Morgunblaðið - 19.01.1999, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.01.1999, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Skýrsla fiárfestingarbankans Kaupþings hf. um þróun og horfur árinu 1999 Spurningarmerki við 5% hagvaxtarspá í SKÝRSLU fjárfestingarbankans Kaupþings hf., um þróun og horfur á fyrsta ársfjórðungi 1999, segir meðal annars að endurskoðuð þjóð- hagsáætlun Þjóðhagsstofnunar, þar sem spáð er 5% hagvexti hér á landi í stað 4,5% í fyrri spá stofn- unarinnar, veki upp nokkrar spumingar í ljósi þess að fyrri spá stofnunarinnar þótti jafnvel of bjartsýn í ljósi efnhagskreppunnar í Asíu og Rússlandi. „A móti má hins vegar segja að í flestum nágrannalöndum okkar hafa hagvaxtarspár verið lækkað- ar við endurskoðun og því er ekki óeðlilegt að setja spumingarmerki við nýjustu spá Þjóðhagsstofnun- ar, sérstaklega í ljósi þess að hún var gerð í tengslum við lokafrá- gang fjárlaga og sá aukni hagvöxt- ur sem þar var spáð nægði til að tryggja afgang á fjárlögum. Hugs- anlega hefði verið réttara að njóta vafans í þessu efni,“ segir í skýrsl- unni. Vaxandi verðbólgnhætta Einnig segja höfundar skýrsl- unnar að margt bendi til vaxandi verðbólguhættu vegna launahækk- ana um áramót og gert er ráð fyrir umtalsverðri aukningu kaupmáttar og einkaneyslu á árinu. „Á móti má benda á að vaxtamunur við útlönd er með mesta móti um þessar mundir eða liðlega 3%.“ í skýrslunni er bent á að krónan hafí veikst á nýjan leik en búast má við að hún taki að styrkjast að nýju á fyrstu mánuðum þessa árs, segja skýrsluhöfundar. Um efnahaginn á Islandi á síð- asta ári segir að árið hafí verið ís- lenska þjóðarbúinu hagfellt að mörgu leyti. Ytri skilyi’ði hafi verið flestum atvinnugreinum hagstæð, hagvöxt- ur var áætlaður 5,1%, vextir fóra almennt lækkandi og mikill upp- gangur varð í byggingariðnaði og ýmsum þjónustugreinum. Árið var sjávarútvegi um margt mjög hag- stætt ef frá er talin slök veiði á uppsjávartegundum, segir í skýrsl- unni. Sagt er að fjölgun erlendra ferðamanna á síðasta ári um 15% eyði þeim óvissu sem skapast hafði í ferðaþjónustunni af ótta við óhagstæða þróun í hagkerfum Vesturlanda. Avöxtunarkrafa lækkar enn frekar Á síðasta ári lækkaði ávöxtunar- krafa á lengsta flokki spariskír- teina, (95/1D20), í iyrsta skipti nið- ur fyrir 4% en hafín var innköllun á þeim skírteinum m.a. til að lækka fjármagnskostnað ríkissjóðs. Skýrsluhöfundar telja að ekki séu miklar líkur á að meira verði gefíð út af bréfum í þeim flokki. Þeir segja að fjármálaráðherra hafí veitt Lánasýslu ríkisins umboð til að kaupa allt að 3 milljai’ða af spariskírteinum á markaðii en talið er að það muni lækka ávöxtunar- kröfu spariskírteina enn frekar. „Það er því fyrirsjáanlegt að fram- boð á nýjum spariskírteinum verð- ur lítið og líklegt er að þeir lang- tímafjárfestar sem eiga spariskír- teini með langan líftíma vilji halda í þau þar sem lítið framboð er af slíkum bréfum og útlit er fyrir að vextir lækki enn frekar,“ segir í skýrslunni. Netfyrirtæki flmmtán- faldast í verði I kafla um alþjóðlega verðbréfa- markaði segir að bandarískur fjár- málamarkaður hafi rétt nokkuð úr kútnum síðan mikil lækkun varð á Wall Street í haust, m.a. vegna óvissu um efnahagsástand í heim- inum og vegna mikils taps stórra baktryggingasjóða eins og Long Term Capital Management-sjóðs- ins. Athyglisvert er það sem segir um netfyriríæki í skýrslunni. Verð bréfa í slíkum fyrirtækjum hefur hækkað mikið á hlutabréfamarkaði að undanförnu. I skýrslunni