Morgunblaðið - 19.01.1999, Síða 39

Morgunblaðið - 19.01.1999, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 39 Agaleysi og afglöp Fréttir af agaleysi í skólum hafa verið of- arlega á baugi á nýju ári. Lýsingarnar minna á hasarmyndir í bíó eða nýjustu tölvuleiki. Hasar og harka, yfírgangur og ofbeldi. Við búum í góðu landi þar sem réttur einstaklinga er varinn til hins ýtrasta. Sam- félagið leitast við að tryggja að allir njóti mannréttinda. Stofn- anir eru settar á fót og umboðsmenn skipaðir til þess að gæta réttar einstaklinga. Allt er þetta lofsvert. En það era tvær hliðar á þessu máli. Einstaklingurinn er hluti af heildinni. Friður og eining samfé- lags ríkir þegar einstaklingurinn og heildin vinna að sama marki og koma sér saman um leikreglur. Réttur einstaklinga og réttur heildar þurfa að haldast í hendur. Því er oft haldið fram að nútíma- maðurinn hafí reynt meiri breyt- ingar á sinni lífstíð en allar aðrar kynslóðir frá upphafi. Framfarir á sviði tækni era stórstígar og trúin á tæknina nánast takmarkalaus. En hefur manneskjan breyst á sama tíma? I raun og vera ekki. Felipe Fernandez-Armesto, fræði- maður við háskólann í Oxford, heldur því fram í bók sinni, Trath, A History and Guide for the Perp- lexed, að við séum nánast í sömu sporam og hinir fyrstu menn hvað varðar skilning á lífínu, hinum dýpstu rökum tilverannar. Um- hverfíð tekur breytingum en manneðlið er samt við sig. Öld mikilla átaka er senn á enda. Kon- ungdæmi, fasismi, frjálslynd lýð- ræðisstefna og kommúnismi hafa tekist á um völd og áhrif. Frjáls- lynda lýðræðisstefnan hefur víðast hvar orðið ofaná og skapað lífsskil- yrði og hagvöxt sem aldrei fyrr. Bandaríski stjórnmálafræðingur- inn Fukuyama segir söguna hafa liðið undir lok með þessari þróun því sagan hafi á vissan hátt náð markmiði sínu skv. marxísk- hegelskum skilningi. Þjóðfélög hafa hins vegar ekki lokið verkefni sínu. Þjóðfélög heimsins standa enn frammi fyrir ögi’andi verkefn- um. Hamingja manna ræðst ekki eingöngu af hagvexti og velmegun. Maður- inn lifir ekki af brauði einu saman. Heilbrigt fjölskyldulíf og góð samskipti manna á meðal verða ekki til við lagasetningar eða ákvarðanir stjórn- valda. Það er flóknara að skapa heilbrigt fjöl- skyldulíf en að stofna banka. Gróandi þjóðlíf ræðst af siðgæði fólks og venjum. Ríkisvald- ið getur fyrir sitt leyti stutt við heimili og fjölskyldur en ekkert kemur í staðinn fyrir fjölskylduna sjálfa. Hlutverk hennar verður ekki leyst af öðrum. Agi Fréttir af agaleysi í skólum kunna að vera vísbending um fjörbrot þeirrar siðmenningar, ---------n------------ segir Orn Bárður Jónsson, sem hér hefur skapast á þús- und árum. Engum öðram. Þjóðfélagið getur ekki þrifíst nema það ríki traust á meðal fólks. Rekstur fískvinnslu, fatahreinsunar, flugfélags eða ál- vers gengur ekki nema með sam- vinnu fólks sem treystir hvert öðra. Fukuyama heldur því fram að hamingja þjóða og velgengni ráðist af því trausti sem ríkir í samfélaginu. Traust ríkir á meðal manna þegar leikreglur eru skýr- ar, grannurinn klár. Leikreglur krefjast aga og hollustu. Agi lærist við aðhald og útkoman ræðst af taumhaldinu sem heldur fast í og gefur eftir á víxl. Agi og kærleikur eiga saman. Fréttir af agaleysi í skólum kunna að vera vísbending um fjörbrot þeirrar siðmenningar sem hér hefur skapast á þúsund áram. Það þarf e.t.v. ekki nema eina kynslóð sem bregst í uppeld- ishlutverki sínu til þess að leggja framtíð heillar þjóðar í rúst. Vilt Örn Bárður Jónsson Almannatryggingar Svo mikil var leyndin og pukrið kringum þetta ráðslag, segir Garðar Sverrisson, að hvorki þingmenn né --n------------------ Oryrkj abandalagið fengu að kynna sér frumvarpið fyrr