Morgunblaðið - 19.01.1999, Síða 19

Morgunblaðið - 19.01.1999, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI AB Volvo kaup- ir hlut í Scania Stokkhólmi. Reuters. AB VOLVO keypti minnihluta í al- menningsvagna- og vörabílafram- leiðandanum Scania SB í gær og kvaðst íhuga samruna. Bollalegg- ingar um að annar bílaframleiðandi yfírtaki Volvo hurfu þar með í skuggann. Stærsti hluthafí Scania, In- vestor AB, kvaðst ekki hafa áhuga á samruna fyrirtækisins og Volvo og að viðræður við fleiri bjóðendur færu fram. Þar með er talið hugs- anlegt að slegizt verði um yfirtöku Scania. Aðalframkvæmdastjóri Investor, Claes Dahlback, kvað miður að Volvo hefði torveldað viðræður, sem farið hefðu fram, með því að kaupa hlut í fyrirtækinu. Investor á 45,4% í Scania og hyggst halda áfram viðræðum við aðra vörubíla- framleiðendur. Forstjóri Volvo, Leif Johansson, sagði seinna að hann hefði fallizt á „alvarlegar viðræður“ við Da- hlback. „Athugun okkar á ýmsum leiðum sýndi að Scania er mjög góður kostur fyrir Volvo,“ sagði hann. Verð hlutabréfa í Scania hækk- aði um 24,50 sænskar krónur í 200,50 kr. og bréfa í Volvo um 2,50 kr„ í 222. Ráðstöfun Volvo kann að vera fyrsta skrefið í átt til stofnunar næststærsta almenningsvagna- og vörubílafyrirtækis heims. Áhugi Volvo á Scania er sagður sýna að fyrirtækið ætli að einbeita sér að vörubíladeildinni, sem er í örum vexti. Hindrar tilboð í Volvo Aðgerðin getur einnig hindrað framgang hugsanlegs tilboðs er- lends fyrirtækis í Volvo, sem sænska stjórnin og Volvo vilja koma í veg fyrir til að auka ekki landflótta fyi-irtækja frá Svíþjóð. „Þetta getur þýtt að einhver, sennilega Ford, hafí verið að því kominn að gera opinbert tilboð í Volvo til að ná fyrirtækinu undir sig - sem stjórn Volvo vill afstýra, ef til vill með stuðningi sænsku rík- isstjómarinnar," sagði sérfræðing- ur Arogon Securities, sem kvað kaup á hlutabréfum í Scania draga úr áhuga á samruna Volvo og ann- arra fyrirtækja. Fréttir um að Volvo eigi í við- ræðum við Fiat og Ford hafa vald- ið því að verð hlutabréfa í Volvo hefur hækkað um meira en þriðj- ung á einum mánuði. Vaxandi verslun á Netinu 910 millj- arðaráár- inu 1998 MIKILL vöxtur var í verslun á Netinu á liðnu ári. í skoðanakönnun sem framkvæmd var af Boston Cunsulting Group og Shop. org. kom í ljós að gera mætti ráð fyrir að verslun á Netinu hefði numið um 910 milljörðum íslenskra króna. A fyrri hluta ársins hafði verið gert ráð fyrir að verslað yrði fyrir 308 milljarða króna. 845 verslanir á Netinu tóku þátt í könnuninni. Meira en helmingur þeirra net- fyrirtækja sem tóku þátt í könnun- inni hafa náð tryggri fótfestu á ein- stökum sviðum verslunar og við- skipta, svo sem fjármálum, fatnaði, bóksölu og vélbúnaði. Má þar nefna barnesandnoble.com, Dell, Sehwab og Eddie Bauer. í könnuninni kom í ljós að bílasal- ar seldu bíla fyrir 700 milljarða króna fyrstu sex mánuði ársins til viðskiptavina sem tóku ákvörðun um seljanda með aðstoð Netsins. Bílanaust hf. Kaupir öll bréf í Fjöðr- inni ehf. BÍLANAUST hf. hefur keypt öll hlutabréf í Bílavörubúðinni Fjöðr- inni ehf. Með kaupunum hyggst Bílanaust ná fram hagræðingu, meðal annars með því að sameina tölvubúnað og ski-ifstofuhald fyiúr- tækjanna og flytja útibú sitt í Skeif- unni 5 að Skeifunni 2, þar sem Fjöðrin er til húsa, á næstu mánuð- um. Forráðamenn Bílanausts vonast til að hægt verði að bæta sérhæf- ingu félagsins og auka þjónustu við viðskiptavini þess, svo og styrkja stöðu þess í ört vaxandi samkeppni á markaðnum, að því er kemur fram í sameiginlegri tilkynningu fyrirtækjanna. I 567 2277 HSn&smnfl Funahöfða 1 - Fax 567 3938 I Ford Escort CLX 1,6, árg. 95, ekinn 66 þús. km, rauöur, 5 g, álfelgur, sóllúga, geislasp., spólvörn, VWGolf CL1,6, blár,5 g. samlitur. Verð kr. 800.000. Sem nýr Ford Explorer Executive 4,0, árg. 97, ekinn 34 þús. km, d-blár, ssk., álfelgur, rafm. í öllu, saml., 31“ dekk o.fl. Verð Grand Cherokee Laredo 4,0, árg. 96, ekinn 70 þús. km, grár, ssk., álfelgur, ABS, líknarb., fjarsf. saml., r/r. Verð kr. Dodge Caravan 3,3 V6, árg 98, ekinn 1 þús. km, d-grænn, ssk., líknarb., 7 manna. Verð kr. 2.690.000. ATH. skipti. Toyota Corolla Liftback GL11,6, árg. 93, ekinn 94 þús. km, hvítur, 5g, álfelgur, saml., geislasp.Verð kr 850.000. ATH skipti. Toyota Corolla 1,8 XLI 4x4 STW, árg. 96, ekinn 27 þús. km, dökkgrænn. Verð kr 1.480.000. ATH.skipti. ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 19 „Afbragðsgóð skemmtun" - G.H.S. Dagur „Stórkostleg" -A.EDV Bráðskemmtileg synmg - S.H. MBL „Ekki faralH" - Taugastrekktur leikhúsgestur „Grínið í fyrirrúmi" - G.H.S. Dagur assft- ÞJONN í s ú p u n n i Uppselt á allar sýningar 1998. Ekkí míssa af súpunní Pantaðu núna í síma 5 30 30 30

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.