era tekin dæmi um verð bréfa í Amazon-bókaverslun- inni á Netinu en bréf í henni hækk- uðu um 1.000% á síðasta ári og verð á bréfum í eBay, sem er upp- boðsfyrirtæki á Netinu, hækkaði um 1.422% um áramótin frá al- mennu útboði í september. Segir í skýrslunni að trá sérfræðinga á Wall Street sé að netfyirtækin séu framtíðin og vitnað er í skýrslu Morgans Stansleys sem segir að velta þeirra muni fímmtánfaldast á næstu 5 áram. Um evrana segir að tiltrá manna á henni sé nokkuð góð og að útgáfa hennar feli í sér að gengisáhætta í viðskiptum milli landa sem stóðu að stofnun hennar, hverfi, við- skiptakostnaður vegna gjaldeyris- viðskipta verði minni og verðsam- anburður milli landa auðveldari. Athugasemd meirihluta hluthafa í Skálum MEÐ þessari grein svara undirrit- aðir fulltráar meirihluta í Skálum ehf. ásökunum sem bornar hafa verið fram af Einari Kristni Jóns- syni, stjórnarmanni Skála ehf., og birtar vora á viðskiptasíðu Morgun- blaðsins 15. janúar sl. „Unnið að samkomulagi til að forðast rannsókn." Þannig hljóðar fyrirsögn fyrmefndar greinar. Þessari fullyrðingu er fljótsvarað því að hún er með öllu tilhæfulaus uppspuni, staðlausir stafír. Um þennan málatilbúning er að öðra leyti þetta að segja: í framhaldi af aðalfundi Skála ehf. 8. desember sl. þar sem 26% hluthafa (þ.e. Tangi hf., Vopna- fjarðarhreppur og Lárus Gríms- son) óskuðu eftir innlausn hluta sinna, hafa farið fram að fram- kvæði sveitarstjórnarmanna á svæðinu óformlegar viðræður um að aðrir hluthafar í Skálum ehf. kaupi hluti þessara aðila. Ásakanir Einars Kristins Jónssonar, stjórn- armanns í Skálum ehf., sem birtar era í Morgunblaðinu 15. jan., komu fram á aðalfundi félagsins. Þar fóru stjórnendur H.Þ. í gegn- um þessar ásakanir, lið fyrir lið, fyrir hluthafa Skála ehf. Niður- staðan varð sú að fyrirvararnir voru felldir og ársreikningarnir samþykktir eins og þeir lágu fyrir. Eftir útskýringarnar á aðalfundin- um voru að minnsta kosti 74% hluthafa ekki í neinum vafa um af- stöðu sína til málsins. Það er frá- leitt eins og haldið er fram í fyrir- sögn Morgunblaðsins að áður- nefndar viðræður séu til komnar vegna hótana um rannsókn á við- skiptum Skála ehf. og Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar hf. Til upplýsingar er hér birt hlut- hafaskrá Skála ehf. Fiskiðjan Bjarg hf., Bakkaf. 2,36% Hraðfr.stöð Þórshafnar hf. 35,7% Lárus Grímsson, Garðabæ 2,36% Olíufélagið hf. 11,82% Sjóvá-Almennar 11,82% Svalbarðshreppui’ 2,36% Tangi hf., Vopnafirði 15,37% Verkalýðsfélag Þórshafnar 0,47% Vopnafjarðarhreppur 8,27% Þórshafnarhreppur 9,46% 100,0% Hráefnisverð til skipa Skála ehf. sanngjarnt „Niðurgreiddur hráefniskostnað- ur.“ Svo hljóðaði fyrsta millifyrir- sögn fyirnefndrar greinar. Um þessa fullyrðingu er þetta að segja: Það á sér enga stoð í raunveru- leikanum að skip Skála ehf. hafí ekki fengið sanngjarnt hráefnis- verð í viðskiptum sínum við HÞ hf. frá upphafi. I þessu sambandi skal bent á að skip Skála ehf. hafa verið með hvað mest aflaverðmæti meðal sambærilegra skipa og starfsmenn Skála ehf. hafa verið með hæstu meðallaun meðal útgerðarfyrir- tækja árin 1995-1996 og þau hæstu árið 1997 samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar. Þvi má einnig bæta við að áhafnir skipanna era þekktar fyrir annað en að gæta ekki hagsmuna sinna og um leið út- gerðarinnar varðandi hráefnisverð. Varðandi leigu á síldarkvóta til Skála ehf. þá hefur það tíðkast frá upphafí að nýta allar veiðiheimildir Skála ehf. íýrir áhöfn og útgerð. í