Þingeyjarsýslu sl. laugardag. Ekki urðu slys á fólki en miklar skemmdir á búvélum, auk þess sem skemma er varð fyrir snjóflóðinu eyðilagð- ist. Jaðar snjóflóðsins hafnaði á íbúðarhúsinu í Birkihlíð en olli ekki teljandi skemmdum á því. Friðrik Steingrímsson, bóndi í Birkihlíð, var heima ásamt konu sinni og tveimur af þremur börnum er snjóflóðið féll um kl. 14.30. Hann sagði þrjár rúður hafa brotnað við ósköpin en lítið snjómagn farið inn í húsið. Glerbrotum rigndi yfir dóttur Fríðriks sem sat undir stofu- glugga sem brotnaði en hún slapp með skrám- ur á höfði. Friðrik sagði að fjölskyldan hafi sloppið mjög vel en þama hafi ekki mátt miklu muna. Rann 700-800 metra á láréttu Snjóflóðið hreif með sér allar heyvinnuvél- arnar á bænum, tvær dráttarvélar og skemmu sem tækin stóðu við. Skemman splundraðist og höfðu rústir hennar svo og vélarnar færst um 100-200 metra úr stað. Áður en snjóflóðið hafnaði á skemmunnni og vélunum hafði það runnið á láréttu um 400-500 metra en alls rann það 700-800 metra á láréttu, sem sýnir hversu mikill kraftur þama var á ferðinni. Friðrik bóndi giskaði á að snjóflóðið hefði verið 250-300 metrar á breidd. Næg viðvörun í bili Fjölskyldan yfírgaf Birkihlíð á laugardag og hefur síðan dvalið hjá tengdaforeldrum Frið- riks á Birningsstöðum, sem er næsti bær. Frið- rik sagði óvíst með framhaldið hjá fjölskyld- unni, sem nú léti hvem dag líða fyrir sig. „Við erum alla vega ekki tilbúin að sofa í íbúðarhúsinu hér enn og það sem á undan er gengið er alveg næg viðvömn í bili,“ sagði Friðrik, sem hefur látið sér nægja að koma til að sinna bústofninum en hann býr með kindur og nokkra kálfa. Hann sagðist ekki vera farinn að skoða tryggingamál vegna tjónsins, enda varla ráðlegt að eiga við búvélarnar í snjónum. Snjóflóð eyðilagði sumarhús Fyrir rúmum þremur árum féll annað snjó- flóð úr hlíðinni ofan við bæinn, sem hrifsaði með sér sumarhús er stóð undir hlíðinni og splundraðist það yfir stórt svæði. I gær komu starfsmenn Veðurstofu íslands norður í Ljósavatnshrepp og gerðu mælingar á snjóflóðinu við Birkihlíð. Miðað við aðstæður sem voru þar í gær var ekki talin snjóflóða- hætta lengur, að sögn Friðriks, en versni veðr- ið geta aðstæður verið fljótar að breytast. Mun minna tjón en ella vegna fjölda jarðstrengja TJÓN Rafmagnsveitna ríkisins af völdum óveð- ursins um síðustu helgi er milli 15 og 20 milljónir króna, að sögn Kristjáns Jónssonar rafmagns- veitustjóra. Hann sagði tjónið umtalsvert minna nú en t.d. í óveðri árin 1991 og 1995 þegar það nam hundruðum milljóna króna þar sem línur hafa víða verið lagðar í jörð. Kristján Jónsson sagði veðurhæð, ísingu og seltu víða hafa valdið skemmdum á staurum og raforkutruflunum. Á það við um alla landshluta og var lengst rafmagnslaust í hálfan annan sólar- hring í Austur-Eyjafjallahreppi, í um 12 tíma sums staðar á Austurlandi, um 9 tíma á stöku stað á Vesturlandi en víða skemur. Háspennukerfi Rarik er kringum 8 þúsund km langt og segir Kristján nokkuð hundruð km nú hafa verið lagða í jörð. Sagði hann mikla áherslu hafa verið lagða á lagningu jarðstrengja eftir mik- ið tjón af völdum óveðurs árin 1991 og 1995 sem þá nam hundruðum milljóna króna. Rafmagns- veitustjóri sagði það mögulegt vegna þess að jarð- strengir væru orðnir ódýrari en áður og tækni við að plægja þá niður væri sífellt að batna. Kristján sagði lagnir alls staðar endumýjaðar með jarð- strengjum í stað loftlína en með því áynnist tvennt. Annars vegar minni hætta á tjóni af völd- um veðurs og hins vegar minni viðhaldskostnaður. Tjónið af völdum veðursins nú er einkum til komið vegna aukins launakostnaðar en einnig er nokkurt tjón á eignum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.