en á síðustu stundu. fjöldi þingmanna lýst pólitískri og siðferðilegri andstöðu við umrædd skerðingarákvæði. Til að slá ryki í augu lang- þreyttra þingmanna var látið að því liggja að lögbinding hinnar um- deildu skerðingai- væri gerð að ósk umboðsmanns Alþingis. Hið rétta er að umboðsmaður Alþingis fór einungis fram á að Alþingi tæki af skarið um vilja sinn í þessum efn- um, en ekki að niðurstaða þess yrði á þann veg sem nú hefur orðið. Þvert á móti. A þeim eina stað sem umboðsmaður tekur efnislega af- stöðu til skerðingarinnar sem slíkr- ar minnir hann á tíu ára gamalt álit sitt þess efnis að umdeilanlegt sé hvort skerðingarákvæðin geti talist réttlát eða heppileg. í umræddu áliti segir hann ástæðu til að taka þessar reglm’ til athugunar og taka á ný afstöðu til þess hvort þær eigi að haldast óbreyttar. Sú dapm-lega staðreynd að heil- brigðisráðhen-a skuli hafa svikist aftan að öryrkjum á þó e.t.v. eftir að reynast léttvægari en annað þegar upp verður staðið. Eftir stendur að einn fremsti sérfræðing- ur okkar á sviði mannréttindamála er að vandlega athuguðu máli þeirrar skoðunar að aðfaranótt 20. desember sl. hafí Alþingi lögfest bæði stjórnarskrárbrot og brot á alþjóðasamningum um mannrétt- indi. Við svo búið á Öryrkjabanda- lag íslands ekki annarra kosta völ en að leita réttar síns fyrii- dómstól- um. Það hljóta ráðherra og sam- starfsmenn hans að skilja og virða. Höfundur er varaformaður Oryrkjabandalags Islands. ^mb l.i is ALLTAf= ŒITTHXSAÐ A/TT7 þú leggja líf þitt í hendur fólks sem fyrirlítur aga og umvöndun? Vilt þú verða veikt gamalmenni í höndum kynslóðar sem hugsar bara um eigin hag? Það kunna að vera ellimerki þegar menn setja slíkar skoðanir fram. Þegar menn hneykslast á æskunni er oft vitnað til orða Sókratesar sem hafði áhyggjur af æskufólki á sinni tíð. Ahrifavaldar vora hins vegar mun færri á hans dögum og auðveldara að hafa yfirsýn og stjórn á málum líðandi stundar. Nú er öldin önnur. Hraðinn og ærustan era orðin svo mikil að sífellt verður erfiðara að fá yfírsýn og ná áttum í heiminum. Börn alast upp með bömum, því fjölskyldan hefur ekki tíma til að vera saman. Og börn era alin upp af sjónvarpi og tölvuleikjum. Kyn- slóðirnar eiga orðið fátt sameigin- legt. Hver kynslóð er út af fyrir sig og á endanum verður hver ein- staklingur í sínu horni, einn og án samskipta við aðra. Dapurleg framtíðarsýn, að tarna. En hvað er þá til ráða? Ekkert nema það sem allar kyn- slóðir frá upphafi vega hafa lært og vitað innst í sál og sinni: Ein- staklingurinn þroskast af kær- leika og aga í samfélagi við ástvini sína og annað samferðafólk. Þetta er sett fram á einkar ljósan hátt í Orðskviðunum sem er eitt speki- rita Biblíunnar og hefjast á þess- um orðum: „Orðskviðir... til þess að menn kynnist visku og aga, læri að skilja skynsamleg orð, til þess að menn fái viturlegan aga, rættlæti, réttvísi og ráðvendni, til þess að þeir veiti hinum óreyndu hyggindi, unglingum þekking og aðgætni...“ Kaflar Orðskviðanna eru 31 og því tilvaldir til þess að lesa á einum mánuði til íhugunar og uppfræðslu um lífið og tilver- una. Lyfseðill hamingjunnar hljóðar sem sagt uppá 1 kafla á dag í 1 mánuð. Prófaðu! A sama tíma og hraðinn eykst, stormar nýjunga æða og vindar breytinga blása, er mikilvægt að gefa gaum að lífsgrundvellinum, lífsgildunum, strekkja stög og bönd og halda fast í það sem reynst hefur kynslóðunum best undangengin árþúsund: „Drottinn agar þann sem hann elskar ... visku og aga fyrirlíta afglapar ein- ir ... Haltu fast í agann, slepptu honum ekki, varðveittu hann, því að hann er líf þitt.