þessu tilviki voru aðrar veiðiheim- ildir leigðar og leigður sfldarkvóti í staðinn. Öll þessi viðskipti fóru fram á markaðsverði á þeim tíma. Skálar hafa notið styrks HÞ Rétt er að stjómunarþóknun var hækkuð um 100% árið 1997, en fram til þess hafði hún hins vegar verið nánast óbreytt frá stofnun fé- lagsins. Á því tímabili jukust tekjur Skála ehf. um 161% m.a. með til- komu annars skips, auknum veiði- heimildum og fjölbreyttari rekstri. Til viðbótar urðu talsverðar al- mennar kostnaðarhækkanir á tíma- bilinu. Rétt er að í viðskiptum milli fyr- irtækjanna hafa ekki tíðkast vaxta- reikningar á viðskiptastöðu. Sé það gert fyrir starfsárin 1995, 1996 og 1997, yrði niðurstaðan Skálum ehf. í óhag um 2.500.000 kr. Ljóst er að bakhjarl Skála ehf. í miklum vexti félagsins frá upphafi hefur verið Hraðfrystistöð Þórs- hafnar hf. og hafa aðrir hluthafar í Skálum ehf. notið styrks Hrað- frystistöðvarinnar í því sambandi. Uppbygging og góð ávöxtun fjármuna Varðandi ásakanir um óhag- kvæmni vegna rangrar fjárfesting- arstefnu er þessu til svara: Frá stofnun Skála ehf. árið 1993 hafa verið teknar ýmsar ákvarðanir um fjárfestingar, t.d. um kaup á 1% loðnukvóta árið 1994, sfldarkvóta árið 1995 og kaup á skipinu Nept- únusi ÞH 361 árið 1997, ásamt mörgum smærri fjárfestingum. Uppbygging félagsins hefur gengið mjög vel, svo að eftir hefur verið tekið, og era verðmæti félagsins umtalsverð. Hluthafar Skála ehf. hafa lagt 65.000.000 kr. í formi hlutafjár í félagið (þar af 26% hluta- hafa 16.900.000 kr.) Ljóst er að ávöxtun þeirra fjármuna hefur ver- ið mjög góð og óvíða betri í íslensk- um sjávarátvegi á sama tíma. Sem dæmi má taka að innborgað hlutafé 26% hópsins er 16,9 milljónir króna og miðað við áætlunina um sam- rana Skála ehf. og HÞ ehf., sem lá fyrir á aðalfundinum, hefði eignar- hlutur 26% hópsins í HÞ orðið 40.909.246 kr. og að markaðsvirði um 125 milljónir miðað við gengi á verðbréfamarkaði í dag. Þetta þýð- ir með öðram orðum rámlega 50% ársávöxtun. Sú fullyrðing að auðvelt hafí ver- ið fyrir eitt skip að nýta til hlítar þær veiðiheimildir, sem félagið hafði til ráðstöfunar, stafar af mik- illi vanþekkingu og er kannski ekki óeðlileg þar sem fræði sjávarát- vegsins eru ekki öllum ljós að jöfnu. H.Þ. hf. hefur lagt sig fram um að löndunarpláss væri til taks á Þórs- höfn yfír háaflatímann fyrir skip Skála ehf. Þrátt fyrir framangreint, afburða skipstjóra og áhöfn afla- skipsins Júpiters ÞH 61, tókst oft ekki að nýta að fullu þær veiðiheim- ildir sem félagið hafði til ráðstöfun- ar. Einnig er rétt að benda á að veigamikil forsenda kaupa Nept- únusar ÞH 361 var frjálsar veiðar úr norsk-íslenska sfldarstofninum og hugsanlegar varanlegar veiði- heimildir úr honum. Vert er að taka fram að skipið hefur haft næg verkefni frá því að það var keypt. Það er með ólíkindum að þeir stjórnendur Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf., sem með frum- kvæði sínu og framsýni stóðu að stofnun Skála ehf. árið 1993 og keyptu loðnuskipið Júpiter ÞH 61, skuli í dag vera sakaðir um mis- ferli og óvönduð vinnubrögð. Þessi kaup hafa orðið til þess að marg- falda verðmæti hlutafjár eigenda Skála ehf. Lokaorð Hinn 6. júní 1997 gerðu hluthafar Skála ehf. með sér hluthafasam- komulag sem kvað m.a. á um að hluthafar meirihlutans á Þórshöfn gæfu eftir einn stjórnarmann til Sjóvár-Almennra hf. og Olíufélags- ins hf. Eftir var stjórnin skipuð ein- um stjórnarmanni frá Þórshöfn, einum frá Vopnafirði og fulltráa Sjóvár-Almennra hf. og