Morgunblaðið - 19.01.1999, Page 28

Morgunblaðið - 19.01.1999, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Furðudýr og minningar FURÐUDÝR byggja dularfulla myndveröld Hauks Harðarsonar. kistur og krukkur - furðudýr úr steini og Ijós sandur sem sum dýranna liggja hálfgrafin í. Sand- urinn, rökkrið í salnum og fornfá- leg ílátin undir- strika þá tilfinn- ingu að hlutirnir séu frá öðrum tíma, hafi jafnvel legið grafnir í sandinum frá ómunatíð og eigi eftir að grafast í hann aftur; í sýn- ingarskrá segir Haukur reyndar að þau „eigi“ að grafast í sandinn. Um leið minnir sýningin á bernsk- una, á leikfanga- dýr hálfgrafin í sandkassa, hluti sem í minningunni verða undursam- legir og gæddir töfrakrafti sem aðeins bamsvit- Strákar á Ströndum MYMMLIST Listasafn Kópavogs / Gerðarsafn HÖGGMYNDIR HAUKUR HARÐARSON Opið alla daga nema mánudaga frá 12-18. Aðgangseyrir kr. 200. Sýning- in stendur til 24. janúar. GRIFFÓNAR, einhymingar, kentárar, kímemr og hírkóservusar - þessar furðuskepnur hafa fylgt manninum frá upphafi vega og kynt undir ímyndunarafli hans. Heimur furðuveranna liggur rétt handan við okkar eigin heim og skilin milli þeirra era ótrygg eins og ótal sögur sanna. Pessi furðudýr og mörg önnur birtast á sýningu Hauks Harðar- sonar í Gerðarsafni. I hálfmyrkum salnum gengur áhorfandinn inn í annan og heillandi heim þar sem undarlegar skepnur búa í steinkist- um og krúsum, hálfgrafnar í sand- inn eða greyptar í stein. Ljón með nashymingshúð og antilópuhom gægist upp úr sandinum, vængjað- ur hestur hefur sig til flugs af þrífættri krakku. Sýning þessi hefur verið lengi í smíðum því elstu verkin voru fyrst sýnd í hinu virta Heni-Onstad safni í Ósló árið 1990, en síðan hefur Haukur unnið að því jafnt og þétt að byggja upp furðuveröld sína og fullkomna tæknina sem hann beitir við gerð þeirra. Pessi tækni gerir honum kleift að móta með flot- steypu fínlega skúlptúra með óvenjulegum litbrigðum, auk þess sem sumir hlutar dýranna era steyptir í málm. Mikil þolinmæðis- vinna liggur á bak við þessa gripi og þeir og sýningin öll hafa yfirbragð tímaleysis - virðast hvorki tilheyra þessum tíma né öðrum heldur vera sprottnir beint úr goðsögninni, ung- ir og ævafomir í senn. Áferð grip- anna undirstrikar þessa tilfinningu: Þeir minna á gamla steypta málm- gripi en þegar betur er að gáð er yf- irborð þeirra engu líkt sem maður hefur séð áður, eins og steinn og málmur á víxl, með undarlegum yrj- um og litbrigðum. Sýning Hauks ber ekki aðeins vott um þá miklu handavinnu sem að baki henni liggur, heldur líka um markvissa og þolinmóða hugmynda- vinnu. Inntak sýningarinnar er margrætt og flókið þótt framsetn- ingin sé einföld og tær. I sýningunni era aðeins þrír þættir, steinílát - undin skilur. Verkin leita sterkt á áhorfandann. Sýning Hauks er um margt óvenjuleg. Vinnan og framsetningin öll er öðra vísi en við eigum að venjast í listheimi nútímans og ekki laust við að áhorf- andanum finnist hann kominn í ann- an heim, jafnvel inn í hugarheim listamannsins. Slíkt er kærkomið nú á tímum þegar svo mikið af myndlistinni snýst um eilífar sjálfstilvísanir og endurgerð. Sjálf- sprottinn hugarheimur verkanna á sýningu Hauks gefur vísbendingu um að aðrar leiðir kunni enn að vera færar í listinni. Jón Proppé BÆKUR Barnabók ALDREI AÐ VITA! eftir Guðrúnu Helgadóttur. Vaka- Helgafell. 