“ (Ok 3.12, 1.7b og 4.13). Höfundur erprcstur og starfar seiíi fræðslustjóri kirkjunnar. „Hvíti hval- urinn“? Ég var að horfa á myndina „Hvíti hvalur- inn“ um daginn og upp úr því var ég að velta boðskap hennar fyrir mér. Og komst að þeirri niðurstöðu að hún fjall- aði um það hvað einn maður getur gert mik- inn skaða með ein- strengingslegum skoð- unum og vilja tU að ná einu markmiði og er til í að fórna öUu fyrir það. Einnig fjallar myndin um hvað mannskepnan er tUbúin að ganga langt fyrir hagnaðar- vonina eða með öðrum orðum græðgi. Þá kom mér í hug það sem er að gerast þessa dagana í þjófélaginu og komst að þeirri niðui’- stöðu að við værum ekkert betri en skipshöfnin á hvalfangaranum. Við værum tUbúin tU að fórna áralangri uppbyggingu velferðarkerfisins fyrir stundar gróða og hagnaðarvon. Skipstjórinn í brúnni lofar okkur gulli og grænum skógum með blóm í haga og gull í vasa ef hann fái að stýra þjóðarskútunni aðeins lengur og við gleypum við því. Þannig að hann heldur áfram að selja eignir okkar og einkavæða allt sem nöfnum tjáir að nefna og við kinkum kolli og trúum fullyrðingum hans um að þetta sé gert með hag okkar í huga. Sérstaklega ef lofað er nokkrum krónum í vasann strax. Allavega ef eitthvað er að marka fylgiskannanir að undanförnu, þá trúir almenningur þessu. Ég vill með skrifum þessum reyna að að leggja eitthvað á vogarskálarn- ar þannig að ekki fari eins fyrir hinni Islensku þjóðarskútu og hvalfangar- anum, það er að segja hún sökkvi og hinn hvíti hvalur syndi í burtu með alla gróðavonina. Það er uggur í mér yfir hinum gegndarlausa dansi í kringum Gull- kálfinn og að allt sem við höfum byggt upp í tímans rás er falt fyrir peninga. Þegai- búið er að selja fyrirtæki sem stofnuð voru í upphafi til að þjónusta okkur og voru í okkar eigu og afnema öll höft, þá missum við möguleikann á að grípa inní ef eitt- hvað fer úrskeiðis. Nú er ég ekki að tala fyrir að taka upp haftakei’fið gamla en íyiT má nú rota en dauðrota. Ég hvet til að farið sé varlega í frjálsræðið þannig að við berum ekki minna úr býtum en áður. Ef frjálsræðið verður til þess að þeir ríkari verða ríkari og fátækari fátækari þá er betur heima setið en af stað farið. Það er allavega reyndin hjá öryi'kjum að laun þein-a hafa lækkað ef miðað er við almenna launataxta og ég tala nú ekki um yfirborganir. Við vitum vel af áralangri reynslu að ef laun hækka þá fer það út í verð- Lífsgæðakapphlaup Það er uggur í mér yfir hinum gegndarlausa dansi í kringum Gull- kálfínn, segir Jdhannes Þór Guðbjartsson, og að allt sem við höfum byggt upp 1 tímans rás er falt fyrir peninga. lagið og eins er það með yfírborganir, þær fara allar út í verðlagið. Þannig að allar vörur og þjónusta hækkar en eftir situr sá aðili sem ekki getur notað neinar þvinganir, það er að segja bótaþegar, þeir verða alltaf þeir sem eftir sitja. Það er til skammar í þjóðfélagi sem telst til ríkustu þjóða heims að stór hópur fólks þurfi að betla ó göt- um úti eins og hin ósmekklega mynd sem tekin var fyrir utan Mæðra- styrksnefnd sýndi á forsíðu Dag- blaðsins nú fyrir jólin. Það er skýlaus krafa öryrkja að þeir geti lifað skammarlaust á laun- um þeim sem þeir fá. Höfundur er forniaður Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Jóhannes Þór Guðbjartsson skóli ólafs gauks Síðustu innritunardagar Nú eru síðustu forvöð að láta innrita sig. Við lengra komna. Nokkur pláss eru ennþá laus bjóðum upp á skemmtileg og gagnleg í byrjendanámskeiðum. námskeið fyrir alla aldurs- ^Innritun stendur til og flokka, bæði byrjendur og nieð 23. janúar., kennsla hefst 25. janúar. 588-3730 INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17 V/SA HÆGT AÐ FA LEIGÐA HEIMAGÍTARA KR. 1500 Á ÖNN Sendum vandaöan upplýsingabækling

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.