Olíufélags- ins hf. I hluthafasamkomulaginu var ákveðið að sameina Skála ehf. og Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. og nýskipaðri stjórn falið að vinna samrunaáætlun fyrir félögin. Hinn 12. maí 1998 samþykkti stjórn Skála ehf. áætlun um fyrr- greindan samrana samkvæmt til- lögu Kristjáns Loftssonar, fulltrúa Sjóvár-Almennra hf. og Olíufélags- ins hf. Á hluthafafundi 8. desember 1998 var samranaáætlunin tekin fyrir. Fram kom þá krafa 26% hluthafa um innlausn hluta sinna og í framhaldi af því var samrunaá- ætlunin felld. Krafa um innlausn 26% hlutafjár kom öðrum hluthöf- um í opna skjöldu á fundinum, þar sem allir hluthafar höfðu skrifað undir hluthafasamkomulagið um sameiningu og fulltrái 26% minni- hlutans í stjórn hafði skrifað at- hugasemdalaust undir samranaá- ætlunina. í viðræðum, sem farið hafa fram við þessa hluthafa (26% hópinn), hefur komið í ljós að ástæða þess að þeir snerast gegn samrunaáætluninni - sem þeir höfðu áður samþykkt - er einfald- lega sú að fyrir þeim vakir að fá mun hærra verð fyrir hlutafé sitt í Skálum ehf. en aðrir hluthafar. Að lokinni undirritun samkomu- lags hluthafa í Skálum ehf. 6. júní 1997, eða í eitt og hálft ár, hefur stjórn félagsins einbeitt sér að gerð samranaáætlunar og öðra sem að sameiningu félagsins lýtur. Á sama tíma hafa sambærileg útgerðarfé- lög, m.a. á Vopnafirði, unnið að end- umýjun skipa sinna, svo að þeim verði kleift að taka þátt í veiðum á kolmunna og fleiri tegundum, sem hugsanlega veita þeim verðmætan veiðirétt í framtíðinni. Skærar 26% minnihluta í félaginu hafa orðið til • þess að Skálar ehf. sitja eftir í þeirri þróun sem á sér stað í veiðum á uppsjávarfiskum í flottroll. Það er óskandi að á framhaldsaðalfundi Skála ehf. 22. janúar nk. ljúki þessu biðstöðutímabili í sögu Skála og að meirihluti stjórnar geti aftur snúið sér af fullum krafti að því að reka fyrirtækið og efla. Taka þarf ákvarðanir um styrkingu félagsins til frambúðar. Að öðram kosti geta hluthafar ekki vænst góðrar ávöxt- unar fjármuna sinna. Það er eðlilegt og sjálfsagt að tekist sé á um stefnu og stjórnun á hluthafafundum. Það hljóta hins vegar að teljast býsna sérkennileg- ir tilburðir hjá Einari Kristni Jóns- syni og félögum, að ætla sér að skrúfa upp verð á hlutafé minni- hlutans í Skálum ehf. með því að reyna að ófrægja stjórnendur Hraðfrystistöðvar Þórshafnar í fjölmiðlum. Varðandi tilreiðslu á frétt Morg- unblaðsins fóstudaginn 15. janúar um málefni Skála ehf., lýsa undir- ritaðir yfír vonbrigðum með að ekki var haft samband við stjórnendur Skála ehf. og HÞ hf. til að gefa þeim kost á að svara umræddum aðdróttunum strax í sama blaði. Ekki verður séð að slík vinnubrögð beri vitni þeirri fagmennsku og vandvirkni sem Morgunblaðsmenn vilja vera þekktir fyrir. 18.01.1999. Fyrir hönd meirihluta hluthafa í Skálum ehf., Hraðfrystistöð Þórshafnar, Jóhann A. Jónsson, kt. 271155-3529, Þórshafnarhreppur, Isak Olafsson, kt. 180250-2479, Svalbarðshreppur, Jóhannes Sigfússon, kt. 140553-3879, Fiskiðjan Bjarg, Hilmar Þór Hilmarsson, kt. 120758-5279, Verkalýðsfélag Þórshafnar, Karen Rut Konráðsdóttir, kt. 281175-3359. Aths. ritstj.: í tilviki sem þessu er ýmist talað við annan aðila máls samdægurs eða daginn, sem frétt birtist í blað- inu. Sl. fostudag var haft samband við Jóhann A. Jónsson og óskað eftir umsögn hans um málið. Hann taldi sér það ekki fært þá m.a. vegna þess að Morgunblaðið hafði ekki borist til Þórshafnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.