1998 - 120 bls. BÖRN eru elskuleg og heimur þeirra oft ævintýralegur. Ævintýrin eru svo sem ekki alltaf stórbrotin í augum fullorðna fólks- ins en þau spegla heim ímyndunaraflsins og samhygðarinnar. Þannig finnst mér síð- ustu bækur Guðrúnar Helgadóttur. Ævintýrin era alla jafna hvers- dagsleg. Einhverjir smáþjófar, bruggarar eða óábyrgir ökumenn setja allt á annan end- ann og skarpskyggn böm sem vita sínu viti upplýsa málið og hljóta af sæmd og virðingu líkt og fomkappar. A bak við þennan heim er svo veröld fullorðna fólksins sem fullorðnum lesendum hættir raunar til að verða starsýnna á en aðalefni bókarinnar. Aldrei að vita! heitir nýjasta bók hennar. Þar er svipuðum heimi lýst og í bókunum Ekkert að þakka! og Ekkert að marka! Viðfangsefnið er þingmaður og fjölskylda hans en yngri sonurinn, Ari Sveinn, og vinur hans, hið 10 ára skáld, Áki Atlason, sem er sögumaður bókarinnar, era aðalpersónurnar. Að þessu sinni berst sagan út fyrir borgarmörkin enda er þingmaðurinn að hugsa um að skipta um kjördæmi og bjóða sig fram í Strandasýslu. Inn í söguna fléttast bflslys og grunsamlegar mannaferðir í kringum slysavarna- skýli á Ströndum, önnur aðalpersón- an fetar sín fyrstu spor í ljóðagerð. En um fram allt er þetta fjölskyldu- saga þar sem atburðarásin er skoðuð með kímnum augum og persónurnar lifna á síðunum. Vönduð persónusköpun er eitt helsta einkenni á verkum Guðrúnar. Hún dregur persónurnar upp með einföldum dráttum og persónuein- kenni þeirra eru alla jafna nokkuð skýr og eftirminnileg. Texti Guðrún- ar er lipur og léttlíðandi eins og endranær, fullur af skondnum tils- vörum og dálítið mein- legum athugasemdum. En umfram allt skemmtir það þó full- orðnum lesendum hversu tvírætt sjónar- horn hennar jafnan er. Annars vegar sýnir hún bamalegar og skopleg- ar hliðar á börnum á góðlegan hátt og hins vegar skoðar hún hina fullorðnu með augum barnsins og þá fer ekki hjá því að ýmislegt broslegt komi í ljós. Ekki síst er það bram- bolt þingmannsins sem kemur lesendum til að glotta en í þessari bók víkur Guðrún einnig að samdrætti eldra fólks. Hún gerir það í kímnu ljósi en eyðir jafnframt for- dómum. Það er svo sem fátt sem kemur á óvart í bókinni. Heimurinn er kunn- uglegur og mörg atriði bókarinnar era á vissan hátt sjálfstætt framhald eða framlenging á síðustu bókum Guðrúnar enda þótt hún standi vissulega fyrir sínu. Lesa má út úr bókinni siðferðislegan boðskap um heiðarleika og mikilvægi þess að við séum góð hvert við annað. En slíkur boðskapur er þó ekki fyrirferðarmik- ill. Miklu fremur eins og hann spretti upp af sögunni. Hér er því að öllu leyti vönduð saga á ferð eins og vænta má frá Guðrúnu Helgadóttur full af kímni og ástúð. Skafti Þ. Halldórsson Guðrún Helgadóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg GÍSLI Sigurðsson, formaður Hagþenkis, afhenti Ragnheiði Gyðu Jónsdóttur viðurkenninguna. Viðurkenning Hagþenkis RAGNHEIÐI Gyðu Jónsdóttur hef- ur verið afhent viðurkenning Hagþenkis, félags höfunda fræði- rita og kennslugagna, og. veittist henni viðurkenningin „fyrir lifandi og áhugavekjandi kynningu menn- ingarefnis á Rás 1 í Ríkisútvarp- inu“. Gísli Sigurðsson, formaður Hagþenkis, afhenti viðurkenning- una og Gunnar Karlsson, sagn- fræðingur, flutti greinargerð við- urkenningarráðsins, sem skipa auk hans, bókmenntafræðingarnir Kristín Bragadóttir og Margrét Eggertsdóttir, Sigurður Steinþórs- son, jarðfræðingur, og Torfi Hjart- arson, námsefnisfræðingur. Nýjar bækur • RADDIR barnabókaxma er greinasafn sem geymir níu greinar um bamabókmenntir. Hildur Hermóðsdóttir