Morgunblaðið - 19.01.1999, Síða 27

Morgunblaðið - 19.01.1999, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 2 7 Vopnahlé í Sierra Leone TALSMENN uppreisnar- manna í Sierra Leone sögðust í gær myndu virða vopnahlé frá kl. sex að kvöldi mánudags að íslenzkum tíma, jafnvel þótt engar vísbendingar væru um að hersveitir frá vestur-afrísk- um nágrannaríkjum, sem stutt hafa stjórnarher Sierra Leone í baráttunni við skæraliða, myndu virða það einnig. Tals- maður ECOMOG-sveitanna, sem Nígeríumenn fara fyrir, sagði að létu skæruliðar ekki verða úr því að virða boðað vopnahlé yrði herförinni gegn þeim haldið miskunnarlaust áfram. Uppreisnarmenn, sem eru bandamenn herfor- ingjaklíkunnar sem áður stjórnaði Sierra Leone, réðust inn í höfuðborgina Freetown 6. janúar en voru í síðustu viku hraktir út úr flestum hverfum borgarinnar upp í nærliggjandi fjöll. Fóstra játar manndráp ÁSTRÖLSK barnfóstra, Lou- ise Sullivan að nafni, játaði við upphaf réttarhalda yfir henni í London í gær að hún hefði óvart orðið sex mánaða barni sem hún hafði í umsjá sinni að bana. Sullivan, sem er 27 ára, hafði fram að þessu haldið þvf staðfastlega fram að hún ætti ekki sök á andláti barns- ins, Caroline Jongen, sem lézt úr höfuðáverkum i apríl síðast- liðnum. Málavextir þykja líkj- ast mjög réttarhaldinu yfir brezku barnfóstrunni Louise Woodward í Bandaríkjunum, en mál Sullivan vakti þó ekki líkt eins mikla athygli. CIA afhendir njósnaskjöl BANDARÍSK stjórnvöld hafa fallizt á að afhenda þýzkum yf- irvöldum skjöl sem bandaríska leyniþjónustan CIA komst yfir þegar allt var í upplausn í höf- uðstöðvum austur-þýzku leyni- þjónustunnar í kjölfar falls Berlínarmúrsins í árslok 1989. Talið er að í skjölunum sé m.a. að finna nafnalista með nöfnum njósnara og uppljóstrara sem störfuðu fyrir austur-þýzku ieyniþjónustuna. Þýzka stjórn- in hafði árum saman reynt að fá bandarísk stjórnvöld til að afhenda gögnin, en þau voru treg til, að sögn vegna ótta um að upp um þeirra eigin njósn- ara kæmist. Heimsmet í kviksetningu ENGLENDINGURINN Geoff Smith, nefndur „moldvarpan“, hefur sett nýtt heimsmet í að lifa af „kviksetningu". Hann hefur verið grafinn í jörðu í kassa sem líkist líkkistu í heila 142 daga, að því er brezk dag- blöð sögðu frá í gær. Hann mun ætla sér að liggja neðar foldu átta daga í viðbót til að rúnna metið upp í 150 daga. Loft, mat og drykk fær Smith til sín í gegn um mjótt rör. Sullivan ERLENT Sektarkennd þjak- ar Margaret Cook London. The Daily Telegraph. Robin Cook Margaret Cook FYRRVERANDI eiginkona Robins Cooks, utanríkisráðherra Bret- lands, viðurkenndi um helgina að hún myndi finna til sektarkenndar neyddist Cook til að segja af sér vegna endurminningabókar henn- ar, þar sem hún lýsir Cook sem drykkfelldum og tilfínningaiausum manni sem ítrekað hélt fram hjá henni. Sagði Margaret Cook að fyrrver- andi eiginmaður sinn væri „greind- ur, staðfastur og hugrakkur" mað- ur og að hún fyndi til „nokkurra óþæginda og sektarkenndar" vegna þeirra erfíðleika sem hún hefði valdið honum með uppijóstr- unum sinum. „Og þessi óþægindi myndu magnast verulega ef hann glataði ráðherrastólnum." Helgarblaðið The Sunday Times héit áfram að birta úrdrætti úr bók ráðherrafrúarinnar fyrrverandi um helgina og kom þar m.a. fram að Peter Mandelson, fyrrverandi ráðherra iðnaðar- og viðskipta- mála, hvatti hana óafvitandi til að skrifa bók um hjónabandið með Cook. Taldi Margaret Cook sér óhætt að tjá sig um hjónabandið eftir að Mandelson trúði henni fyr- ir því að hann teldi enga hættu á að Cook yrði að segja af sér emb- ætti þótt ijóst væri að fjölmiðlar myndu gera harða hríð að honum í kjöl- far skilnaðarins. Rifjaði Margaret Cook upp að Mandel- son, sem neyddist til að segja af sér ráð- herrastóli á Þorláks- messu, tók að sér starf milligöngu- manns þegar verið var að ganga frá skilnaði hennar og Cook og var Mandel- son í stöðugu sam- bandi við hana um tíma. „Hann beitti persónutöfrum sínum sem mest hann mátti til að hafa mig góða. Ríkisstjórnin vildi að ég héldi mér saman enda vissu leiðtogar hennar að ég gæti valdið miklum vandræð- um.“ Okkur veitist sú ánægja að tilkynna að við höfum tekið við umboðum og sölu ásamt þjónustu á öllum þrek- og æf ingatækjum og tólum frá HREYSTI ehf. PROFORM WESLO SCHWINN IMAGE VECTRA Fassi Við bjóðum viðskiptavini HREYSTI og alla aðra velkomna í stærstu og glæsilegustu þrektækjaverslun landsins ÖRNINNP9 ----Þrektækjadeild--------- Skeifunni 11, Sími 588 9 89 0 NU ER TIMI TIL AÐ KOMA SER I Þrektæki Göngulhlaupabrautir Æfingastöðvar - Fjölþjálfar Pressubekkir - Magaþjálfar Þrekhestar - Þrekhjól Spinninghjól - Lyftingasett Lyftingabekkir og lóðasett Handlóð - Sippubönd - Ökklaþyngingar o.m.fl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.