og Silja Aðalsteins- dóttir ritstýrðu safninu og sú síðar- nefnda valdi greinamar og skrifaði fonnála. í kynningu segir að í bókinni sé að finna sögulegt yfirlit yfir íslenskar bamabækur og grein um frásagnar- tækni og trú og siðferði í bamabók- menntum. í safninu era tvær greinar um íslenskar myndabækur: yfirlit yfir útgáfu þeirra og um myndabækur sem bókmenntaform og lykil að greiningu á þeim. Fjallað er um Sossubækur Magneu frá Kleifum og um Skilaboðaskjóðu Þorvaldar Þor- steinsson. Einnig er grein um bækur Enid Blyton og umfjöllun um þjóð- sagna- og þjóðtrúarefni sem nokkrir höfundar hafa notað í nýlegum ung- lingabókum. I bókarlok eru skrár yfir þá bamabókahöfunda, titla og mynd- listarmenn sem minnst er á í bókinni. Höfundar greinanna era Armann Jakobsson, Brynja Baldursdóttir, Helga Kjaran, Jón Yngvi Jóhannsson, Margrét Tryggvadóttir, Silja Aðal- steinsdóttir og Þuríður Jóhannsdótt- ir. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er251 bls., unnin íprentsmiðj- unni Graffk. Auglýsingastofan Næst sá um kápugerð. Verð: 1.980 kr. Tilgangur Dæsusar MÁLVERKIÐ „Guðný (lífsbrot)“ eftir Dæsus. MYNPLIST Gallerí HorniA MÁLVERK DÆSUS Opið alla daga frá kl. 10-23. Til 21. janúar. LISTAMAÐURINN sem aðeins kynnir sig undir nafninu Dæsus á sýningu sinni á Horninu gerir furðugóða grein fyrir sér í sýningar- skrá, en þar kemur fram að hann hafi um alllangt skeið fengist við myndlist af einhverju tagi, lengst af við að mála á leðurjakka og mótor- hjól, auk þess að hafa fengist eitt- hvað við landslagsmálverk. Hann mun ekki hafa sótt mikla formlega menntun í myndlist, utan einhverra tíma í Myndlistaskólanum á Akur- eyri sem hann telur að hafi gagnast sér lítið, en hefur verið því iðnari við að leita sér sjálfur fyrirmynda. Hann segir sjálfur frá því hvemig dyr myndlistarinnar opnuðust honum i maí árið 1995 þegar hann var að skoða málverk da Vincis af Mónu Lísu, en það hefur orðið mörgum listamanninum að innblæstri: „þá sá ég það og skildi um leið hvað það er sem skilur listamanninn frá súp- unni“. Frá því Dæsus gerði þessa uppgötvun virðist hann hafa dvalist í Svíþjóð, sem hann nefnir „Bra-land- ið“, haldið þar nokkrar sýningar og vegnað vel. Sýningin á Hominu mun vera fyrsta sýning hans hér á landi. Málverk Dæsusar eru af ýmsum toga og af þeim má sjá að hann hefur víða leitað fyrirmynda. Sum verkin virðast vísa aftur til leðurjakka- og mótorhjólatímans og sum í landslag- ið, en önnur benda til þess að lista- maðurinn hneigist nú til andlegri hugarbrota, jafnvel að hann sé að fást við einhvers konar mystíska reynslu. Handbragðið er víða gott í þessum myndum en nokkuð skortir upp á hvað varðar bæði myndformun eða teikningu og myndbygginu og geldur listamaðurinn þá líklega menntunarskortsins, því þrátt fyrir allt er jú tilgangur með því að kenna myndlistarnemum módelteikningu og formfræði. Hin mystíska tilvísun vill líka leiða til óhóflegrar litagleði í bakgrunni og köntum myndanna, en það er reyndar ekki óalgengt og þekkist frá ekki minni spámönnum en Blake. Þrátt fyrir nokkra viðleitni til að draga fram tilvísanir í forna norræna goðafræði er hætt við að ís- lenskum áhorfendum finnist flest myndefni Dæsusar framandlegt, enda liggja rætur hans að minnsta kosti margar í hefð teiknimynda- sagna, gi'affitís og metal-menningar sem hér sést sjaldan í sýningarsöl- um. Þann garð ber þó að rækta ekki síður en aðra. Jón Proppé

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.